Heimsmarkmiðin – 5. Jafnrétti kynjanna

Að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld

Nú þegar maímánuður er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 5 – Jafnrétti kynjanna.

Við höldum áfram að kynnast heimsmarkmiðunum betur í gegnum þema hvers mánaðar. Í hverjum mánuðme út árið verður birt grein um eitt af heimsmarkmiðunum, ítarefni, upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðunum og lagt sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar.

Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Hvernig er hægt að innleiða þau í framtíðarstefnu og starfsemi?

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á árar getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags-umhverfisbreytingar, efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.

Óhætt er að að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu yfir öll mörk og mæri svo að það verði mögulegt.

5. Jafnrétti kynjanna

Jafnrétti kynjanna og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilatriði í vegferðinni að markmiðum sjálfbærrar þróunar. Konur eru helmingur heimsbyggðar nauðsynlegt er að raddir þeirra fái hljómgrunn, það er grunnforsenda fyrir því hinum 16 heimsmarkmiðunum verðme náð. Því er mikilvægt að tryggja aukna þátttöku og tækifæri kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Kynjaójöfnuður heldur ekki einungis aftur af konum, heldur mannkyninu í heild.

Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. 

Í skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem gefin var út í seinasta mánuðme kemur t.a.m. fram að því sem næst helmingur kvenna, í 57 ríkjum heims, hefur ekki vald til þess að taka ákvarðanir um eigin heilsu, getnaðarvarnir eða kynlíf. Staða kvenna hefur versnað á tímum kórónuveirufaraldursins og aldrei hafa jafn margar konur staðið frammi fyrir ógn af kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum eins og snemmbúnu hjónabandi.

Nauðsynlegt er að breyta þessu. Við þurfum að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæðme og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum.

 

Áhrif Covid-19

„Segja má að Covid-19 kreppa hafi konuandlit” sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8. mars s.l. 

Nú þegar er ljóst að Covid-19 heimsfaraldurinn hefur hægt enn frekar á vinnu aðildarríkja að því að ná fimmta heimsmarkmiðinu því merkja má töluvert bakslag í jafnréttismálum. Faraldurinn hefur verið olía á eld samhliða faraldurs kynbundins ofbeldis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í heimilisofbeldi, mansal, kynferðislega misnotkun, barnahjónabönd og ótímabærar þunganir ungra stúlkna.

Tilkynningum um kynbundið ofbeldi gegn konum hefur fjölgað gríðarlega síða heimsfaraldurinn braust út og ljóst er að faraldurinn hefur aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glíma við. Hann hefur þurrkað út árangur sem náðst hefur á mörgum árum í átt til jafnréttis kynjanna.

Konur eru 24% líklegri en karlar til að missa vinnuna og verða fyrir tekjuhruni. Kynbundinn launamunur sem var verulegur fyrir, hefur enn aukist. Jafnframt hefur ógreidd umönnun aukist verulega í ljósi fyrirskipana um að halda sig heima og skólalokanna, og leggst þessi vinna í miklum mæli á konur. Greining félagsins Femínísk fjármál á efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda í Covid-19 gefur til kynna að konur, þar af mikill fjöldi erlendra kvenna, sem störfuðu í ferðaþjónustu og tengdum þjónustugreinum séu meðal þeirra sem hafa orðmeð fyrir hvað verst úti fjárhagslega og að úrræði stjórnvalda hafi ekki náð til þessara hópa til jafns við aðra.

Rannsóknir sýna einnig að faraldurinn muni á heimsvísu þrýsta 47 milljónum kvenna og stúlkna til viðbótar í sárafátækt svo í heildina munu 435 milljónir kvenna og stúlkna lifa í sárafátækt 2021, þ.e. 13% kvenþjóðar heimsins.

Fjarnám og lokun skóla vegna Covid-19 kann jafnframt að grafa undan áratuga framþróun að auknu jafnrétti kynjanna þegar kemur að menntun, en óttast er að milljónir stúlkna fáme ekki tækifæri til að snúa aftur til skóla eftir heimsfaraldurinn. Fyrir margar stúlkur er skólinn ekki aðeins lykill að betri framtíð heldur líflína. Um alla heim eykst hætta á barneignum á unglingsaldri, þvinguðum hjónaböndum auk ofbeldis, og allt er þetta samtengt skólalokunum og dvínandi tækifærum stúlkna til menntunar.

