Sjálfboðaliðastörf og starfsnám

Sjálfboðaliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna, UNV óskar eftir sérfræðingum úr ólíkum atvinnugreinum að gerast sjálfboðaliðar hjá Sameinuðu þjóðunum.

UNV er verkefni Sameinuðu Þjóðanna sem styður sjálfbærilega þróun lífskjara á heimsvísu í gegnum sjálfboðsliðastörf, með virkum sjálfboðliðum. Með að virkja þátttöku sjálfboðsliða í verkefnum Sameinuðu Þjóðanna, stuðlar það að friði og þróun í heiminum.

Starfsnám

Sjálfboðliðaverkefni Sameinuðu Þjóðanna gefur nemum, í starfsnámi hjá höfuðstöðum Sameinuðu Þjóðanna, tækifæri að bæta þekkingu og reynslu sem tengist námi svo sem alþjóðleg samskipti, fjölmiðlatengsl og félagsvísindi, þá að efla reynslu og menntun starfsnemans í gegnum hagnýta vinnu og gefa þeim innsýn inní verkefni Sameinuðu Þjóðanna.

UNV hefur frá árinu 1971 ráðið yfir 30.000 sjálfboðaliða til starfa í yfir 160 löndum í heiminum. Hæfniskröfur til að gerast sjálfboðaliði fyrir S.Þ. eru eftirfarandi:

  • Háskólagráða eða tæknimenntun
  • Nokkra ára starfsreynsla á viðeigandi sviði
  • Lágmarksaldur er 25 ár (ath. engin hámarksaldur)
  • Þekkingu allavega einu þessara mála; Ensku, Frönsku eða Spænsku
  • Hollusta við lögmál og gildi sjálfboðaliðastarfa
  • Geta til að vinna í fjölþjóðlegu umhverfi
  • Geta til að aðlagast erfiðum aðstæðum
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileikar
  • Reynsla af sjálfboðaliðastarfi og/eða vinnu í þróunarlandi er kostur

Sálfboðaliðar fá ekki laun fyrir störf sín, þeir hljóta þó ýmis fríðindi, meðal annars:

  • Flutningsstyrkur sem greiddur er í upphafi tímabils
  • Vasapeningar sem greiddir eru mánaðarlega og ætlað er að koma til móts við mánaðarleg útgjöld
  • Ferðakostnaður til og frá verkefnis í upphafi og lok tímabils er greiddur, ef staðsetning er önnur en heimaland umsækjanda
  • Tryggingar og orlof

Umsókn

Umsóknir til að gerast sjálfboðaliði verða að vera á Ensku, innihalda nýlega ferilskrá og og umsóknarbréf (e. cover letter, letter of motivation).