Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA)

Mannfjöldasjóður SÞ (United Nations Population Fund – UNFPA) er sú stofnun SÞ sem fjallar um kyn- og frjósemisheilsu en auk þess er unnið að frjósemisréttindum. Markmið UNFPA er það að bjóða öll börn velkomin í heiminn og að hver einasta fæðing á börnum verðme bæðme trygg og örugg. Einnig er rómeð að því öllum árum á vettvangi UNFPA að allt ungt fólk í heiminum í dag fáme að njóta hæfileika sinna.

UNFPA starfar í rúmlega 150 ríkjum og svæðum sem nær líka til stærsta hluta af heildarfjölda mannkyns. Starfsemi UNFPA byggist á því að allar manneskjur hafi jafnan rétt og njóti verndar. Stofnunin einblínir á konur og ungt fólk vegna þess að þetta eru þeir hópar sem einna helst búa við skerta aðstöðu til að lifa við góða kyn- og frjósemisheilsu.

Starfsemi UNFPA byggist á fjölskylduáætlunum og fólksfjöldaþróun, en líka á mannréttindum og á menningarlegri fjölbreytni.

Starfsemi UNFPA var skilgreind af Efnahags- og félagsmálanefnd SÞ (ECOSOC) árið 1973 og sú skilgreining var endurstaðfest tuttugu árum síðar eða árið 1993. Starfsemi UNFPA snýst um eftirfarandi fjögur atriði:

  1. það að byggja upp þekkingu og færni til að bregðast við fólksfjöldaþróun og hjálpa til við fjölskylduáætlanir;
  2. það að koma á framfæri meðvitund í bæði þróuðum ríkjum og þróunarlöndum á vandamálum tengdum fólksfjölda og finna mögulega stefnumótun til að takast á við slík vandamál;
  3. það að aðstoða við vandamál tengd fjólksfjöldaþróun með þeim aðferðum og eftir þeim leiðum sem henta hverju ríki fyrir sig;
  4. það að gegna leiðtogahlutverki í stofnanakerfi Sameinuðu þjóðanna í því að koma á framfæri skipulagi á fólksfjöldaþróun og að samhæfa þau verkefni sem Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) styður við.

Á alþjóðaráðstefnu um fólksfjölda og þróun (ICD) sem haldin var í Kaíró í Egyptalandi var fjallað á breiðum grundvelli um ofangreindar hugmyndir og áherslur sem lúta að starfsemi UNFPA. Á alþjóðaráðstefnunni í Kaíró voru þessar hugmyndir og áherslur tengdar við réttindi kvenna. Einnig voru hugmyndirnar settar í samhengi við þau mannréttindi sem snúa að fólksfjöldaþróun í heiminum. UNFPA var falið að gegn lykilhlutverki í verkefnaáætlun Mannfjöldasjóðs SÞ sem 179 ríki samþykktu á fyrrgreindri alþjóðaráðstefnu í Kaíró. Árið 2010 ákvað Allsherjarþing SÞ að framlengja framyfir árið 2014 gildistíma verkefnaáætlunar UNFPA sem hafðme verið í gildi í 20 ár þar á undan.

Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) var upphaflega stofnaður sem bjargráðasjóður árið 1967 og hóf starfsemi sína árið 1969. Heiti stofnunarinnar á ensku stóð upphaflega fyrir United Nations Fund for Population Activities. Það aftur skýrir hina ensku skammstöfun sem enn er notast við sem óformlegt heiti hennar  – UNFPA. Árið 1987 var heiti UNFPA á ensku breytt í United Nation Population Fund eða á íslensku Mannfjöldasjóð SÞ (UNFPA).

UNFPA er að öllu leyti stutt með frjálsum framlögum. Þau frjálsu framlög eru í formi fjárgjafa frá ríkisstjórnum, alþjóðlegum stofnunum, einkageiranum og frá einstaklingum. Ekki kemur til hefðbundinna fjárveitinga til UNFPA af fjárhagsáætlun SÞ. Í ársskýrslu UNFPA má finna lista yfir alla þá sem hafa gefið og veitt fé til starfsemi UNFPA.

