14: Líf í vatni

Markmið 14 Líf í vatni Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt

14.1     Eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þ.m.t. rusli í sjó og mengun af völdum næringarefna.

14.2     Eigi síðar en árið 2020 verði gengið vel um vistkerfi sjávar og stranda og þau vernduð á sjálfbæran hátt til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif, þar á meðal með því að grípa til aðgerða til að endurheimta og hlúa að vistkerfunum og njóta ábatans.

14.3     Unnið gegn súrnun sjávar og skaðlegum áhrifum haldið í skefjum, t.d. með því að efla vísindasamstarf á því sviði.

14.4     Eigi síðar en árið 2020 verði komið á skilvirku eftirliti með afla og tekið fyrir ofveiði og ólöglegar, óskráðar og stjórnlausar fiskveiðar og skaðlegar veiðiaðferðir. Hrundið verði í framkvæmd áætlunum um stjórn fiskveiða, sem byggjast á vísindalegum grunni, í því skyni að endurheimta fiskstofna á sem skemmstum tíma, a.m.k. að því marki að hámarka sjálfbærni stofna með tilliti til líffræðilegra eiginleika.

14.5     Eigi síðar en árið 2020 verði búið að vernda a.m.k. 10% af strandlengjum og hafsvæðum heimsins í samræmi við landslög og alþjóðalög, að teknu tilliti til bestu tiltæku, vísindalegu upplýsinga.

14.6     Eigi síðar en árið 2020 verði tilteknar niðurgreiðslur í sjávarútvegi, sem stuðla að ofveiði, bannaðar sem og niðurgreiðslur sem stuðla að ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum. Jafnframt verði reynt að koma í veg fyrir að niðurgreiðslur verði teknar upp í nýju formi og horfst í augu við að mismunandi aðferðir eiga við og eru skilvirkari fyrir þróunarlöndin og ættu í raun að vera órjúfanlegur þáttur í samningaviðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um niðurgreiðslur í sjávarútvegi þróunarríkjunum til handa og þá þeim sem skemmst eru á veg komin.

14.7     Eigi síðar en árið 2030 hafi þau þróunarlönd sem eru smáeyríki og þau sem skemmst eru á veg komin hlotið efnahagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda, meðal annars með því að ástunda sjálfbæra stjórn fiskveiða, sjálfbært fiskeldi í sjó og sjálfbæra ferðaþjónustu.

14.A    Vísindaleg þekking verði aukin og vísindarannsóknir þróaðar ásamt tækniþekkingu í haffræðum, að teknu tilliti til viðmiðunarreglna Alþjóðahaffræðinefndarinnar um hvernig nýta má þekkingu í sjávarútvegi til framþróunar í þróunarlöndunum, einkum þeim sem eru smáeyríki og þeim sem eru skemmst á veg komin, í því skyni að vernda hafið og líffræðilega fjölbreytni þess.

14.B     Veita þeim sem veiða í smáum stíl aðgang að sjávarauðlindum og mörkuðum.

14.C     Vernda og efla sjálfbæra nýtingu hafsins og auðlinda þess með því að framfylgja alþjóðalögum, sbr. ákvæði þar að lútandi í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins og auðlinda þess og nefnt er í 158. gr. í skýrslunni „The future we want“.

 

Ítarefni um markmið 14

Fiskveiðimaður í Tímor-Leste gengur frá veiði dagsins.

Rúmlega 3 milljarðar manna treysta á hafið til að afla sér lífsviðurværis og meira en 80 prósent af vöruflutningum til verslunar fer fram á sjó. Úthöfin leggja sitt af mörkum til að útrýma fátækt, viðhalda hagvexti og matvælaöryggi. En þau gæði sem hafið veitir fara dvínandi vegna mannanna verka. Aukin losun koldíoxíðs (CO2) veldur hækkun hitastigs í hafinu, súrnun sjávar og súrefnisleysi sjávar, sem ógnar vistkerfi hafsins og fólkinu sem treystir á þau. Þessi neikvæðu áhrif  hindra það að úthöfin geti spornað við loftslagsbreytingum.

