Markmið 13 Aðgerðir í loftslagsmálum Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra*

13.1     Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

13.2     Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

13.3     Menntun verði aukin til að vekja fólk til meðvitundar um hvernig mannauður og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörunum.

13.A    Efnd verði fyrirheit hátekjuríkja um 100 milljarða dala framlag, bæði frá hinu opinbera og einkaaðilum, í því skyni að aðstoða þróunarlönd við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að gagnsæjum aðgerðum. Jafnframt verði unnið sem fyrst að fjármögnun Græna loftslagssjóðsins svo að hann geti starfað af fullum krafti.

13.B     Finna leiðir til að skipuleggja og stjórna betur loftslagsaðgerðum í þeim þróunarlöndum sem skemmst eru á veg komin og þeim sem eru smáeyríki og leggja í því tilliti áherslu á konur, ungt fólk, byggðarlög og jaðarsamfélög.

* Hafandi hugfast að rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er helsti alþjóðlegi milliríkjavettvangur til þess að ná fram samningum um hnattræn viðbrögð við loftslagsbreytingum.

 

Ítarefni um markmið 13

Heimsmarkmið 13 - Aðgerðir í loftslagsmálum

Ljósmynd frá heimsskautasvæðum Noregs þar sem líta má afleiðingar loftslagsbreytinga.

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eiga sér stað og valda ómældum skaða um allan heim. Árið 2020 var meðaltal hitastigs í heiminum 1,5° á Celsíus fyrir ofan viðmiðunarmörk fyrir iðnvæðingu. Það þýðir að ekkert miðar áfram í því að uppfylla viðmiðunarmörk Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál fyrir árið 2050. Þvert á móti hækkar hitastig óeðlilega mikið og horfir það mjög til verri vegar. Aukin losun gróðurhúsalofttegunda knýr hagkerfi heimsins til þess að snúa við blaðinu og þess að vinna að kolefnishlutleysi.  

Útgjöld til loftslagsmála jukust um tíu prósent frá árunum 2015-2016 í það að ná á árunum 2017-2018 árlegu meðaltali sem taldi samtals 48,7 milljarði bandaríkjadala. Af 154 þróunarlöndum eru 125 þeirra ríkja að útbúa og innleiða áætlun um aðlögun í loftslagsmálum. Þau málefnasvið sem lúta að landsframlögum umræddra ríkja eru einkum og sér í lagi fimm talsins:  

  • Matvælaöryggi og matvælaframleiðsla  
  • Nytjajarðvegur (eða landræktarsvæði) og votlendissvæði  
  • Vatnsbirgðir  
  • Heilbrigði fólks  
  • Lykilsvið hagkerfis og þjónustu 

Þrátt fyrir efnahagslega niðursveiflu vegna kórónuveirunnar hefur ekki dregið úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þær halda því áfram án afláts. Tímabundinn samdráttur í samgöngum og öðrum athöfnum fólks olli minnkun í kolefnisútblæstri. Á hinn bóginn leiddi aukning á gróðurhúsalofttegundum árið 2020 til þess að ný met voru slegin. Hið sama ár var eitt af þremur heitustu síðan mælingar hófust, og meðalhiti á því ári var um það bil 1,2° á Celsíus fyrir ofan viðmiðunarmörk seinni hluta 19. aldar eða áratuganna 1850-1900.  

Heimsbyggðin er langt frá því að ná markmiðum Parísarsamkomulagið fyrir árið 2050. Hin síðastnefndu gera ráð fyrir því að hægt verði að takmarka meðalhita á ári í heiminum öllum við 1,2° á Celsíus fyrir ofan viðmiðunarmörkin fyrir iðnbyltinguna. Ef það skyldi nást mundi vera hægt að ná kolefnisjöfnun á útblæstri CO2 (koldíoxíð) í heiminum öllum fyrir tilgreindan tíma sem settur er í Parísarsamkomulagið 

Heimurinn stendur frammi fyrir miklum hamförum á sviði loftslagsbreytinga af mannavöldum. Af þeim sökum hafa aðgerðir í loftslagsmálum fengið aukið vægi. Í júní árið 2020 hófst verkefnið ,,kapphlaup um kolefnishlutleysi” (e. Race to net-zero) sem var skipað aðilum í viðskiptalífinu, borgum og héruðum heimsins og einstökum fjárfestum.  

