Í stuttu máli: Ýtir undir framfarir í iðnaði í þróunarríkjum með því að veita tæknilega aðstoð, ráðgjafarþjónustu og þjálfun.
Iðnþróunarstofnun SÞ (The United Nations Industrial Development Organization; UNIDO) er sérhæfð stofnun Sameinuðu þjóðanna sem leggur áherslu á því að stuðla, virkja og hraða iðnþróun. UNIDO var stofnað árið 1966 og eru aðalskrifstofur hennar staðsettar í Vín ásamt nokkrum öðrum stofnunum SÞ. Stefna UNIDO endurspeglast aðallega á heimsmarkmiði númer 9: Nýsköpun og uppbygging: „Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun“, en stofnunin styður við ööll heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Verkefni stofnunarinnar einbeita sér að þremur megináhersluatriðum:
- að veita stuðning við sjálfbæra birgðakeðju, þannig að framleiðendur þróunarríkja fái sanngjarnan samning og að fágætar auðlindir verði varðveittar.
- að takmarka loftslagsbreytingar með því að nota endurnýjanlega orku og orkunýtingu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði.
- að enda hungur með því að draga úr tapi eftir uppskeru og þróa virðiskeðjur í landbúnaði.
Öll þrjú áhersluatriðin fela í sér starfsemi sem stuðlar að atvinnusköpun.
Framtíðarsýn UNIDO er heimur án fátæktar og hungurs, þar sem iðnaður keyrir hagkerfið, bætir lífskjör og varðveitir lífvænlegt umhverfi fyrir núverandi og komandi kynslóðir. UNIDO styður 172 aðildarríki sín með fjórum skylduverkefnum: Tæknilegri samvinnu, aðgerðamiðuðum rannsóknum og stefnumótandi ráðgjöf, starfsemi sem tengist stöðlun og stöðlum og að hlúa að samstarfi um þekkingar- og tækniyfirfærslu. Meigináhersluatriðin er svo einbeitt á eftirfarandi þemu: að deila tækni og þekkingu, stafræn væðing, efling fjárfestinga, þjálfun og færni, hringrásarhagkerfi og efnahagsleg valdefling kvenna.
Heimildir:
https://www.unido.org/about-us/who-we-are
https://www.unido.org/our-priorities
https://www.unido.org/our-priorities/sustainable-supply-chains
https://www.unido.org/our-priorities/climate-action
https://www.unido.org/our-priorities/ending-hunger
https://www.unido.org/about-us/member-states
https://treaties.un.org/Pages/ViewDetails.aspx?src=TREATY&mtdsg_no=X-9&chapter=10&clang=_en