Fiskveiðar sem ganga of nærri fiskistofnum (e. overfishing) gera illt verra, en þriðjungur fiskistofna í sjónum er nú þegar ofveiddur. Mengun frá landi, þar með talin plastmengun og frárennsli næringarefna og skólps, hafa neikvæð áhrif á strandsvæði og samfélög. Þessar breytingar hafa neikvæðar og langtíma afleiðingar sem krefjast þess að efla verndun sjávarumhverfisins, fjárfestingar í hafvísindum og stuðnings við strandveiðisamfélög og sjálfbæra stjórnun hafsins.

Sjálfbærni úthafanna krefst þess að gripið verði til enn frekari ráðstafanna til að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika á tilteknum svæðum

Eins og í öllum öðrum strandsamfélögum er í  Timor-Leste hafið bæði til fæðuöflunar og er lífsbjörg samfélaga. Kona veiðir fisk í Dili-héraði.

Umfang verndarsvæða hafsins hefur aukist umtalsvert, að árið 2020 náði svæðið yfir 7.74 prósent af strandsvæðum og úthöfum um allan heim. Markmiðið um tíu prósent sem sett var fyrir árið 2020 gæti enn náðst, þar sem fjölmörgum svæðum sem höfðu verið á áætlun fyrir árið 2020 seinkaði.

Frá aldamótum og til ársins 2020, jókst meðalhlutfall lykilsvæða líffræðilegs fjölbreytileika (KBAs – Key Biodiversity areas) sem falla undis vernduð svæði úr 28 prósentum í 44 prósent. Á hinn bóginn hefur aukningin náð hámarki sínu, sem þýðir að stærð svæðanna jókst einungis um eitt prósent á undanförnum fimm árum. Rúmlega helmingur hvers lykilsvæðis, sem nýtur að tilgreindu meðalatali, líffræðilegs fjölbreytileika (KBA) engrar verndunar.

Það að standa vörð um lykilsvæði líffræðilegs fjölbreytileika skiptir höfuðmáli fyrir sjálfbærni hafsins. Í nýlegu dæmi frá Suður-Atlantshafi var notast við upplýsingar úr gervihnattamyndum til að fylgjast með fjórtán tegundum sjófugla og sela. Það var gert til þess að finna uppvaxtarsvæði þeirra og svæði með góðum fæðuskilyrðum sem skipta sköpum fyrir verndun þessara og annarra dýrategunda.

Þær upplýsingar sem fengust voru notaðar til að endurskoða stjórnun á verndarsvðum sjávar með því að lengja út fiskveiðibann um tvo mánuði og með því að stækka nokkur varanleg bannsvæði fiskveiða, á sama tíma og leyfilegt var að stunda fiskveiðar í atvinnukyni með skipulegum hætti.

Fjöldi dauðasvæða í strandsjó eykst á ógnarhraða

Strandveiðimaður á fiskibát í sjónum undan strönd í Atauro Island í Timor-Leste.

Strandsvæði, sem eru heimkynni tæplega 40 prósenta jarðarbúa, standa frammi fyrir hættu vegna ofauðgunar, sem lýsir sér með ofgnótt mikið að næringarefna í strandumhverfi sem stafar af athöfnum fólks. Aðalgerendur ofauðgunar eru afrennsli áburðar, affall frá búfé, frárennsli skólps, sjóeldi og losun köfnunarefnis í andrúmsloftinu.

Ofauðgun á strandsvæðum er skaðleg umhverfinu og íbúaumstrandsvæða, og tengist skaðlegum þörungablóma, súrefnisskorti fiskidauða, útfauða sjávargrass, eyðileggingu kóralrifja og harðbotna búsvæða nálgt ströndinni, auk þess að vera ógn við sundiðkendur og veiðimenn. Fjöldi dauðasvæða um allan heim, svæði þar sem skortur er á súrefni til að styðja lífríki hafsins, jókst frá því að vera um það bil 400 árið 2008 upp í það að vera um það bil 700 árið 2019.

Breytingar á ofauðgun má óbeint merkja með því að greina þörungavöxt og blaðgrænu-a (liturinn sem gerir plöntur og þörunga græna). Hnattrænar upplýsingar frá gervihnattamyndum leiða í ljós að efnahagslögsaga ríkja hefur hærra hlutfall blaðgrænu-a samanborið við grunnviðmið áranna 2000-2004. Samt sem áður þá eru merki um framfarir: fjöldi blaðgrænu-a frávika í efnahagslögsögu ríkja lækkaði um 20 prósent á árunum 2018 til 2020.

