11.1 Eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, fátækrahverfi verði endurbætt og grunnþjónusta standi öllum til boða.
11.2 Eigi síðar en árið 2030 geti allir ferðast með öruggum sjálfbærum samgöngutækjum á viðráðanlegu verði á bættu vegakerfi. Lögð verði áhersla á betri almenningssamgöngur sem taka mið af fólki í viðkvæmri stöðu, konum, börnum, fötluðu fólki og öldruðum.
11.3 Eigi síðar en árið 2030 verði fjölgun í þéttbýli sjálfbær og íbúar alls staðar í heiminum taki meiri þátt í skipulagsmálum og samkomulagi um sjálfbærni.
11.4 Blásið til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins.
11.5 Eigi síðar en árið 2030 dragi úr fjölda þeirra sem deyja í hamförum og þeirra sem bíða skaða af þeim völdum. Dregið verði úr beinu efnahagslegu tjóni af völdum hamfara, í hlutfalli af vergri landsframleiðslu í alþjóðlegum samanburði, þar á meðal vatnstjóni, og áhersla lögð á að vernda fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu.
11.6 Eigi síðar en árið 2030 verði dregið úr skaðlegum umhverfisáhrifum í borgum, meðal annars með því að bæta loftgæði og meðhöndlun úrgangs.
11.7 Eigi síðar en árið 2030 verði græn svæði gerð örugg og aðgengileg fyrir almenning, einkum konur og börn, aldraða og fatlað fólk.
11.A Stutt verði við jákvæð efnahags-, félags- og umhverfisleg tengsl milli þéttbýlis, þéttbýlla svæða í borgarjaðri og dreifbýlissvæða með því að styrkja áætlanir um byggðaþróun á landsvísu og innan svæða.
11.B Eigi síðar en árið 2020 hafi borgum og íbúðarsvæðum fjölgað þar sem áætlanir og stefnumál eru samþætt og miða að aðkomu allra, auðlindanýting verði betri, dregið hafi úr skaðsemi af völdum loftslagsbreytinga og forvarnir gegn hamförum hafi verið efldar. Útbúin verði heildræn áhættustýring vegna hvers kyns hamfara í samræmi við Sendai-rammaáætlunina 2015–2030 og henni framfylgt.
11.C Stuðningur verði veittur þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin, meðal annars fjárhags- og tækniaðstoð, til þess að reisa öflugar byggingar úr byggingarefni á staðnum.
Ítarefni um markmið 11
Rúmlega 90% af tilfellum COVID-19 eiga sér stað í borgum. Heimsfaraldur kórónaveirunnar kemur harðast niður á þeim sem eru viðkvæmastir þar með talið hjá 1 milljarði borgarbúa sem eiga heima í niðurníddum og óskipulegum fátækrahverfum stórborga.
Jafnvel fyrir hinn nýja kórónavírus fól hraðfara borgarmyndun það í sér að 4 milljarðar manna í borgum heimsins tókust á við síversnandi loftgæði, ófullnægjandi innviði og þjónustu, og óskipulögð borgarhverfi. Öruggar almenningssamgöngur, trygg grunnþjónusta og aðgengilegt almannarými eru sérstaklega mikilvæg núna til að tryggja heilsu og lífsviðurværi borgarbúa.
Árangursrík dæmi um hvernig tekist hafi að hefta útbreiðslu á COVID-19 sýna hið mikla þolgæði og aðlögunarhæfni borgarsamfélaga við að takast á við nýjar áskoranir. Borgir munu komast í gegnum heimsfaraldurinn en hvort þær eru undirbúnar undir næstu kreppu og erfiðleika er háð því hversu mikil framþróun á sér stað í sjálfbærri upplýsingatækni og sjálfbærri þróun borgarsamfélaga handa öllum.
Áhrif COVID-19
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur valdið því að hlutskipti fólks í fátækrahverfum heimsins hefur versnað
Árið 2018 var rúmlega einn milljarður mann- og kvenkyns og fólks af öllum kynjum sem átti heima í fátækrahverfum heimsins. Af þessum heildarfjölda mátti finna meirihluta fátækra á þremur svæðum í heiminum. Í austur og suðaustur Asíu voru 370 milljónir manna sem bjuggu í fátækrahverfum. Í Afríku sunnan Sahara voru það 238 milljónir manna sem bjuggu í fátækrahverfum. Í mið og suður Asíu eru það 226 milljónir manna sem búa í fátækrahverfum.
Árið 2020 var meðaltalshlutfall hnattrænna borgarsvæða sem eru ætluð fyrir götur og aðgengilegt almannarými. Það vantar enn nokkuð upp á að heimsmarkmiði SÞ sé náð, sem er það að 30% af svæðum verði götur og 10-15% verði opið almannarými.
Stefnumótun hefur verið þróuð á landsvísu í 156 ríkjum fyrir málefni borga. En einungis helmingur af slíkum landsáætlunum hefur verið hrint í framkvæmd.