Nauðsynlegt er að takast á við þetta stóra vandamál og bæta framtíðina. Endurreisnin að loknum faraldrinum gefur okkur tækifæri til að marka nýja og jafnari braut. Stuðnings- og hvata-áætlunum stjórnvalda ber að beinast sérstaklega að konum og stúlkum, þar á meðal með því að auka fjárfestingu í innviðum umönnunar. Formlega hagkerfið virkar eingöngu vegna þess að það er niðurgreitt í krafti ógreiddrar vinnu kvenna við umönnun.

 

Staðan á Íslandi

Vægi jafnréttismála hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi undanfarin ár og er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf og þróun málaflokksins á heimsvísu. Í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem birt var í mars 2021, kemur fram að jafnrétti kynja er hvergi meira en á Íslandi miðað við aðferðafræðme ráðsins. Ísland vermir fyrsta sæti listans, sem telur 156 lönd, tólfta árið í röð. Þrátt fyrir að Ísland sé langt komið í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna eigum við þó enn langt í land með að útrýma kynjaójafnvægi hér á landi. 

Jafnrétti kynjanna er mikilvægt mannréttindamál og jafnframt forsenda friðar, framfara og þróunar. Lagalegt jafnrétti íslenskra kvenna er meira en víða annars staðar í heiminum, bæðme þegar litið er til sögulegra áfanga í jafnréttisbaráttunni og með hliðsjón af mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins. Fyrstu íslensku heildarlögin um jafnan rétt og stöðu kynjanna voru sett árið 1976. Var þá mótuð opinber stefna í jafnréttismálum og Jafnréttisráð sett á stofn til að framfylgja lögunum. Nú að 45 árum liðnum er ljóst að kynferðme virðist enn hefta frelsi einstaklinga og að gera þurfi betur á mörgum sviðum.

Kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál og nauðsynlegt er að leggja áherslu á verkefni sem hafa að markmiðme að uppræta það. Kynbundið ofbeldi er eitt stærsta lýðheilsuvandamál íslensks samfélags en afleiðingar þess fyrir hvert samfélag eru í senn efnahagslegar, pólitískar, félags- og heilsufarslegar. 

Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld hafi aukið kynjajafnrétti að leiðarljósi í allri sinni stefnumótun og löggjöf. Með því stuðli stjórnvöld að því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum allra kynja og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Nauðsynlegt er að efla forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Efla verður réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, sinna forvörnum gegn ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum úrræðme og meðferð. Hér þarf sérstaklega að líta til aðstæðna og þarfa hópa kvenna sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi af öllu tagi, s.s. fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna. 

Stuðla þarf að sameiginlegri ábyrgð kynjanna á heimili og fjölskyldu til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðme og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Jafnframt er brýnt að leggjast í enn frekari aðgerðir til að tryggja fulla þátttöku kvenna á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála og á öðrum opinberum vettvangi, enda er það samfélaginu öllu til bóta.

Helstu áskoranir á Íslandi eru: 

 • Kynjaskipting starfa á vinnumarkaðme og kynbundið námsval
 • Misvægi kynja í efstu lögum atvinnulífsins 
 • Draga markvisst úr kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi
 • Hækka hlutfall feðra sem tekur fæðingarorlof

 

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Í íslenskri utanríkisstefnu er lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem endurspeglast bæði í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og í málsvarastarfi á alþjóðavettvangi. Kynjajafnrétti er jafnan forgangsmál þegar Ísland gegnir formennsku í svæðisbundnu samstarfi og voru jafnréttismál t.a.m. helsta áhersla Íslands í Mannréttindaráðme Sameinuðu þjóðanna.

Virðing fyrir mannréttindum kvenna og bann við mismunun á grundvelli kynferðis er grunnstefið í málflutningi stjórnvalda, meðal annars hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi, rétt kvenna til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í friðar- og öryggismálum, og mikilvægi þess að karlar beiti sér fyrir jafnrétti kynjanna, enda sé það lykillinn að sjálfbærri þróun og velsæld allra. 

Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæðme í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 og er sett fram sem sérstakt markmið auk þess sem lögð er frekari áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í verkefni og framlög til þróunarsamvinnu. 

Í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, og í áherslulöndunum, Mósambík, Palestínu og Afganistan, hafa kynjasjónarmið verið samþætt í verkefni á sviðme mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Auk þess styðja íslensk stjórnvöld við bakið á UN Women, einni af áherslustofnunum Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, sem sinnir samræmingarhlutverki jafnréttismála meðal stofnana Sameinuðu þjóðanna og vinnur að aukinni þátttöku kvenna á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála.

