Útboð á verkefnum

Sameinuðu þjóðirnar leita til fjölda fyrirtækja og einyrkja út um allan heim ár hvert eftir þjónustu. Þau verkefni sem í boði eru hverju sinni eru auglýst á útboðsvef Sameinuðu þjóðanna, United Nations Global Marketplace.

Verkefnin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg allt frá prentþjónustu fyrir aðalskrifstofuna í New York, til hönnunar kosningarkerfis í Afríku, endurbyggingar skólahúsnæðis í Asíu eða ráðgjafar úti um allan heim.

Innkaupaskrifstofa SÞ (e. UN Procurement Division) heldur utan um útboðsverkin fyrir hönd . Ítarlegar upplýsingar um hvernig fyrirtæki eiga að snúa sér hafi þau áhuga á að bjóða í verk er að finna hér.

En fjölmargar undirstofnanir sjá sjálfar um útboð á verkefnum inna raða, eins og til að mynda Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðabankinn (World Bank). Nánari upplýsingar er finna á vefsíðum viðkomandi stofnunar.