Búsetustofnun Sameinuðu þjóðanna

Búsetustofnun SÞ (e.United Nations Human Settlements Programme) eða UN HABITAT er alþjóðastofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna og stuðlar að betri lífsgæðum í borgum og þéttbýlisstöðum. UN HABITAT var stofnað árið 1978 sem afrakstur fyrstu ráðstefnu SÞ um búsetu manna og sjálfbæra borgarþróun sem haldin var í Vancouver, Kanada árið 1976.  Höfuðstöðvar stofnunarinnar er í Naíróbí, Kenía. 

Að fengnum tillögum aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og í samráði við aðildarríkin, staðfesti Allsherjarþingið Maimunah Mohd Sharif frá Malasíu sem framkvæmdastjóra bússetustofnunar í tvö ár til viðbótar frá og með 20. janúar 2022 til 19. janúar 2024. Sharif hefur verið í forsvari fyrir stofnunina síðan 2017. 

Grundvöllur nýrrar stefnumótunar stofnunnarinnar, sem gildir til ársins 2023 er ný sýn UN-Habitat um „betri lífsgæði fyrir alla sem búa á þéttbýlisstöðum” þar sem lagðar eru til grundvallar þessar áherslubreytingar: 

  • Minni staðbundinn ójöfnuður og fátækt í samfélögum í þéttbýli – dreifbýli;
  • Aukin sameiginleg velmegun borga og svæða;
  • Efldar loftslagsaðgerðir og bætt þéttbýli umhverfi; og
  • Skilvirkar forvarnir og viðbrögð við kreppu í borgum.

Unnið er eftir dagskrárstefnu (e. Habitat Agenda) til að ná fram þessum markmiðum, en núverandi áætlun gildir til ársins 2023 og er áætlunin endurskoðuð á sex ára fresti þar sem gert ráð fyrir nýjum nálgunum með bættum lýðfræðilegum, umhverfislegum og efnahagslegum umbótum.

Meira en helmingur jarðarbúa búa í borgum og öðrum þéttbýlisstöðum og fer það hlutfall hækkandi en samkvæmt skýrslu SÞ um þróun fólksfjölgunar sem var gefin út árið 2018 sýnir að árið 2050 verði 2.5 milljarða manna aukning á íbúum í þéttbýli.  Um 90% af vextinum á sér stað meðal þróunarlanda en efnahagslegur órói, vaxandi fátækt og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa skapað mikla þörf fyrir umbætur.

Búsetustofnun Sameinuðu þjóðanna tók saman skýrslu um borgir heimsins 2020 World Cities Report 2020. Þar segir að sjálfbærni borga sé og ætti að vera þáttur í að stuðla að vellíðan allra. Ný þéttbýlisstefna UN-HABITAT er rammaáætlun um hvernig byggja má upp borgir. Þar er gert ráð fyrir að þær séu miðstöðvar félagslegrar velmegunar en hlúi á sama tíma að umhverfinu.  Helstu efnisþættir þéttbýlis stefnunnar er að leiðbeina borgum í stefnumótun, skipulagi og hönnun. 

Í dag búa um 55% jarðarbúa – eða rúmlega fjórir milljarðar manns – í borgum. Búist er við að þessi þróun haldi áfram. Árið 2050, verður íbúafjöldi í þéttbýli áætlað að hafa tvöfaldast miðað við  núverandi fjölda, munu þá næstum 7 af  hverjum 10 manns í heiminum búa í borgum. Þá er talið að síðla árs 2022 nái mannfjöldi í heiminum loks átta milljörðum jarðarbúa.

Þar sem meira en 80% af vergri landsframleiðslu á heimsvísu myndast í borgum getur þéttbýlismyndun stuðlað að sjálfbærum vexti, ef vel er stjórnað, með því að auka framleiðni, ýta undir og hvetja til nýsköpunnar og tryggja að nýjar hugmyndir og framleiðsluhættir komi fram á sjónarsviðið.

Mynd: un.org

Hraði og umfang þéttbýlismyndunar hefur hins vegar í för með sér áskoranir, þar á meðal að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegu verði, öflugum samgöngukerfum og öðrum innviðum. Hefur það í för með sér að anna þurfi aukinni grunnþjónustu, og að fjölga þurfi störfum, sérstaklega fyrir næstum einn milljarð fátækra í þéttbýli sem búa í óformlegum byggðum sem myndast hafa í útjarðri sumra borga til þess að vera nálægar tækifærum. Átök eru víða að aukast í heiminum, sem leiðir til þess að um 60% fólks sem hefur verið hrakið á flótta býr í þéttbýli.

Mætti endilega koma með einhverja aðra mynd hér, td. Varðandi nýsköpun í sjálfbærum borgum, mætti hér taka fram þær borgir sem eru framarlega í þessu, td. Stokkhólmur, singapúr og minnir mig einhver í suður ameríku.

 

Ellefta sjálfbærnimarkmið SÞ -sjálfbærar borgir og samfélög

Ellefta heimsmarkmið SÞ  miðar að því að endurnýja og skipuleggja borgir og aðrar byggðir manna á þann hátt að þær bjóði upp á tækifæri fyrir alla, með aðgang að grunnþjónustu, orku, húsnæði, samgöngum, grænum almenningsrýmum, á sama tíma og notkun auðlinda er bætt og umhverfisáhrif minnkað.

Heimsmarkmiðið sér einnig  fyrir sér borgir sem umhverfisvænar sem eru knúnar áfram af sjálfbærri þróun,  nýsköpun og persónulegt öryggi  sé í hávegum höfð.

Heimildir: https://unhabitat.org/, https://www.un.org/en/ , https://www.worldbank.org/, https://sdgs.un.org/goals/goal11