Markmiðið er kolefnisjöfnun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Til að ná því göfuga og mikilvæga markmiði eru ýmis verkefni sett í algjöran forgang eins og nánar skal fjallað um. Sértæk skammtímamarkmið eru sett í ríflega tuttugu geirum efnahagslífsins sem falla sjálf undir ýmis svið alþjóðahagkerfisins.

Frá lokum árs 2020 var þriðjungur vergrar heimsframleiðslu að finna á þeim svæðum í heiminum sem höfðu tilkynnt um eða unnu markvisst að markmiðum um kolefnisjöfnun fyrir árið 2050. Þessi svæði veraldar ná yfir hér um bil helming heimsins og um helming losunarinnar í heimi hér.  

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur afhjúpað varnarleysi heimsins vegna yfirstandandi heilbrigðiskrísu. En hinn mikili vandi hverfur í skuggann fyrir því neyðarástandi sem blasir við á sviði loftslagsmála. Leiðtogar ríkja heimsins  verða að bregðast við og gera bragbót á. Í þessum sömu ríkjum þarf að grípa tækifærið sem nú gefst til endurreisnar á samfélögum um allan heim.

Nauðsynlegt er að endurbyggja á þann hátt að það verði dregið úr kolefnisútblæstri alls staðar í heiminum. Einnig er brýnt að auka þolgæði jarðarinnar andspænis þeim geigvænlegu afleiðingum sem hljótast af loftslagsbreytingum af mannavöldum.  

Losun gróðurhúsalofttegunda mun halda áfram að aukast ef ekki verður gripið til afgerandi aðgerða í því skyni að færa hagkerfi heimsins í átt að kolefnishlutleysi

Loftmynd af svæði sem eyðilagðist vegna flóða nálægt Cartagena í Kólumbíu.

Árið 2015 skuldbundu 196 aðilar að Parísarsamkomulaginu sig til að breyta hagþróun í átt að sjálfbærni. Sömu ríki og utanaðakomandi aðilar hvöttu til þess að takmarka hlýnun jarðar við það að vera langt undir 2° á Celsíus – helst um 1,5° á Celsíus – sem var hlutfall fyrir hitastig í heiminum fyrir iðnbyltingu. Heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda náði nýju hámarki árið 2020. En í fyrra hafði meðaltal á kolefnisryki í CO2 (koldíoxíði) náð 410 einingum á hverja milljón rykkorna.  

Heimsfaraldur kórónuveirunnar dró verulega úr umsvifum fólks og samfélaga á árinu 2020 sem aftur olli tímabundnum samdrætti í útblæstri CO2 (kolefnisdíoxíðs). Samdráttur í útblæstri var mestur í þróuðum ríki, meðaltalssamdráttur var tæplega tíu prósent frá árinu 2019. En á sama tímabili  dróst útblástur frá þróunarlöndum saman um einungis fjögur prósent. 

Samdrátturinn í heildarútblæstri árið 2020 var tímabundin. Ljóst er að enn þarf að grípa til róttækra aðgerða í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef á að takast að afstýra verstu afleiðingum loftslagsbreytinga.  

Þrátt fyrir það sýna rauntölur frá einstökum svæðum, þar með talið á Mauna Loa í Bandaríkjunum og Grim-höfða í Tasmaníu, að kolefnisútblástur og metan- og níturmengun héldu áfram að aukast á fyrra ári. Í lok síðasta árs hafði kolefnisútblástur aukist enn á ný. Raunar taldist útblásturinn vera tveimur prósentum meiri en í lok ársins á undan.

Um leið og heimurinn nær fyrra striki eftir yfirstandandi heimsfaraldur mun útblástur aukast enn frekar. Eina ráðið gegn slíkri óheillaþróun er að nauðsynleg skref verði stiginn til að færa hagkerfi heimsins í átt að ríkari kolefnisjöfnun og meira kolefnishlutleysi. 

Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónaveirunnar eru ríki heimsins að grípa til aðgerða í loftslagsmálum með áherslu á aðlögun samfélaga

Heimsskautaís við jökulrönd norðurpólsins. Hér er siglt um borð í ,,KV Svalbarði” sem er í flota norsku strandgæslunnar.

Þau úrræði sem ríki nýta til að draga úr innlendri losun og aðlaga sig áhrifum af loftslagsbreytingum er lýst í landsframlagi (NDCs – National determined contributions) þeirra. Hverjum og einum aðila að Parísarsamkomulagið er falið að undirbúa, gefa út og tilkynna það landsframlag sem einstök þjóðríki og aðrir aðilar að Parísarsamkomulaginu hyggjast hrinda í framkvæmd.