Viðleitni til að minnka innstreymi næringarefna á strandsvæðum er að skila árangri á sumum svæðum; hins vegar bendir þörungablómi til þessað ofauðgun á strandsvæðum sé enn mikil áskorun.

Höfrungur á stökki í sjónum undan strönd  Atauro-eyju í Timor-Leste.

Framkvæmd á alþjóðlegum aðgerðaáætlunum til að vernda og nýta á ábyrgan hátt verðmæti hafsins er ójöfn, sem gerir það að verkum að mikilvægt er að auka almennan stuðning

Það að ná að uppfylla fjórtánda heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun krefst þess að taka í notkun alþjóðlega samninga og sáttmála, með aðstoð lagalegraog stofnanalegra ramma, í því skyni að vernda og á sjálfbæran hátt nýta úthöfin á þverfaglegan og samþættan hátt. Þrátt fyrir að framfarir hafi náðst, er framkvæmd mismunandi eftir verkfærum, sem aftur gerir nauðsynlegt að efla og auka alhliða stuðning.

Hafréttarsamningur SÞ frá árinu 1982 og samningar sem lúta að framkvæmd hans

Útsýni yfir strandsvæði í Tuvalu á háflóði sem þekur vegatálma. Aðalaframkvæmdastjóri SÞ heimsótti eyjarnar í Suður-Kyrrahafi vegna baráttunnar gegn loftlagsvánni.

Allt fram á þennan dag hafa 168 aðilar (þar með talið Evrópusambandið) fullgilt eða gerst aðilar að hafréttarsamningi SÞ. Aukinheldur hafa aðildarríkin fullgilt eða gerst aðilar að samningum um framkvæmd hans (150 aðilar að XI. hluta samningsins frá árinu 1994 og 91 aðili að úthafssamningi SÞ frá árinu 1995). Stór hluti aðildarríkja að þessum sáttmálum hefur gert ráðstafanir til að hrinda þeim í framkvæmd með laga- og stefnuramma. En hins vegar er mismunandi eftir löndum hversu langt þau eru komin í að fullgilda samninginn, gerast aðilar að honum og framkvæma hann.

Þegar kemur að fullgildingu og aðild skora 84 prósent ríkja mjög hátt eða hátt og 16 prósent lágt eða mjög lágt þegar kemur að sjálfri framkvæmdinni, skora 69 prósent mjög hátt eða hátt, 12 prósent miðlungs, og 19 prósent lágt eða mjög lágt. Það að innleiða með skilvirkum hætti hafréttarsamning SÞ og samninga  um framkvæmd hans krefst þess að greina betur þá flöskuhálsa sem ríki stríða við. Markviss og viðvarandi viðleitni til að efla getu þróunarlanda og annarra ríkja, leikur lykilhlutverk í því að fjarlægja slíkar hindranir.

Samningur um hafnríkisaðgerðir í því skyni að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, vantilkynntar og eftirlitslausar fiskveiðar 

Fiskveiðiauðlindin er oft og einatt misnotuð þegar um er að ræða rányrkju í veiðum. Slík ránveiði leiðir til hruns í svæðisbundnum fiskveiðum og grefur undan viðleitni til að stýra fiskveiðum á sjálfbæran hátt. Hluti af umgjörðinni sem þróuð hefur verið á undanförnum áratugum í því skyni að vinna gegn ólöglegum,, vantilkynntum og eftirlitslausum (IUU) felur í sér samning um hafnríkisaðgerðir – sem telst vera fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem beinist sérstaklega að ólöglegum, vantilkynntum og eftirlitslausum fiskveiðum.

Umræddur samningurinn tók gildi árið 2016 og nær til 66 aðila (þar með talið Evrópusambandsins). Markmið hans er að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, vantilkynntar og eftirlitslausar  fiskveiðar með því að koma í veg fyrir að fiskveiðibátar og –skip sem  stunda slíkar veiðar geti nýtt hafnir til að landa aflanum. Lítils háttar jákvæð þróun í hnattrænni þróun á árunum 2018 til 2020 er vatn á myllu þess ferlis að útrýma hægt og bítandi rányrkju í fiskveiðum. Hinu er ekki að leyna að betur má ef duga skal.

