IceMUN

Að taka þátt í MUN ráðstefnu er gefandi og skemmtileg reynsla fyrir ungt fólk sem vill fá æfingu í að koma fram, fá reynslu í starfsemi Sameinuðu þjóðanna og kynnast öðru fólki sem hefur svipuð áhugamál.

MUN stendur fyrir Model United Nations og er hermilíkan af starfi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna, allt frá Öryggisráðinu til nefnda Allsherjarþingsins. Þátttakendur eru í forsvari fyrir ákveðna þjóð sem er meðlimur að SÞ og verður stefna og skoðanir þessarar þjóðar að endurspeglast í framkomu og vinnu þeirra þátttakenda sem hana leika. Þátttakendur líkja eftir raunverulegum heimi alþjóðlegra samningaviðræðna.

Að halda MUN ráðstefnu er afar gefandi kennsluaðferð sem fær nemendur til þess að taka virkan þátt. MUN er eftirminnileg reynsla sem gefur mikið af sér og brýtur upp hefðbundið kennslufyrirkomulag.

Félagið IceMUN sér um formlegar MUN ráðstefnur á Íslandi. Það er þó ekkert sem ætti að hindra kennara og leiðbeinendur í að skipuleggja æfingar innan eigin skóla. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að skipuleggja styttri MUN æfingar, auk skilgreininga á helstu hugtökum og hlutverkum. Við mælum með að þið lítið yfir öll skjölin hér að neðan og hafi þau til hliðsjónar við skipulaggningu æfinga og ráðstefna.

Tenglar

Viltu fá ítarlegri upplýsingar um MUN ráðstefnur? Þér er þá velkomið að kíkja á eftirfarandi tengla sem bera að geyma ýmsar nytsamlegar upplýsingar um Model UN.

Spurningar og svör frá Friðarmiðstöð UNESCO
Upplýsingar frá bestdelegate.com

Skjöl