Síðustu fréttir og greinar

Vika 17: Heimsmarkmiðin í brennidepli á bókasöfnum víðsvegar um landið

Dagana 21.–27. apríl verður haldin Vika 17, vitundarvakningarátak um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á bókasöfnum víðsvegar um landið. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og var fyrst prófað hér á landi af Amtsbókasafninu á Akureyri árið 2024 sem hefur leitt þetta og fengið fleiri bókasöfn með. Í ár hefur þátttakan margfaldast og er búist við að yfir […]


Aðalfundur félagsins verður haldinn 28. maí nk.

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42.  Dagskrá fundarins: Kosning fundarstjóra og ritara. Ávarp formanns sem opnar aðalfund. Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði ásamt því að rekstrar- og efnahagsreikningur ársins 2024 verður kynntur. Lausn stjórnar og […]


Hvað er Ísland að gera í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna?

Með setu sinni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna leggur Ísland áherslu á framgang mannréttinda allra með uppbyggilegum samræðum og þátttöku á breiðum grunni. Ísland leggur líka sérstaka áherslu á að efla mannréttindi kvenna og stúlkna, standa vörð um réttindi barna, berjast gegn mismunun gagnvart LGBTQI+ einstaklingum og vekja athygli á tengslum mannréttinda- og umhverfismála. Sjá meira […]


Norræn félög Sþ senda frá sér ákall

Árlegt þing norrænna félaga Sameinuðu þjóðanna fór fram í Kaupmannahöfn dagana 24.–25. febrúar. Á þinginu hittust fulltrúar félaganna og samstarfsstofnanir Sameinuðu þjóðanna í UN City meðal annars til að ræða stöðu alþjóðasamfélagsins, helstu áskoranir og mögulegar lausnir. Ein af niðurstöðum fundarins var sameiginlegt ákall félaganna til norrænna stjórnvalda um framlengingu vopnahlés og viðurkenningu á Palestínu […]


Seta Íslands í mannréttindaráði SÞ – Samráðsfundur í Mannréttindahúsinu

Allt klárt fyrir vetrarlotu mannréttindaráðsins eftir samráð við frjáls félagasamtök Ísland mun í annað sinn sitja sem kjörinn aðili í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þegar vetrarlotan hefst þann 24. febrúar 2025. Af því tilefni var haldinn samráðsfundur með frjálsum félagasamtökum á Íslandi til að ræða helstu áskoranir og tækifæri sem fram undan eru í ráðinu, en […]


‘Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju’ – hliðarviðburður Janúarráðstefnu Festu

Viðburður skipulagður af Festu í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Global Compact á Íslandi og er hliðarviðburður í tengslum við Janúarráðstefnu Festu. Viðburðurinn er opinn öllum og er haldinn í viðburðarsal Arion banka í Borgartúni, 3. febrúar kl. 10:00 – 12:00. Boðið […]


Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli og samkeppni ungs fólks

Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli sett á laggirnar – Athygli vakin á víðtækum áhrifum rýrnunar jökla Ísland tekur þátt í viðburðum sem skipulagðir eru í tilefni af Alþjóðaári jökla, sem hefst formlega 21. janúar 2025. Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir átakinu og er það leitt af UNESCO, Menningarmálastofnun SÞ og WMO, Alþjóðaveðurmálastofnuninni. Í desember árið 2022 […]


Málþing UNESCO um menningar – og listmenntun

Málþing UNESCO um menningar – og listmenntun er haldin fimmtudaginn 23. janúar 2025 í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13.00 -16.00 Aðalfyrirlesari er Ron Davies Alvarez, stjórnandi The Dream Orchestra sem byggir á El Sistema aðferðafræðinni. Viðburðurinn er haldinn af íslensku UNESCO-nefndinni í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, menningar- og viðskiptaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, listkennsludeild Listaháskóla Íslands […]


Annáll Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 2024 – Horft til framtíðar

Árið 2024 var viðburðaríkt fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (FSÞ), þar sem félagið beindi kastljósinu að málefnum sem snerta alþjóðlegar áskoranir, svo sem loftslagsbreytingar, jafnrétti og frið. Árið einkenndist af öflugu starfi, fræðslufundum, samstarfsverkefnum og viðburðum sem allir stefndu að því að virkja íslenskt samfélag og tengja þátttöku landsmanna við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samkeppni […]


Alþjóða mannréttindadagurinn er í dag, 10. desember

Mannréttindadagurinn er haldinn árlega um allan heim þann 10. desember. Dagurinn minnist eins byltingarkenndasta loforðs heimsins sem endurspeglast í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (UDHR). Þetta tímamótaskjal kveður á um þau ófrávíkjanlegu mannréttindi sem öll eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, eða stöðu að öðru leyti. […]