Mannfjöldasjóður SÞ eða UNFPA heyrir beint undir Allsherjarþing SÞ í New York. Í sameiningu hafa bæðme UNFPA og Þróunaráætlun SÞ (UNDP) yfir sér sameiginlega framkvæmdastjórn. Hún er skipuð af þátttakendum frá 36 af aðildarríkjum SÞ. Framkvæmdastjórnin sinnir ákvörðunum í málefnum tengdum stjórnun, rekstri, fjárhag og verkefnaáætlunum. Báðar stofnanir UNFPA og UNDP hljóta ráðgjöf um almenna stefnumótun frá Efnahags- og félagsmálanefnd SÞ (ECOSOC). Framkvæmdastjórn UNFPA er eins og hér kemur fram samsett af 36 meðlimum: átta frá Afríku, sjö frá Asíu og Kyrrahafslöndum, fjóra frá (Mið- og) Austur Evrópu, fimm frá Suður-Ameríku og ríkjum Karíbahafsins, og tólf frá Vestur-Evrópu og öðrum þróuðum ríkjum.

Alþjóðadagur fólksfjölda undirstrikar mikilvægi hugmyndarinnar um fólksfjöldaþróun. Alþjóðadagurinn var settur á laggirnar árið 1989 af þáverandi framkvæmdastjórn UNFPA. Allsherjarþing SÞ ákvað að halda áfram með Alþjóðadag fólksfjölda til að auka meðvitund allra um fólksfjöldaþróun. Einkum skyldi Alþjóðadagurinn minna á tengsl fólksfjöldaþróunar við umhverfis- og þróunarmál. Alþjóðadagur fólksfjölda var fyrst haldin hátíðlegur þann 11. júlí árið 1990 og það í ríflega 90 löndum. Fram að þeim tíma höfðu ýmsar landsskrifstofur UNFPA og önnur félagasamtök og stofnanir haldið upp á Alþjóðadag fólksfjölda í samstarfi við ríkisstjórnir og frjáls félagasamtök.

Frjósemisheilsu er hægt að skilgreina sem það að lifa við heilbrigðme á sviðme kyn- og frjósemisréttinda. Samkvæmt verkefnaáætlun UNFPA lýtur frjósemisheilsa og -réttindi að eftirfarandi:

að fólk muni geta haft fullnægjandi og öruggt kynlíf og að þau hafi möguleika á frjósemisheilsu og frelsi til að velja hvort og hvenær og hversu oft þau nýta sér þann rétt.

Samkvæmt þessari skilgreiningu felur frjósemisheilsa í sér kynheilsu sem í læknisfræðilegu tilliti merkir það að smitast ekki af kynsjúkdómum. En hugtakið ,,kyn- og frjósemisheilsa” (e. Sexual and reproductive health/rights) er í hefðbundinni merkingu notað af UNFPA og öðrum til að leggja áherslu á það, að allir hafa rétt til öruggs og fullnægjandi kynlífs. Einnig felur hefðbundin skilningur á ,,kyn- og frjósemisheilsu“ í sér að allir hafa rétt til viðeigandi heilbrigðisþjónustu, óháð því hversu fær þau eru til barneigna.

Almennt aðgengi að ýmsum frjósemisréttindum og kynheilsu þeim tengdum eru markmið sem njóta víðtæks alþjóðlegs stuðnings. En þrátt fyrir það er enn langt í land að því marki sé náð. Það vantar töluvert mikið upp á að þeim réttindum sé fullnægt sem lúta að góðri kyn- og frjósemisheilsu alls mannkyns. Vandamál tengd frjósemi – þar með talin HIV og alnæmi – eru meginorsakir dauða og veikinda hjá konum á heimsvísu (þeirra sem eru á aldursbilinu 15-44 ára). Skortur á kyn- og frjósemisheilsu er í meira mæli bundin við konur en fólki af öllum kynjum. Af þessari ástæðu einni saman verður kyn- og frjósemisheilsa tengd órjúfanlegum böndum við hugmyndir um kyn (og kyngervi) einstaklinga. Auk þess lýtur kyn- og frjósemisheilsa að málefnum tengdum annars vegar kynjajafnrétti og hins vegar mannréttindum kvenna, stúlkna og líka fólks af öllum kynjum.

