9.1 Þróaðir verði traustir innviðir, sjálfbærir og sveigjanlegir, hvort sem er staðbundnir eða yfir landamæri, í því skyni að styðja við efnahagsþróun og velmegun þar sem lögð verði áhersla á jafnt aðgengi á viðráðanlegu verði fyrir alla.
9.2 Stuðlað verði að sjálfbærri iðnþróun fyrir alla og eigi síðar en árið 2030 hafi hlutur iðnaðar í atvinnulífi og vergri landsframleiðslu aukist verulega í ljósi aðstæðna heima fyrir og tvöfaldast í þeim þróunarlöndum sem skemmst eru á veg komin.
9.3 Aukið verði aðgengi lítilla iðnfyrirtækja og annars konar fyrirtækja, einkum í þróunarlöndum, að fjármálaþjónustu, meðal annars að hagstæðum lánum. Einnig verði þáttur þeirra í verðmætakeðjum og á mörkuðum aukinn.
9.4 Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og atvinnugreinar endurskipulagðar til að gera þær sjálfbærar, nýting auðlinda verði skilvirkari og í auknum mæli innleiði hvert og eitt land tækni og umhverfisvæna verkferla eftir getu.
9.5 Vísindarannsóknir verði efldar og tæknigeta atvinnugreina í öllum löndum endurbætt, þar á meðal í þróunarlöndum. Eigi síðar en árið 2030 verði ýtt undir nýsköpun og fjölgað störfum við rannsóknir og þróun fyrir hverja milljón íbúa, auk þess sem útgjöld til rannsókna og þróunar hins opinbera og einkageirans verði aukin.
9.A Stuðlað verði að sjálfbærri uppbyggingu innviða í þróunarlöndum með sveigjanleika að viðmiði, auknum fjárhagsstuðningi og tæknilegum stuðningi við Afríkuríki, þróunarlönd sem eru skemmst á veg komin, landlukt þróunarlönd og þróunarlönd sem eru smáeyríki.
9.B Stutt verði við tækniþróun, rannsóknir og nýsköpun í þróunarlöndum, meðal annars með því að festa í sessi stefnumótandi umhverfi sem stuðlar til dæmis að fjölbreyttu atvinnulífi og virðisauka.
9.C Aðgengi að upplýsinga- og fjarskiptatækni verði aukið verulega og lagt kapp á að almenningur hafi aðgang að netinu á viðráðanlegu verði í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin.
Ítarefni um markmið 9
Það þarf að efla sjálfbæran iðnað og halda áfram að fjárfesta í þeim grunninnviðum, í nýsköpun og í rannsóknum sem leggja grunninn að langtíma efnahagsþróun. Fjárfesting í rannsóknum og þróun í heiminum og fjármögnum á efnahagslegum innviðum í þróunarríkjum hefur aukist. Þessu til viðbótar hefur umfang á mengandi kolefnislosunar dregist saman.
Samhliða hafa spennandi framfarir átt sér stað í útbreiðslu á nettengingum. Þrátt fyrir það hefur aukning í framleiðslu staðið í stað eða dregist saman. Auk þess hefur er iðnvæðing í afar fátækum ríkjum enn of hægfara.
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur valdið miklum afturkipp í framleiðslu- og samgönguiðnaði. Sá samdráttur hefur valdið truflunum í framboðskeðjum heimsins. Það hefur aftur valdið skertara framboði á vörum víða um heim. Líka hafa tapast störf og orðið minnkun á vinnustundum í þessum sömu atvinnugreinum.
Í þróunarríkjum leika framleiðslustörf lykilhlutverk í því að tryggja nægar tekjur og við að draga úr fátækt. Áhrif heimsfaraldurs kórónaveirunnar hafa valdið svo miklum skaða og afturkipp að það gæti stöðvað eða snúið við þróun í rétta átt hvað varðar heimsmarkmið níu um nýsköpun og uppbyggingu. Ennfremur gæti yfirstandandi heimsfaraldur heft og hindrað framþróun allra annarra heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.
