7.1 Eigi síðar en árið 2030 verði nútímaleg og áreiðanleg orkuþjónusta í boði alls staðar í heiminum á viðráðanlegu verði.
7.2 Eigi síðar en árið 2030 hafi hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins aukist verulega.
7.3 Eigi síðar en árið 2030 verði orkunýting orðin helmingi betri.
7.A Eigi síðar en árið 2030 verði alþjóðleg samvinna aukin í því skyni að auðvelda aðgengi að rannsóknum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku, meðal annars endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og háþróaðs og hreins jarðefnaeldsneytis, og ýtt undir fjárfestingu í orkugrunnvirkjum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku.
7.B Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og tækni nýtt í því skyni að veita öllum í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin, smáeyríkjum og landluktum þróunarlöndum, nútímalega og sjálfbæra orkuþjónustu í samræmi við áætlanir hvers og eins í þeim efnum.
Ítarefni um markmið 7
Heimsbyggðin öll mjakast í rétta átt við að ná tilsettu heimsmarkmiði SÞ númer sjö um sjálfbæra orku. Þrátt fyrir það hefur vinnan ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Ekki stefnir í að það takist að ná tilsettu heimsmarkmiði SÞ númer sjö fyrir árið 2030 eins og reynt er að vinna að. Framfaraskref hafa verið stíginn við að bæta orkunýtingu og auka aðgang að rafmagni.
Á hinn bóginn eru milljónir manna um alla heim sem enn skortir grunnþjónustu á svii sjálfbærrar orku. Einnig hafa framfarir staðið í stað í heilnæmari eldunartækni og eldsneyti til matseldar. Það hefur sérstaklega áhrif á heilsu milljarða kvenna og barna um heim allan.
Kórónuveirufaraldurinn (COVID-19) undirstrikar hina brýnu þörf sem er fyrir örugga orku og á viðráðanlegu verði. Ódýr orka gerir sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnanunum kleift að sinna sjúklingum sem til þeirra leita. Hún er nauðsynleg fyrir samfélög til að dæla þangað hreinu vatni.
Tryggur aðgangur að orku gegn vægu gjaldi gerir líka samfélögum kleift að nálgast greinagóðar upplýsingar. Síðast en ekki síst er orka nauðsynleg fyrir fjarnám barna vegna lokunar skóla í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Á sama tíma mun heimsfaraldurinn óneitanlega hindra viðleitni til að ná tilsettum heimsmarkmiðum um sjálfbæra orku og þróun. Ljóst er að truflanir í framboðskeðjum geta valdið ómældu tjóni í þjónustu orkuveitna. Samhliða getur tekjumissir takmarkað ráðrúm fólks og neytenda til að borga fyrir slíka þjónustu. Aukin heldur er hríðfallandi olíuverð líklegt til að standa í vegi fyrir því að endurnýjanlegir orkugjafar hasli sér enn frekar völl.
Skortur á rafmagni er í auknum mæli að finna í Afríku sunnan Sahara
Hlutfall heildarfjölda mannkyns sem hefur aðgang að rafmagni jókst úr 83% árið 2010 í 90% árið 2018. Það þýðir að meira en 1 milljarður manna fékk þessa brýnu þjónustu. Engu að síður voru 789 milljónir manna árið 2018, þar af var 85% af þeim fjölda staðsettur í sveitum, sem bjuggu við skort á rafmagni. Suður-Ameríka, ríki Karíbahafs og austur og suðaustur Asía gengu í gegnum miklar framfarir á þessu sviði.
Þær framfarir fólu í sér rúmlega umfram 98% aðgang árið 2018 að rafmagni. Vöntun á rafmagni er í auknum mæli að finna í Afríku sunnan Sahara. Þar líða 548 milljónir manna eða 53% mannfjöldans fyrir skort af því tagi.
