Ráðherrafundur um sjálfbæra þróun (HLPF) hófst í gær í New York

Ráðherrafundur um sjálfbæra þróun (e. The High-level Political Forum on Sustainable Development, HLPF) hófst í gær 8. júlí og stendur yfir til 17. júlí 2024 í höfuðstöðvum Sþ í New York. Fundurinn, sem ávallt fellur undir hatt Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC) felur einnig í sér þriggja daga ráðherrahluta fundarins sem verður dagana 15.-17. júlí.

Þema fundarins í ár er ‘Að styrkja Dagskrá 2030 (Agenda 2030 – heimsmarkmiðin) og útrýma fátækt á tímum fjölþættra krísa: skilvirk afhending sjálfbærra, seiglu og nýstárlegra lausna’. (A/DEC/77/553)

Ráðherrafundurinn, þrátt fyrir samþætt, órjúfanlegt og samtengt eðli heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun, hefur yfirleitt nokkur ákveðin markmið að leiðarljósi sem rýnt er sérstaklega í. Í ár verða það markmið eitt um enga fátækt, númer tvö um ekkert hungur, númer þrettán um aðgerðir í loftslagsmálum, númer sextán um frið og réttlæti og markmið sautján, samvinna um markmiðin.

Lítil sendinefnd fer frá Íslandi fer að þessu sinni. Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sþ á sviði sjálfbærrar þróunar, Sara Júlía Baldvinsdóttir er mætt til New York og hægt verður að fylgjast með ferð hennar á instragram reikning ungmennafulltrúanna: instagram/unyouthiceland.  Einnig fer fulltrúi frá Sambandi sveitarfélaga og sömuleiðis forsætisráðuneytinu.

Félag Sameinuðu þjóðanna mun deila áfram hvað er að gerast á fundinum á sínum miðlum og mælum við með að áhugasöm fylgist með.

Helstu miðlar:

Instagram

Facebook

X (Áður Twitter)