Frá vordögum árið 2021 hafa 48 ný eða endurskoðuð landsframlög verið tilkynnt. Þau landsframlög fela í sér nýjar eða endurskoðaðar áætlanir ríkja eða annarra þeirra sem aðild eiga að Parísarsamkomulaginu.   

Upplýsingar um aðlögun var að finna í 39 af þessum 48 nýju eða uppfærðu landsframlögum. Ríki eru að leggja fram mælanlegri markmið og vísa að aðlögun þeirra sömu ríkja. Jafnframt eru ríki að sýna fram á tengsl á milli þriggja eftirfarandi þátta: Í fyrsta lagi aðlögunar ríkja að breyttum áherslum í loftslagsmálum; í öðru lagi heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun; og í þriðja lagi annarra rammaáætlana sem ríki þurfa að standa við. 

Aukinn fjöldi ríkja setur mótun og framkvæmd á landsframlögum í forgang til að efla viðbrögð ríkja við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Á meðal þess sem hér er að finna eru: í fyrsta lagi flóðavarnir; í öðru lagi uppsetning varnarkerfa vegna fellibylja; og/eða í þriðja lagi það að skipta yfir í uppskeru sem þolir þurrka.

Frá því í maí á þessu ári hafa 125 af 154 þróunarlöndum unnið að og framkvæmt áætlanir um aðlögun þeirra. Einnig hafa á sama tíma 22 ríki skilað af sér áætlunum sínum til skrifstofu Rammasamkomulags um loftslagbreytingar af mannavöldum.

Þróuð ríki eru að auka viðleitni sína til að veita þeim ríkjum sem eru minnst þróuð (LDCs – Least Developed Countries), þar sem slíkum hópi afar fátækra ríkja stendur mest ógn af loftslagsbreytingum, tæknilegar leiðbeiningar og stuðning til þess að þróa og framkvæma sambærilegar áætlanir.  

Þrátt fyrir hin heildrænu umskipti heimsins í átt að lægri kolefnisútblæstri, er sú framtíð sem byggist á stöðugleika í loftslagsmálum knúin áfram af auknum fjárútlátum 

Brotinn jarðvegur vegna þurrka og sólarhita myndar rákir í þjóðgarði í Popenguine í Senegal.

Fjármögnun frá þróuðum ríkjum til þróunarlanda sem renna til loftslagsmála halda áfram að aukast. Slíkt fjárstreymi byggist á viðvarandi skuldbindingum í loftslagsmálum. Sú vinna felur í sér skuldbindingar við heildræn umskipti heimsins sem miða í átt til lægri kolefnisútblásturs. Auk þess er með sama hætti stefnt að framtíðarstöðugleika í loftslagsmálum.

Heildarfjárframlög til loftslagsmála frá svo kölluðum Viðauka 1-aðilum að Parísarsamkomulaginu náðu ársmeðalatali að upphæð 48,7 milljörðum bandaríkjadala árin 2017-2018. Þetta felur í sér tíu prósent aukningu frá árunum 2015-2016. Rúmlega helmingur fjárhagslegs stuðnings til loftslagsmála á árunum 2017-2018 snéri að mótvægisaðgerðum. Þó er hlutfall stuðnings til aðlögunar að aukast og mörg ríki eru að forgangsraða enn frekar til að leggja fram frekara fjármagn. 

Tveir þriðju hlutar fjárhagsstuðnings sem veittur á árunum 2017-2018 (jafnvirði meðaltalsupphæðar sem telur að jafnaði samtals um 32,3 milljörðum bandaríkjadala á ári) barst í gegnum tvíhliða stuðning, svæðisbundin framlög og eftir öðrum leiðum. En síðasti þriðjungurinn barst í gegnum fjölþjóðastofnanir og -sjóði, svo sem græna loftslagssjóðinn (GCF – Green Climate Fund). 

Stuðningur við mótun þjóðaráætlana á vettvangi undirbúningsverkefnis að græna loftlagssjóðnum eykst jafnt og þétt á öllum svæðum og í öllum hópum. Ellefu þróuð ríki hafa lagt fram 23 verkefni til GCF-verkefnisins, þar af eru sjö – sem telja samtals til 464 milljóna bandaríkjadala – og hafa þau verið samþykkt. 

