Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, 24 ára Akureyringur sem stundar bachelornám í mannréttindafræði við Háskólann í Malmö var um síðustu helgi kosinn nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda. Kosningin fór fram á Sambandsþingi Landssambands Ungmennafélaga (LUF) en þar sem hún var í framboði fyrir hönd Samband íslenskra nemenda erlendis (SÍNE), sem er eitt 42 aðildafélaga LUF.
Stefanía Sigurdís er um þessar mundir að vinna að lokaritgerðinni sinni við háskólann í Malmö þar sem hún hlaut nýlega skólastyrk til að ferðast til Malasíu og framkvæma eigin rannsókn en hún hyggst flytja aftur heim til Íslands í sumar. Hún hefur að eigin sögn verið afar virk í kvenréttinda- og femínista umræðu á Íslandi áður en hún hóf námið úti. Einnig hefur hún skrifað greinar fyrir Jafnréttisstofu og aðra miðla um jafnrétti á Íslandi, þar á meðal var hún annar stjórnanda sjónvarps- og podcast þáttanna ‘VAKNAÐU‘ sem framleiddir voru af sjónvarpstöðinni norðlensku, N4, þar rætt var við ýmsa gesti um margs konar hliðar jafnréttis á Íslandi. Þá hlaut Stefanía Sigurdís jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar árið 2019.
Hún kveðst spennt fyrir að taka við þeim mikilvægu verkefnum sem fylgja því að vera ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda og segist vilja leggja sig alla fram við að koma skoðunum og athugasemdum ungmenna á framfæri í tengslum við málaflokkinn.