Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (e. International Atomic Energy Agency, IAEA) er alþjóðastofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna og helsti samstarfsvettvangurinn um kjarnorkumál á alþjóðavísu. Markmið stofnunarinnar, sem var sett á fót árið 1957, er að stuðla að friðsamlegri notkun kjarnorku og koma í veg fyrir notkun hennar í hernaðarlegum tilgangi.
Stofnunin hefur eftirlit með því að ríki þrói ekki kjarnavopn og að aðildarríkin fari eftir samningnum gegn útbreiðslu kjarnavopna (e. Nuclear Non-proliferation Treaty, NPT). Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samanstendur af skrifstofu (e. Secretariat), almennu þingi (e. General Conference) og stjórn (e. Board of Governors). Yukiya Amano var skipaður framkvæmdastjóri árið 2009 og starfaði sem framkvæmdastjóri IAEA til dauðadags 18. júlí 2019. Fyrrverandi yfirmaður IAEA og aðstoðarforstjóri, Cornel Feruta, var útnefndur starfandi framkvæmdastjóri 25. júlí 2019.
Skrifstofa IAEA er með höfuðstöðvar í Vín í Austurríki. Svæðisskrifstofur eru staðsettar í Genf, Sviss; New York, Bandaríkjunum ; Tókýó, Japan; og Toronto, Kanada. Vísindarannsóknarstofur eru staðsettar í Vín og Seibersdorf, Austurríki; Trieste, Ítalíu; og Mónakó.
Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna starfar eftir stefnuyfirlýsingu sem ber nafnið „Atoms for Peace and Development“, en hún styður lönd í viðleitni þeirra til að ná að uppfylla heimsmarkmiðin um sjálfbær þróun (e. Sustainable Development Goals ) sem sett eru fram í 2030 stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun.
IAEA styðja við ríki sem vilja innleiða nýja tækni á sviði kjarnorkuvísinda. 167 ríki eru aðilar að IAEA og setja sér eigin markmið og þróunaráætlanir og eru í sjálfsvald sett hvort þau nýti sér aðstoð stofnunarinnar.
Mörg ríki nýta kjarnorku og tækni henni tengdri til að leggja sitt af mörkum til og uppfylla þróunarmarkmið sín á hinum ýmsu sviðum þar á meðal orkumálum, lýðheilsu, matvælaframleiðslu, vatnsstjórnun og umhverfisvernd.
Heilbrigðismál
Í forvarnarstarfi, greiningu og meðhöndlun heilsufarssjúkdóma, einkum sjúkdóma eins og krabbameins og hjarta- og æðasjúkdóma, gegnir kjarnorkutækni mikilvægu hlutverki. Með kjarnorku tækni í heilbrigðisvísindum er meðal annars aðferðum beitt til að fylgjast með og taka á næringarvandamálum í öllum sínum myndum, allt frá vannæringu til offitu.
Markmið IAEA er að hjálpa til við að byggja upp getu aðildarríkjanna til að styðja þau við að koma á fót hágæða heilbrigðisþjónustu um allan heim. Frá því IAEA hóf starfsemi sína fyrir meira en 50 árum síðan hefur notkun kjarnorkutækni í læknisfræði og næringarfræði orðið algengasta friðsamlega notkunin á kjarnorku.
Orkumál
Orka er nauðsynleg fyrir sjálfbæran hagvöxt og bætta velferð manna. Kjarnorka veitir aðgang að hreinni, áreiðanlegri og hagkvæmri orku, sem dregur úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Það er verulegur hluti af blönduðum orkukerfum í heiminum og búist er við að notkun þess muni aukast á næstu áratugum.
IAEA stuðlar að skilvirkri og öruggri notkun kjarnorku með því að styðja við núverandi og nýjar kjarnorkuáætlanir um allan heim, hvetur til nýsköpunar og byggir upp getu og þekkingu í orkumálum, greiningu og þekkingarmiðlun á sviði kjarnorku. Stofnunin hjálpar ríkjum að mæta vaxandi orkuþörf til þróunar á sama tíma og hún bætir orkuöryggi, dregur úr umhverfis- og heilsuáhrifum vegna útblásturs koltvísýrings og dregur úr loftslagsbreytingum.
IAEA aðstoðar lönd í öllum þáttum hringrásarhagkerfis kjarnorkunnar; allt frá úrannámi til frágangs notaðs eldsneytis og meðhöndlunar á geislavirkum úrgangi, og stuðlar að tæknilegum upplýsingaskiptum milli landa til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.
Hætta er á að geislavirk efni geti verið notuð í glæpsamlegum tilgangi sem myndi ógna alþjóðlegu öryggi. IAEA aðstoða sérfræðinga og leiðtoga um allan heim til að bæta öryggismál sem lúta að kjarnorku, aðstoða við meðferð geislavirkra efna og berjast gegn aðgangi hryðjuverkamanna að slíkum efnum.
Loftslagsmál
Smávægilegar breytingar á umhverfi okkar geta haft víðtækar afleiðingar.
IAEA notar kjarnorku- og samsætutæki til að skilja heiminn sem við lifum í og veitir stjórnvöldum nauðsynlegar upplýsingar til að takast á við áskoranir í umhverfismálum og hvernig er hægt að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þannig getur tækni tengd kjarnorku hjálpað til við að draga úr loftslagsbreytingum.
Sérfræðingar IAEA nota mælitæki til að rannsaka bæði land- og vatnakerfi og meta hugsanleg áhrif mengunar og loftslagsbreytinga á umhverfið og heilsu manna. Stofnunin aðstoðar aðildarríki við meðhöndlun kjarnorku úrgangs og hreinsun á menguðum svæðum.
Matvælaframleiðsla
Kjarnorkutækni veitir samkeppnishæfar og oft einstakar lausnir til að hjálpa til við að berjast gegn hungri og vannæringu, bæta umhverfissjálfbærni og tryggja að matvæli séu örugg. IAEA og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) vinna í samstarfi við að hjálpa aðildarríkjum að nota þessa tækni á öruggan og viðeigandi hátt.
IAEA styður 200 innlend og svæðisbundin tæknitengdum samvinnuverkefnum með árlegum útgjöldum upp á um 14 milljónir Bandaríkjadala. Þessi verkefni sjá aðildarríkjum fyrir tækni og getu sem var þróuð sem hluti af meira en 30 sameiginlegum rannsóknarverkefnum og eru í sífelldri þróun. Yfir 400 rannsóknastofnanir og tilraunastöðvar í aðildarríkjunum vinna saman að þessum samræmdu rannsóknarverkefnum.
Öruggt aðgengi að vatni
Aðgangur að áreiðanlegu og öruggu drykkjarvatni er stór þáttur í að mæta þörfum fólksfjölgunar og viðhalda heilsu mannkyns. Það er einnig mikilvægt fyrir sjálfbæra matvæla- og orkuframleiðslu, iðnað og umhverfisvernd. Kjarnorkusamsætutækni veitir lykilupplýsingar um vatnslindir og áhrif mannsins á loftslagið.
Vatnsöryggi – aðgengi þess, gæði, stjórnun og vernd er orðið mikilvægt atriði í mannlegri þróun og umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni, sérstaklega í ljósi fólksfjölgunar á heimsvísu. IAEA nálgast þessa áskorun með vísindalegri aðferðafræði í formi ísótópa vatnafræði og tækniþjálfunar.
Þróunarsamstarf
Virkt samstarf þróunarlanda við IAEA hefur verið við lýði í áratugi og hefur gert það að verkum að mörg þróunarlönd hafa aukið verulega getu sína á sviði kjarnorkutækni og hafa notað hana til að komast nær þróunarmarkmiðum sínum.
Heimildir: https://www.iaea.org, https://www.nti.org/, https://evropuvefur.is/