Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna 29. Maí kl. 17:00

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 29. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. 

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Ávarp formanns sem opnar aðalfund.
  3. Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði og viðburði árið 2023.
  4. Vala Karen, framkvæmdastjóri kynnir rekstrar- og efnahagsreikning ársins 2023.
  5. Helen Inga von Ernst, sérfræðingur á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna flytur erindi um framboð Íslands til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, helstu áherslur og möguleika til áhrifa.
  6. Fundarlok.

Að fundi loknum bjóðum við upp á léttar veitingar og samræður. Öll sem eru í félaginu eru sérstaklega hvött til þess að mæta. 

Fyrir hönd stjórnar Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,
Eva Harðardóttir, formaður