Kórónuveirufaraldurinn (COVID-19) undirstrikar hversu brýnt það er að hafa aðgang að öruggu og ódýru rafmagni. Rannsókn sem gerð var í sex Afríku- og Asíuríkjum leiddi í ljós að fjórðungur heilbrigðisstofnana sem rannsóknin tók til bjuggu við rafmagnsskort og vöntun á aðgangi að rafmagni. Annar fjórðungur bjó við óreglubundnar truflarnir á slíkum aðgangi. Það ástand hafðme áhrif á grunnheilbrigðisþjónustu. Þessi sári skortur hamlar viðbrögðum heilbrigðiskerfa hvarvetna í heiminum við kórónuveirufaraldrinum.
Til að ná tilsettu heimsmarkmiði SÞ númer sjö um almennan aðgang að rafmagni fyrir árið 2030 verður árlegt umfang rafvæðingar í heiminum að aukast frá núverandi (2018) 0,82% upp í 0,87% á árabilinu 2019-2030. En samkvæmt því umfangi framþróunar sem var fyrir árið 2018 og á því sama ári 2018 má reikna með að 620 milljónir manna muni enn skorta aðgang að rafmagni árið 2030. Hitt er annað mál að þessi forspá hvorki gerir ráð fyrir né tekur mið af erfiðleikum vegna heimsfaraldursins kórónuveirunnar.
Hæg framþróun í hreinum lausnum í matseld setur heilsu næstum 3 milljarða manna í hættu
Aðgangur að hreinni eldunartækni og hreinu eldsneyti til matseldar jókst úr 56% af heildarfjölda mannkyns árið 2010 upp í 60% árið 2015 og 63% árið 2018. Rétt um 2,8 milljarður manna eru án slíks aðgangs að hreinum orkulausnum við matseld. Sá mikli fjöldi hefur verið um það bil óbreyttur síðustu tvo áratugi.
En lofsverðar umbætur hafa átt sér stað á ýmsum svæðum í Asíu. Á hinn bóginn hefur aukning í mannfjölda í Afríku sunnan Sahara á árabilinu 2014 til 2018 vegið upp á móti aukningu í aðgangi að hreinum lausnum við matseld.
Aukning mannfjölda þar hefur verið um að meðaltali 18 milljónir manna á hverju ári sem liðmeð hefur á þessu sama tímabili. Hæg framþróun í slíkum hreinum úrlausnum við matseld hefur mikla þýðingu fyrir þjóðir og ríki heims. Það hefur síðan áhrif á heilsu manna og það hefur líka áhrif á umhverfið.
Við núverandi og áætlaða stefnumótun munu 2,3 milljarður manna vera án aðgangs að hreinum lausnum við matseld fyrir árið 2030. Þetta þýðir að næstum þriðjungur heildarfjölda mannkyns, sem verða einkum konur og börn, munu áfram stríða við skaðvænlega loftmengun í híbýlum sínum.
Aukinn skriður í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum er nauðsynleg til að ná langtíma markmiðum í loftslagsmálum
Mesta aukningin í notkun á endurnýjanlegri orku kemur frá raforku. Aukning í bæði nútímalegum og endurnýjanlegum orkugjöfum í öllum geirum verður nauðsynleg til að ná tilsettu heimsmarkmiði SÞ númer sjö um sjálfbæra þróun og orku. Það mun krefjast umtalsverðrar aukningar á hlutfalli þeirra endurnýjanlegu orkugjafa sem eru í notkun til þess að heimsmarkmið SÞ númer sjö gangi eftir.
Afríka sunnan Sahara hafði hæsta hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í heildarorkunotkun árið 2017. Það gerðist þrátt fyrir að 85% hlutfall af því magni stafaðme af notkun á hefðbundnum lífrænum massa. Suður-Ameríka og ríki Karíbahafs höfðu hæsta hlutfall á nútímalegum og endurnýjanlegum orkugjöfum á meðal allra svæða heimsins.
Ástæða þessa er mikil notkun á vatnsaflsorku. En líka hin mikla notkun á nútímalegri og lífrænni orku á öllum sviðum samfélaga umrædds heimshluta og ríkja Karíbahafsins.
