Friðaruppbyggingarnefnd

Allsherjarþingið og öryggisráðið samþykktu 21. desember 2005 stofnun friðaruppbyggingarnefndar (e. Peacebuilding Commission).

Þessi samþykkt kom í kjölfar leiðtogafundarins í september það ár, þar sem leiðtogarnir ákváðu að nefndin skyldi hefja störf fyrir árslok 2005. Nefndin starfar því hvort tveggja undir allsherjarþinginu og öryggisráðinu.

Meginmarkmiðið með stofnun nefndarinnar er að koma á heildstæðara alþjóðlegu starfi til að tryggja varanlegan frið í stríðshrjáðum ríkjum. Nefndin tekur við þegar friðargæslusveitir hafa lokið hlutverki sínu.