10: Aukinn jöfnuður

Markmið 10 Aukinn jöfnuður Draga úr ójöfnuði í heiminum

10.1     Eigi síðar en árið 2030 hafi varanleg tekjuaukning náð fram að ganga í áföngum fyrir 40% þess mannfjölda sem tekjulægstur er og verði hlutfallslega hærri en meðallaunahækkanir á landsvísu.

10.2     Eigi síðar en árið 2030 verði öllum gert kleift að taka þátt í félagslífi og hafa afskipti af efnahagsmálum og stjórnmálum, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, efnahags eða annarrar stöðu.

10.3     Tryggð verði jöfn tækifæri og dregið úr ójöfnuði, meðal annars með afnámi laga, breyttri stefnumótun og starfsháttum sem ala á mismunun, samhliða því að þrýsta á lagasetningu, stefnumótun og starfshætti sem styðja við markmiðið.

10.4     Mörkuð verði stefna í ríkisfjármálum, launamálum og á félagslegu sviði með það fyrir augum að auka jafnrétti stig af stigi.

10.5     Reglusetning og eftirlit með alþjóðlegum fjármálamörkuðum og -stofnunum verði bætt og því regluverki beitt í auknum mæli.

10.6     Tryggt verði að þróunarlönd komi að ákvörðunum sem eru teknar innan alþjóðlegra fjármálastofnana til að auka skilvirkni, trúverðugleika, áreiðanleika og tryggja lögmæti þeirra.

10.7     Greitt verði fyrir för fólks með því að auðvelda búferlaflutninga og gera þá örugga og reglubundna, meðal annars með því að hrinda stefnumálum á sviði búferlaflutninga í framkvæmd á skipulegan og hagkvæman hátt.

10.A    Fylgt verði meginreglunni um sérkjör þróunarlanda, einkum þeirra sem eru skemmst á veg komin, í samræmi við samninga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

10.B     Hvatt verði til opinberrar þróunaraðstoðar og fjárstreymis, meðal annars með beinni fjárfestingu erlendis frá, í ríkjum sem þurfa mest á því að halda, einkum þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin, Afríkuríkjum, smáeyríkjum og landluktum þróunarlöndum, í samræmi við stefnumörkun þeirra og landsáætlanir.

10.C     Eigi síðar en árið 2030 verði millifærslugjöld farandverkafólks komin niður fyrir 3% og loku fyrir það skotið að peningasendingar hafi í för með sér hærri kostnað en 5%.

 

Ítarefni um markmið 10

Betlari biður um aulmusu í vetrarríkinu í Afganistan.

Fyrir COVID19 dró úr tekjuójöfnuði í sumum ríkjum. Samkvæmt mælikvarðanum sem kenndur er við GINI-stuðullinn, sem mælir minnkandi ójöfnuð í ríkjum, gerðist það í 38 af 84 ríkjum á árabilinu 2010-2017 að það dró úr ójöfnuði.

Áhrif COVID19 eru þau að viðkvæmustu hóparnir verða verst úti í heimsfaraldrinum, til að mynda eldra fólk, fatlaðir, börn, konur, flytjendur og aðrir flóttamenn.

Heimskreppa gæti valdið því að þróunaraðstoð verði minnkuð við þróunarlönd. Árið 2017 taldi þróunaraðstoð 420 milljarði bandaríkjadala en árið 2018 voru það 271 milljarður bandaríkjadala.

Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti eins og minni tekjuójöfnuð í sumum ríkjum og vildarkjör í viðskiptum fyrir fátækari ríki heimsins, er ójöfnuður enn til staðar.

Heimsfaraldur kórónaveirunnar er við það að gera ójöfnuð enn meiri og dýpri.

Heimsfaraldurinn er verstur fyrir fólk sem er í viðkvæmri og erfiðri stöðu. Hinir sömu hópar eru oft að upplifa aukna mismunun í tekjum og lífsgæðum. Enn frekari áhrif yfirstandandi heimsfaraldurs munu leggjast harðast á fátækustu ríki heims. Ef heimskreppa leiðir til minni þróunaraðstoðar mun sú sama kreppa reynast þróunarríkjum erfiðari en ella.

