Stofnanir og starfsemi

Starfsemi Sameinuðu þjóðanna fer fram víðs vegar um heim en höfuðstöðvarnar eru í New York. Aðalstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru fimm en eftirfarandi fjórar eru staðsettar í New York:

  1. Allsherjarþingið
  2. Öryggisráðið
  3. Efnahags- og félagsmálaráðið
  4. Skrifstofa aðalframkvæmdastjóra

Sú fimmta, Alþjóðadómstóllinn, hefur aðsetur í Haag í Hollandi.

Sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sjálfstæðar alþjóðastofnanir sem hafa ákveðna samninga við samtökin. Tengiliðurinn er efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna.