Á dögunum tók Félag Sameinuðu þjóðanna á móti UNESCO-skólanum Menntaskólanum á Tröllaskaga. Með þeim í för voru nemendur og kennarar frá vinaskóla þeirra, framhaldsskóla sem staðsettur er í Alcoy, Alicante. Höfðu nemendurnir þá vikuna dvalið á Ólafsfirði þar sem þau voru meðal annars að þróa Erasmus skólaverkefni saman frá grunni.
Formaður Félagsins, Eva Harðardóttir, tók á móti hópnum og ræddi við nemendur hvernig skólarnir geta unnið meira sín á milli í tengslum við heimsmarkmiðin, en þau eru eitt af fjórum megin þemum UNESCO-skólaverkefnisins sem báðir skólarnir eru hluti af.
UNESCO-skólaverkefnið, er eitt elsta skólanet í heimi en í því eru yfir 12.000 skólar í 182 löndum. Verkefnið styður sérstaklega við heimsmarkmið 4.7 sem miðar að því að styrkja skóla til þess að knýja fram nýsköpun í tengslum við heimsborgaravitund, þvermenningarlegan skilning og sjálfbærni, styrkja alþjóðlegt samstarf og samvinnu, þekkingarmiðlun og samstarf milli landa og skóla og að byggja upp frekari getu þeirra til nýsköpunar í kennslu og þátttökunámi, einkum með heildarskólanálgun (e. whole school approach).
Í dag eru 21 íslenskir UNESCO-skólar, einn leikskóli, sjö grunnskólar og þrettán framhaldsskólar. Hægt er að lesa nánar um UNESCO-skóla hér.