8: Góð atvinna og hagvöxtur

Markmið 8 Góð atvinna og hagvöxtur Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla

8.1       Viðhaldið verði hagvexti á hvern einstakling í samræmi við aðstæður í hverju landi og að minnsta kosti 7% vexti vergrar landsframleiðslu á ári í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin.

8.2       Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

8.3       Unnið verði að framgangi þróunarmiðaðra stefnumála sem styðja við afkastamikla framleiðslustarfsemi, frumkvöðlastarfsemi, sköpunarmátt og nýsköpun og fjölga mannsæmandi störfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki fái meðbyr, meðal annars með aðgengi að fjármálaþjónustu.

8.4       Fram til ársins 2030 verði nýting auðlinda til neyslu og framleiðslu bætt jafnt og þétt og leitast við að draga úr hagvexti sem gengur á náttúruna í samræmi við tíu ára rammaáætlun um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, með hátekjuríkin í fararbroddi.

8.5       Eigi síðar en árið 2030 verði full vinna og mannsæmandi störf í boði fyrir allar konur og karla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk, og sömu laun greidd fyrir jafnverðmæt störf.

8.6       Eigi síðar en árið 2020 hafi hlutfall ungmenna, sem eru atvinnulaus, stunda ekki nám eða þjálfun, lækkað verulega.

8.7       Gerðar verði tafarlausar og árangursmiðaðar ráðstafanir til þess að útrýma nauðungarvinnu. Nútímaþrælahald og mansal heyri sögunni til og tekið verði fyrir barnaþrælkun og hún bönnuð, þar á meðal herþjónusta barna, og eigi síðar en árið 2025 verði nauðungarvinna barna í allri sinni mynd úr sögunni.

8.8       Réttindi á vinnumarkaði verði vernduð og stuðlað að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk, meðal annars farandverkafólk, einkum konur í þeim hópi og þá sem eru í óöruggu starfi.

8.9       Eigi síðar en árið 2030 hafi verið mótuð og innleidd stefna í því skyni að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur áherslu á staðbundna menningu og framleiðsluvörur.

8.10     Fjármálastofnanir innan lands verði efldar til þess að bæta aðgengi að banka-, trygginga- og fjármálaþjónustu fyrir alla.

8.A      Þróunaraðstoð í viðskiptum verði aukin, einkum í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin, meðal annars á grundvelli sameiginlegrar tæknilegrar aðstoðar í viðskiptum.

8.B       Eigi síðar en árið 2020 verði heildarstefnu um atvinnumál ungmenna hrundið í framkvæmd og atvinnusáttmáli Alþjóðavinnumálastofnunarinnar kominn til framkvæmda.

 

Ítarefni um markmið 8

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemandi lærir til smiðs í Kissy Trade Centre í Freetown í Sierra Leone. Námið er stutt af Þróunaráætlun SÞ (UNDP).

Langvarandi og sjálfbær hagvöxtur getur verið drifkraftur framfara, skapað góða atvinna og bætt lífskjör. En heimsfaraldur kórónaveiru (COVID-19) hefur valdið umróti um allan heim. Núverandi og yfirstandandi heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif til hins verra á líf og heilsu milljarða jarðarbúa og ógnað gangverki alþjóðahagkerfisisins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir heimskreppu sem verður jafndjúp eða enn verri en sú sem skall á heimshagkerfið árið 2009. Um leið og atvinnuleysi eykst áætlar Alþjóðavinnumálastofnunin að um það bil helmingur af vinnuafli mannkyns búi við aðsteðjandi hættu af að missa lifibrauð sitt

Jafnvel áður en heimsfaraldurinn braust út var áætlað að í fimmtungi ríkja heims mundu á árinu 2020 þjóðartekjur á mann standa í stað eða dragast heldur saman. Sá fimmtungur ríkja er þá þegar heimili fáeinna milljarða örsnauðra jarðarbúa. Hið fjárhags- og efnahagslega tjón sem tengist kórónaveirufaraldrinum kemur fram sem röskun á iðnaðarframleiðslu, hríðlækkandi vöruverði, óróa á fjármálamörkuðum og auknu óöryggi.

Allt þetta framangreint er að færa úr skorðum það sem er þá þegar brokkgengur hagvöxtur í efnahagslífinu. Hið síðastnefnda eykur enn hættuna á að aðrir þessara þátta virki neikvætt á alþjóðahagkerfið. 

Áhrif COVID-19

Kona í Trípólí í Líbýu vinnur við að strokka í gegn hveiti.

Heimsfaraldur kórónaveirunnar (COVID-19) hefur valdið aukinni fátækt og atvinnuleysi. Það hefur aftur valdið miklum hörmungum um alla heim gagnvart mann- og kvenfólki og fólki af öllum kynjum. Umræddar hörmungar hitta sérstaklega þá fyrir sem verst eru settir og búa við mesta fátækt.

