Ísland hefur undirritað samning við UNESCO um stuðnig við menningarlíf í Beirút eftir þær miklar eyðileggingar og spreningar sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í fyrra.

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO og Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO

 

Undirritaður hefur samningur á milli Íslands og UNESCO um stuðning við menningarlíf í Beirút. Samkvæmt samningnum veitir Ísland um fimmtán milljónum króna til þessa málefnis. Gríðarlega eyðilegging varð í Beirút, höfuðborg Líbanons, á síðasta ári vegna mikillar sprengingar í vörugeymslu í höfninni.

„Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir þvi markmiði,“ segir Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO.

 

UNESCO hleypti af stokkunum svokölluðu LiBeirut initiative frumkvæði sem miðar að því að styðja endurreisn borgarinnar í formi mennta og menningar.

Framlag Íslands verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum með stofnun þjálfunaráætlunar í leiklist, sviðslistum, tónlist og kvikmyndum. Þar að auki kemur það að gagni við endurreisn skemmdra listaverka eftir líbanska listamann.

 

„Sköpun, menning og listir skipta hvert samfélag miklu máli,“ sagði Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO. „Við erum sannfærð um að þetta framlag muni hjálpa Beirútbúum við að endurlífga menningarlífið með þjálfun og endurbótum.“