-
„Heimsmarkmiðin“ og ég í Háskóla unga fólksins í sumar
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiðinu “Heimsmarkmiðin og ég” í Háskóla unga fólksins í sumar og hvetjum við öll hugvitssöm og snjöll ungmenni til að skrá sig. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Kristrún María Heiðberg, kennari og verkefnastjóri UNESCO-skóla munu leiða námskeiðið. Skólinn stendur yfir dagana 12.-16. júní […]
-
Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna
Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 17:00 í nýjum heimkynnum þess að Sigtúni 42. Dagskrá fundarins er: Kosning fundarstjóra og ritara. Framkvæmdastjóri fjallar um verkefni, viðburði og rekstur félagsins þess á síðustu tveimur starfsárum. Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir starfsárin 2021 og 2022 verða kynntir af framkvæmdastjóra. Lausn stjórnar og annarra […]
-
UNFF18 fer fram í New York dagana 8.-12. maí
Dagana 8. til 12. maí fer UNFF18 (UN Forum on Forest) fram í New York í átjánda skipti. UNFF er stefnumarkandi fundur háttsettra fulltrúa samstarfsríkja og er tilgangurinn að innleiða samninga er tengjast skógum, efla sameiginlegan skilning á sjálfbærri nýtingu skóga, hafa eftirlit með pólitískum skuldbindingum og fylgja þeim eftir. Á fundinum verður sérstaklega farið yfir […]
-
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag, 8. maí 2023
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag! Í 75 ár hefur félagið vakið athygli á starfsemi Sameinuðu þjóðanna um allan heim. Ótal manns gefið vinnuframlag sitt með sjálfboðavinnu en einnig hafa ótal starfsnemar og starfsfólk í gegnum tíðina unnið heilshugar í þágu málefna Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin hafa verið margskonar og […]
-
Þriðjungur allra barnahjónabanda í heiminum á sér stað á Indlandi
Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er áætlað er að um 640 milljónir stúlkna og kvenna sem eru á lífi í dag hafi gifst barnungar. Næstum því helmingur allra barnahjónabanda, eða um 45 prósent, á sér stað í Suður-Asíu, 20 prósent í Afríku sunnan Sahara, 15 prósent í Austur-Asíu og Kyrrahafssvæðinu, en þar á […]
-
Skelfileg átök í Súdan valda miklum fólksflótta innan- og utanlands
Átökin í Súdan eru á milli súdanska hersins og RSF-uppreisnarhersins og snúast átökin í grófum dráttum um að ná mikilvægum innviðum á sitt vald. RFS-herinn samanstendur af vígasveitum sem mynduðust í stríði sem braust út í Darfur árið 2003, og hefur herinn oft gerst uppvís um ýmis mannréttindabrot. Síðastliðinn laugardag vöknuðu íbúar Khartoum við sprengjur […]
-
Rammasamningur við Utanríkisráðuneytið undirritaður þann 13. apríl.
Nýr rammasamningur utanríkisráðuneytisins við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var undirritaður þann 13. apríl síðastliðinn af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og Völu Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóra félagsins. Um er að ræða samning sem gerður er til þriggja ára, á tímabilinu 2023-2025. Á sama tíma og Félag SÞ skrifaði undir sinn samning voru rammasamningar undirritaðir við […]
-
Könnun fyrir ungmenni um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ á Íslandi
Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar mun sækja ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF) New York í júlí 2023 fyrir hönd ungmenna á Íslandi. Um ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (HLPF) Fundurinn fer fram árlega, en á nokkurra ára fresti kynna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna svokallaðar landrýnisskýrslur (e. Voluntary […]
-
Ísland tvöfaldar framlag sitt til friðaruppbyggingar og sáttamiðlunar á vegum Sameinuðu þjóðanna
Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir fjögurra ára samstarfssamning við skrifstofu alþjóðastjórnmála og friðauppbyggingar hjá Sameinuðu þjóðunum (DPPA). Með samninnum sem gildir næstu fjögur árin, frá 2023-2026 leggur Ísland sitt af mörkum til að styðja við Sameinuðu þjóðirnar í forystuhlutverki sínu í friðaruppbyggingu og sáttamiðlun. Framlag Íslands verður tvöfalt hærra en fyrri samningur kveður á um, […]
-
„Tímamóta” aðgerðaáætlun samþykkt á Vatnsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2023
Vatnsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk síðastliðinn föstudag, en hún stóð yfir dagana 22.-24.mars. Meira en 2.000 fulltrúar stjórnvalda, vísindamenn, fræðimenn, samfélagshópar, frumbyggjar, meðlimir einkageirans og fulltrúar ungmenna sóttu ráðstefnuna sem haldin var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Á Vatnsráðstefnunni var samþykkt vatnsaðgerðaáætlun, „tímamóta“ aðgerðaáætlun sem felur í sér nærri því 700 skuldbindandi markmið sem miða að því […]