Einungis helmingur borgarbúa í heiminum hafa árið 2019 hentugan aðgang að almenningssamgöngum. Hentugt aðgengi felur það í sér að eiga heima innan við 500 metra göngufjarlægð frá stoppistöð strætó/orkunýtnum samgöngum og samgöngukerfi og 1000 metra frá járnbrautarstöð eða ferjustæði til ferjuflutninga.
Afturkippur hefur komið í hnattræna framþróun í því að fækka fátækrahverfum, sem leitt hefur til þess að vandi slíkra hverfa hefur aukist í heimsfaraldrinum
Áhrif COVID19 hafa orðið til þess að vandi fátækrahverfa hefur aukist og eins þeirra sem lifa í óskipulegum og óhrjálegum hýbýlum. Margir slíkra borgarbúa lifa við ófullnægjandi húsnæði með takmörkuðum eða engum aðgangi að grunninnviðum og þjónustu, þar með talið vatni, hreinlæti og úrgangi.
Yfirfullar almenningssamgöngur og takmörkuð heilbrigðisþjónusta hafa haft afar neikvæða afleiðingar á þessi samfélög og breytt þeim í miðdepil í útbreiðslu kórónaveirunnar. Margir borgarbúar í þróunarríkjum vinna í einkageiranum og búa við mikla hættu af því að missa lifibrauð sitt og atvinnu vegna samkomutakmarkana eða útgöngubanns (e. lockdown).
Samhæfð viðbrögð ríkisstjórna, borgaryfirvalda og annarra hagaðila höfðu orðið til þess að hlutfall þeirra borgarbúa sem bjuggu í fátækrahverfum minnkaði stórum. Árið 2000 var hlutfallið 28% og árið 2014 var það 23%. Það er uggvænlegt að þessi þróun hefur snúist við vegna sístækkandi borga sem gerist hraðar en þróun uppbyggingar íbúða, innviða og þjónustu fyrir borgarbúa.
Hlutfall þeirra borgarbúa sem lifa í fátækrahverfum jókst um 24% árið 2018 eða um rúmlega einn milljarð, sem stafaði að aukningu í norðanverðri Afríku, vestur Asíu og Afríku sunnan Sahara.
Auknar almenningssamgöngur er nauðsynlegar í borgum heimsins
Áreiðanlegar, aðgengilegar og ódýrar almenningssamgöngur minnka mengun og samgönguflækjur og stuðla að framlegð og samvinnu. Einungis helmingur borgarbúa hefur hentugan aðgang að almenningssamgöngum, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2019 sem eru úr 610 borgum í 95 ríkjum. Aðgangurinn er mældur sem hlutfall fólksfjöldans sem eru innan við 500 metra göngufjarlægð frá lágspennu samgöngu (strætó og sporlestarvagnar) og 1000 metrum fjarlægð frá háspennu samgöngum (járnbrautalestum, neðanjarðarlestum og ferjum).
Í mörgum borgum er að finna í miklu mæli óformlegt samgöngukerfi. Hin síðastnefnda þjónusta hefur tilhneigingu til að bregðast hvað varðar tíðni ferða og öryggi. Áhersla á skammtímafjárfestingu í innviðum fyrir vegasamgöngur í almannaþágu getur leitt til meiri aðgangs að lágspennu almenningsamgöngum.
Á meðan að heimsfaraldur kórónaveirunnar stendur yfir þurfa borgir að koma upp auknum öryggisráðstöfunum til að sporna við útbreiðslu smita í yfirfullum almenningssamgöngum. Hnattrænar upplýsingar gefa til kynna að það sé þörf á því að auka aðgang að þess háttar almenningssamgöngum sem verka saman með göngu- og hjólreiðastígum. Slíkar samgöngur hafa í heiðri langtíma sjónarmið á sviði áætlanagerðar og skipulegra fjárfestinga.
Að heimsfaraldrinum loknum má fullyrða að þá taki við jákvæðari sýn á þróun borgaskipulags
Það hvernig við skipuleggjum og þróum borgir, eflum innviði og þjónustu, drógum úr hættum og bregðumst við þörfum aukins fólksfjölda mun ákvarða langtíma farsæld borga og íbúa þeirra. Á tímabilinu 1990 til 2015 varð aukning á þéttbýlismyndun og íbúðabyggð á hvern einstakling. Hið síðarnefnda felur það í sér að stækkun borga hefur orðið meiri en sem samsvarar íbúafjölgun. Þessar upplýsingar eru frá árinu 2019 sem til 755 borgum í 95 ríkjum um allan heim.
Í sumum borgum hefur þessi hraða aukning verið einkenni á óskipulegri þéttbýlismyndun, sem aftur hefur aukið kostnað við það að veita góða og örugga þjónustu. Að meðaltali eru öll svæði heimsins nema Afríka sunnan Sahara og austur og suðaustur Asía talin hafa jafna og reglubundna aukningu í þéttbýlismyndun á hvern einstakling.
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur gert það ljóst að borgarskipulag er nauðsynlegt til að tryggja lýðheilsu og til að hindra ógnir sem borgarbúum stafar af öðrum hættum, til dæmis náttúruhamförum. Frá maí 2020 hafa 154 ríki unnið einhvers konar borgarskipulag á landsvísu. Margar ríkisstjórnir og borgaryfirvöld eru nú að endurskoða slíkar áætlanir í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu á næsta faraldri.