Árið 2020 gáfu Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) út eins konar viðmiðunaráætlun. Hún er svar við þeim mikla bráðavanda sem krefst þess að félagsleg og efnahagsleg endurreisn takist giftusamlega. Það krefst afar mikils alþjóðlegs og pólitísks bolmagns að tryggja það að fólk um alla heim hafi aðgang að brýnustu þjónustu og félagslegri vernd. Hin félagslega og efnahagslega viðmiðunaráætlun felur í sér fimm atriði sem þarf að vinna að:

 • Tryggja það að grundvallar heilbrigðisþjónusta verði enn til staðar og það að koma heilbrigðiskerfinu til varnar;
 • það að hjálpa fólki að standast hina miklu ágjöf, og það eftir leiðum félagslegrar verndar og með grunnþjónustu;
 • það að verja störf, styðja lítil og meðalstór fyrirtæki og starfsmenn á almennum markaði með efnahagslegum úrræðum og áætlunum um endurreisn;
 • það að stýra hinu bráðnauðsynlegu útgjaldaaukningu á sviði fjármála og efnahagsmála til að tryggja það að stefnumótun í ríkisfjármálum gagnist þeim sem minnst bera úr býtum og styrkir marghliða viðbrögð og líka svæðisbundna; og
 • það að efla félagslega samþættingu og fjárfesta í því að samfélög bregðist hratt við og sýni af sér tilheyrandi viðnámsþrótt.

Þessir fimm þættir tengjast hinni miklu áherslu sem lögð er á sjálfbæra þróun bæði á sviði umhverfismála og kynjajafnréttis. Þannig er tryggt að viðspyrnan og endurreisnin færi okkur öllum enn betri heim #BuildBackBetter. Núverandi aðalframkvæmdastjóri SÞ Antonio Guterres hefur lagt á það áherslu að endurreisnin eftirá um leið og hið mikla áfall yfirstandandi heimsfaraldurs rennur sitt skeið á enda verði unnin til að koma á fót annars konar hagkerfi.

Ef horft er áfram til lengri tíma en bráðavandans vegna heimsfaraldurs ættu viðbrögðin að vera þau, að ná langvarandi árangri og setja í það kraft að koma á löngu tímabærum aðgerðum og umbótum. Hinar síðarnefndu þurfa að koma heiminum lengra á veg í átt til sjálfbærrar þróunar. Samhliða þarf að gera alþjóðahagkerfið öflugra í því að mæta áföllum í framtíðinni.

Árið 2019 var 22% ungs fólks á heimsvísu sem hvorki var að stunda nám né sinnti vinnu né einhvers konar starfsþjálfun. 

 Hvað felur ,,góð atvinna” í sér?

Konur selja mango og sætar kartöflur í Bantantinnting í Senegal. Vinna að þeirri matvælaframleiðslu er dyggilega studd af SÞ.

Góð atvinna þýðir atvinnutækifæri fyrir alla. Góð atvinna sem stendur til boða færir fólki eftirfarandi umbætur: 

 • framleiðni og sanngjarnar tekjur; 
 • öryggi á vinnustað og félagslega vernd fyrir fjölskyldur; 
 • betri möguleika til persónulegs þroska og félagslega samþætting. 

Áframhaldandi skortur á viðunandi atvinnumöguleikum, ónóg fjárfesting og minnkandi neysla leiðir til þess að það fjarar undan þeim félagssáttmála sem liggur til grundvallar lýðræðissamfélögum sem er sá að allir eigi hlutdeild í framförum. 

Hversu margir eru án atvinnu?

(Barnaheimili starfsmanna Saga framleiðanda íþróttavara í Sialkot í Pakistan).

Heimsfaraldur kórónaveirunnar mun hafa gríðarlega mikil neikvæð áhrif á atvinnustigið. Fleiri en sjötti hver ungur einstaklingur hefur þurft að hætta launavinnu vegna yfirstandandi heimsfaraldurs. Á sama tíma hafa þeir sem sinna störfum þurft að minnka vinnustundir sínar um 23 af hundraði.

Ferðaþjónustan er sá geiri efnahagslífsins sem verður hvað harðast úti í heimsfaraldrinum. Það stafar af því að landamærum hefur verið lokað og útgöngubann sett á. Það veltur á því hvenær ferðatakamörkunum er hætt og einstök landamæri ríkja opnast hversu mikill skaðinn verður á starfsemi ferðaþjónustu

Hvað er hægt að gera til að greiða úr vandanum?

Hrísgrjónaakur sem tilheyrir ættbálki í Sapa í Víetnam.

Sú áskorun að koma ungu fólki í góða atvinnu krefst þess að fjárfest sé í menntun og starfsþjálfun. Hvoru tveggja síðarnefnda þurfa að vera af bestu mögulegu gerð, lögun og innihaldi. Að sama skapi er mikilvægt að gefa ungu fólki menntun og færni sem svarar kröfum atvinnulífsins.

Einnig verður að gefa ungu fólki aðgang að félagslegri vernd og grunnþjónustu óháð þeim starfsssamningum sem ungt fólk gengst undir. Þannig getur allt ungt fólk komist í aðgengileg störf óháð kyni, tekjum eða félags- og efnahagslegri stöðu. 