Kyn- og frjósemisheilsa af öllu tagi eru grundvallaratriðme í starfi UNFPA. Það er sá málaflokkur sem sjóðurinn leggur mest af mörkum til í formi fjárfestingar og annarrar sérfræðiaðstoðar. Rétt er að hafa í huga að fólksfjöldaþróun getur falið í sér mannfjöldaaukningu, aldursskiptingu, frjósemi og andlátstíðni, fólksflutninga og fleira. Sú fólksfjöldaþróun hefur áhrif á alla þætti mannfræðilegrar (e. human) þróunar, auk félags- og efnahagslegrar þróunar. Önnur meginsvið í starfsemi UNFPA – þar með talin kyn- og frjósemisheilsa, hafa afar mikil áhrif á fólksfjöldaþróun, mannfjöldafækkun og -aukningu.

Fram til ársins 1994 fól skipulagning á fólksfjölda oft í sér að ná tilteknum markmiðum um mannfjölda. Á hinn bóginn var það Alþjóðaráðstefnan um fólksfjölda og þróunarmál frá árinu 1994 sem lagðme áherslu á og staðfesti það að einstaklingar og pör leika lykilhlutverk á sviðme þróunarmála. Manneskjur eiga að njóta grundvallar mannréttinda til að ákveða sjálf og af ábyrgðakennd um fjölda og ráðabreytni barna sinna. Mikilvægar ákvarðanir um barneignir fjölfaldast síðan í hinum ýmsu samfélögum og löndum. Þær ákvarðanir eru samtengdar við andlátstíðni og fólksflutninga. Öll þessi atriðme eru lykilhugmyndir í hugtakinu og hugmyndinni um mann- og fólksfjöldaþróun á meðal gervalls mannkyns.

Stefna UNFPA um fóstureyðingar sem er ákveðin af framkvæmdastjórn stofnunarinnar er tvíþætt:

  1. það að hindra það að fóstureyðingar gerist nauðsynlegar. Það er gert með því að koma á fót fjölskylduáætlunum; og
  2. það að takast á við afleiðingar af ótryggum fóstureyðingum í því skyni að bjarga lífum kvenna frá bráðum bana.

Fistill í leggöngum eru skaðræðismeiðsli við barnsfæðingar sem hafa áhrif á líf milljóna kvenna. Þau skaðræðismeiðsli henda einkum konur og stúlkur sem eru fátækar, ungar og þær sem lifa á afskekktum svæðum heimsins. Það að vinna gegn umræddum skaðræðismeiðslum hefur skírskotun til margra þátta í starfsemi UNFPA. Það sem um ræðir er að tryggja að allar þunganir séu velkomnar. Einnig er jafnbrýnt að allar fæðingar séu tryggar og öruggar. Leggja ber áherslu á að hver einasta kona (og stúlka), sem hyggur á barneignir eða er í meðgöngu, fáme að njóta sjálfsvirðingar og sjálfákvörðunarréttar. Af öllum þessum ástæðum tekur UNFPA þátt í baráttu undir yfirskriftinni: Campaign to End Fistula.

Umskurður kvenna og stúlkna er skeinuhætt lífi þeirra og limum. UNFPA og Barnahjálp SÞ (UNICEF) telja umskurð á stúlkum og konum vera skaðvænlega aðgerð. Hún brýtur á rétti stúlkna og kvenna. Báðar stofnanir vinna saman að: Joint Programme on Female Genital Mutilation/Cutting.