Flugiðnaðurinn er drifkraftur efnahagsþróunar en hefur sennilega þurft að þola mesta samdrátt í sögunni hingað til
Flugiðnaðurinn er drifkrafur efnahagsþróunar. Árið 2016 voru bein og óbein áhrif flugiðnaðarins á alþjóðahagkerfið talin vera um 2,7 trilljónir bandaríkjadala sem samsvarar 3,6% heildarframleiðslu heimsins alls. heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur komið hart niður á fluggeiranum.
Í apríl 2020 höfðu afgerandi ferðatakmarkanir ríkja og áhyggjur á meðal ferðalanga leitt til þess að um það bil 90% flugflota heimsins tók ekki á loft. Það skýrist af því að spurn eftir flugferðum hafði sökum yfirstandandi heimsfaraldurs fallið niður í enga eftirspurn eða um það bil rúmlega núll. Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2020 féll farþegafjöldi um 51,1% samanborið við sama tímabil árið 2019.
Samkvæmt Alþjóðaflugráðinu (ICAO) hefur heimsfaraldurinn valdið vergri heildarminnkun um á millibilinu 2,29 milljarðme til 3,06 milljarði farþega á árinu 2020. Hið síðarnefnda hefur aftur leitt af sér gríðarleg fjárhagstöp. Þau töp flugfélaga í fjárgreiðslum nema á bilinu 302 milljörðum bandaríkjadala til 400 milljörðum bandaríkjadala í heildartekjum af flugstarfsemi sé það borið saman við hefðbundin og ótruflaðan flugrekstur.
Trygg, örugg og sjálfbær endurreisn flugiðnaðarins krefst samhæfðs átaks allra ríkja og þjóða heims. Sú viðspyrna mun hraða viðreisninni í öðrum atvinnugreinum svo sem í ferðaþjónustu og í alhliða viðskiptum.
Það sem nú þegar var og er minnkandi framleiðsluaukning gerir útlitið dökkt fyrir enn frekari samdrátt á framleiðslu sökum heimsfaraldursins
Framleiðsluaukning sé miðaða við heimsframleiðslu þurfti að þola samdrátt fyrir árið 2018. Sá samdráttur í framleiðsluaukningu heimsframleiðslunnar hélt áfram fyrir árið 2019. Bæði árin var samdrátturinn sökum tolla ríkja og viðskiptahindrana á milli stærstu hagkerfa heimsins. Samdrátturinn í heimsframleiðslunni hafði áhrif á öll svæði og ríkjablakkir.
Á meðal afar fátækra ríkja hefur hlutdeild framleiðslu í heildartekjum aukist úr 10,0% árið 2010 í 12,4% árið 2019. Á hinn bóginn hefur hagvöxtur verið of hægfara til að ná takmarkinu um það að tvöfalda hlutdeild iðnaðarframleiðslu í heildartekjum fyrir árið 2030.
Þessu til viðbótar hefur framleiðsluvirði mælt í hlutfalli eininga fólksfjöldans í afar fátækum ríkjum einungis náð 132 bandaríkjadölum árið 2019. Það er mun minna en sama hagtala fyrir Evrópu og Norður-Ameríku en þar hljóp hún á 4,856 bandaríkjadölum.
Vöxtur í framleiðni í heiminum öllum gekk í gegnum djúpa kreppu sem náði 6,0% í fyrsta ársfjórðungi ársins 2020. Ástæðurnar voru þær neikvæðu efnhagslegu aðgerðir sem gripið var til í tengslum við samkomutakmarkanir og samkomubann. Stærsti framleiðandi heims sem var Kína tók á sig afar mikinn skell vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Þar í landi nái það áður óþekktu framleiðsluhruni eða um sem nemur 14,1% í minnkaðri framleiðni.
Sökum þess að iðnaðarframleiðsla er álitin vera aflvaki heildaraukningar í þjóðartekjum ríkja, hefur heimskreppa í framleiðslu haft geigvænleg áhrif á alþjóðahagkerfið sem heild.
Bættur aðgangur smáiðnaðar að fjármálaþjónustu getur orðið til þess að bjarga alþjóðahagkerfinu
Smáiðnaður og litlir framleiðendur eru afar mikilvægir vinnuveitendur í þróunarríkjum og í nýmarkaðslöndum. Sú atvinnustarfsemi er ríkur þáttur í tekjuöflun og í því að draga úr fátækt. Hún mun gegna mikilvægu hlutverki í endurreisn alþjóðahagkerfisins eftirá þegar kemur að lokum heimsfaraldur kórónaveirunnar.
