Alþjóðlegi friðardagurinn

Alþjóðlegur dagur friðar er haldinn 21. september ár hvert. Dagurinn var fyrst helgaður alþjóðlegum friði árið 1982 og til hans stofnað af Sameinuðu þjóðunum árið áður. Árið 2001 var dagurinn gerður að alþjóðlegum degi friðsamlegra aðgerða og vopnahlés. Sameinuðu þjóðirnar bjóða öllum þjóðum og íbúum heims að stöðva átök og hernaðaraðgerðir á deginum og að öðru leyti minnast dagsins með vitundarvakningu í menntastofnunum og hjá almenningi um málefni er snúa að friði.

Jeremy Gilley, fyrrum leikari og kvikmyndagerðarmaður, hefur stuðlað að eflingu dagsins frá tíunda áratugnum. Hann stofnaði samtökin Peace One Day árið 1999 og síðan þá hafa samtökin tekið ýmis málefni fyrir um þetta leyti ár hvert og stuðlað að útbreiðslu og eflingu dagsins á átakasvæðum. Árið 2013 dreifðu samtökin plakati með námsefni um frið og hugmyndum fyrir kennara og nemendur, til yfir 50.000 grunnskóla í Lýðveldinu Kongó.

Ýmislegt er hægt að gera til að halda upp á friðardaginn og dagurinn gefur einstakt tækifæri til að brjóta upp hefðbundna kennslu, gera eitthvað skapandi og fræðast um leið um mikilvægt málefni. Í samstarfi við Alþjóðamálastofnun , Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Nýsköpunarsjóð námsmanna höfum við tekið saman þrjá pakka fyrir mismunandi stig grunnskóla. Sum verkefnin ganga fyrir alla aldurshópa og önnur eru erfiðari og ætluð fyrir efri bekkina.

Við hvetjum ykkur til að ná í skjölin hér neðar og vekja athygli á málefninu þann 21. september.

Efni frá Peace One Day

Námsefni

Viðbótarefni