-
Ráðstefna Evrópu Sambandsins og Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Sýrlandi
Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar boðuðu þjóðir heims til ráðstefnu í þágu Sýrlands og nágrannaríkja á sama tíma og reynt er að hleypa nýju lífi í viðræður um að binda enda á þau átök sem eiga sér stað. Tveggja daga ráðstefnan er önnur í röðinni á vegum þessara samtaka og átti sér stað 24. – 25. […]
-
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Við vonum að sem flestir hafi kynnt sér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þekki til þeirra. Flestir ættu að hafa heyrt á þau minnst eftir að auglýsingaherferð stjórnarráðsins fór í loftið fyrir ekki svo löngu. Hægt er að lesa sér til um Heimsmarkmiðin 17 og undirmarkmið þeirra hér á síðunni okkar. Það eru margir aðilar sem […]
-
Skólavefur
Við erum að vinna í því að koma skólavefnum í loftið í nýrri og betri mynd. Margir hafa haft samband við okkur um aðgengi að námsefninu á meðan að vefurinn liggur niðri og við viljum því benda á að hægt er að nálgast allt námsefnið með því að ýta hér. Ef það er eitthvað sem […]
-
Ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða mun hafið innihalda meira plast en fisk árið 2050
Nýlega hefur Brasilíska ríkisstjórnin útnefnt tvö ný vernduð hafsvæði í kringum landið. Um er að ræða mikilvægt framtak og jákvætt skref í baráttunni fyrir verndun hafsins og lífríkis þess. Frá þessu er sagt á vef Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna eða UN Environment Programme. Nýja löggjöfin mun auka hlutfall verndaðra hafsvæða í kringum Brasilíu úr 1,5% í […]
-
Málþing á hamingjudeginum um Heimsmarkmiðin og Heilsueflandi samfélag
„Veittu því athygli sem er jákvætt” sagði Eliza Reid, forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í einlægu ávarpi á málþingi um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Heilsueflandi samfélagi þar sem hún deildi sinni sýn á hamingjunni. Málþingið var haldið 20. mars sl. í tilefni alþjóðlega hamingjudagins og kynnti Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félag Sameinuðu þjóðanna, […]
-
Umhverfisráðstefna: Viðhorf almennings. Heimsmarkmið sem leiðarljós í loftlagsaðgerðum og verndun jarðar
Í janúar var haldin fyrsta ráðstefna sinnar tegundar á Íslandi; umhverfisráðstefna Gallup sem fyrirtækið hélt ásamt fjölda samstarfsaðila. Til hennar var blásið með það fyrir stafni að kynna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup á viðhorfi landsmanna til umhverfis- og loftlagsmála. Vilji var fyrir því að ráðast í framkvæmd könnunarinnar þar sem vaxandi samfélagsleg umræða varðandi umhverfismál […]
-
Aðalfundur Félags SÞ 10.maí kl 17:00
Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn n.k. miðvikudag þann 10.maí kl. 17. Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá, skýrsla stjórnar kynnt, ársreikningur 2016 lagður fram til samþykktar og kosið verður í nýja stjórn. Allir félagsmenn hjartanlegavelkomnir á fundinn og eru beðnir um að senda línu ef þeir hafa hug á að mæta til starfandi […]
-
Unnið að auknum tækifærum fyrir konur og stúlkur á Gaza svæðinu
Síðan árið 2005 hefur Gaza svæðið einkennst af innilokun og óeirðum. Ástandið hefur haft margvígsleg áhrif á samfélagið, meðal annars þegar kemur að menntun ungs fólks. Hlutfall barna og unglinga sem halda skólagöngu áfram á menntaskólastigi fer hrakandi. Á sama tíma hafa þeir fáu skólar sem starfandi eru þurft að taka á móti hópum nemenda […]
-
Hugvekja í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna
Í dag, 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar með þeim tilgangi að stuðla að friði í heiminum, og að vera samráðsvettvangur þjóða til þess að stuðla að friði. Það sem að varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar voru hin hræðilegu stríð sem að undan voru gengin. Fyrri og seinni […]
-
Heimsmarkmiðin kynnt á Fundi fólksins 2.-3. September
Félag Sameinuðu þjóðanna tekur þátt á Fundi fólksins sem fer fram í Norræna húsinu dagana 2.-3. september. Félagið mun ásamt Junior Chamber International (JCI) á Íslandi kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir gestum og gangandi. Heimsmarkmiðunum, sem eru 17 talsins, er ætlað að stuðla að aukinni sjálfbærni ríkja og snúa m.a. að því að enda hungur […]