Stuðningur Íslands við Mannfjöldasjóð SÞ (UNFPA) styður jafnframt við valdeflingu kvenna og stúlkna en sjóðurinn vinnur út frá mannréttindamiðaðri þróunarsamvinnu með áherslu á kynjajafnrétti til að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi. Íslensk stjórnvöld styðja jafnframt við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem með þverfaglegum rannsóknum, kennslu og miðlun skal stuðla að kynjajafnrétti og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum. 

Frá árinu 2011 hefur Ísland notað aðferðafræði þróunarsamvinnunefndar OECD (OECD-DAC), svokallaða kynjajafnréttisstiku (e. Gender Equality Policy Marker), sem greinir framlög og verkefni með tilliti til þess hversu mikið þau stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Ísland er þriðja efsta ríki á lista DAC yfir hlutfall þróunarfjármagns sem rennur til jafnréttismála. Tölur frá árunum 2016 til 2018 sýna að 80% íslenskra framlaga fór til verkefna sem stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna.

 

Jafnrétti kynjanna

5.1 Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar. 

5.2 Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.  

5.3 Allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.

5.4 Ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviðme og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan fjölskyldunnar, þ.m.t. á heimilinu, eins og við á í hverju landi. 

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi. 

5.6 Tryggð verðme jöfn tækifæri og réttur allra til kynheilbrigðis, eins og samþykkt var með framkvæmdaáætlunum alþjóðaráðstefnunnar um mannfjölda og þróun og kvennaráðstefnunnar í Beijing sem og niðurstöðum skýrslna sem unnar voru í kjölfar ráðstefna þar sem staðan var endurskoðuð. 

5.a Gerðar verði umbætur til að tryggja konum jafnan rétt á sviðme efnahagsmála, eignarhalds á og yfirráða yfir landi og öðrum eignum, jafnan rétt á arfi og jafnt aðgengi að fjármálaþjónustu og náttúruauðlindum í samræmi við landslög.  

5.b Notast verði við tækniaðferðir, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni, í því skyni að styrkja stöðu kvenna.

5.c Sett verði öflug stefna og raunhæf lög sem stuðla að kynjajafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna á öllum sviðum.

Námskeið fyrir kennara um Heimsmarkmiðin

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun í haust standa fyrir námskeiði fyrir kennara um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Kennarar virðast upp til hópa allir af vilja gerðir til að innleiða heimsmarkmiðin inn í sína kennslu en hins vegar hafa margir haft á orði að þeim vanti tæki og tól til þess, þ.e. hvernig eigi að kenna heimsmarkmiðin,“ segir Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO skóla hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Námskeiðið verður grunnnámskeið um heimsmarkmiðin, markmið og tilgang þeirra og hvernig kennarar geta nýtt þau í kennslu,“ segir Kristrún. „Það er nefnilega ekki nóg að vera með heimsmarkmiðaveggspjaldið upp á vegg í öllum skólum heldur verður einnig að innleiða heimsmarkmiðin í kennsluna og allt skólasamfélagið.“

Kristrún segir marga kennara nú þegar vera að vinna eftir heimsmarkmiðunum þrátt fyrir að gera sér kannski ekki alltaf grein fyrir því. „Ein fjöruferð með nemendum þar sem nemendur fá fræðslu um lífríki sjávar uppfyllir t.d. heimsmarkmið nr. 14 um líf í vatni og heimsmarkmið 4, menntun fyrir alla.“

Að sögn Kristrúnar fékk Félagið styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að halda námskeiðið. „Við erum svo heppin að fá frábæran kennara til að kenna á námskeiðinu, Evu Harðardóttur, sem býr yfir mikilli reynslu. Eva er uppeldis- og menntunarfræðingur og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknaráhersla hennar í doktorsnámi snýr að ungu flóttafólki, alþjóðlegri borgaravitund og inngildandi menntun. Eva hefur starfað sem aðjúnkt við MVS. Hún hefur kennt fjölmörg námskeið m.a. um lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungs fólks. Eva hefur mikla þekkingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hefur m.a. byggt námskeið sín á þeim grunni. Þá starfaði Eva sem menntunarsérfræðingur á vegum UNICEF í Malaví frá 2013-2016.“

