Friðhelgisstefna

Upplýsingar um félagið

Þessum vef er haldið úti af Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Upplýsingar um persónuleg gögn sem við söfnum og hvernig við söfnum þeim

Samskiptaform

Félagið notar samskiptaform hér á þessum vef, m.a. til að auðvelda utanaðkomandi að senda félaginu skilaboð og skrá sig í félagið. Þessar upplýsingar eru ekki geymdar í vefumsjónarkerfi félagsins heldur eru sendar beint með tölvupósti.

Tölvupósturinn er sendur í pósthólf félagsins sem hýst er af Microsoft.

Skráning á póstlista er send beint til MailChimp til frekari vinnslu.

Vefkökur

Ef boðið er uppá innskráningu er vefkaka vistuð tímabundið. Þessi vefkaka inniheldur engar persónulega rekjanlegar upplýsingar og er eytt um leið og þú hefur lokað vafranum þínum.

Þessi vefur notar Google Analytics og reCAPTCHA, sem vista einnig og lesa vefkökur, en greina ekki þínar persónuupplýsingar.

Innfellt efni af öðrum vefjum

Efni á þessum vef gæti innfellt efni á borð við myndskeið, myndir, greinar o.fl. Slíkt efni hegðar sér nákvæmlega eins og ef sá sem opnar það hafi heimsótt þann vef sem hýsir efnið.

Þessir vefir gætu safnað gögnum um þig, notað kökur, nýtt greiningartækni frá þriðja aðila og fylgst með því sem þú gerir við innfellda efnið ef þú hefur skráðan aðgang og hefur skráð þig inn á þann vef.

Greiningartækni

Þessi vefur notar greiningartækni Google Analytics, sem skráir m.a. upplýsingar um tæki og vafra notanda, IP–tölu, tímasetningar o.fl.

Deiling á gögnum með þriðja aðila

Þessi vefur deilir að jafnaði ekki persónugreinanlegum gögnum með þriðja aðila nema það sé skýrt tekið fram í þessari friðhelgisstefnu.

Hvert við sendum gögn

Persónuleg gögn sem safnað er með samskiptaformum eru send beint með tölvupósti í gegn um póstþjóna WPEngine og Microsoft.

Við notum þjónustu MailChimp til að halda utan um póstlista félagsins. Skráning á póstlista er ekki skylda fyrir aðild að félaginu og er öll skv. íslenskum lögum.

Að hafa samband

Hægt er að senda erindi til félagsins með því að nota samskiptaform eða með því að senda bréf á eftirfarandi heimilisfang:

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Sigtúni 42
105 Reykjavík

Gagnavernd þriðja aðila

Hægt er að lesa um gagnaverndunarstefnu WPEngine, hýsingaraðila þessa vefs á https://wpengine.com/support/wp-engines-security-environment/

Friðhelgisstefnu MailChimp má lesa á https://mailchimp.com/legal/privacy/

Friðhelgisstefnu Microsoft Office 365 má lesa á https://products.office.com/en-us/business/office-365-trust-center-privacy