Utanríkisráðuneytið opnar fyrir umsóknir í þrjár stöður ungliða hjá Sameinuðu þjóðunum

Á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er starfrækt ungliðaverkefni (e. Junior Professional Officer Programme) þar sem ungu fólki er gefið tækifæri á að starfa á vegum stofnanna SÞ.

Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíka ungliðastöður, þar af eina stöðu sérfræðings í alþjóðlegum hafmálum hjá Þróunaráætlun SÞ í Namibíu, stöðu sérfræðings í málefnum kyn- og frjósemisheilbrigðis og -réttinda hjá Mannfjöldasjóði SÞ í Tansaníu og stöðu sérfræðings í félagsmálum hjá Barnahjálp SÞ í Síerra Leóne.

Beina linka á stöðu ungliða í alþjóðlegum hafmálum hjá UNDP: https://island.is/starfatorg/c-53RnEa2cTXbZ2MyxJQi3tv

á ungliðastöðu í málefnum kyn- og frjósemisheilbrigðis- og réttinda hjá UNFPA: https://island.is/starfatorg/c-7toX9iaY69gdXIQ4TRxjjb

á ungliðastöðu í félagsmálum hjá UNICEF: https://island.is/starfatorg/c-7wBH2JQ8L4DJs1xUntxBHG

Ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum eru opnar fyrir íslenska ríkisborgara 32 ára og yngri (fæðingarár 1991 og síðar). Ráðið er til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Sérfræðingurinn verður starfsmaður viðeigandi stofnana Sþ og launa- og starfskjör eru samkvæmt reglum þeirra.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023. Allir einstaklingar, sem uppfylla hæfnis- og aldurskröfur, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið. Hér má sjá ítarlegri starfslýsingu á ensku.

Kynningarfundur
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samvinnu við utanríkisráðuneytið stendur fyrir kynningarfundi um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna í lok febrúar, en hægt verður að nálgast frekari upplýsingar um fundinn og verkefnið á vef stjórnarráðsins: www.utn.is/jpo.