Kristrún segir Félag SÞ binda miklar vonir við námskeiðið og voni að sem flestir kennarar nýti sér þetta tækifæri til að fræðast um heimsmarkmiðin. Námskeiðið, sem áætlað er að verði haldið fyrri part ágústmánaðar, stendur yfir í einn dag og verður verði stillt í hóf. Kennarar geta sótt um styrk fyrir námskeiðinu úr Endurmenntunarsjóði kennara. Námskeiðið verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis

Frelsi fjölmiðla um allan heim fer þverrandi. Á sama tíma hefur þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri. Blaðamennska og fjölmiðlafrelsi eru hornsteinn heilbrigðs lýðræðis. Á Alþjóðlegum degi fjölmiðlarfrelsis, 3.maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna.

3.maí halda Sameinuðu þjóðirnar og Mennta-,vísinda og menningarmálastofnun SÞ (UNESCO) Alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun.

Hættulegt starf  

Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlarfrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.

Ekki nóg með það heldur kunna blaðamenn að hafa týnt lífi vegna starfa sinna. Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993, þegar Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis var haldinn í fyrsta sinn, hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla. 

Á síðastu árum hafa morðin á Jamal Khashoggi frá Sádi Arabíu og sænsku blaðakonunni Kim Wall vakið sérstaka athygli.  Jamal Khashoggi hvarf eftir að hann heimsótti sendiráð lands síns í Tyrklandi 2018. Kim Wall hvarf 2017 þega hún var að vinna að frétt um heimasmíðaðan kafbát í Danmörku. Bæði týndu þau lífi sínu við störf sín.

Það sem af er þessu ári, 2021, hefur UNESCO heimildir um 15 blaðamenn sem hafa misst líf sitt við vegna starfs síns.

Ísland fellur niður um sæti í vísitölu um fjölmiðlafrelsi

Árið 2021 féll Ísland niður um eitt sæti á lista Blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi og vermir nú í sextánda sætið. Í umsögn samtakanna  um Ísland segir að samskipti fjölmiðla og stjórnmálafólks hafi farið versnandi síðustu ár. Þá hafi hrunið 2008 haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu fjölmiðla hér á landi sem séu verr í stakk búnir til þess að takast á við þrýsting frá hagsmunaaðilum. Loks er minnst á Samherjaskjölin og viðbrögð Samherja við þeirri umfjöllun. Blaðamenn án landamæra segja Samherja hafa sett á fót ófrægingarherferð gegn fjölmiðlafólki sem fjallaði um málið. Fjölmiðlafrelsi er mest í Noregi, fimmta árið í röð. Næst á eftir koma Finnland, Svíþjóð og Danmörk.

Upplýsingar eru almannagæði

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsisÞema alþjóðadags fjölmiðlafrelsis snýst að þessu sinni um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna ber með hvaða hætti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og mótttöku efnis til þess að efla blaðamennsku.  

Fjölmiðlar og þróun fjölmiðla geta aukið tjáningarfrelsi. Slíkt er framlag til friðar, sjálfbærni, upprætingu fátæktar og mannréttinda.

Heismarkmiðin ná til fjölmiðlarfrelsis en fjallað er um það málefni í markmkiði númer 16 sem snýst um frið, réttlæti og öflugar stofnanir.   

Alþjóðlegur dagur fjöliðlafrelsisDagana 29.apríl til 3.maí halda UNESCO og ríkisstjórn Namibíu heimsráðstefnu í Windhoek. Á ráðstefnunni eru ræddar hugmyndir um hvernig er hægt að glíma við þær áskoranir sem felast í umhverfi fjölmiðla á netinu, sem og um hvernig hægt er að auka gegnsæi net-fyrirtækja, efla öryggi blaðamanna og bæta vinnuskilyrði þeirra.  

Að styðja og verja

3.maí er líka dagur umhugsunar hjá fjölmiðlafólki um fjölmiðlafrelsi og siðareglur stéttarinnar. Staðbundin blöð eru hreinlega í útrýmingarhætti og COVID-19 faraldurinn hefur bæst ofan á erfiða stöðu. Grípa þarf til aðgerða til að tryggja efnahagslega framtíð fréttamiðla.

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er dagur stuðnings við fjömiðla sem eiga undir högg að sækja vegna árása á fjölmiðlafrelsi.

