Opið er fyrir umsóknir ungs fólks til þátttöku í alþjóðlegu verkefni tengt sjálfbærri þróun

 

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ungt fólk og heimsmarkmiðin í Heimsins stærstu kennslustund í Salaskóla 2023.

Taktu þátt með okkur og lærðu meira um sjálfbæra þróun og hagsmunagæslu í alþjóðlegu umhverfi – Sæktu um fyrir 7. febrúar!

Framvinda og árangur heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 er metinn með valfrjálsri landrýniskýrslu aðildarríkja til Sameinuðu þjóðanna (e. Voluntary National Review or VNR). Virk þátttaka ungs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja græn umskipti fyrir öll sem skilja engan eftir.

Við leitum nú að þrem (3) áhugasömum ungmennum til að taka þátt í að fræðast um sjálfbæra þróun, mannréttindi og hagsmunagæslu með virku ungu fólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

Um verkefnið

Árið 2024 vinnur Félag SÞ á Íslandi í samvinnu með Félagi SÞ í Finnlandi og Svíþjóð að innleiðingu á Norden 0-30 verkefni, þar sem saman koma ungmennafulltrúar og sendiherrar, fulltrúar í Ungmennaráði Sama og ungmenni frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Eistlandi.

Í verkefninu munu þátttakendur:

  1. Kynnast hvernig fylgst er með og greint frá innleiðingu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og mannréttindamiðaðrar nálgunar í valfrjálsri úttekt aðildarríkja (VNR) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
  2. Skilja hvernig á að taka þátt í matsvinnu og hafa áhrif á hana í eigin landi.
  3. Afla sér ítarlegrar þekkingar á samspili heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og kynna sér hvernig norrænu ríkin bregðast við alþjóðlegum smitáhrifum og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að bæta núverandi stöðu.

Auk þess munu þátttakendur fræðast um réttindi og áskoranir frumbyggja, sérstaklega áhrif grænna umskipta á land og náttúruauðlindir Sama. Þátttakendur munu einnig öðlast færni í að nota ný stafræn verkfæri til að greina framkvæmd heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og bera þau saman við tillögur frá stofnununum og út frá mannréttindasáttmálum. Verkefnið gerir unga einstaklinga í stakk búna til að framleiða eigið efni fyrir hagsmunagæslu  og styrkir tengslanet þeirra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

Hver geta sótt um?

Umsóknartímabilið er frá 22. janúar til 7. febrúar 2024. Til að sækja um skaltu fylla út umsóknareyðublaðið vandlega. Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 16 til 30 ára, með gott hald á talaðri og skrifaðri ensku og skuldbundinn til að sækja alla viðburði, þjálfun og hagsmunagæslu sem íslenski vinnuhópurinn skipuleggur. Verkefnið tekur til ferða- og dvalarkostnaðar en engar aðrar viðbótargreiðslur eiga við. Þrír þátttakendur verða valdir í verkefnið og verður vali miðlað persónulega til umsækjenda með tölvupósti.

Dagskráin

Verkefnið samanstendur af fjórum (4) þáttum, en framkvæmd þess er frá mars til september:

  1. Alþjóðleg ráðstefna í Helsinki, 11.-13. mars
  2. Þjálfun í mannréttindum og sjálfbærri þróun / Rafræn þáttaka, 25. apríl
  3. Vinnustofa  um málsvararhlutverk í tengslum við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun / Rafræn þátttaka / byrjun júní (nákvæmar dagsetningar TBC)
  4. Alþjóðleg ráðstefna í Tallinn, seint í september (nákvæmar dagsetningar TBC)

Fyrir spurningar og frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við 
Völu Kareni Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna vala@un.is

Í samvinnu með:

UNA Finland

UNA Sweden

Sillamae Society for Child Welfare

 

 

 

Verkefnið hlýtur stuðnings úr verkefnasjóði Norrænu ráðherranefndarinnar Norden 0–30 (2024).