Á hinn bóginn stendur smáiðnaði og litlum framleiðendum í þróunarríkjum og nýmarkaðslöndum efnahagsleg ógn af annars vegar smæð þeirra og hins vegar takmarkaðri getu til eigin viðspyrnu. Þessi umræddu ríki hafa ekki burði til að glíma við ófyrirséð áföll eins og núverandi kreppu án mikillar opinberrar aðstoðar.
Aðgangur að lánum er sérstaklega mikilvægur fyrir lítil fyrirtæki til að þau geti eflt samkeppnishæfni sína. Með þeim hætti geta ríki tekið fullan þátt bæði í svæðisbundinni virðiskeðju og líka í heimsvirðiskeðjunni.
Í þróunarríkjum nýtur 34,7% smáiðnaðar (framleiðsla og þjónusta) góðs af lánum eða lánalínum. Hins vegar hafa bara 22,9% smáiðnaðar í Afríku sunnan Sahara fengið lán eða lánalínur. Þetta er borið saman við nýlegar upplýsingar þess efnis að lán og lánalínur standi um það bil helmingi lítilla fyrirtækja í Suður-Ameríku og Karíbahafsríkjum til boða.
Efnahagsleg innspýting af hálfu hins opinbera og aðgangur að fjármálaþjónustu til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru afar mikilvæg. Þau bæði leika lykilhlutverk í fjárhagslegri viðreisn á tímum heimsfaraldurs. Einnig sinna þau bæði brýnu hlutverki eftirá í efnahagslegum viðgangi og hagvexti að loknum heimsfaraldrinum.
Þrátt fyrir framfarir á undanliðnum árum þurfa fjárfestingar í rannsóknum og þróun að margfaldast að hluta til í því augnamiði að takast á við COVID-19
Á heimsvísu hafa fjárveitingar til rannsókna og þróunar haldið áfram að aukast af miklum krafti. Þær náðu 2,2 trilljónum bandaríkjadala á jafnvirðisgengi (e. PPP) árið 2017, en höfðu setið í 1,4 trilljónum bandaríkjadala árið 2010 og 741 milljörðum árið 2000.
Á meðan að Evrópa og Norður Ameríka eyða mestum fjármunum til rannsókna og þróunar um sem nemur 47,6% í fjárveitingum alls heimsins, eru Austur og suðaustur Asíu á hraðri leið með að ná þeim sama tilkostnaði. Þessir hlutar Asíu hafa aukið hlutfall sitt í fjárveitingum til rannsókna og þróunar úr 22,6% árið 2000 upp í 40,4% árið 2017.
Hlutfallslega hefur sá skerfur í heiminum sem varið hefur verið til rannsókna og þróunar aukist úr 1,62% árið 2010 upp í 1,72% árið 2017. Þrátt fyrir það að er reginmunur í þessu efni á einstökum svæðum heimsins. Hlutfallið í Evrópu og Norður Ameríku er 2,25% en í Afríku sunnan Sahara situr það við 0,38%. Í afar fátækum ríkjum og í landluktum þróunarríkjum var hlutfallið um 0,20%.
Mikilvægi aukinna fjárveitinga til rannsókna og þróunar, jafnvel hratt stighækkandi aukningu, er greinileg nú á tímum yfirstandandi heimsfaraldurs. Meiri fjárfestingar er þörf í lyfjaiðnaði og í tækninýjungum eins og gervigreind. Þær geta stuðlað að þróun nýrra lyfja og bóluefna og í því að stýra tengdri þjónustu og starfsemi.
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur gert það nauðsynlegt fyrir allmarga að vinna, leggja stund á nám og fá heilbrigðisþjónustu og halda félagsskap inni á sínum eigin heimilum. Af öllum þessum ástæðum hefur stafræn tækni og nettenging aldrei verið stærri hluti af daglegu lífi okkar. T
il að geta fengið aðgang að netinu veita færanlegar tengingar (e. mobile connection) fólki sveigjanleika. Þetta á sérstaklega við þar sem hvorki er fyrir hendi þjónusta með öruggu breiðbandi né er hún talin svara kostnaði og er of dýr.
