Norrænn fundur Félaga Sameinuðu þjóðanna og Norðurlandaráðs

Dagana 3-5. apríl var haldinn árlegur norrænn fundur Félaga Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Á fundinum hitta norrænu félögin helstu samstarfsstofnanir Sameinuðu þjóðanna sem starfa í UN City og ræða áherslur í starfi þeirra á árinu og samstarf í tengslum við útgáfur skýrslna, þátttöku í herferðum og almennri kynningarstarfsemi.

Þær stofnanir SÞ sem Félagið á Íslandi á í mestu samstarfi við eru Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA), Þróunaráætlun SÞ (UNDP), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), Stofnun SÞ um jafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Barnahjálp SÞ (UNICEF).

Í þetta sinn voru einnig á dagskrá fundir norrænu Félaganna með Norðurlandaráði en á árinu 2024 er íslenski þingmaðurinn Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Með henni í för var Kristína Háfoss, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs og ræddu Félögin um framtíðar möguleika samstarfs og samvinnu á hinum ýmsu sviðum. Að fundi loknum héldu framkvæmdastjóri og formaður íslenska Félagsins á fund með Norðurlandaráði í UN City þar sem rætt var við fulltrúa frá Matvælaáætlun SÞ og Mannfjöldasjóð SÞ á Norðurlöndunum.

Mynd: FSÞ / Ulla Muller, skrifstofustjóri Mannfjöldasjóðs SÞ á Norðurlöndunum fer hér yfir áherslumál ársins 2024 hjá stofnuninni.
Mynd: FSÞ/ Kristína Háfoss, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, Helena Laukko, framkvæmdastjóri UNA Finland, Bryndís Haraldsdóttir, forseti Norðurlandaráðs 2024, Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri UNA Iceland, Catharina Bu, framkvæmdastjóri UNA Norway og Torleif Jonasson, framkvæmdastjóri UNA Denmark.
Mynd. FSÞ/ Henrik Fredborg Larsen, framkvæmdastjóri Þróunaráætlunar SÞ á Norðurlöndunum fer hér yfir hlutverk stofnunarinnar í tengslum við þróun og frið.
Mynd: FSÞ/Emmi Sponholtz, Eva Harðardóttir, Vala Karen Viðarsdóttir, Ulla Muller, Bryndís Haraldsdóttir, Kristína Háfoss, Mette Strandlod og Helena Wacko.
Mynd: FSÞ/ Eva Harðardóttir, Kateriina, Kristína Háfoss, Bryndís Haraldsdóttir, Vala Karen Viðarsdóttir, Andreas Hansen og Lina Nesheim.
Mynd: FSÞ/ UNOPS (United Nations Office for Project Services) eru með höfuðstöðvar sínar í UN City í Kaupmannahöfn og kynntu þau starfsemi sína fyrir norrænu félögunum.