Sameinuðu þjóðirnar leita til fjölda fyrirtækja og einyrkja út um allan heim ár hvert eftir þjónustu. Þau verkefni sem í boði eru hverju sinni eru auglýst á útboðsvef Sameinuðu þjóðanna, United Nations Global Marketplace.
Verkefnin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg allt frá prentþjónustu fyrir aðalskrifstofuna í New York, til hönnunar kosningarkerfis í Afríku, endurbyggingar skólahúsnæðis í Asíu eða ráðgjafar úti um allan heim.
Innkaupaskrifstofa SÞ (e. UN Procurement Division) heldur utan um útboðsverkin fyrir hönd SÞ. Ítarlegar upplýsingar um hvernig fyrirtæki eiga að snúa sér hafi þau áhuga á að bjóða í verk er að finna hér.
En fjölmargar undirstofnanir SÞ sjá sjálfar um útboð á verkefnum inna raða, eins og til að mynda Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðabankinn (World Bank). Nánari upplýsingar er finna á vefsíðum viðkomandi stofnunar.