Vika tískubyltingarinnar – sjálfbærni og tískuiðnaðurinn

Þessa viku, vikuna 19.-25. apríl fer fram Vika tískubyltingar (e. Fashion Revolution Week) sem hefur það að markmiði að bæta tískuheiminn og gera hann sjálfbærari. Tískubyltingarvikan er haldinn ár hvert í kringum daginn sem að Rana Plaza verksmiðjan hrundi og olli dauða 1.138 manns þann 24. apríl 2013.

Í ár er áhersla vikunnar á mannréttindi og réttindi náttúrunnar. Markmiðið er að sýna fram á tengsl mannréttinda og réttinda náttúrunnar. Tískuiðnaðurinn hefur í gegnum tíðina brotið á mannréttindum fólks sem starfar í aðfangakeðjunni. Það hafa flestir heyrt um slæma vinnuaðstöðu þeirra sem sauma flíkurnar og bágborin kjör þeirra. Sem betur fer er aukin vitundarvakning og ákall neytenda farin að hafa áhrif á aðbúnað verkafólks í textíl- og fataiðnaðinum. Tískuiðnaðurinn hefur einnig mikil áhrif á umhverfið og náttúruna.

 • Framleiðsla á fatnaði og skóm á 10% hlut í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Það er meira samanlagður hlutur flug- og skipaumferðar.
 • Árlega henda Evrópubúar um 11 kílóum af fatnaði á mann í ruslið í stað þess að gefa.
 • Þvottur gerviefna sendir 0,5 milljón tonn af örplasti í sjóinn. Það er 35% af því örplasti sem losnað hefur út í umhverfið.
 • Árið 2015 notaði textíl- og fataiðnaðurinn 79 milljarða rúmmetra af vatni.
 • 700 lítrar af vatni eru notaðir við framleiðslu á einum stuttermabol. Það er jafnt á við það magn af vatni sem að einstaklingur drekkur á tveimur og hálfu ári.

Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið þátt í verkefnum sem ýta undir aukna sjálfbærni í tískuiðnaðinum með því að fá fyrirtæki í tískuiðnaðinum til þess að innleiða heimsmarkmiðin í starfsemi sína. Einnig með því að auka vitund fólks á áhrif tískuiðnaðarins á sjálfbæra þróun.

Þau heimsmarkmið sem tengjast einna helst inn í tískuiðnaðinn eru:

 • Heimsmarkmið 4: menntun fyrir alla
 • Heimsmarkmið 8: góð atvinna og hagvöxtur
 • Heimsmarkmið 9: nýsköpun og uppbygging
 • Heimsmarkmið 12: sjálfbær neysla og framleiðsla
 • Heimsmarkmið 13: aðgerðir í loftslagsmálum
 • Heimsmarkmið 14: líf í vatni
 • Heimsmarkmið 15: líf á landi
 • Heimsmarkmið 16: friður og réttlæti
 • Heimsmarkmið 17: samvinna um markmiðin

Fyrir okkur sem eru neytendur er mikilvægt að vera meðvituð um hvaðan fötin okkar koma, hver framleiðir? Úr hvernig efnum eru fötin (lífræn, gerviefni, endurunnin)? Þarf ég að kaupa ný? Vantar mig þetta? Er hægt að gera við flíkina?

Aðstandendur Tískubyltingarvikunnar taka saman gagnlegar upplýsingar fyrir alla hagsmunaaðila, frá neytendum til framleiðanda. Þá gefa þau út skýrslu með niðurstöðum úttektar á helstu tískufyrirtækjunum og söluaðilum þar sem mat er lagt á gagnsæi aðfangakeðjunnar. Hægt er að nálgast nýjustu skýrsluna hér. Á heimasíðunni þeirra er einnig að finna námsefni fyrir kennara.

Við þurfum einnig að tryggja að fötin okkar endi ekki í ruslinu, heldur að þau séu gefin áfram eða endurunninn. Rauði Krossinn á Íslandi tekur við öllum fötum og sendir annað hvort í endurvinnslu, gefur til þeirra sem á þurfa að halda eða selja á fatamarkaðinum sínum.

 

9. þáttur af Hvað getum við gert? sem sýndur var 12. apríl á RÚV fjallar um áhrif hraðtísku og offramleiðslu fatnaðar á umhverfið. Hægt verður að horfa á þáttinn og þáttaröðina í heild á www.hvadgetumvidgert.is

Allt okkar framlag, hversu smátt sem það er, í þágu sjálfbærni skiptir máli. Við erum öll heimsmarkmiðaverðir!