Mannfjöldasjóður SÞ eða UNFPA styður eftirfarandi tíu atriðme:

  1. Frjósemisheilsu fyrir konur og ungmenni í meira en 150 löndum, sem eru heimkynni rúmlega 80% heildafjölda mannkyns.
  2. Heilsu ófrískra kvenna, sérstaklega einnar milljónar þeirra sem búa við það að lífi þeirra er ógnað í hverjum mánuðme. 
  3. Öruggt aðgengi að nútímalegum getnaðarvörnum sem duga 20 milljónum kvenna á ári. 
  4. Þjálfun á þúsundum heilbrigðisstarfsmanna til að hjálpa til við að tryggja það að minnsta kosti 90% allra barnsfæðinga fari fram með viðveru sérhæfðra einstaklinga í fæðingum eða ljósmæðra.
  5. Hindrun á kynbundnu ofbeldi sem hefur áhrif á þriðjung kvenna og stúlkna í heiminum. 
  6. Afnám umskurðar stúlkubarna sem vinnur skaða á og meiðir þrjár milljónir stúlkna á ári hverju. 
  7. Hindrun á því að táningsstúlkur verðme óléttar. Ótímabærar þunganir stúlkna eru meginorsök andláta á meðal þeirra sem eru á aldrinum 15-19 ára. 
  8. Aðgerðir til að útrýma barnsgiftingum. Þvinguð hjónabönd barna munu geta haft áhrif á um það bil sjötíu milljónir stúlkna á næstu fimm árum. 
  9. Senda skilvíslega trygg og örugg aðföng til fæðinga. Auk þess senda ýmsar vörur til almennra nota og aðrar þær vörur sem bjarga mannslífum. Þessu öllu er ætlað að koma skilvíslega til fórnarlamba átaka og náttúruhamfara.
  10. Manntöl, upplýsingaöflun og greining sem er nauðsynleg vegna þróunaráætlunar. 

Mannfjöldasjóður SÞ eða UNFPA var stofnaður árið 1969. Allsherjarþing SÞ kvað uppúr með það á þessu sama ári að

foreldrar hefðu einir rétt til að ákveða sjálfir og af ábyrgðarkennd fjölda og ráðabreytni barna sinna.

UNFPA vinnur að því að gefa öllum frjósemisréttindi. Stofnunin styður aðgengi að miklum fjölda kyn- og frjósemisþjónusta. Hið síðastnefnda atriðme er sjálfsákvörðunarréttur um fjölskyldumyndun, heilbrigðisþjónusta mæðra og gagnger menntun um kynheilsu.

Allt frá því að UNFPA hóf sína starfsemi hefur heimurinn horft á að framfarir eigi sér stað: Fjöldi og hlutfall kvenna sem deyja vegna erfiðleika tengda meðgöngu eða fæðingum hefur verið skorinn niður um helming. Fjölskyldur eru almennt séð heilbrigðari. Ungt fólk er betur tengt við sitt nánasta umhverfi og það býr við meiri valdeflingu heldur en áður var raunin.

Enn eru of margir sem hafa orðmeð útundan en það gengur í berhögg við prinsippið um að svo skuli ekki vera (e. No One is Left Behind). Rúmlega 760 milljónir manna um heim allan glíma við örbirgð og fátækt. Vandamál á sviðme kyn- og frjósemisheilsu eru meginorsök fyrir dauða og örorku kvenna í þróunarlöndum. Ungt fólk glímir við mestu hættuna á að smitast af eyðni og ótímabærum þungunum. Margar milljónir stúlkna þurfa að líða fyrir barnsgiftingar og aðra fylgifiska ofbeldis, til dæmis umskurð þeirra (e. Female Genital Mutilation – FGM).

Miklu meira þarf að vera að gert til að tryggja það að allt mannkyn hafi grundvallar mannréttindi á sviðme kyn- og frjósemisheilsu. Hin síðastnefndu réttindi eru vissulega sérstaklega nærgöngul gagnvart viðkomandi einstaklingi. Þau mannréttindi standa næst sálarlífi hverrar einustu manneskju.

