Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ásamt utanríkisráðuneytinu bjóða til kynningarfundar um ungliðastöður á vegum Sameinuðu þjóðanna á morgun, 27. febrúar. Linkur á fundinn er aðgengilegur á Facebook viðburði fundarins.
Fundurinn verður rafrænn og hefst hann kl. 12:00.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
12:00 – 12:10 Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, er fundarstjóri og opnar fundinn.
12:10 – 12:20 Lisa Fialla Andresen, sérfræðingur hjá þjónustumiðstöð ungliðaverkefnis Sameinuðu þjóðanna (e. JPO Service Centre)
12:20 – 12:30 Urður Ásta Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá World Food Programme (WFP) í Síerra Leóne. Urður gegnir stöðu ungliða hjá landsskrifstofu WFP í Síerra Leóne. Hún hefur verið ungliði frá því haustið 2023 og mun segja stuttlega frá sinni reynslu fram til þessa.
12:30 – 12:40 Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður, sendiskrifstofa Íslands í Freetown í Síerra Leóne. Ásdís er fyrsti forstöðumaðurinn í nýrri sendiskrifstofu Íslands í Síerra Leóne og mun hún segja frá helstu verkefnunum og lífinu í Freetown.
12:40-13:15 Spurningar og svör
Að fundinum loknum mun upptaka verða aðgengileg á Youtube rás Félagsins.