Heimsins stærsta kennslustund

Heimsins stærsta kennslustund (World Largest Lesson) er árlegt átak sem snýr að kennslu á heimsmarkmiðunum og er styrkt af UNESCO og UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna). Markmiðið er að efla vitund nemenda og hvetja þá til aðgerða er kemur að sjálfbærri þróun og heimsmarkmiðunum. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á loftslagsmál og hvernig ungt fólk getur lagt sitt af mörkum til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum.

Árið 2015 voru útbúin kennslugögn fyrir Heimsins stærstu kennslustund. Um er að ræða 30-60 mínútna langar kennslustundir, ásamt myndbandi um markmiðin með íslensku tali og teiknimyndasögu. Síðan þá hefur árlega verið bætt við efni frá Heimsins stærstu kennslustund, bæði kennslustundum og myndböndum sem þýtt hefur verið yfir á íslensku.

Til stendur að auka við það jafnt og þétt. Efnið má nálgast hér fyrir neðan ásamt því að nálgast má efni á ensku frá átakinu Heimsins stærsta kennslustund fyrir hvert heimsmarkmið fyrir sig.

Með von um að öll börn landsins fái kennslu um þessi mikilvægu markmið allra þjóða heims og taki þátt í að móta sinn heim fyrir 2030.

https://worldslargestlesson.globalgoals.org/goal/

Hér má nálgast nýjustu kennslustundina (2022-2023)