
-
UNESCO – dagurinn haldinn í þriðja sinn á Þingvöllum þann 1. september sl.
Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) stuðlar að fjölbreyttum verkefnum á sviði menningar- og menntamála – þar með talið menningarlegri fjölbreytni, verndun náttúru- og menningarminja og alþjóðlegu samstarfi í vísindum og menntamálum. Ísland gerðist aðili að UNESCO 1964 og hefur verið starfandi landsnefnd UNESCO á Íslandi frá 1966. Þann 1. september síðastliðinn stóð […]
-
Alþjóðadagur hreins lofts í þágu heiðskírs himins er í dag
Í dag er alþjóðadagur hreins lofts í þágu heiðskírs himins. Þema ársins í ár ,,The Air We Share” fjallar um eðli loftmengunar yfir landamæri og leggur áherslu á þörfina fyrir sameiginlega ábyrgð og aðgerðir. Þemað undirstrikar einnig þörfina á tafarlausu og stefnumótandi, alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi til að framfylgja skilvirkari framkvæmd mótvægisstefnu og aðgerða […]
-
Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa SÞ á sviði loftlagsmála
Við vekjum athygli á að Landssamband ungmennafélaga (LUF) óskar nú eftir framboðum til ungmennafulltrúa SÞ á sviði loftlagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change). Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera skráður í opinbera sendinefnd Íslands og mun meðal annars sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27 í Egyptalandi í nóvember. Meira um málið […]
-
Árlegur fundur Félaga Sameinuðu þjóðanna á norðurlöndunum haldinn í Helsinki
Dagana 25.-26. ágúst síðastliðinn var haldinn árlegur fundur NORDIC UNA (Félaga Sameinuðu þjóðanna á norðurlöndunum) í Helsinki. Lengi hefur verið gott samstarf milli félaganna á norðurlöndunum en hópurinn hittist mánaðarlega á rafrænum fundi og svo árlega en þá skiptast félögin á að halda fundinn og nú var komið að finnska félaginu. Á fundinum voru ýmis […]
-
Aðalframkvæmdastjóri SÞ lýsti yfir vonbrigðum með tíundu endurskoðunarráðstefnu aðildarríkja NPT sáttmálans sem lauk án lokaniðurstöðu
Eftir fjórar vikur af umræðum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, lauk tíundu endurskoðunarráðstefnu aðildarríkja NPT sáttmálans um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (Non-Proliferation Treaty) seint síðastliðinn föstudag, án neinnar loka niðurstöðu vegna neitunar Rússa vegna orðalags um yfirráð þeirra yfir úkraínskum kjarnorkuverum og því náðist ekki samstaða. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir vonbrigðum sínum […]
-
Engin ummerki um batnandi ástand í Afganistan ári eftir yfirtöku Talíbana í landinu
Gærdagurinn markaði ár frá því að Afganistan féll alfarið undir stjórn Talíbana. Þennan dag í fyrra flúði forsetinn Ashraf Ghani frá Afganistan og Talíbanar náðu formlega völdum á ný, eftir 20 ára hlé. Ríkisstjórn Afganistan og forsetinn flúðu, auk þess sem erlend ríki kölluðu starfsfólk sendiráða sinna heim. Talíbanar eru trúarlegur öfgahópur súnní múslíma sem […]
-
Góð þátttaka á námskeiði um heimsmarkmiðin
,,Námskeiðið gekk frábærlega og það var gaman að sjá þennan mikla og aukna áhuga á heimsmarkmiðunum,‘‘ segir Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO skóla á Íslandi. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóð fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Salaskóla í Kópavogi 11. ágúst siðastliðinn. ,,Þetta er í annað sinn sem […]
-
Samþætta á ungt fólk á öllum vettvangi ákvarðanatöku segir aðalframkvæmdastjóri SÞ í skilaboðum í tilefni alþjóðadags æskunnar
Eftirfarandi eru skilaboð aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guterres í tilefni alþjóðadagsins: Í dag, 12. ágúst er haldið upp á alþjóðadag æskunnar (e. International Youth Day). Þema þessa árs “Samstaða milli kynslóða: Að skapa heim fyrir alla aldurshópa” – minnir okkur á grundvallar sannleik; við þurfum fólk á öllum aldri, unga sem aldna, til þess að taka […]
-
Einn heitasti júlímánuður sem mælst hefur samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO)
Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO (World Meteorological Organisation) var hitastigið í júlí nærri hálfri gráðu yfir meðalhitastiginu frá 1991-2020 í Evrópu. Þetta á sér í lagi við um Suðvestur og Vestur-Evrópu, þar sem hitastigið var oftast yfir meðallagi vegna svakalegrar hitabylgju um miðjan júlí. Methitastig Meðalhitastigið hækkaði þrátt fyrir “La Niña” veðuráhrifin sem áttu að hafa kælandi […]
-
Vonarneisti í Svartahafi; samkomulag um dreifingu kornvöru frá Úkraínu undirritað
Samkomulag um útflutning á hveiti og öðrum kornvörum frá Úkraínu var undirritaður síðastliðinn föstudag í Istanbúl. Flutningur á kornvöru hefur legið niðri allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um samningana sem Rússar féllust á og voru úkranískar hafnir í kjölfarið opnaðar fyrir útflutning […]