 

 

 

Heimildir og ítarefni:

https://www.europarl.europa.eu/news/en/headlines/society/20201208STO93327/the-impact-of-textile-production-and-waste-on-the-environment-infographic

Heimasíða Fashion Revolution Week: https://www.fashionrevolution.org/

https://sustainabledevelopment.un.org/partnership/?p=28041

Frítt námskeið í gegnum netið um framtíð tískuheimsins og heimsmarkmiðin: https://www.futurelearn.com/courses/fashion-s-future-and-the-un-sustainable-development-goals-

www.hvadgetumvidgert.is

 

 

 

 

 

Heimsmarkmiðin – 4. Menntun fyrir alla

Að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi

þegar aprílmánuður er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 4 – menntun fyrir alla.

Út árið munum við kynnast heimsmarkmiðunum betur í gegnum þema hvers mánaðar. Birt verður grein um eitt af heimsmarkmiðunum, ítarefni, upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðunum og lagt sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar. Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig er hægt að innleiða þau í framtíðarstefnu og starfsemi.

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á árar getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags-umhverfisbreytingar, efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.

Óhætt er að að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu yfir öll mörk og mæri svo að það verðme mögulegt.

 

4. Menntun fyrir alla

Menntun er ekki aðeins grundvallarmannréttindi heldur felast í henni réttindi sem leysa úr læðingi önnur mannréttindi. Þau eru sameiginleg gæðme og einn af helstu drifkröftum framfara í öllum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Menntun er lykillinn að betri framtíð og er í raun grunnurinn að því að fólk fái notið þeirra samfélagslegu gæða sem í kringum það er, hvort sem þau eru efnahagsleg, félagsleg eða menningarleg. Menntun gefur einstaklingum tækifæri til að brjótast úr fátækt og til að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu sem þeir tilheyra, til dæmis með þátttöku í kosningum.

Menntun er mikilvæg til að auka réttindi kvenna með því að virkja þær og efla. Menntun er einnig mikilvæg til þess að vernda börn gegn hvers konar misnotkun, til þess að virkja mannréttindi og lýðræði, sem og hún eykur skilning fólks á mikilvægi umhverfisverndar.

Mikilvægi menntunar er óumdeilanleg og nauðsynlegt er að tryggja aðgengi allra að góðri grunnmenntun. Það eru réttindi, ekki forréttindi, að njóta menntunar.

 

Áhrif Covid-19

Covid-19 faraldurinn hefur valdið mestu truflun á menntun sem um getur. Ef ekki er brugðist við kunna milljónir barna að verða fyrir óbætanlegum skaða.

168 milljónir barna hafa ekki geta mætt í skólann í nánast heilt ár vegna skólalokana í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar. Ennfremur hafa um það bil 214 milljónir barna – eða 1 af hverjum 7 á heimsvísu – misst af meira en þremur fjórðu af skólaárinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) birti á dögunum.

Til að vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í menntamálum vegna kórónaveirunnar afhjúpaði UNICEF á dögunum innsetninguna „Pandemic Classroom“ við höfuðstöðvar sínar í New York. Er innsetning búin til úr 168 tómum skólaborðum og skólatöskum og táknar hvert borð milljón börn sem hafa ekki komist í skólann í heilt ár. Með innsetningunni vildi UNICEF senda skilaboð til ríkisstjórna heimsins um að forgangsraða opnun skóla og að bæta aðgang að menntun fyrir þær milljónir barna sem hafa ekki getað stundað fjarnám á meðan á lokunum stendur.

Það þarf ekki að velkjast í vafa um hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla getur haft á börn, ungmenni og samfélög í heild. Meirihluti skólabarna í heiminum treystir á skólann sem ekki einungis stað til að læra heldur einnig stað þar sem þau geta átt samskipti við jafnaldra sína, fengið sálræna aðstoð, bólusetningar og heilbrigðisþjónustu. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft næringarríkasta máltíðin sem börn fá þann daginn. Jafnframt er varað við því að því lengur sem röskun er á skólastarfi og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta er á að börn flosni alveg upp úr námi. Annað ár heimsfaraldursins er að hefjast og óttast er að tala barna utan skóla muni aukast um 24 milljónir vegna farsóttarinnar.