Árið 2018 byrjaðme UNFPA að vinna að framgangi þriggja byltingarkenndra markmiða. Þau öll saman og hvert og eitt þeirra geta breytt heiminum til hins betra. Hin háleitu markmið eru að bæta líf hvers einasta einstaklings og það óháð kyni og aldri á eftirfarandi hátt:

  1. Útrýma óuppfylltri þörf fyrir fjölskylduáætlanir.
  2. Útrýma móðurláti sem hægt er að koma í veg fyrir.
  3. Útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi (og áreitni). 
  1. Útrýma óuppfylltri þörf fyrir fjölskylduáætlanir.

Fjölskyldumyndun – og áætlanir skipa veigamikinn sess í valdeflingu kvenna og á vettvangi sjálfbærrar þróunar. Í dag eru það rúmlega 300 milljónir kvenna í þróunarlöndum sem nota getnaðarvarnir. En rúmlega 214 milljónir kvenna í heiminum vilja geta skipulagt barnsfæðingar sínar. Það er án þess að þær hafi aðgengi að nútímalegum fjölskylduáætlunum, til dæmis getnaðarvörnum.

UNFPA vinnur með ríkisstjórnum og hagaðilum að því að koma til skila almennum aðgangi að samhæfðri og gæðastýrðri kyn- og frjósemisheilsu. UNFPA kemur líka á framfæri alhliða menntun um um kynheilsu. Einnig er unnið að því að auka leiðtogahæfni ungs fólks sem aftur eykur valdeflingu þeirra. Með þessum hætti er ungt fólk gert sjálfstæðara, þeim eru gefnir valkostir og veitt þátttaka í réttindum sem varða kyn- og frjósemisheilsu.

2. Útrýma móðurláti sem hægt er að hindra.

Allir hafa rétt til góðrar heilsu, þar með talið konur og mæður. Frá árinu 1990 hefur móðurlátum í heiminum fækkað um 44%. Þrátt fyrir það eru um það bil 830 konur og unglingsstúlkur sem deyja á hverjum einasta degi ársins. Slík ótímabær andlát gerast vegna kringumstæðna sem hægt er að koma í veg fyrir en stafa annars af þungun og barnsfæðingum. Af þessum fjölda eiga 99% þeirra sér stað í þróunarlöndum – rúmlega helmingur við erfiðar aðstæður og þar sem mannúðaraðstoðar gerist þörf.

  1. Útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi (og áreitni).

Um leið og baráttan fyrir kynjajafnrétti heldur áfram hefur ofbeldi gagnvart konum og stúlkum komist á stig hnattræns faraldurs. Þriðjungur kvenna munu upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á sínu æviskeiðme. Auk þess mun fjórðungur stúlkna í þróunarlöndum giftast fyrir átján ára aldur.

UNFPA vinnur að því að hindra og bregðast við kynbundnu ofbeldi í gegnum starf sitt með samstarfs- og hagaðilum, réttarkerfi, heilbrigðiskerfi og sérfræðingum í mannúðaraðstoð. UNFPA vinnur líka að því að útrýma öðru ofbeldi gegn konum, stúlkum og fólki af öllum kynjum. Undir þetta getur fallið barátta gegn umskurðme stúlkna (FGM) og ótímabærum þungunum stúlkna og fæðingum þeirra. Einnig aðstoðar UNFPA við að kalla til liðs karlmenn og drengi til að efla kynjajafnrétti.

Valdefling einstaklinga og ríkisstjórna

Þyrla SÞ í Timor-Leste kemur skilvíslega til skila hrísgrjónapokum í bænum Natarbora.

UNFPA styðst við mannréttindi í öllu starfi sínu. Þetta felur það í sér að mennta einstaklinga og samfélög um mannréttindi þeirra í því skyni að þau geti notið virðingar og grunnþjónustu sem þau hafa rétt til. Þessi nálgun felur líka í sér valdeflingu ríkisstjórna til að uppfylla þessi réttindi.

