
-
Norræn yfirlýsing um Vestur-Sahara
Félög SÞ á Norðurlöndum sendu nýlegar frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi mannréttindamál í Vestur-Sahara Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, heimsótti Marokkó og Vestur-Sahara í mars 2016. Orðalag framkvæmdastjórans um hernám Marokkó á landinu vakti athygli og sendu marrokkósk stjórnvöld fleiri tugi friðargæslustarfsmenn heim. Málefni Vestur-Sahara verða á dagskrá Öryggisráðsins í vikunni og er það von Norrænu Félaga SÞ að MINURSO, friðargæslusveit SÞ í Marrokkó, fái aukið umboð til að skoða mannréttindamál í landinu. Yfirlýsingin hljóðar svo: United Nations peacekeepers must be given a mandate to monitor the human rights situation in Western Sahara The five Nordic United Nations Associations urge […]
-
Parísarsamkomulagið: almenningur þrýsti á stjórnvöld
Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk um allan heim til að beita leiðtogana þrýstingi sem undirrituðu Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar á föstudag og láta þá gera reikningsskil. 175 ríki undirrituðu Parísarsamkomulagið um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Aðalframkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, sagði við það tækifæri að það væri þýðingarmikið að sáttmálinn gengi í gildi sem fyrst. „Ég hvet öll ríki til að auka metnað sinn,“ sagði Ban. „Þá hvet ég veraldarleiðtoga að hafa pólitíska yfirumsjón og leiðsögn. Og ég hvet almannasamatök og unga fólkið í heiminum til að láta ríkisstjórnir gera sér reikningsskil til að standa við þau loforð […]
-
Loftslagssamningur SÞ undirritaður í dag
Það er stór dagur í dag þegar fulltrúar 165 ríkja undirrita Parísarsáttmálann um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Undirritunarathöfnin hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu á webtv.un.org. Þetta er mesti fjöldi ríkja sem undirritar alþjóðlegan sáttmála á fyrsta degi en 119 ríki undirrituðu Hafréttarsáttmálann á einum degi árið 1982. Sigrún Magnúsdóttir, utanríkisráðherra undirritar fyrir Íslands hönd. Öll stærstu hagkerfi heims og þau sem bera ábyrgð á mestri losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum segjast ætla undirrita samninginn í dag. Samkomulagið gengur í gildi 30 […]
-
Heimsleikarnir í Framahaldsskólanum í Mosó
Heimsleikarnir 2016 voru haldnir í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag síðasta vetrardag, 20. apríl 2016. Um var að ræða þemadag um Heimsmarkmið SÞ þar sem hefðbundið skólastarf var brotið upp. Nemendur skólans kepptu í liðum en hópur nemenda hafði tekið að sér að vera liðstjórar og gerðu það með miklum sóma. Hvert lið var fulltrúi ákveðins ríkis og flakkaði á milli stöðva í skólabyggingunni til að leysa ýmsar þrautir sem tengdust beint eða óbeint Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Til dæmis var fjallað um vistspor manna, skiptingu fjármuna og spurningakeppni fór fram. Heimsmarkmiðin fyrir árið 2030 eru 17 talsins og miða að […]
-
Í samvinnu stjórnmála, atvinnulífs og samfélagsins alls
Það er ástæða til að gleðjast yfir því að 193 þjóðir hafi sammælst um 17 markmið sem taka á sameiginlegum viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir. Samhljóða samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er þegar farin að hafa áhrif á innlandsstjórnmál, umræðu innan ríkjahópa sem og dagskrá heimsmálanna. Það er ástæða til að gleðjast yfir því að 193 þjóðir hafi sammælst um 17 markmið sem taka á sameiginlegum viðfangsefnum og vanda sem við stöndum frammi fyrir, svo sem markmið um um enga fátækt, ekkert hungur, menntun fyrir alla, jafnrétti, hreint vatn, sjálfbæra orku, aukinn jöfnuð og verndun jarðar. Í […]
-
Umbrot, óánægja og svo?
Undanfarið höfum við orðið vitni að því að almenningur hefur haft fyrir því að koma skoðunum sínum óvenju skýrt og ákveðið á framfæri. Þó að vissulega sé mönnum misheitt í hamsi virðist undirliggjandi krafa um aukið réttlæti og trúverðugleika augljós. Í fyrra voru samþykkt einróma ný Heimsmarkmið sem eiga að leiðbeina öllum ríkjum heims í átt að sjálfbærri þróun á tímabilinu 2015 til 2030. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 16 snýr einmitt að friði, réttlæti og sterkum stofnunum. Jafnt aðgengi að gagnsæjum og sanngjörnum stofnunum og stjórnarháttum er álitið algjört grundvallaratriði þess að skapa stöðug og friðsæl samfélög sem saman vinna […]
-
Úttekt SÞ á mannréttindamálum á Íslandi
Fram kemur á vefsíðu innanríkisráðuneytisins í dag að á þessu ári standi yfir önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi. Fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er bæði að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem ríki telja að betur megi fara í framkvæmd hvert annars. Ísland þarf að skila skýrslu vegna úttektarinnar 1. ágúst 2016 sem verður tekin fyrir í Genf 1. nóvember næstkomandi. Ráðuneytið vill upplýsa að við gerð skýrslu Íslands er […]
-
Stuðlum að jafnrétti, veitum konum og stúlkum aðstoð – skiljum engan eftir
Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Sagan hófst löngu áður en þú fæddist og hún mun halda áfram lengi eftir þinn dag. Staðan er sú að sagan er ennþá þín að móta – þetta er saga mannkynsins og jarðarinnar sem við búum á. Auglýsingarskrifstofan HUMAN fékk það hlutverk að búa til sjö stuttmyndir fyrir Sameinu þjóðirnar og voru þær frumsýndar á leiðtogafundinum í New York 24. september 2015, þar sem heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Stuttmyndirnar varpa sýn á framtíð mannkynsins og hvetja til […]
-
Ungt fólk vinnur að friðaruppbyggingu í Kólumbíu
Í því viðvarandi ófriðarástandi sem ríkir í Kólumbíu hefur ungt fólk tekið vel í þau tækifæri sem þeim hafa boðist til að gerast boðberar friðar. Samstarfsverkefni þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og staðbundinna samtaka sem vinnur í þágu friðar hefur gefið góða raun og þykir undirstrika nauðsyn þess að ungt fólk eigi virka aðkomu að ferlum sem þessum. Síðastliðin 60 ár hafa Kólumbíumenn ekki upplifað svo mikið sem einn dag sem einkennst hefur af friði. Hugsanlega er það ein ástæða þess að þarlent ungt fólk hefur fagnað tækifærinu til þess að gerast leiðtogar og þáttakendur í friðaruppbyggingu: ,,Þetta er einstakt tækifæri […]
-
Ungt fólk og friður
Þann 9. desember 2015 samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun 2250 um ungt fólk, frið og öryggi og var það í fyrsta skipti í sögu þess þar sem hlutverk ungra manna og kvenna í uppbyggingu friðar og baráttu gegn ofstækisfullum öfgaöflum voru í algjörum brennidepli. Nærri því helmingur fólks í heiminum er undir 25 ára aldri. Ályktun 2250, sem flutt var fram af Jórdaníu, er fordæmalaus viðurkenning á þeirri brýnu þörf til þess að fá unga friðaruppbyggjendur til að taka þátt í að stuðla að friði og vinna gegn öfgastefnum. Ályktunin er talin vera sú fyrsta sinnar gerðar sem tekur til […]