Fjarnám og lokun skóla kann jafnframt að grafa undan áratuga gamalli framþróun að auknu jafnrétti kynjanna í menntun og á fleiri sviðum. Um allan heim eykst hætta á barneignum á unglingsaldri, snemmbærum þungunum og þvinguðum hjónaböndum auk ofbeldis. Fyrir margar stúlkur er skólinn ekki aðeins lykill að betri framtíð heldur líflína.

Áður en heimsfaraldurinn reið yfir sátu 130 milljónir stúlkna í heiminum ekki á skólabekk. Að mati Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) eiga 11 milljónir stúlkna til viðbótar á hættu að eiga ekki afturkvæmt á skólabekk. 

 

Staðan á Íslandi

Ákvæði í íslenskum lögum falla vel að heimsmarkmiðunum, svo sem um rétt allra til menntunar, gildi menntunar fyrir einstaklinga og samfélag og tengsl almennrar menntunar, lýðræðis og mannréttinda, jafnréttis, menningar og sjálfbærni. Meginmarkmið stjórnvalda er að skapa umhverfi fyrir eflingu menntunar í landinu og veita öllum viðeigandi undirbúning og tækifæri til frekara náms eða starfa og virka þátttöku í samfélaginu. Kjarni íslenskrar menntastefnu á leik- og grunnskólastigi hverfist um grunnþættina: læsi, lýðræðme og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigðme og velferð, sjálfbærni og sköpun. 

Íslenskt samfélag stendur þó frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar kemur að menntamálum og er mikilvægt að leggja áherslu á að skilja engan eftir

Huga þarf sérstaklega að þörfum nemenda af erlendum uppruna, leggja áherslu á jafna stöðu og tækifæri þeirra til menntunar. Tryggja þarf stuðning á öllum skólastigum, meðal annars með aukinni áherslu á kennslu í móðurmáli og stuðla að virku tvítyngi. Jafnframt þarf að leggja áherslu á að þekking og reynsla innflytjenda sé metin.

Helstu áskoranir á Íslandi eru:

 • Efla læsi og tryggja framtíð íslenskrar tungu
 • Fjölga kennurum
 • Fjölga nemendum í verk- og tækninámi
 • Vinna gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum
 • Menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku

 

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Þrátt fyrir verulegar úrbætur alþjóðlega í aðgengi barna að grunnskólamenntun vantar töluvert upp á að alþjóðlegum þróunarmarkmiðum sé náð og er gæði menntunar víða ábótavant. Menntun er því lykilþáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Áhersla er lögð á menntun barna ásamt uppbyggingu fagþekkingar innan áherslusviða Íslands, en um þessar mundir rekur Ísland meðal annars menntaverkefni í Malaví, Úganda og í Palestínu. 

Íslensk stjórnvöld styðja einnig við starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en fagfólk frá þróunarlöndum hefur þann möguleika að læra við skólana endurgjaldslaust. Skólarnir vinna að uppbyggingu fagþekkingar í þróunarlöndum í málefnum jarðhita, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis og stuðla þannig jafnframt að framgangi annarra markmiða. Ísland tekur ennfremur þátt í ýmiss konar alþjóðlegri samvinnu á sviði kennaramenntunar. 

 

Menntun fyrir alla

4.1 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun. 

4.2 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir eigi þess kost að þroskast og dafna frá unga aldri, fá umönnun og leikskólamenntun til að búa þau undir grunnskóla.  

4.3 Eigi síðar en árið 2030 verði öllum konum og körlum tryggður jafn aðgangur að góðu tækni-, starfs- og framhaldsnámi, þar á meðal á háskólastigi, á viðráðanlegu verði. 

4.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ungmennum og fullorðnum með hagnýta kunnáttu fjölgað umtalsvert, þar á meðal á sviði tækni- og starfsmenntunar, til þess að geta gegnt viðeigandi störfum, fengið mannsæmandi vinnu og stundað frumkvöðlastarfsemi. 

4.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi kynjamismunun í menntakerfinu verið afnumin og jafn aðgangur að námi á öllum stigum tryggður og starfsþjálfun fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, þar á meðal fyrir fatlað fólk, frumbyggja og börn sem búa við erfiðar aðstæður. 

4.6 Eigi síðar en árið 2030 verðme tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning.

4.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.

4.a Byggð verðme upp og endurbætt aðstaða til menntunar fyrir börn, óháð kyni, svo að allir geti lært í öruggu og friðsamlegu umhverfi án aðgreiningar, fatlaðir sem aðrir. 