Afar fátæk ríki búa við mikla aukningu á aðgengi að færanlegum tengingum (e. mobile connection) með breiðbandinu. Aukningin hefur verið frá því að vera 51% árið 2015 og stigið upp í það að vera 79% árið 2019. En á hinn bóginn eru það einungis 54% af heildarfjölda mann- og kvenkyns og fólks af öllum kynjum sem nýta sér netið.
Flestir þeir sem ekki styðjast við netið eiga heima í afar fátækum ríkjum þar sem einungis 19% nota netið, samanborið við 87% í þróuðum ríkjum. Meginskýring á þessum mismun er kostnaður af að nota netið og vöntun á færni til netnotkunar.
Staðan á Íslandi
Hér má finna fjöllun um ofangreint efni á vettvangi Háskóla Íslands og opinbera stjórnvalda hér á landi.
Helstu áskoranir:
- Nýsköpun í öllum atvinnugreinum
- Efla vísindarannsóknir
- Efla innviði í samgöngum og ferðaþjónustu
Fjárfestingar í innviðum svo sem samgöngum, áveitum, orku, upplýsinga- og hugbúnaðartækni eru mikilvægar til þess að ná fram markmiðum um sjálfbæra þróun. Meginmarkmið stefnumótandi áætlana ríkis og sveitarfélaga hverfast að miklu leyti um það að innviðir landsins verði öruggir, áreiðanlegir, sjálfbærir og viðnámsþolnir. Grunninnviðir eru lykill að samkeppnishæfni landsins, jafnt samkeppnishæfni atvinnulífsins, þróun byggðarlaga og almennri félagslegri velferð þegnanna.
Ísland er eitt dreifbýlasta land Evrópu með aðeins um 3,4 íbúa á hvern á ferkílómetra, samanborið við um 116 íbúa á hvern ferkílómetra innan ríkja Evrópusambandsins. Uppbygging og viðhald innviða er krefjandi verkefni því kostnaður þess dreifist á tiltölulega fáar hendur og íslenskt veðurfar reynir talsvert á innviði landsins.
Aukið álag og umsvif tengd almennum hagvexti og hröðum vexti í íslenskri ferðaþjónustu hefur haft áhrif á þjónustu, viðhald og rekstur innviðauppbyggingar á flestum sviðum.
Innviðir á Íslandi
Innviðir rannsókna, þróunar og nýsköpunar á Íslandi eru almennt góðir.
Markmið byggðaáætlunar 2018-2024 er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um allt land.
Sjálfbær þróun er grunnstef í stefnu stjórnvalda.
Aðgengi fyrirtækja að almennri fjármálaþjónustu er almennt gott.
Í stefnu Vísinda- og tækniráðs er lögð áhersla á markvissa uppbyggingu innviða en höfuðáherslan er, eðli máls samkvæmt, á menntun, rannsóknir og nýsköpun. Leiðarljós stefnunnar er að fjárfesting í rannsóknum og þróun nái 3% af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024, sem gerir mögulegt að takast betur á við hraðar samfélagsbreytingar og flóknar hnattrænar áskoranir, til dæmis loftslagsbreytingar, fæðuöryggi og lýðheilsu.
Ísland á alþjóðlegum vettvangi
Styrkleikar Íslands sem hvað best nýtast þróunarlöndum til atvinnuuppbyggingar og styrkingar innviða eru á sviði sjávarútvegs og orkunýtingar. Þekkingu á þeim sviðum er meðal annars miðlað gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en þeir skólar eru dæmi um grunnstofnanir sem yfirfæra bestu fáanlegu þekkingu á sínum sérsviðum til samstarfsríkja Íslands í þróunarlöndum.
Markmið Jarðhitaskólans, sem hýstur er hjá Orkustofnun, er að tryggja veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðvarma. Sjávarútvegsskólinn er hýstur hjá Hafrannsóknastofnun en markmið hans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarlöndum.