-
Nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda kosinn á Sambandsþingi LUF
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, 24 ára Akureyringur sem stundar bachelornám í mannréttindafræði við Háskólann í Malmö var um síðustu helgi kosinn nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda. Kosningin fór fram á Sambandsþingi Landssambands Ungmennafélaga (LUF) en þar sem hún var í framboði fyrir hönd Samband íslenskra nemenda erlendis (SÍNE), sem er eitt 42 aðildafélaga […]
-
Kynningarfundur um ungliðastöður á vegum SÞ haldinn þann 27. Febrúar
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ásamt utanríkisráðuneytinu bjóða til kynningarfundar um ungliðastöður á vegum Sameinuðu þjóðanna á morgun, 27. febrúar. Linkur á fundinn er aðgengilegur á Facebook viðburði fundarins. Fundurinn verður rafrænn og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 12:00 – 12:10 Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, er fundarstjóri […]
-
Utanríkisráðuneytið opnar fyrir umsóknir í þrjár stöður ungliða hjá Sameinuðu þjóðunum
Á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er starfrækt ungliðaverkefni (e. Junior Professional Officer Programme) þar sem ungu fólki er gefið tækifæri á að starfa á vegum stofnanna SÞ. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíka ungliðastöður, þar af eina stöðu sérfræðings í alþjóðlegum hafmálum hjá Þróunaráætlun SÞ í Namibíu, stöðu sérfræðings í málefnum kyn- og frjósemisheilbrigðis og […]
-
Félagasamtök hvetja stjórnvöld til þess að taka á móti fólki frá Gaza
Félagasamtök hvetja stjórnvöld til þess að taka á móti fólki frá Gaza Undirrituð félagasamtök fagna því að um 100 einstaklingum á Gaza hafi verið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza, hvetja samtökin íslensk stjórnvöld til þess að leggja allt kapp […]
-
Þröstur Flóki Klemensson og Eybjört Ísól Torfadóttir báru sigur úr býtum í samkeppni ungs fólks
Í gær, þann 29. janúar var verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir mannréttindi og frið haldin í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. Eliza Reid, forsetafrú og formaður dómnefndar veitti verðlaun í gær, 29. janúar fyrir þær framúrskarandi tillögur sem bárust í keppnina. Þess má einnig geta að Eliza hefur um nokkurra ára skeið […]
-
Opið er fyrir umsóknir ungs fólks til þátttöku í alþjóðlegu verkefni tengt sjálfbærri þróun
Taktu þátt með okkur og lærðu meira um sjálfbæra þróun og hagsmunagæslu í alþjóðlegu umhverfi – Sæktu um fyrir 7. febrúar! Framvinda og árangur heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 er metinn með valfrjálsri landrýniskýrslu aðildarríkja til Sameinuðu þjóðanna (e. Voluntary National Review or VNR). Virk þátttaka ungs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við […]
-
Íslensk stjórnvöld þurfa að tryggja raunverulega inngildingu ungmenna, segir ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála
Unnur Þórdís Kristinnsdóttir var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála á leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 26. apríl sl. Unnur Þórdís starfar í sjálfbærnimálum hjá Controlant og hefur tekið þátt í ungmennastarfi CISV (Children International Summer Village) sem hefur það markmið að sameina þjóðir í átt að betri heimi. Síðustu ár hefur […]
-
Öryggisráðið reiðubúið til að greiða atkvæði um ályktun um Gaza þar sem kallað er eftir brýnu, öruggu og óhindruðu flæði hjálpargagna
Eftir miklar samningaviðræður alla vikuna bak við luktar dyr í öryggisráðinu þar sem fimmtán ríki hafa sæti, héldu sendiherrar áfram viðræðum fram á fimmtudagskvöld um nýjustu útgáfu af drögum að ályktun sem Sameinuðu arabísku furstadæmin skrifuðu þar sem kallað er eftir brýnum aðgerðum til að leyfa örugga og óhindraða afhendingu hjálpargagna til óbreyttra borgara á […]
-
Nýtt fréttabréf UNESCO-skóla er komið út
Nýtt fréttabréf UNESCO-skóla er komið út. Þar má lesa um nýjustu skólana sem fengu skírteinin sín á árinu ásamt fréttum af starfinu, verkefnum. viðburðum o.fl. Fréttabréfið má nálgast hér, á kennsluvef verkefnisins.
-
Mér þótti gott að fá áminningu um að víkka sjóndeildarhringinn, hlusta og skilja sjónarmið og raunveruleika annars fólks og þannig styðja hvort annað af einlægni, segir ungmennafulltrúi Íslands hjá Sþ á sviði mennta, vísinda og menningar
Isabel Alejandra Diaz var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mennta, vísinda og menningar á fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 24. janúar sl. Isabel býr yfir mikilli reynslu af réttindabaráttu ungs fólks en hún hefur setið fyrir hönd Röskvu í háskólaráði Háskóla Íslands auk þess að sinna hlutverki forseta Stúdentaráðs HÍ 2020-2022. […]