Óbindanadi leiðbeiningar í því skyni að tryggja sjálfbærar smábátaveiðar á fiski í samhengi við matvælaöryggi og útrýmingu fátæktar

Aðalframkvæmdastjóri SÞ heimsótti Fídjí-eyjar til að setja baráttan gegn loftslagsbreytingum í öndvegi.  Útsýni  yfir flóa við Suva við eyjarnar.

Óbindandi leiðbeiningar eru alþjóðleg verkfæri sem hafa verið samþykkt í því skyni að stuðla að bættri stjórnun smábátaveiða á fiski, þar með talið í virðiskeðjum, aðgerðum að loknum vertíðum og viðskiptum með fiskafurðir. Um það bil helmingur ríkja um allan heim hafa samþykkt sértækar aðgerðir til að styðja við smábátaveiðimenn.

Smábátaveiðimenn leggja til um það bil helming þess hluta hnattræns fiskafla sem er að finna í þróunarlöndum. Um leið veita þær atvinnu þeir rúmlega 90 prósent fiskveiðimanna og fiskverkamanna í heiminum atvinnu,þar af er helmingur konur. Þessi litlu fiskveiðisamfélög eru iðulega jaðarsett og hafa tilhneigingu til að hafa takmarkaðan eða skertan aðgang að auðlindum og mörkuðum. Kringumstæður eru enn verri vegna kórónuveirunnar, sem hefur leitt til minni alþjóðlegar eftirspurnar og erfiðleika í flutningi fiskafurða.

Frá árinu 2015 hafa flest svæði í heiminum styrkt í sessi þann lagaramma sem styður við smábátaveiðar á fiski og stuðlað að þátttöku í ákvarðanatöku. Víða um  heim hækkaði meðaleinkunn á innleiðingu þessara ramma úr 3/5 í 4/5 á milli áranna 2018 og 2020. Ef horft er til mismunandi svæða eru Norður-Afríka og Vestur-Asía þau svæði þar sem þetta má gleggst sjá.

Á hinn bóginn eru mið- og suður-Asía eftirbátar að þessu leyti og lækkaði einkunnin úr 3/5 í 2/5, sem undirstrikar það. Um leið og skuldbindingar ríkja eru að aukast, er líka ljóst að brýnt er að auka stuðning við smábátaveiðimenn einmitt í ljósi kórónuveirunnar.

Fjármagn til hafrannsókna er smávægilegt í samanburði við gífurlegt efnahagslegt framlag úthafanna 

Börn í þorpinu Tebikenikora, sem er á aðaleyju Kiribati sem ber heitið Tarawa.

Hafrannsóknir geta verið dýrar og krefjandi þegar kemur að því að skipuleggja, þar sem þær krefjasst þess að notuð sé háþróuð tækni og búnaður, rannsóknaskip og sérstaklega hannaðir skynjarar og aðstaða. Hins vegar er hlutfall heildarútgjalda innanalands til rannsókna og þróunar vegna hafvísinda miklu mun minna en á öðrum helstu sviðum rannsókna og nýsköpunar.

Samkvæmt meðaltali var einungis 1.2 prósent af innlendum fjárveitingum til rannsóknar á meðal ríkja ríkja úthlutað til hafvísinda á árunum 2013 til 2017, þar sem hlutfallið var frá um það bil 0.02 upp í 9.5 prósent.

Þetta hlutfall er smávægilegt samanborið við varlega áætlað fjárframlaga upp á 1.5 trilljón bandaríkjadala sem úthöfin lögðu til heimshagkerfisins árið 2010. Bandaríkin voru með hæsta fjárframlag til starfsemi vegna úthafa og strandsvæða, sem felur í sér hafvísind (e. Ocean science), sem og önnur úthafs- og strandsvæða verkefni (12 milljarðar bandaríkjadala), þar á eftir kemur Japan (600 milljónum bandaríkjadala) og Ástralía (511 milljónum bandaríkjadala) árið 2017.

Heildaráhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á hafvísind eru enn óþekkt. Til skamms tíma hefur það sýnt sig að það hefur orðið afgerandi samdráttur á hafathugunum þar sem nánast öll rannsóknaskip hafa verið kölluð til heimahafna. Rannsóknatól og -tæki þeirra til að mynda senditæki á flotholtum eru í hættu að bila, sem myndi hafa langvarandi og neikvæðar afleiðingar fyrir alþjóðlegar hafrannsóknir.