Á meðan að rauntekjur hinna fátækustu innan ríkja eru að aukast, gildir það að hinir ríkustu bera enn hlutfallslega umtalsvert meira frá borði

Börn sem eiga heima í fátækrahverfi Dhaka í bangladess.

Það að skilja engan eftir merkir það að þeir sem hafa minni tekjur geta notið góðs af og verið þátttakendur í almennum hagsvexti. Efnahagsframfarir í átt til sameiginlegrar farsældar getur verið mæld á mælikvarða aukinna heimilistekna (eða neyslu) hinna fátækustu sem skipa 40% af heildarfjölda margra þjóðríkja.

Í 73 af 90 ríkjum með sambærilegar upplýsingar á árunum 2012-2017 hlaut þessi hópur auknar rauntekjur. Ennfremur eru í meira en helmingi ríkjanna (49) hlutur fátækustu 40% þjóðarinnar minni en 25% af heildartekjum, á meðan að hinir ríkustu 10% fengu í sinn hlut að minnsta kosti 20% af heildartekjunum.

Framfarir í sameiginlegri farsæld hefur verið mest í austur og suðaustur Asíu þar sem neðstu 40% þjóðarinnar hefur árlega séð aukningu að meðtaltali um 4,9% í tekjum. Vöxtur í ríkjum Afríku sunnan Sahara hefur verið minni þó samanburður sé erfiður vegna takmarkaðra upplýsinga (sem einungis eru fáanlega í 15 ríkjum).

Þörfin fyrir betri upplýsingaöflun er sérstaklega brýn núna, vegna þess að ríki þurfa að geta þekkt og gripið til aðgerða ef hinir fátækustu glíma hlutfallslega við erfiðari vanda vegna efnahagslegra áhrifa af COVID19.

Konur sem búa við fötlun horfa fram á margháttuð og samtengdra tegunda mismununar

Sameinuðu þjóðirnar bjóða upp á svo kölluð hraðvirk vinnuúrræði í Malí. Dæmið á þessari ljósmynd er saumastofa í fangelsi í Gao-borg þar í landi.

Fimmtungur fólks gefur það upp að það hafi orðið fyrir persónulegri reynslu af mismunun sem lýtur að minnsta kosti að einu atriði alþjóðlegra mannréttindalaga, samkvæmt upplýsingum frá 31 ríki og sem nær yfir árabilið 2014-2019.

Einnig eru konur líklegri til að verða fórnarlömd mismununar en karlar, en tölur liggja ekki fyrir um fólk af öllum kynjum. Á meðal þeirra sem búa við fötlun eru þrír af hverjum tíu sem hafa persónulega reynslu af mismunun um leið og hlutfallið þar er hærra á meðal kvenna. Einkum stafaði sú mismunun sem konurnar gáfu upp ekki vegna fötlunarinnar heldur vegna trúar, þjóðernis og kyns (eða kyngervis).

Þessi staðreynd undirstrikar nauðsyn á aðgerðum til að takast á við margháttða mismunun og samtvinnun mismunabreyta vegna hins sama. Heimsfaraldur kórónaveirunanr hefur enn fest í sessi fyrirliggjandi mismunun og sjúkdómavæðingu (e. stigma), enda hafa komið vísbendingar um mismunun á ólíkum hópum.

Launamenn eru að fá enn minna í sinn hlut af afrakstrinum en framleiðslan segir til um

,,Já við vinnu, nei við bónbjörg” segir á veggnum á frönsku í Afríkuríkinu Malí. Fólki er hjálpað við framleiðslu á sápu, skóm og vefnaðaravöru.   Framleiðslan er unnin af staðbundnum félagasamtökum “”Sigi te Mogo Son”” sem þýðir ,,þú færð ekkert í aðra hönd við það að vera með hangandi hendi”.

Árið 2017 voru launatekjur allra þeirra í heiminum sem störfuðu talin vera 51% af heimsframleiðslunni. Hlutur vinnu í þjóðarframleiðslu gerir ráð fyrir atvinnutekjum bæði launamanna og sjálfstætt starfandi fólks og gefur vísbendingu um það hvort hætti þjóðartekjur leiði til betri lífskjara fyrir launamenn.