Umbætur í orkunýtingu virðast ekki stefna að því að ná tilsettu heimsmarkmiði SÞ númer sjö – en þær umbætur eru lykill að minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda
(Ljósmynd hér að ofan er frá vatnsaflsvirkjun).
Umbætur í orkunotkun leika lykilhlutverk í loftslagsmarkmiðum ríkja og annarra þáttakenda um allan heim sem kennd eru við Parísarsamkomulagið um loftslagsmál. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu er stefnt að því að gera heiminn kolefnishlutlausan árið 2050.
En mikilsverðar umbætur í orkunotkun gera það kleift að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Hið síðastnefnda er liður í því að ná tilsettu markmiði Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og kolefnishlutleysi.
Hér skulu tilgreindar nokkrar staðreyndir sem skírskota sameiginlega til heimsmarkmiðs SÞ númer sjö um sjálfbæra orku og umrædds Parísarsamkomulaginu:
- 13% heildarfjölda mannkyns skortir enn aðgang að nútímalegu rafmagni.
- 3 milljarður manna þurfa að treysta á eldivið, kol, viðarkol, eða affall af skepnum til eldunar og fyrir hita.
- Orka er meginorsök loftslagsbreytinga sem nemur um það bil 60% heildarmagns gróðurhúsalofttegunda.
- Loftmengun innandyra vegna eldfimrar orku til matseldar olli 4,3 milljónum andláta árið 2012, þar með talið eru konur og stúlkur í hópi sex af hverjum tíu hinna látnu.
- Árið 2016 jókst hlutfall endurnýjanlegrar orku mest frá árinu 2012, sem telst að magni hafa farið upp um 0,24% og náði næstum 17,5% vegna hraðfara aukningar í notkun á vatnsorku, vindorku og sólarorku.
Aukning í alþjóðlegri fjármögnun vegna endurnýjanlegrar orkugjafa lofar góðu, en einungis lítill hluti af fjármögnunni berst til fátækustu ríkja heims
Alþjóðleg og opinber þróunaraðstoð til stuðnings hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa náðme 21,4 milljarði bandaríkjadala árið 2017. Þetta er 13% meiri aukning en var árið 2016 og tvöfalt það hlutfall miðað við árið 2010. Fjárfesting í verkefnum tengdum vatnsafli nam 46% af falli ársins 2017, næst kom fjárfesting í sólarorku (7%) og jarðhitaorku (6%).
Á meðan að framþróunin vekur upp vonir náðme einungis 12% þess fjárstreymis til allra fátækustu þróunarrríkjanna Þau sitja aftarlega á merinni við að uppfylla tilsett heimsmarkmið sjö um sjálfbæra orku. En gagngerar ráðstafanir þarf til að tryggja það að fjármögnun berist til þeirra ríkja þar sem skórinn kreppir einna mest að.
Fjármagnsstreymi til þróunarlanda vegna endurnýjanlegra orkugjafa er að aukast. Árið 2017 voru það 21,4 milljarður bandaríkjadala. En aðeins 12% rennur til allra fátækustu ríkja heims.
Þróunaráætlun SÞ (UNDP) vinnur að heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun samkvæmt því sem kallað er ,,Signature solutions” (það sem kalla mætti á ísl. ,,Lykilúrlausnir”) sem fela í sér aðgang að hreinni og ódýrri orku. Verkefni UNDP sem eru á sviði náttúru, lofslags og orku ná til 137 ríkja í heiminum. En heimsmarkmið sjö um sjálfbæra orku lýtur að þremur meginatriðum á heimsvísu:
- Tryggja fullan og óslitin aðgang að ódýrri, öruggri og nútímalegri þjónustu orkuveitna.
- Auka umtalsvert hlut endurnýjanlegrar orku í samsetningu á orku.
- Tvöfalda hlutfall orkunýtni.
