Boðað til samtals um Sáttmála framtíðarinnar

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneytið, forsætisráðuneytið, Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ, Landssamband ungmennafélaga og Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands boðar til samtals um Sáttmála framtíðarinnar fimmtudaginn 6. júní frá klukkan 17:00-19:00 í Mannréttindahúsinu. Sjá viðburð hér.

Dagana 22.-23. september verður Leiðtogafundur um framtíðina (e. Summit of the Future) haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem leiðtogar heimsins koma saman til að samþykkja nýtt alþjóðlegt samkomulag um hvernig viðbætum samtíð okkar og tryggjum gæfuríkari framtíð. Hið nýja samkomulag, Sáttmáli framtíðarinnar (e. Pact for the Future) er einstakt tækifæri til að endurheimta það traust sem hefur glatast og sýna fram á að með alþjóðlegri samvinnu sé hægt að takast á við þær sameiginlegu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir.

Á þessum opna fundi verða drög sáttmálans kynnt og þemu hans rædd í umræðuhópum. Viðburðinum er þannig ætlað að auka þekkingu á málefnum Leiðtogafundarins og um Sáttmála framtíðarinnar, stuðla að áhugaverðum umræðum sem virkja þátttöku ungs fólks og borgarasamfélagsins og valdefla þessa hópa í málefnum sem þau varðar.

Dagskrá

17:00-17:10 Opnunarorð Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Sara Júlía Baldvinsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar

17:10- 17:30 Leiðtogafundur framtíðarinnar: Fjölþjóðalausnir í þágu betri framtíðar, Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

17: 30- 17:50 
Örkynningar tengdar þemum Sáttmála framtíðarinnar.
Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Fannar Logi Waldorf, fulltrúi úr Barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða SÞ, Sylvía Martinsdóttir, forseti LUF, og Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar

17:50-18:00 Kaffihlé

18:00-18:40 Umræðuhópar um þemu samningsins

18:40 -19:00 Umræðustjórar kynna stuttlega niðurstöður umræðuhópa

19:00 – 20:00 Pizzur og spjall

 

Gögn frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu:

  • Nálgast má samningsdrögin Sáttmála framtíðarinnar eins og þau voru um miðjan maí hér.
  • Grein um ákvæði uppkastsins um sjálfbæra þróun má finna hér.
  • Grein um ákvæði uppkastsins um alþjóðlegan frið og öryggi má finna hér. 
  • Grein um ákvæði uppkastsins um Ungt fólk og komandi kynslóðir annars vegar og Vísindi, tækni og nýsköpun hins vegar hér.