Síðustu fréttir og greinar

Stöðuskýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Skýrsluna ná nálgasta hérna og […]


Betri heimur fyrir alla: viðburður á Lýsu 2018 um Heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra á Íslandi

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Allir þurfa að taka þátt og stjórnvöld og sveitarfélög skipta þar gríðarlega miklu máli. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Á málstofunni Betri heimur […]


Antonio Guterres áritar minningarbók um Kofi Annan

Andlát Kofi Annan, fyrrum Aðalritara Sameinuðu þjóðanna

Kofi Annan, fyrrverandi Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna og handhafi Friðarverðlauna Nóbels er látinn eftir stutt veikindi, áttatíu ára að aldri. Frá þessu hafa fjölmiðlar greint eftir tilkynningu sem barst frá fjölskyldu hans og stofnun honum samnefndri í gær. Hann skyldi eftir sig eiginkonu og þrjú börn, að ógleymdum þeim gríðarmikla arfi sem í lífi hans og störfum […]


Yfirlýsing Félags Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að segja sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi harmar ákvörðun bandarískra stjórnvalda að segja sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað 15. mars 2006 með ályktun Allsherjarþingsins nr. 60/251. Í ráðinu sitja 47 ríki sem kjörin eru af Allsherjarþinginu og hafa öll aðildarríkin tækifæri til að bjóða sig […]


Karneval der Kulturen – litið við á hátíð Berlínarbúa til handa menningarlegri fjölbreytni

Í tilefni alþjóðadags menningarlegrar fjölbreytni þann 21. maí síðastliðinn fór undirrituð á hátíð í höfuðborg Þýskalands þar sem fjölmenningunni var fagnað. Karneval der Kulturen eða Karnival menninganna er haldin ár hvert og hittist einfaldlega þannig á þetta árið að dagskrá hátíðarinnar lauk á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna fyrir menningarlegum fjölbreytileika en dagurinn var ekki kunngerður […]


Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen

Mannúðarástandið í Jemen er gríðarlega slæmt. Þúsundir hafa verið drepnir og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Átökin hafa staðið í yfir þrjú ár en þau hófust í mars 2015 eftir að Hútar tóku yfir ríkisstjórn Jemen að Sádí-Arabar blönduðu sér inn í átökin. Núna hefur ein fátækasta þjóð í Miðausturlöndunum orðið að blóðugum […]


Ráðstefna Evrópu Sambandsins og Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Sýrlandi

Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar boðuðu þjóðir heims til ráðstefnu í þágu Sýrlands og nágrannaríkja á sama tíma og reynt er að hleypa nýju lífi í viðræður um að binda enda á þau átök sem eiga sér stað. Tveggja daga ráðstefnan er önnur í röðinni á vegum þessara samtaka og átti sér stað 24. – 25. […]


Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við vonum að sem flestir hafi kynnt sér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þekki til þeirra. Flestir ættu að hafa heyrt á þau minnst eftir að auglýsingaherferð stjórnarráðsins fór í loftið fyrir ekki svo löngu. Hægt er að lesa sér til um Heimsmarkmiðin 17 og undirmarkmið þeirra hér á síðunni okkar. Það eru margir aðilar sem […]


Skólavefur

Við erum að vinna í því að koma skólavefnum í loftið í nýrri og betri mynd. Margir hafa haft samband við okkur um aðgengi að námsefninu á meðan að vefurinn liggur niðri og við viljum því benda á að hægt er að nálgast allt námsefnið með því að ýta hér. Ef það er eitthvað sem […]


Ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða mun hafið innihalda meira plast en fisk árið 2050

Nýlega hefur Brasilíska ríkisstjórnin útnefnt tvö ný vernduð hafsvæði í kringum landið. Um er að ræða mikilvægt framtak og jákvætt skref í baráttunni fyrir verndun hafsins og lífríkis þess. Frá þessu er sagt á vef Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna eða UN Environment Programme. Nýja löggjöfin mun auka hlutfall verndaðra hafsvæða í kringum Brasilíu úr 1,5% í […]