Áhrif COVID-19
Skortur á aðgangi að orku hefur þá þegar valdið erfiðleikum við að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins (COVID-19). Orka leikur lykilhlutverk í því að koma í veg fyrir sjúkdóma og í baráttunni við faraldurinn. Orka veitir heilbrigðisstofnunum þjónustu og skapar framboð á vatni fyrir nauðsynlegt hreinlæti. Eins er orka mikilvæg vegna nauðsynlegra fjarskipta og vegna upplýsingatækni. Þannig má tengja fólk saman um leið og reglan um nálægðarfjarlægð er höfð í heiðri.
Í Afríku sunnan Sahara er áætlað að einungis 28% af heilbrigðisþjónustu þar hafi aðgang að öruggu rafmagni. En orka er bráðnauðsynleg til að fólk sé tengt heimavið. Orka er líka nauðsynleg til að starfrækja áfram sjúkrahús með þeim tækjum sem eru ætluð til að bjarga mannslífum. Ef sjúkrahús og einstök samfélög hafa ekki aðgang að orku mun það geta valdið enn meiri mannlegum hamförum. Einnig gæti skortur á orku seinkað til mikilla muna almennri endurreisn á heimsvísu.
Sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ,,sjálfbæra orku handa öllum” (e. Sustainable Energy for All sem á ensku er skammstafað SEforALL) lýsir þremur leiðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins:
- Forgangsraða orkulausnum til að reka heilbrigðisstofnanir og veita aðstoð til bráðaveikra.
- Viðhalda tengingu við neytendur í vanda.
- Auka trygga, ótruflaða og fullnægjandi orku til undirbúnings fyrir enn meiri sjálfbærni í efnahagsviðreisn sem siglir í kjölfarið.
Staðan á Íslandi
Það er deginum ljósara að staða Íslands er afar sterk þegar um er að ræða sjálfbæra orku. Grein Katrínar Jakobsdóttur núverandi forsætisráðherra í Fréttablaðinu (miðvikudag 9. júní 2021) fjallar einmitt um það efni:
Þær góðu fréttir bárust … að hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum hefði á árinu 2020 náð 11,4%. Þar með hefur markmið stjórnvalda um 10% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum fyrir árið 2020 verið náð og gott betur en það. Markmið sem sett var fram í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi fyrir réttum tíu árum markaði tímamót og var fyrsta markmið stjórnvalda í orkuskiptum í samgöngum. En þar var sett fram sú sýn að stefna ætti að orkuskiptum í samgöngum og leysa ætti jarðefnaeldsneyti af hólmi með innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.
Helstu áskoranir hér á landi:
• Tryggja orkuöryggi í landinu með því að tryggja jafnvægi framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði.
• Auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa með orkuskiptum í lofti, láði og legi.
• Jafna orkukostnað vegna dreifingar raforku og húshitunar á landsvísu.
• Tryggja lágmarkskröfur um afhendingaröryggi raforku um land allt.
Bæði margar stórar áskoranir og mörg tækifæri snúa að orkumálum í heiminum í dag. Almenn lífsgæði, byggðafesta, samfélagslegt jafnræði og framþróun atvinnulífsins eru órjúfanlega tengd aðgengi fólks að orku. Af þessum sökum er framboð hreinnar og sjálfbærrar orku mikilvæg öllum þjóðum þegar litið er til framtíðar.
Það er alkunna að staða Íslands í orkumálum er einstök. Langstærsti hluti þeirrar orku sem notuð er í landinu er endurnýjanleg, umhverfisvæn orka. Einungis er ein starfsemi á Íslandi sem enn er knúin jarðefnaeldsneyti. Sú starfsemi sem á eftir að undirgangast orkuskipti eru samgöngur í lofti, á láði og á legi.
Forgangsatriði í stefnu íslenskra stjórnvalda er að tryggja bæði orku- og afhendingaröryggi raforku á landsvísu. Jafnframt er í forgangi að stuðla að jöfnun orkukostnaðar milli landssvæða og landshluta.
Hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku
Árið 2016 var hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi næstum 73%. Öll raforka eða því sem næst (99,9%) er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, hvort sem um er að ræða vatnsafl, jarðhita eða vindorku. Bæði jarðhiti og raforka eru nýtt til húshitunar í nær öllum byggingum á Íslandi (99%). Á alþjóðavettvangi sker Ísland sig úr að þessu leyti.
Íslensk stjórnvöld hafa stutt við hitaveituvæðingu undanfarna áratugi með stofnstyrkjum til nýrra hitaveitna og styrkjum til jarðhitaleitar. Skýr áhersla stjórnvalda hefur verið í þá veru að draga úr rafhitun húsnæðis.
Bæði samgöngur á landi og siglingar á sjó eru enn að langmestu leyti knúnar jarðefnaeldsneyti. Skattaívilnunum hefur verið beitt af hálfu stjórnvalda í því skyni að hvetja til kaupa á bifreiðum sem nýta endurnýjanlegt eldsneyti.
Um er að ræða endurnýjanlegt eldsneyti eins og rafmagn, vetni, lífeldsneyti, metan og metanól. Orkusjóður fyrir tilstuðlan stjórnvalda hefur úthlutað styrkjum til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
Orkuskipti á föstu landi eru því komin vel á veg. Það sést best á því að fjöldi vistvænna ökutækja eykst hratt um þessar mundir. Þar með hefur tekist að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í rúm níu prósent fyrir árið 2018.
Orkuskipti í skipaflota landsmanna eru enn skammt á veg komin. Ljóst er að þróun og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum fyrir siglingar hefur verið hæg. Hins vegar standa vonir til þess að skipaflotinn nýti í meira mæli þá endurnýjanlegu orkukosti sem standa nú til boða.
Í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er stefnt að svartolíubanni innan íslenskrar landhelgi. Bæði raf- og varmaorkan er ódýr á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Við hér á landi greiðum lægra hlutfall af tekjum okkar fyrir þessa orkugjafa en tíðkast í öðrum Evrópuríkjum.
Aðgangur að endurnýjanlegri orku
Heildstæða orkustefnu þarf og til lengri tíma litið til að ná markmiðum stjórnvalda um orkuöryggi. Stefnumótun um orkuöryggi þarf að byggjast á áætlaðri orkuþörf til langs tíma litið. Hún þarf að taka mið af stefnu stjórnvalda, til að mynda um orkuskipti, og því hvernig megi tryggja raforkuframboð bæði fyrir almenning og atvinnulíf.
Það þarf að treysta betur í sessi flutnings- og dreifikerfi raforku og tengja betur við ýmis lykilsvæði. Samhliða þarf að skoða að hve miklu leyti nýta megi jarðstrengi með hagkvæmum hætti. Einnig þarf að bæta málsmeðferð ákvarðana sem tengjast framkvæmdum í flutningskerfinu.
Álag á flutningskerfi Landsnets og dreifiveitur hefur aukist jafnt og þétt. Það hefur leitt til vaxandi rekstraráhættu. Þetta veldur því líka að minni tækifæri eru til nýrrar atvinnuuppbyggingar á landsvísu.
Bæði hinum fyrirvaralausu rekstrartruflunum og líka straumleysismínútum hefur fjölgað. Við núverandi flutningskerfi raforku er orkuöryggi nokkuð mismunandi eftir landsvæðum. Þannig hefur afhendingaröryggi verið einna lakast á Vestfjörðum og Norðausturlandi. En átak hefur verið gert í að bæta aðgengi að þriggja fasa rafmagni í dreifbýli.
Allir landsmenn hafa aðgengi að rafmagni í híbýlum sínum. Í alþjóðlegum samanburðme er verð til almennings lágt. Þetta á sérstaklega við um verð á orku til húshitunar. Það hefur verið stefna stjórnvalda um langa hríð að jafna orkuverð heimila. Annars vegar er orkuverð heimila hærra hjá þeim sem ekki hafa aðgang að jarðvarmaveitum til húshitunar. Hins vegar er það líka hærra hjá þeim sem búa á strjálbýlum svæðum þar sem dreifikostnaður rafmagns er hærri en í þéttbýli.