Ríkisstjórnir heims þurfa að skapa kraftmikil nýsköpunarhagkerfi sem leggur áherslu á hið manneskjulega. Slík hagkerfi leggja drög að atvinnu ungs fólks og efnahagslegri valdeflingu kvenna. Einkum gera slík hagkerfi það að verkum að þau skapa góða atvinnu fyrir alla. 

Það er brýnt að koma á framfæri nauðsynlegum úrræðum sem lúta að bæði heilsu og öryggi. Einnig því að tryggja gott vinnuumhverfi. Hið síðastnefnda gegnir veigamiklu hlutverki í því að vernda öryggi starfsfólks. Hið síðastnefnda er sérstaklega mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk og eins þá sem koma á framfæri lífsnauðsynlegri þjónustu. 

Staðreyndir um stöðu mála á umliðnum árum

Starfsmaður í mjölvinnslu tekur hentur og mylur þær niður í hnetusmjör. Verkefnið er unnið að ,,Sourvel kvennahópnum”.

Heildaratvinnuleysi í heiminum var 5,6% árið 2017 og jókst upp í 6,4% árið 2000. Á heimsvísu voru 61% starfsmanna árið 2016 sem störfuðu á almennum markaði. Að frátöldum störfum í landbúnaði munu á árinu 2020 vera 51% af öllu vinnandi fólki sem falla undir það að vera atvinnulausir. 

Karlmenn bera 12,5% meira úr býtum heldur en konur í 40 af 45 ríkjum sem halda til haga tölfræði um þau málefni. Í heiminum öllum er launamunur kynjanna á heimsmælikvarða 23% og án afgerandi aðgerða mun það að taka önnur 68 ár að ná jafnstöðu á milli kynjanna í launum. 

Þátttaka kvenna í vinnuafli er 63% á meðan að hjá körlum liggur talan við 94%. Þrátt fyrir það að konur verði sífellt meir áberandi í opinberu þjóðlífi vinna konur 2,6% meira ólaunaða vinnu og vinnu inni á heimilinu en karlar gera.

Skýrsla Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um stöðu atvinnu og hlutfalli kvenna í heiminum sem eru í atvinnu kemur með þessar tillögur til úrbóta:

 • Fjárfesting í velferðarþjónustu vegna þess að heilbrigðisstörf og störf í aðhlynningu og menntageiranum er mikilvæg við það að endurskapa störf, sérstaklega fyrir konur. Einnig er það hugsað vegna þess að stefnumótun um orlof og sveigjanlegan vinnutíma orsakar jafnari dreifingu vinnu inna heimilisins á milli kvenna, karla og fólks af öllum kynjum. 
 • Berjast fyrir jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf. 
 • Útrýma ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Heimilisofbeldi og vinnutengt kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni hafa aukist á tímum heimsfaraldursins, sem aftur hefur skert möguleika kvenna til að sinna launavinnu.
 • Berjast fyrir þátttöku kvenna í ákvarðanatöku, félagslegu samtali og stofnunum hinna þriggja aðila vinnumarkaðarins.    

Staðan á Íslandi

Helstu áskoranir:

 • Draga úr langtímaatvinnuleysi;
 • Efla stuðningsúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu;
 • Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag; og
 • Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu.

Víða í heiminum er það að hafa trygga atvinnu ekki nóg til þess að komast hjá fátækt. Sjálfbær hagvöxtur er því háður að samfélög heimsins skapi aðstæður þar sem fólk getur unnið störf á mannsæmandi launum, sem skaða þó ekki umhverfið. Einnig þurfa ríki heims að sjá vinnuafli sínu fyrir starfsmöguleikum og viðeigandi vinnuskilyrðum. Hagvöxtur er mælikvarði fyrir heilbrigði hagkerfis og þykir mikilvægur fyrir framþróun ríkja. 

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Tilbrigðu af nýju hágæða hrísgrjónum er afurð í landbúnaði í Guyana. Verkefnið er unnið að tilstuðlan Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar.  [September, 1970]
Háskólar Sameinuðu þjóðanna þjálfa ungt fagfólk frá þróunarlöndum með það fyrir augum að auka fjölbreytni og kynna nemendum tækninýjungar á sviðme jarðhita, fiskimála og landgræðslu. Að auki stuðlar Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna að auknum skilningi á málefnum kvenna og barna, þar með talið mansali og þrælkun kvenna og barna. Ýmis þróunarverkefni sem Ísland styður beinast að því að efla menntun og halda ungmennum í skóla, meðal annars í Malaví og Úganda.

Í samvinnu við Alþjóðabankann vinnur Ísland að því að styrkja sjávarútveg í vestanverðri Afríku. Stefnt er að aukinni samvinnu við bankann á sviði sjávarútvegs á komandi árum. Í austanverðri Afríku hefur Ísland til margra ára unnið rannsóknarstarf í beislun jarðhita í samvinnu við Norræna þróunarsjóðinn og Alþjóðabankann. Með kortlagningu á mögulegri jarðhitavirkjun til raforkuframleiðslu er lagður grunnur að auknum hagvexti og fjölbreytni atvinnulífs til framtíðar.