Börn á sundi í sjónum við Cité Soleil í Port-au-Prince á Haítí-eyju.

Staðan á Íslandi

Helstu áskoranir:

• Sjálfbærar fiskveiðar
• Súrnun sjávar og áhrif á lífríki í hafi
• Að sporna við frekari mengun sjávar, ekki síst af völdum plasts

Verndun hafsins er eitt mikilvægasta verkefni mannkyns nú á dögum. Tryggja þarf að mannkynið geti áfram notið auðlinda hafsins og hafið gegni áfram margþættu hlutverki sínu meðal annars því sem það hefur í vistkerfi jarðar. Koma þarf í veg fyrir að mengun, ofveiði og hugsanleg áhrif loftlagsbreytinga ógni lífríki sjávar. Heilbrigt vistkerfi sjávar er og verður mikilvægt fyrir íslenskan efnahag og mikilvæg uppspretta fæðu fyrir hundruð milljónir manna í heiminum.

Það er yfirlýstur vilji stjórnvalda að vinna með atvinnulífinu að vernd hafsins og sjálfbærri nýtingu auðlinda þess með samhentum aðgerðum. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 setja ákveðinn ramma utan um þá vinnu bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Í þróunarsamstarfi leggur Ísland ríka áhersla á sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins enda eru málefni hafsins í forgangi í íslenskri utanríkisstefnu.

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Björgunarmenn fylgjast með strönd Lido í Mogadisjú í Sómalíu.

Í þróunarsamvinnu byggist stefna íslenskra stjórnvalda á því að nýta íslenska þekkingu við að leysa alþjóðleg og staðbundin viðfangsefni, svo sem á sviði fiskimála. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur starfað á Íslandi síðan 1998 með það að markmiði að efla sérþekkingu sérfræðinga í þróunarríkjum á sjávarútvegi og fiskveiðum. Þannig leggja íslensk stjórnvöld sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum og vinnslu afurða í viðkomandi löndum.

Ísland fjármagnar stöðu sérfræðings á sviði fiskimála hjá Alþjóðabankanum með aðsetur í Accra í Ghana. Í samstarfi við Alþjóðabankann kemur Ísland að verkefnum á sviði fiskimála í Líberíu og Síerra Léone sem hafa fjórtánda heimsmarkmið SÞ sem yfirmarkmið og snúa að hreinsun strandsvæða og auknu hreinlæti á löndunarstöðum afla.

Þá er Ísland í samstarfi við Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) um verkefni sem snýr að því að styrkja og innleiða samning FAO um hafnríkiseftirlit (Port State Measures Agreement) hjá smáeyríkjum (Small Island Developing States) í karabíska hafinu og löndum í Vestur Afríku en markmið þessa samnings er að koma í veg fyrir landanir á ólögmætum sjávarafla.

Ísland er einnig stofnaðili ProBlue sjóðs Alþjóðabankans er varðar málefni hafsins og bláa hagkerfið og leggur þar áherslu á sjálfbæra fiskveiðistjórnun og aðgerðir gegn plastmengun í hafi. Ísland styður einnig átak Umhverfisstofnunar SÞ gegn plastmengun í sjó.

Ísland hýsir skrifstofu vinnuhóps Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) um málefni hafsins (PAME) sem er staðsett á Akureyri. Þá hefur Ísland verið leiðandi í alþjóðlegu samstarfi um málefni hafsins, hafréttarmál og fiskveiðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, FAO og innan svæðisbundinnar fiskveiðistjórnar, meðal annars á vettvangi Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).

Ísland tekur virkan þátt í viðræðum ríkja á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf um heimsmarkmið 14.6 sem miðar að því að banna eða takmarka ríkisstyrki í sjávarútvegi. Ísland gegndi formennsku á aðildarríkjafundi Hafréttarsamnings SÞ árið 2017 og tók virkan þátt í hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í júní sama ár til stuðnings framkvæmdar á fjórtánda heimsmarkmiði SÞ. Á ráðstefnunni stýrði sjávarútvegsráðherra Íslands viðræðum um hafrannsóknir og miðlun tækniþekkingar um hafrannsóknir. Þá tekur Ísland virkan þátt á fjölþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að gera samnings um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ).