Að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar
Nú þegar marsmánuður er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 3 – heilsa og vellíðan.
Út árið munum við kynnast heimsmarkmiðunum betur í gegnum þema hvers mánaðar. Birt verður grein um eitt af heimsmarkmiðunum, ítarefni, upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðunum og lagt sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar. Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig er hægt að innleiða þau í framtíðarstefnu og starfsemi.
Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á árar getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags-umhverfisbreytingar, efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.
Óhætt er að að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu yfir öll mörk og mæri svo að það verðme mögulegt.
3. Heilsa og vellíðan
Almenn góð heilsa og vellíðan eru mikilvægir þættir í vegferðinni að markmiðum sjálfbærrar þróunar. Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í því að bæta lífslíkur fólks, til dæmis með því að draga úr mæðra- og ungbarnadauða og koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Dauðsföllum af völdum malaríu hafa helmingast og straumhvörf hafa átt sér stað í baráttunni gegn HIV.
Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu heilbrigðismála segir að heilbrigðari lífshættir, hærri tekjur og betri menntun, ásamt betri heilbrigðisþjónustu hafi stuðlað að aukinni meðalævilengd á síðustu áratugum. Enn er þó verk að vinna til að tryggja heilsu og vellíðan stærri hóps mannkyns en nú nýtur þeirra gæða þar sem árangur hefur verið ójafn, bæðme innan sem og á milli landa.
Lífslíkur Íslendinga eru með því hæsta sem gerist í heiminum. Meðalævilengd karla árið 2019 var 81,0 ár og meðalævilengd kvenna 84,2 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að 31 ára bil er á lífslíkum á milli þeirra landa sem eru með stystu og lengstu lífslíkurnar. Á meðan sum lönd hafa náð gríðarlegum árangri, geta landsmeðaltöl falið það að oft eru margir sem sitja eftir.
Góð heilsa og vellíðan samtvinnast nefnilega öðrum heimsmarkmiðum, m.a. að enda fátækt, minnka ójöfnuð og vinna gegn loftslagsbreytingum. Staðreyndin er sú að a.m.k. 400 milljónir manna hafa engan aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu, um 7 milljónir dauðsfalla má rekja til mengunar ár hvert, sem og yfir 1 af hverjum 3 konum hafa upplifað kynbundið ofbeldi sem getur haft langvarandi áhrif á líkamlega- og andlega heilsu þeirra, sem og á kynheilbrigðme. Nauðsynlegt er að beita margskiptum, réttindamiðuðum og kynjuðum aðferðum til að takast á við ójöfnuð og stuðla að góðri heilsu og vellíðan fyrir alla.
Áhrif Covid-19
Heilsufarslegt neyðarástand líkt og Covid-19 heimsfaraldurinn skapar alvarlegt hættuástand á alþjóðavísu og sýnir fram á nauðsyn viðbúnaðar. Faraldurinn hefur haft í för með sér stórfellt manntjón um alla heim, rúmlega 115 milljón einstaklingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og dauðsföll eru orðin fleiri en 2,5 milljón. Fjölmargir þjást jafnframt af langvarandi einkennum Covid-19.
Afleiðingar faraldursins eru þó ekki einungis líkamlegar. Félagsleg einangrun, ótti við smit og alvarleg veikindi nákominna, atvinnuleysi og fátækt – allt eru þetta þættir sem ógna geðheilbrigðme fólks á tímum Covid-19. Áhrif faraldursins á andlega heilsu er mikið áhyggjuefni og hefur t.a.m. verið greint frá því að kvíðme og einmanaleiki hafi aukist til muna hjá börnum og ungmennum.
Embætti Landlæknis hefur gefið út tíu heilræðme til að hlúa að heilsu og vellíðan á tímum Covid-19:
- Hlúum vel að okkur sjálfum og okkar nánustu
- Verum þakklát fyrir það sem við höfum
- Borðum hollan og góðan mat daglega
- Hreyfum okkur rösklega á hverjum degi
- Stuðlum að betri svefni með góðum svefnvenjum
- Forðumst að nota áfengi eða tóbak sem bjargráð
- Sýnum samfélagslega ábyrgð og fylgjum fyrirmælum
- Höldum áfram að læra og komum hlutum í verk
- Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd
- Njótum augnabliksins – hér og nú
Heimsfaraldurinn hefur jafnframt varpað ljósi á gífurlegt misræmi í getu landa til að takast á við og jafna sig eftir faraldurinn. Almennri starfsemi heilbrigðisstofnana hefur verið raskað um alla heim, jafnvel þar sem innviðir voru sem sterkastir. Lífsnauðsynlegum aðgerðum hefur verið frestað, bólusetningar barna hafa verið lagðar af og skimanir fyrir krabbameini hafa verið stöðvaðar. Sjúkrahús hafa á mörgum stöðum þurft að vísa alvarlega veiku fólki frá þar sem þau eru yfirfull. Skýrsla um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun árið 2020 varar við því að þessar truflanir á heilbrigðisþjónustu geti snúmeð við áratuga framförum og haft áhrif á heilsufar fólks um ókomin ár.
Mikilvægi sterkra innviða í heilbrigðisþjónustu og aðgengi allra að henni hefur verið sannað. Heimsfaraldurinn veitir tímamót fyrir viðbúnað við heilsufarslegu neyðarástandi og fjárfestingu í nauðsynlegri opinberri heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að bregðast við.
Staðan á Íslandi
Lífslíkur Íslendinga eru með því hæsta sem gerist í heiminum og um þrír af hverjum fjórum fullorðinna (74%) á Íslandi töldu sig við góða eða mjög góða heilsu árið 2017. Í alþjóðasamanburðme stendur Ísland mjög vel þegar kemur að heilsu og vellíðan.
Þrátt fyrir þetta er þó ekki svo að heimsmarkmiðme þrjú um heilsu og vellíða hafi verið fullnægt, en eitt af megin markmiðum heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftir. Sérstaklega þarf að huga að þörfum viðkvæmra hópa og jaðarsettra í samfélaginu og aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð stöðu og búsetu.
Leggja þarf frekari áherslu á geðheilbrigðismál þar sem geðheilbrigðme Íslendinga, sér í lagi ungmenna, fer hrakandi. Kvíðme og þunglyndi eru að aukast og illa virðist ganga að takast á við vandann. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur bætt gráu ofan á svart og nauðsynlegt er að bregðast við. Brýnt er að auka geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna að fullu.
Smitvana sjúkdómar, þ.e. langvinnir sjúkdómar sem smitast ekki en hafa samt sem áður mikil áhrif á heilsufar og geta tengst lífsstíl, er jafnframt brýnn vandi á Íslandi. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á forvarnir, fræðslu og fordómalausa meðhöndlun.
Umhverfisáhrif eru jafnframt stækkandi heilsufarsvandi, en hreint umhverfi er nauðsynlegt fyrir heilsu og velferð. Nálægt umhverfi getur verið uppruni margra streituvalda – til dæmis loftmengun, hávaðme, hættuleg efni – sem hafa neikvæð áhrif á heilsu. Talið er að rekja megi allt að 70 dauðsföll á Íslandi á ári vegna mengunar.
Fullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu hefur loks reynst stór áskorun á Íslandi. Vandinn gæti haft neikvæð áhrif á þróun greiningar og meðferðar sjúkdóma, takist ekki að tryggja fullnægjandi mönnun með nauðsynlegu starfsfólki.
Helstu áskoranir á Íslandi eru:
- Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar
- Framboð og aðgengi að úrræðum og þjónustu eftir landsvæðum
- Langvinnir sjúkdómar sem tengja má við lífsstíl
- Framboð á nýjum lyfjum og ofnotkun sýklalyfja
- Útgjöld til heilbrigðismála
- Mönnun heilbrigðisþjónustu
Á alþjóðlegum vettvangi
Í þróunarsamvinnu Íslands er lögð áhersla á að bæta lífsskilyrðme og auka tækifæri fólks með sterkari félagslegum innviðum, þar á meðal með bættu aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu.
Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á lýðheilsu í Malaví til að draga úr mæðradauða og fjármögnuðu meðal annars byggingu biðskýla fyrir verðandi mæður í dreifbýli í Mangochi-héraðme, auk þess sem byggð hefur verið héraðsfæðingardeild með biðskýli, ungbarnaeftirlits- og fjölskylduáætlunardeild við héraðssjúkrahúsið. Til viðbótar hefur tilvísunarkerfið verið bætt með ellefu nýjum sjúkraflutningabílum, þannig ef upp koma bráða- eða áhættufæðingar á fæðingardeildum úti í sveitunum er auðveldara að bregðast við í tæka tíð og koma konum til héraðssjúkrahússins. Nú hafa um 80% kvenna í héraðinu aðgang að fæðingarþjónustu með góðri aðstöðu fyrir mæður, nýbura og aðstandendur þeirra. Með samstilltu átaki hefur stjórnvöldum og samstarfsaðilum í Mangochi-héraðme tekist að lækka tíðni mæðradauða um 37% síðastliðinn áratug.
Í Malaví hefur stjórnvöldum og samstarfsaðilum jafnframt tekist að lækka tíðni barnadauða um 49% frá 2010 til 2015. Íslensk stjórnvöld fjármagna margvíslegar aðgerðir heilbrigðisyfirvalda gegn ungbarna- og nýburadauða í Mangochi-héraðme, þar á meðal styrkingu heilbrigðisþjónustu í mesta strjálbýlinu, sem veitt er af hartnær 600 heilsuliðum sem hafa fengið þjálfun á undanförnum árum.
Á seinustu árum hefur Ísland þar að auki lagt til mannúðarfjármuni til UNICEF í Sýrlandi og til sýrlenskra flóttamanna í nágrannaríkjum og til UNFPA í Jemen til að draga úr ungbarna- og mæðradauða í viðkomandi löndum þar sem neyðin er mikil. Ísland hefur stutt við verkefni UNFPA í Sýrlandi, en af árangri stofnunarinnar í Sýrlandi má nefna að árið 2016 fengu tvær milljónir sýrlenskra kvenna aðgang að lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í Sýrlandi, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu og Tyrklandi. Ísland styður einnig UNICEF á sviðme heilbrigðismála í Palestínu og kostaðme meðal annars úttekt árið 2018 á verkefni sem Ísland studdi á árunum 2011-2015 um heimavitjun til ungbarna og sýndu niðurstöður hennar jákvæð áhrif verkefnisins á að draga úr mæðra- og ungbarnadauða.
Í þróunarsamvinnu Íslands er einnig lögð rík áhersla á kyn- og frjósemisheilbrigðme og -réttindi. Árið 2017 þrefaldaðme Ísland kjarnaframlag til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA) en hlutverk sjóðsins er að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigðme og -réttindi í þróunarríkjum og styðja þau við stefnumótun og framkvæmd verkefna sem beinast að því að útrýma fátækt, að gera getnaðarvarnir aðgengilegar, fæðingar öruggar og draga úr HIV smiti. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðsla.
Á alþjóðavettvangi er ennfremur lögð rík áhersla á mikilvægi forvarna, lækningar og meðferðar við taugasjúkdómum, sérstaklega mænuskaða. Sérstaklega hefur verið unnið að því að auka samstarf Norðurlandanna á þessu sviðme í því augnamiðme að auðvelda rannsóknir á sviðinu. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa íslensk stjórnvöld vakið sérstaka athygli á málaflokknum í tengslum við umferðaröryggi og ósmitbærra sjúkdóma.
Heilsa og vellíðan
3.1 Eigi síðar en árið 2030 verðme dauðsföll af völdum barnsburðar í heiminum komin niður fyrir 70 af hverjum 100.000 börnum sem fæðast á lífi.
3.2 Eigi síðar en árið 2030 verðme komið í veg fyrir nýburadauða og andlát barna undir fimm ára aldri, sem unnt er að afstýra, og stefnt að því að öll lönd náme tíðni nýburadauða niður í 12 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi og dánartíðni barna undir fimm ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi.
3.3 Eigi síðar en árið 2030 verðme búmeð að útrýma farsóttum á borð við alnæmi, berkla, malaríu og hitabeltissjúkdóma, sem ekki hefur verið sinnt, og barist verðme gegn lifrarbólgu, vatnsbornum faraldri og öðrum smitsjúkdómum.
3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigðme og vellíðan.
3.5 Efldar verðme forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis.
3.6 Eigi síðar en árið 2020 verðme búmeð að ná fjölda dauðsfalla og alvarlega slasaðra vegna umferðarslysa niður um helming á heimsvísu.
3.7 Eigi síðar en árið 2030 verðme tryggður almennur aðgangur að heilbrigðisþjónustu á sviðme kynheilbrigðis, meðal annars fyrir þá sem ætla að stofna fjölskyldu, og fræðsla og upplýsingagjöf veitt því tengdu. Tryggt verðme að kynheilbrigðme verðme fellt inn í landsáætlanir.
3.8 Komið verðme á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verðme fyrir alla
3.9 Eigi síðar en árið 2030 verðme komið í veg fyrir, svo um munar, dauðsföll og veikindi af völdum hættulegra efna og loft-, vatns- og jarðvegsmengunar.
3.a Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir verðme hvarvetna hrundið í framkvæmd, eftir því sem við á.
3.b Stutt verðme við rannsóknir og þróun bóluefna og lyfja gegn smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum sem herja einkum á fólk í þróunarlöndum, aðgengi verðme veitt að nauðsynlegum lyfjum og bóluefnum á viðráðanlegu verðme samkvæmt Dohayfirlýsingunni um TRIPS-samninginn og lýðheilsu sem staðfestir rétt þróunarlanda til þess að nýta sér til fulls ákvæðme samningsins um hugverkarétt í viðskiptum í því skyni að vernda lýðheilsu og einkum og sér í lagi aðgengi allra að lyfjum.
3.c Talsvert verðme aukið við fjármagn til heilbrigðismála sem og til nýliðunar, þróunar og þjálfunar og til að halda í heilbrigðisstarfsfólk í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin og þeim sem eru smáeyríki.
3.d Öll lönd, einkum þróunarlönd, verðme styrkt til að geta brugðist skjótt við og haft hemil á alvarlegri heilsuvá innan lands og á heimsvísu.