Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 29. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og ritara.
- Ávarp formanns sem opnar aðalfund.
- Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði og viðburði árið 2023.
- Vala Karen, framkvæmdastjóri kynnir rekstrar- og efnahagsreikning ársins 2023.
- Helen Inga von Ernst, sérfræðingur á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna flytur erindi um framboð Íslands til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, helstu áherslur og möguleika til áhrifa.
- Fundarlok.
Að fundi loknum bjóðum við upp á léttar veitingar og samræður. Öll sem eru í félaginu eru sérstaklega hvött til þess að mæta.
Fyrir hönd stjórnar Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,
Eva Harðardóttir, formaður