Heimsmarkmið mánaðarins – ný verkefni á kennsluvef UNESCO-skóla

Við kynnum til leiks nýjan lið í skólaverkefnabanka UNESCO-skóla: Heimsmarkmið mánaðarins.

Í hverjum mánuði fram á næsta ár kemur inn nýtt skólaverkefni um hvert og eitt heimsmarkmiðanna þar sem kennurum og nemendum gefst tækifæri til þess að taka fyrir eitt markmið og kafa aðeins dýpra. Heimsmarkmið mánaðarins er ætlað að skapa umræðu í kennslustofunni og hentar að taka það fyrir meðal nemenda sem eru að kynnast heimsmarkmiðunum, en einnig fyrir lengra komna.

Verkefnin henta fyrir grunnskóla og framhaldsskóla.

Nú þegar hafa verkefni verið gefin út í janúar, febrúar og mars og má nálgast þau og öll önnur verkefni á kennsluvef UNESCO-skóla hér.