Í stuttu máli: Greiðir fyrir alþjóðlegu samstarfi í peningamálum, stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og skapar fastan vettvang til samræðna, ráðlegginga og liðveislu í fjárhagslegum efnum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund; IMF) var stofnaður árið 1944 í kjölfar kreppunar miklu á fjórða áratugnum, rétt fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, af 44 aðildarríkjum sem vildu láta á það reyna að byggja upp ramma í kringum alþjóðlegt efnahagslegt samstarf.
Í dag eru 190 aðildarríki í sjóðnum sem vinna við að efla alþjóðlegt fjármálakerfi, fylgjast með gengi gjaldmiðla og greiðslujöfnuði milli ríkja, tryggja fjármálastöðugleika, auðvelda alþjóðaviðskipti, og stuðlar að sjálfbærum hagvexti um allan heim. Sjóðurinn hefur einnig það markmið að minnka atvinnuleysi og auka hagvöxt samfélaga. Önnur starfsemi stofnunarinnar eru að gefa aðildarríkjum sínum ráðgjöf og lán til niðurgreiðslu skulda. Helstu mál sem sjóðurinn einbeitir sér að eru tengd viðskiptum (með opinni, stöðugri og gagnsærri viðskiptastefna), fjármálastefnu (greinir þróun ríkisfjármála og veitir aðildarríkjum ráðgjöf), og ríkisskuldum.
Starfsemi sjóðsins:
- Að hafa eftirlit með efnahagsmálum aðildarríkja sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild og veita löndum ráðgjöf.
- Að veita lán og aðra fjárhagsaðstoð til aðildarríkjanna í greiðsluerfiðleikum.
- Að veita tæknilega aðstoð og þjálfun við að aðstoða stjórnvöld við að framfylgja traustri efnahagsstefnu.
Hvernig er sjóðurinn fjármagnaður?
Auðlindir IMF koma aðallega frá greiðslu hlutafjáráskriftar landa þegar þau gerast aðilar að sjóðnum. Hvert ríki fær úthlutað hlutfalli sem byggist í stórum dráttum á hlutfallslegri stöðu þeirra í alþjóðahagkerfinu. Ríki geta síðan tekið lán úr hlutfallinu sínu þegar/ef það lendir í fjárhagserfiðleikum.
Rannsóknir sem sjóðurinn sinnir:
Þjóðhagslegar-, hagkerfis- og fjármálarannsóknir eru hluti af kjarnastarfsemi sjóðsins, og eru þær til að efla dýpri skilning á hagkerfi heimsins með því að greina efnahagsþróun, áskoranir og afleiðingar þeirra, bæði fyrir einstök ríki og alþjóðasamfélagið.
Heimildir:
https://www.imf.org/en/About/Factsheets/IMF-Surveillance
https://www.imf.org/en/About/Factsheets/IMF-Lending
https://www.imf.org/en/About/Factsheets/imf-capacity-development
https://www.imf.org/en/Topics/Trade
https://www.imf.org/en/Topics/fiscal-policies
https://www.imf.org/en/Topics/sovereign-debt
https://www.imf.org/en/About/Factsheets/Where-the-IMF-Gets-Its-Money