Opið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra fer með skipun ráðsins en óskað er eftir börnum sem eru tilbúin að sitja í ráðinu í tvö ár, frá og með janúar 2024.
Í ungmennaráðinu sitja tólf börn og skulu þau vera 13-18 ára á meðan á skipunartímabilinu stendur. Öll börnin í ráðinu skulu því vera fædd á árunum 2008-2011.
Frábært tækifæri fyrir öll sem vilja koma sjónarmiðum barna á framfæri og vinna með málefni tengd heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun!

Hægt er að sækja um  hér, til og með 13. nóvember.

Frekari upplýsingar: