Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Flestir kannast við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru um aldarmótin síðustu. Þetta voru átta markmið sem saman stuðluðu að betri heimi fyrir alla. Árið 2015 viku þúsaldarmarkmiðin fyrir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nýju markmiðin eru fleiri en þau fyrri og taka á vandamálum sem eiga sér stað um heim allan, í hátekjulöndum sem og í lág- og millitekjulöndum.

Heimsmarkmiðin eru flokkur markmiða og undirmarkmiða sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim innan fimmtán ára eða fyrir 2030. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa innleitt nýju markmiðin 17, og 169 undirmarkmið þeirra, að einhverju leiti. Ísland er þar meðtalið. Að innleiða kennsluefni um markmiðin gefur nemendum sýn á þetta ferli og aukinn skilning á alþjóðamálum. Markmiðið er að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun og víkki sjóndeildarhringinn í vinnu við verkefnin.

Hér á síðunni eru verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin eru ólík í sniðum en eiga sameiginlegt að tengjast öll þeim málefnum sem tekin eru fyrir í nýju þróunarmarkmiðunum. Þau eru því afar sniðug að nota í kennslustundum er varða sjálfbæra þróun og Heimsmarkmiðin.

Kennslugögn frá Heimsins stærstu kennslustund

Í samstarfi við UNICEF voru kennslugögn útbúin fyrir Heimsins stærstu kennslustund (World’s Largest Lesson) í september 2015, sem eru leiðbeiningar fyrir 30 og/eða 60 mínútna langar kennslustundir, ásamt myndbandi um markmiðin með íslensku tali og teiknimyndasögu. Síðan þá hefur árlega verið bætt við efni frá Heimsins stærstu kennslustund, bæði kennslustundum og myndböndum sem þýtt hefur verið yfir á íslensku og stendur til að auka við það jafnt og þétt. Þetta efni má nálgast hér fyrir neðan ásamt því að nálgast má efni á ensku frá átakinu Heimsins stærsta kennslustund fyrir hvert Heimsmarkmið fyrir sig.

Með von um að öll börn landsins fái kennslu um þessi mikilvægu markmið allra þjóða heims og taki þátt í móta sinn heim fyrir 2030.

Verkefnahugmyndir

Eftirfarandi verkefni nýtast bæði grunn- og framhaldsskólum. Bæði er um að ræða hugmyndir að kennslustundum og æfingar sem nýta má til að lífga upp á kennsluna og vekja til vitundar um alþjóðamálefni.

Almennt um Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið 1: Engin fátækt

Heimsins stærsta kennslustund – Engin fátækt

Fátækt á heimsvísu þarfnast svæðisbundinna lausna (60 mín, 11-14 ára)

Heimsmarkmið 2: Ekkert hungur

Heimsins stærsta kennslustund – Ekkert hungur

Hvernig viltu að heimurinn verði 2030?

Heimsmarkmið 3: Heilsa og vellíðan

Heimsins stærsta kennslustund – Heilsa og velliðan

Heimsmarkmið 4: Menntun fyrir alla

Heimsmarkmið 5: Jafnrétti kynjanna

Heimsmarkmið 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða

Heimsmarkmið 7: Sjálfbær orka

Heimsmarkmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur

Heimsmarkmið 9: Nýsköpun og uppbygging

Heimsmarkmið 10: Aukin jöfnuður

Heimsmarkmið 11: Sjálfbærar borgir og samfélög

Heimsmarkmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla

Heimsmarkmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum

Heimsmarkmið 14: Líf í vatni

Heimsmarkmið 15: Líf á landi

Heimsmarkmið 16: Friður og réttlæti

Heimsmarkmið 17: Samvinna um markmiðin

Nánari upplýsingar

Annað