Frjálst og opið almannarými í borgum heimsins sem stefnir að betri heilsu og framlegð, en aðgangur er oft takamarkaður
Borgir búa nú um stundir við samkomutakmarkanir og útgöngubann sem gerir það að verkum að almannarými er talið vera enn eftirsóknarverðara en ella. Það gildir það sama og um samgöngur, jafn aðgangur að opnum svæðum og almannarými leiðir til aukinnar framlegðar og bættrar heilsu. Sérstaklega eru aðgengileg rými nauðsynleg vegna verslunar á vettvangi einkageirans sem margir treysta a vegna lífsviðurværis síns.
Hlutfall lands sem fer undir götur og opin alamannarými var að meðaltali einungis um 16% í heiminum öllum, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2019 í 610 borgum og í 95 ríkjum. Samanlagt voru götur þrisvar sinnum viðameira hlutfall af borgarlandi heldur en það almannarými sem var til staðar, svo sem almenningsgarðar og árbakkar.
Hlutfall fólksfjöldans sem hafði aðgang að aðgengilegu almannarými (innan við 400 metra göngufjarlægð frá götuskipulagi) var árið 2019 að meðaltali 46,7%. Mikill munur má sjá á milli svæða í heiminum. Aðgangur að almannarými var allt frá 26,8% í austur og suðaustur Asíu og upp í 78% í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Innan ríkja eru minni borgir iðulega með hærra hlutfall slíks aðgangs almannarými en stærri borgir hafa.
Hreinna loft yfir nokkrum af mest loftmenguðu borgum heims gefur vísbendingu um hvað koma skal
Árið 2016 hafa níu af hverjum tíu borgarbúa í heiminum öllum andað að sér lofti sem uppfyllti ekki viðmiðunarreglur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um loftgæði vegna mikillar loftmengunar. Helmingur borgarbúa heimsins upplifðu líka aukningu í svifryksmengun og versnandi loftgæði á milli áranna 2010 til 2016.
Í heiminum öllum er viðvarandi lofmengun talin hafa valdið 4.2 milljónum dauðsfalla fyrir tímann á árinu 2016. Í sumum borgum hafa samkomutakmarkanir og útgöngubann (e. lockdown) sem viðbrögð við COVID19 leitt til umtalsvert lægra gildis af tilteknum þáttum loftmengunar sem stafar af því að verksmiðjum hefur verið lokað og minnkun á fjölda bíla á vegum og götum úti. Á hinn bóginn hafa umbæturnar líklega verið einungis tímabundin smáskammtalækning frá hinu langæja óheilbrigða ástandi um allan heim.
Um leið og samkomutakmörkunum og útgöngubanni lýkur mun loftmengun aftur ná þeim hæðum sem hún var fyrir útbreiðslu heimsfaraldursins, eins og glöggt hefur komið í ljós í sumum ríkjum heimsins. Það er vel hugsanlegt að loftgæði verði enn verri af þremur ástæðum:
- vegna afléttingar á samkomutakmörkunum og útgöngubanni;
- vegna umhverfislaga og reglna sem beitt var á meðan á heimsfaraldrinum stóð; eða
- vegna nauðsynjar á hagvexti sem þurfi að sigla í kjölfar heimsfaraldursins.
Saman þurfa SÞ og ríkisstjórnir aðildarríkjanna að leika lykilhlutverk í því að tryggja að slíkt hendi ekki.
Staðan á Íslandi
Helstu áskoranir:
- Viðunandi búsetuskilyrði í krafti bæði sjálfbærrar borgarmyndunar og sjálfbærrar skipulagsþróunar borga
- Nægjanlegt framboðá húsnæði sem hentar lágtekjufólki og þeim sem eiga litlar eignir
- Áskoranir vegna innviða í strjálbýli, svo sem fjarskipti og almenningssamgöngur
Þéttbýlismyndun á Íslandi hefur verið hröð og þróun sjálfbærra borga og bæja verður æ mikilvægari. Þéttbýli getur skapað aðstæður þar sem ný störf verða til og velmegun fólks eykst. Að viðhalda slíku ástandi, án þess að skaða umhverfi og auðlindir, felur í sér margar áskoranir.
Algeng vandamál tengd þéttbýli fela meðal annars í sér ónægt fjármagn til þess að sinna grunnþjónustu, skort á fullnægjandi húsnæði og hnignandi innviðum. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbærar borgir og samfélög leggur því áherslu á að allir íbúar í þéttbýli hafi jafnan aðgang að grunnþjónustu, heilsusamlegu umhverfi, orku, húsnæði og samgöngum.
Ísland er mjög dreifbýlt land en á hverjum ferkílómetra búa um það bil þrír einstaklingar. Þrátt fyrir það býr meirihluti Íslendinga, eða um 94%, í þéttbýli. Í upphafi árs 2016 voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri samkvæmt tölum Hagstofunnar, en rúmlega 60% íbúanna eru á höfuðborgarsvæðinu.