Á árunum 2017-2018 var fjárstuðningur til loftslagsmála orðinn stærsti hluti heildarfjárútláta til þess málaflokks (36,2 milljarður bandaríkjadala). Hlutfall kjarnastuðnings og almenns stuðnings (fjárstuðningur sem rann til fjölþjóðlegra og tvíhliða stofnana sem ekki er talinn vera beinlínis til loftslagsmála) hefur dregist saman í gegnum tíðina. Sá stuðningur fór frá því að vera 40% af heildarfjármögnun árin 2011-2012 upp í það að vera 25% á árunum 2017-2018.                 

Staðan á Íslandi

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir flutti ræðu á COP26 loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow nú í nóvember. Á henni sagði ráðherra meðal annars þetta:

Merki loftslagshlýnunar má hvarvetna sjá og það neyðarástand sem hlýnun andrúmsloftsins skapar. Á Íslandi eru jöklar að bráðna. Við höfum áhyggjur af hafmengun og breytingum á sjávarstraumum sem gætu valdið óafturkræfum skaða fyrir lífríki hafsins.

Helstu áskoranir Íslands: 

  • Hækkun hitastigs og áhrif á gróðurfar og lífríki
  • Súrnun sjávar og áhrif á lífríki í hafi
  • Hækkandi sjávarstaða

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á náttúru og samfélög eru ein helsta áskorun alþjóðasamfélagsins. Áhrifin eru margbreytileg en breytingar á hitastigi jarðar, öfgar í veðurfari, bráðnun jökla, auknir þurrkar og hækkun sjávarborðs sem fyrirséð er að muni hafa mest áhrif á fátækustu og berskjölduðustu íbúa jarðarinnar.

Markmiðið um aðgerðir í loftslagsmálum tekur fyrst og fremst til þessarar ógnar og miðar að því að lönd efli viðnámsþol og aðlögunargetu til að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga á sama tíma og allt kapp er lagt á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 

Ísland er meðal þeirra þjóða sem losa einna mest af gróðurhúsalofttegundum miðað við höfðatölu. Afleiðingar loftslagsbreytinga hér við land eru hvað sýnilegastar í hraðri bráðnun jökla en súrnun sjávar með tilheyrandi breytingum á vistkerfi sjávar er einnig mikið áhyggjuefni, sem og spár um aukna úrkomu og skriðuföll, tíðari eldgos vegna landriss og hækkandi sjávarborð svo fátt eitt sé nefnt. 

Ísland á alþjóðlegum vettvangi 

Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson flutti líka ræðu um ,,loforð í loftslagsmálum” sem Þróunaráætlun SÞ (UNDP) stóð fyrir. Ráðherra sagði meðal annars þar í stuttu ávarpi:

Ísland tekur fullan þátt í stuðningi við aðgerðir í loftslagsmálum um allan heim. Við hyggjumst auka þróunarsamvinnu í tengslum við vinnu að þeim aðgerðum. Það að vinna að ,,loforðum um loftslagsmál” leikur lykilhlutverk í þessum skuldbindingum. Við munum halda áfram að vinna með Þróunaráætlun SÞ og öðrum aðilum í því skyni að knýja ríki um allan heim til þess að framkvæma landsáætlanir sínar.

Ísland var meðal fyrstu ríkja til að fullgilda Parísarsamkomulagið og mun samkvæmt því leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Áherslur íslenskra stjórnvalda á endurnýjanlega orku og sjálfbæra landnýtingu endurspeglast meðal annars í framlögum til alþjóðlegs samstarfs í gegnum annars vegar bæði Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og hins vegar í Græna loftslagssjóðinn (e. Green Climate Fund). 

Græni loftslagssjóðurinn hefur hingað til fjármagnað 193 verkefni í lág- og millitekjuríkjum en á síðasta ári fengu 42 verkefni stuðning frá sjóðnum. Þá styður Ísland sjóð á vegum rammasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fátækustu þróunarríkin en meginverkefni hans er að styðja við undirbúning og framkvæmd aðgerðaáætlana um aðlögun að loftslagsbreytingum.

Eins beita íslensk stjórnvöld sér fyrir því að auka hlut kvenna frá fátækari ríkjum í alþjóðlegum viðræðum um loftslagsmál í gegnum sjóð Umhverfis- og þróunarstofnunar kvenna (Women´s Environment and Development Organisation, WEDO).