-
Heimsins stærsta kennslustund 2023
Heimsins stærsta kennslustund fór fram í Salaskóla í Kópavogi 5. desember síðastliðinn. Nemendur í 9. og 10. bekk tóku þátt í verkefninu sem í ár snýr að aðgerðum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Íris Sævarsdóttir og Þröstur Flóki Klemensson, frá Barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, stýrðu kennslustundinni, ásamt Kristrúnu Maríu Heiðberg, verkefnastjóra […]
-
Félag Sameinuðu þjóðanna efnir til samkeppni fyrir ungt fólk
Félag Sameinuðu þjóðanna fagnar 75 ára afmæli á árinu og efnir af því tilefni til samkeppni á meðal ungs fólks í 8. – 10. bekk í grunnskólum og í framhaldsskólum um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í tengslum við mannréttindi og frið í heiminum. Um ræðir endurvakningu á yfir 50 ára gamalli samkeppni sem síðast var […]
-
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er 19. UNESCO-skólinn á Íslandi!
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýjasti UNESCO-skólinn á Íslandi Alls eru UNESCO-skólar hér á landi því orðnir 19 talsins. Einn leikskóli, sjö grunnskólar og 11 framhaldsskólar. Sérstök þemavika um heimsmarkmiðin var haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í byrjun sept. Þemavikan hófst á því að Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla, kom í heimsókn og hélt fyrirlestur um heimsmarkmiðin fyrir […]
-
Opið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra fer með skipun ráðsins en óskað er eftir börnum sem eru tilbúin að sitja í ráðinu í tvö ár, frá og með janúar 2024. Í ungmennaráðinu sitja tólf börn og skulu þau vera 13-18 ára á meðan á skipunartímabilinu stendur. Öll börnin […]
-
Takmörkuðum árangri náð ef ungmenni eru ekki höfð með í samtalinu um þeirra framtíð, segir ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda
Unnur Lárusdóttir var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda á Sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 25. febrúar 2023 sl. Hefð er fyrir því að ungmennafulltrúi á sviði mannréttinda sé hluti af sendinefnd Íslands sem fer á ráðherravikuna í upphafi nýs allsherjarþings í september eða þegar nefndarvinnan hefst. Unnur fór til New York […]
-
Félagið leiddi samtal UN félaganna og ungmenna við Aminu J. Mohammed, vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
Þann 9. október stýrði Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi samtali UN félaganna á Íslandi (UN Women, UNICEF og Félag SÞ) við vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Aminu J. Mohammed. Fundurinn var haldinn í Mannréttindahúsinu, þar sem skrifstofur Félagsins og UN Women eru. Ungmennaráð UN Women, ungmennafulltrúi í stjórn UNICEF og ungmennafulltrúar Íslands hjá SÞ voru sérstakir gestir […]
-
Skýrsla Mannfjöldasjóðs SÞ kynnt í Kvennaskólanum í Reykjavík
Mánudaginn 9. október var skýrsla Mannfjöldasjóðs SÞ kynnt í Kvennaskólanum í Reykjavík. Skýrslan kom út fyrr á árinu og ber heitið ‘8 billion lives, inifinite possibilities’, en er þetta í fyrsta skiptið sem skýrslan er formlega kynnt á Íslandi. Félag Sameinuðu þjóðanna sá um undirbúning kynningarinnar í samstarfi við Mannfjöldasjóð á Norðurlöndunum með stuðningi utanríkisráðuneytisins. […]
-
Hvatning til UNESCO-skóla á Íslandi að halda upp á alþjóðadag lista þann 15. apríl 2024
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) auglýsir eftir þátttöku listgreinakennara í grunn- og framhaldsskólum vegna verkefnisins ‘alþjóðadagur lista 2024’ (e. World Art Day) sem er samstarf SÍM, Bandalags íslenskra myndlistarmanna (BÍL), International Association of Art (IAA/IAIP) og UNESCO-skóla á Íslandi. Verkefnið hefst haustið 2023 og lýkur með kynningu nemenda á Alþjóðlegum degi myndlistar 15. apríl 2024. Alþjóðadagur […]
-
UNGA78: „Aðgerðir er það sem heimurinn þarfnast“
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, gaf leiðtogum heimsins skýr skilaboð á dögunum, en í næstu viku munu þeir streyma til New York þegar ráðherravika allsherjarþingsins hefst: „Þetta er ekki tíminn til að setja sig í stellingar. Aðgerðir er það sem heimurinn þarfnast.“ 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur nú saman til að meta stöðu heimsmála og […]
-
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gefa út íslenskt námsefni um flóttafólk
Reykjavík 12. september 2023 Hvers vegna flýr flóttafólk heimaland sitt? Hvers vegna endar flóttafólk fjarri heimalandi sínu þegar það leitar öryggis? Og hvað er það mikilvægasta sem þú myndir taka með þér, ef þú neyddist til að flýja heimili þitt vegna stríðs, ofbeldis eða ofsókna? Í dag þurfa komandi kynslóðir að skilja og umfaðma heiminn […]