Frá árinu 2004 hefur hlutfall launatekna verið á niðurleið. Árið 2004 stóð að í 54% sem benti til þess að launamenn eru að fá í sinn hlut minni hluta af afrakstrinum af þeirri framleiðslu sem þeir hafa hjálpað til við að gera.

Hlutfall vinnutekna er afar breytilegt frá einu svæði til þess næsta. Árið 2017 voru launatekjur í norðurhluta Afríku og vestur Asíu einungis þriðjungur af framleiðslu þessara sömu svæða (36%). Andstæðan var sú að launtekjur í Evrópu og norðurhluta Ameríku var nálægt 58%.

Tekjuójöfnuður hrynur í sumum ríkjum, en er almennt mikill

Fátækrahverfi í Kalkútta frá árinu 1983.

Algengasti mælikvarðinn er kenndur við GINI-stuðullinn til að mæla tekjuójöfnuð. Hann er á bilinu 0 og 100, þar sem núll merkir það að tekjum er dreift jafnt á alla og hundrað segir til um öfgakennda stöðu þar sem einn einstaklingur hefur allar tekjurnar.

Á meðal 84 ríkja þar sem upplýsingar liggja fyrir var GINI-stuðullinn fyrir ráðstöfunartekjur (eða útgjalda til neyslu) hrundi um eitt stig í 38 ríkjum á árabilinu 2010-2017, sem fól það í sér að í þeim ríkjum minnkaði ójöfnuður. Hins vegar jókst tekjuójöfnuður á sama tímabili í 25 ríkjum þar sem upplýsingar liggja fyrir.

Þrátt fyrir minnkandi ójöfnuð í flestum ríkjum með GINI-stuðullinn sem er hærri en 40 árið 2010, þá er tekjuójöfnuður áfram mikill í mörgum ríkjum. Af hinum 166 ríkjum með upplýsingar höfðu 65 ríki enn GINI-stuðullinn sem var meiri en 40 í nýjustu gildum, þar af 17 sem höfðu GINI-stuðullinn hærri en 50. Lægsti GINI-stuðullinn í tekjuójöfnuði var í Slóveníu og Tékklandi með Gini-stuðullinn lægri en 25.

Heimskreppan gæti valdið minnkun á þróunaraðstoð

Miklar rigningar og flóð í kjölfarið olli miklum skaða í Haítí. Fjölskylda situr hér fyrir framan híbýli sín á meðan að á flóðinu stendur.

Árið 2018 var heildarupphæð þróunaraðstoðar frá þeim hópi gjafenda sem tilheyra nefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), alþjóðastofnunum og öðrum sem veita þróunaraðstoð samtals 271 milljarður bandaríkjadala á núverandi verðlagi, samanborið við 420 milljarða bandaríkjadala á fyrra ári og 314 milljarða bandaríkjadala árið 2015.

Opinber þróunaraðstoð (e. Official Development Assistance (ODA)) taldi 61% af heildarupphæðinni (166 milljarði bandaríkjadala). Það svæði sem hlaut stærsta hluta þróunaraðstoðar var Suður-Ameríka og ríki Karíbahafs (59 milljarðar bandaríkjadala), þrátt fyrir að þessi upphæð minnkaði umtalsvert frá árinu 2015 (97 milljarður bandaríkjadala).

Fjárveitingar til austur og suðaustur Asíu hækkuðu lítillega að nafnvirði frá 50 milljörðum bandaríkjadala árið 2015 upp í 56 milljarðiu bandaríkjadala árið 2018.

Þróunaraðstoð minnkaði eftir hruni árið 2008 og heimskreppan núna gæti valdið sams konar samdrætti í þróunaraðstoð.