Umræddur verðmunur hefur verið brúaður að hluta til með niðurgreiðslum frá hinu opinbera. Sveitarfélög á svo kölluðum köldum svæðum leita núorðið gjarnan að heitu vatni til að nota til upphitunar.
En reynsla undanfarinna ára gefur ákveðið tilefni til bjartsýni um að hlutur jarðhita muni enn frekar aukast. Fyrir vikið mun rafhitun dragast saman og það með tilheyrandi sparnaði í verði.
Aukin orkunýtni
Tækniframfarir hafa gert það mögulegt að árleg meðaltalsnotkun heimila á rafmagni hefur lækkað frá úr 4,9 MWh árið 2009 niður í 4,37 MWh árið 2017. Þetta kemur fram í raforkuspá orkuspárnefndar. Spálíkanið áætlar að orkunotkun hvers heimilis muni minnka niður í 4 MWh á næstu árum. Helstu skýringar á minnkandi raforkunotkun á heimilum eru sparneytnir ljósgjafar og heimilistæki.
En á móti kemur að tækjum á heimilum hefur fjölgað. Hins vegar eru flestar nýjar tækjategundir orkugrannar. Mikil orkunotkun á hvern bandaríkjadal af landsframleiðslu er fyrir hendi hérlendis.
Skýringarnar eru annars vegar hátt hlutfall orkuframleiðslu hérlendis sem fer til stóriðju (80%), og hins vegar fámenni þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir aukinni orkunýtni. Til dæmis er það unnið með starfsemi Orkuseturs sem veitir almenningi ráðgjöf um orkusparnað.
Ísland á alþjóðlegum vettvangi
Sjálfbær orka er lykilþáttur í því að gera matvælaframleiðslu sjálfbæra og Ísland hefur nýtt sjálfbæra orku í matvælaframleiðslu í áratugi með góðum árangri.
Þessi ummæli eru höfð eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á ráðherrafundi SÞ þann 24. júní s.l. (2021) um eflingu heimsmarkmiðs sjö um sjálfbæra orku. Umfjöllun utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra voru og eru heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun í tengslum við orkuskipti.
Á sviði þess háttar orkuskipta þarf að leggja afar mikla áherslu á jafnræðme ríkja, þjóða og samfélaga. Umræddur ráðherrafundur SÞ var haldin sem hluti af undirbúningi fyrir leiðtogafund SÞ um orkumál í september á sama ári.
Ísland hefur tekið að sér hlutverk heimserindreka í tengslum við ofangreindan leiðtogafund um orkumál. Hlutverk heimserindreka felur í sér að vekja athygli á og þrýsta fram aðgerðir sem miða að því að ná heimsmarkmiði SÞ númer sjö um sjálfbæra orku. Ísland hefur gefið kost á sér sem heimserindreki sem Ísland sinnir nú.
Áhersla íslenskra stjórnvalda í samvinnu við hagaðila er efling heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun í tengslum við orkuskipti. Eins og áður kemur fram þurfa orkuskipti í heiminum að vera framkvæmd með bæði réttlæti og jafnræði að leiðarljósi.
Ísland hefur nú sem heimserindreki lagt áherslu á mikilvægi endurnýjanlegrar orku. Hið síðastnefnda ber að nýta í blárri og grænni matvælaframleiðslu og -vinnslu. Einnig ber að nýta endurnýjanlega orku í samspili sjálfbærrar orku og hringrásarhagkerfisins. Síðast en ekki síst er samspil jafnréttis og endurnýjanlegrar orku afar brýnt og mikilvægt. Allt eru þetta svið þar sem íslensk fyrirtæki, hagaðilar og stofnanir búa yfir mikilsverðri þekkingu, reynslu og notkun á grænum lausnum.
Fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda erum við framarlega á sviði jarðvarmanýtingar til upphitunar og raforkuframleiðslu. Á Íslandi er starfræktur Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Jarðhitaskóli SÞ miðlar tækniþekkingu til fagfólks frá þróunarríkjum. Sú kennsla er mikilvægur þáttur í alþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra orku.
Einnig veitir Ísland framlög til ýmissa stofnana og sjóða. Þeir koma með ýmsum hætti að orkuverkefnum í fátækari ríkjum heimsins. Hér má nefna stuðning Íslands við orkusjóð Alþjóðabankans (ESMAP). Frá því sá stuðningur hófst hafa fjárfestingar Alþjóðabankans í jarðhita aukist umtalsvert.
Tengt við samstarfið innan ESMAP veitir Ísland líka stuðning í formi tæknilegrar ráðgjafar til jarðhitaverkefna Alþjóðabankans. Framlag frá Íslandi sem er eyrnamerkt til ESMAP er fyrir starf sem varðar nýtingu vatnsafls í þágu einstakra þróunarríkja. Ísland býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem nýst getur víða um heim.
Einnig á Ísland í tvíhliða samstarfi við ríki í austurhluta Afríku á sviði endurnýjanlegrar orku. Þannig hefur Ísland áhrif á alþjóðavettvangi bæði í krafti sérþekkingar og mikillar reynslu í nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þau áhrif ná langt umfram stærð og mannfjölda Íslands.
Jafnframt má nefna sem dæmi að íslensk stjórnvöld veita framlög til alþjóðlegra samtaka um ,,sjálfbæra orku fyrir alla”(SEforALL), sem minnst er á hér að ofan, og til Alþjóðastofnunar fyrir endurnýjanlega orku (IRENA).
Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum veitt samþættingu á kynjasjónarmiðum sérstaka athygli í umhverfis- og loftslagsmálum. Stjórnvöld leggja sig fram við að styðja við sértækar aðgerðir til að efla stöðu kvenna innan þessa málaflokks. Sérstaklega hafa þau stutt við fyrrnefndan samstarfsvettvang alþjóðlega samtaka um ,,sjálfbæra orku fyrir alla” eða SEforALL.
Starfið á vettvangi SEforALL er ætlað til að stuðla að kynjajafnrétti. Lögð er áherslu á mikla samfélagsþátttöku. Einnig er rík áhersla á valdeflingu kvenna um alla heim í orkugeiranum.
Þeir sem hafa tekið þátt í myndun þessa samstarfsvettvangs SEforALL af hálfu innlendra aðila eru: Landsvirkjun, Orkuveitan og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt styður Ísland verkefni sem leitt er af skrifstofu Umhverfisstofnunar SÞ í Naíróbí í Kenía. Það starf miðar að því að virkja afrískar konur og tengslanet kvenna sem vinna frumkvöðlastarf á sviði sjálfbærrar orku (e. Africa Women Energy Entrepreneur Framework).
Undirmarkmið:
7.1 Eigi síðar en árið 2030 verði nútímaleg og áreiðanleg orkuþjónusta í boði alls staðar í heiminum á viðráðanlegu verði.
7.2 Eigi síðar en árið 2030 hafi hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins aukist verulega.
7.3 Eigi síðar en árið 2030 verði orkunýting orðin helmingi betri.
7.a Eigi síðar en árið 2030 verði alþjóðleg samvinna aukin í því skyni að auðvelda aðgengi að rannsóknum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku, meðal annars endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og háþróaðs og hreins jarðefnaeldsneytis, og ýtt undir fjárfestingu í orkugrunnvirkjum og tækni á sviðme umhverfisvænnar orku.
7.b Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og tækni nýtt í því skyni að veita öllum í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin, smáeyríkjum og landluktum þróunarlöndum, nútímalega og sjálfbæra orkuþjónustu í samræmi við áætlanir hvers og eins í þeim efnum.
Heimildir:
Orkusetur – Rangárvöllum, 603 Akureyri, Sími: 569 6085 – Netfang: sif@os.is
Heimsmarkmið | Forsíða (heimsmarkmidin.is)