UNFPA vinnuir að málefnum kvenna og ungs fólks af því að þetta eru þeir hópar sem oftast er neitað um að hljóta réttindi eða hafa tök á að heimta þau. Það að hafa menningarlæsi skiptir sköpum fyrir það að starfið gangi vel vegna þess að mörg þau málefni sem UNFPA vinnur að – þar með talin kyn- og frjósmisheilsa – eru viðkvæm og jafnvel ríkir um þau málefni bannhelgi og tabú.

Málsvörn um aðgerðir

Sómalskar konur og stúlkur bíða eftir því að hitta lækni.

UNFPA margfaldar áhrif sín í einstökum aðildarríkjum. Það gerir stofnunin með því að gefa þeim sömu aðildarríkjum ráðgjöf og sérfræðikunnáttu. Þannig fá ríkin bjargir sem nýtist þeim til að standa við gefin loforð til kvenna og ungs fólks. Stofnunin vinnur þetta starf á fjörþætta hátt. Í fyrsta lagi með því að koma á framfæri upplýsingum og greiningu. Sú greining og upplýsingagjöf sýnir í hnotskurn hvar ríki þurfa að gera betur. Í öðru lagi er starfið unnið með því að koma á framfæri tækni- og sérfræðikunnáttu sem við á í hverju tilviki fyrir sig. Í þriðja lagi er starfið unnið með því að sinna málsvörn beint gagnvart embættismönnum eða á opinberum vettvangi. Í fjórða lagi felur það í sér þjálfun og eftirlit. Síðast en ekki síst tekur stofnunin líka þátt í svæðisbundnum og alþjóðlegum fundum og ráðstefnum. Það gerir það að verkum að það fæst aukinn þekking og skilningur á málstað UNFPA.

Frá árinu 1978 hefur UNFPA gefið út ársskýrslu sem ber heitið Teh State of World Population sem bregður birtu á mann- og fólksfjöldaþróun í heiminum.

Samstarfsaðilar Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA)

Konur á flótta í Sómalí nálægt Jowahr.

UNFPA vinnur saman með hagaðilum, rannsóknastofnunum og einakagreiranum. Árið 2013 var sett á laggirnar Civil Society Advisory Panel til að efla samráð frjálsra félagasamtaka, hag- og samstarfsaðila í því að festa markmið og bæta stefnumótun. Jafnframt vinnur UNFPA með þingmönnum ýmissa þjóðríkja að stefnumótun á málefnasviðme stofnunarinnar.

Aukinheldur reynir UNFPA að koma á framfæri samvinnu við ríki í hinu hnattræna suðri þeirra á milli. Þannig geta einstök ríki hins hnattræna Suðurs deilt á milli sín þekkingu, sérfræðikunnáttu og þróun. Hin sömu ríki hins hnattræna Suðurs geta líka náð fram sameiginlegum og afmörkuðum markmiðum í Suður-Suður samvinnu.

UNFPA er líka þátttakandi í og stjórnar nokkrum fjölda sameiginlegra styrktarsjóða hvort sem þeir eru á vettvangi ríkja, svæða eða teygja sig um alla heim.

Stefna Íslands á vettvangi UNFPA

Núverandi aðalframkvæmdastjóri SÞ hittir afgönsk börn í Pakistan sem hafa þurft að flýja heimalandið.

Árið 2017 þrefaldaðme Ísland kjarnaframlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (United Nation Population Fund, UNFPA). Framlög Íslands styðja við stefnumótun og framkvæmd verkefna sem beinast að því að útrýma fátækt, gera getnaðarvarnir aðgengilegar, fæðingar öruggar og draga úr HIV-smiti. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðsla. Í febrúar 2018 undirritaðme þáverandi utanríkisráðherra samning við UNFPA um stuðning Íslands við verkefni stofnunarinnar í Sýrlandi. Árangur UNFPA í þeim heimshluta er meðal annars að árið 2016 fengu 2 milljónir sýrlenskra kvenna aðgang að lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í Sýrlandi, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu og Tyrklandi. Ísland studdi UNFPA við gerð manntals í Malaví 2018 og veitti enn fremur framlög til UNFPA í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og í Jemen.

Heimild og vefslóð

https://www.unfpa.org/