Flest svæði eiga enn langt í land að koma á fót viðunandi stefnumótun í málefnum tengdum fólksflutningum

Roma fólk í Kaíró í Egyptalandi leitar að einhverju fémætu í ruslinu. [nákvæm tímasetning er óþekkt]
Í heiminum öllum er 54% ríkja sem hafa yfirgripsmikla stefnumótun sem snýr að þvi að tryggja skipulega, örugga, reglufestu og ábyrga fólksflutninga og færanleika fólks, sem byggist á 111 ríkjum sem höfðu upplýsingar í september árið 2019. Þetta þýðir að þau réðu yfir úrræðum í stefnumótun fyrir að minnsta kosti 80% þeirra undirflokka sem eru skilgreindur hluti af hinum sex málefnasviðum sem mælikvarðinn snýr að.

Mið- og suður Asía (80%) og Suður-Ameríka og ríki Karíbahafsins (79%) hafa mesta hluta af þeim ríkjum sem hafa yfirgripsmikla stefnumótun, samanborið við einungis 33% í ríkjum í bæði Eyjaálfu og norðurhluta Afríku og vestur Asíu.

Á hinum sex málefnasviðum er stefnumótun í því skyni að auka samstarf og samvinnu og til að efla örugga, skipulega og reglufestu í fólksflutningum best heppnu þar sem þrír fjórðu ríkisstjórna sögðust fylgja þeim að hluta til eða að öllu leyti.

Réttindi flytjenda (flóttamanna og fólks á vergangi) og félags- og efnahagsleg farsæld hafa lægsta hlutfall á meðal ríkisstjórna sem gefa upp víðtæk úrræði í stefnumótun, sem liggur annars vegar við 55% og 59%.

Staðan á Íslandi

Helstu áskoranir:

• Jafna stöðu fólks óháð uppruna, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund
• Skapa tækifæri og aðstæður til að innflytjendur geti orðmeð virkir þátttakendur í íslensku samfélagi
• Húsnæðismál flóttafólks

Á síðustu áratugum hafa stór skref verið stigin á heimsvísu við að minnka ójöfnuð og fátækt. Góður árangur hefur náðst hvað þetta varðar meðal fátækustu ríkja heims þótt enn sé langt í land. Tekjuójöfnuður hefur minnkað á milli ríkja, en hefur aftur á móti aukist innan þeirra.

Á árabilinu 2009 og 2016 sýndi Gini-stuðullinn þó minnkandi ójöfnuð á Íslandi en hann mældist 29,6% árið 2009, en 24,1% árið 2016.  Vaxandi samstaða er um að hagvöxtur sé einn og sér ekki nægjanleg forsenda þess að minnka fátækt, heldur þurfi stjórnvöld að sjá til þess að hagvöxtur hafi í för með sér ávinning fyrir alla.

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Börn í fátækrahverfi Kallayanpur sem er í borginni Dhaka í Bangladess (2007).

Jafnrétti kynjanna og réttindi barna og annarra berskjaldaðra hópa er í öndvegi í þróunarsamvinnu Íslands. Sérstakan gaum skal gefa að þeim hópum sem búa við skort á réttindum, eins og hinsegin fólk, fatlað fólk og aðrir sem eiga undir högg að sækja.

Helsta markmið þróunarsamvinnu Íslands er að draga úr ójöfnuði milli og innan landa. Þannig beinir Ísland stórum hluta framlaga sinna til fátækustu ríkjanna með áherslu á að styðja þá hópa sem búa við fátækt og ójöfnuð.

Í því felst einkum stuðningur við uppbyggingu félagslegra innviða, ekki síst í dreifbýli, þar sem fátækt er hvað mest. Jafnframt er í íslenskri þróunarsamvinnu áhersla lögð á að styðja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi.

Nýverið gegndi Ísland varaformennsku í nefnd Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun (e. Commission for Social Development) og leiddi samningaviðræður um meginþema aðalfundar nefndarinnar sem snéri að mögulegum leiðum til að draga úr ójöfnuði.

Fastanefnd Íslands hefur einnig tekið virkan þátt í endurskoðun á starfi efnahags– og félagsmálanefndar Sameinuðu þjóðanna, meðal annars með því að leiða samningaviðræðu um endurbætur á ráðinu á síðasta ári og sinna stjórnarsetu í nefndum sem vinna að endurbótum.