4.b Eigi síðar en árið 2020 hafi námsstyrkjum sem standa þróunarlöndum til boða verið fjölgað um heim allan, einkum í þeim löndum sem eru skemmst á veg komin, þ.e. smáeyríkjum og Afríkuríkjum, til að efla háskólamenntun í þróunarlöndum, þar á meðal starfsnám og upplýsinga- og samskiptatækni, tækninám, verkfræðme og raunvísindi.

4.c Eigi síðar en árið 2030 verði framboð á menntuðum og hæfum kennurum aukið verulega, meðal annars með alþjóðlegri samvinnu um kennaramenntun í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin og smáeyríkjum.

Alþjóða heilbrigðisdagurinn

COVID-19 Hjúkrunarfólk
Mynd: Landsspítali/Þorkell Þorkelsson

 

Að njóta heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi. Í dag, þann 7. apríl, fögnum við Alþjóða heilbrigðisdeginum. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Öllum ber að njóta aðgangs að grundvallar og gæða heilbrigðisþjónustu hverjir sem þeir eru og hvar sem þeir búa. Enginn ætti að þurfa að sligast undan kostnaði.

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt fram á hversu brýnt er að öllum heimsbúum standi til boða læknismeðferð og nauðsynleg bóluefni sem gagnast samfélaginu í heild sinni.

Tryggja ber hverri einustu manneskju aðgang að góðri heilsugæslu án þess að verða fátækt að bráð.

Margir verða að borga offjár fyrir heilsuna

Langur vegur er frá því að heilbrigðisþjónusta standi öllum veraldarbúum til boða. Ein ástæða þess að margir mega þola örbirgð er sú að þeir verða að borga offjár fyrir heilsugæslu. Ekki nægir hins vegar að útvega heilbrigðisþjónustu til að ráða bót á allra brýnustu kvillum og slysum. Einnig ber að sinna forvörnum. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur veraldarleiðtoga til að standa við þau fyrirheit sem gefin voru þegar heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt árið 2015. Grípa þarf til raunhæfra aðgerða og gangast undir skuldbindingar til þess að efla heilbrigði fólks hvarvetna.  

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur til þess í ávarpi á Alþjóða heilbrigðisdaginn að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu.

“Nú þegar sér fyrir endann á COVID-19 faraldrinum ber að hrinda í framkvæmd stefnumörkun og tryggja fjármagn til þess að allir njóti sömu heilbrigðis-úrræða… Við skulum skuldbinda okkur á Alþjóða heilbrigðisdeginum að vinna saman að heilbrigðari og sanngjarnari heimi.”

10. æskulýðsráðstefna Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC)

Æskulýðsráðstefna Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) hefst í dag og stendur yfir dagana 7. og 8. apríl 2021. Ráðstefnan fer fram á netinu, er ókeypis og opin öllum. Hægt er að skoða dagskrá og taka þátt hér.

Ráðstefnan fagnar 10 ára afmæli sínu í ár, en hún hefur verið haldin árlega síðan 2011. Ráðstefnan veitir alþjóðlegan vettvang fyrir opinskátt samtal á milli aðildarríkja og ungra leiðtoga hvaðanæva að úr heiminum um lausnir á þeim áskorunum sem hafa áhrif á velferð ungs fólks. Hún veitir einnig einstakt rými fyrir ungt fólk til að deila sinni framtíðarsýn og aðgerðum, sem og til að fá æskulýðssjónarmið á framkvæmd Dagskrár 2030 og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Í ár munu heildarþemu ECOSOC og HLPF (High-level Political Forum on Sustainable Development) fyrir árið 2021 stýra dagskrá ráðstefnunnar: „Sjálfbær og óbugandi endurheimt frá COVID-19 heimsfaraldrinum, sem stuðlar að efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum þáttum sjálfbærrar þróunar: Að byggja árangursríka leið til árangurs Dagskrár 2030 fyrir okkur öll, í samhengi við áratug aðgerða og framkvæmda fyrir sjálfbæra þróun.” Jafnframt verður hugað sérstaklega að þeim heimsmarkmiðum sem aðildarríkin hafa valið til ítarlegrar umræðu á HLPF 2021, þ.e. heimsmarkmið 1, 2, 3, 8, 10, 12, 13, 16 og 17.

Á ráðstefnunni munu æskulýðsleiðtogar hvaðanæva að úr heiminum munu fá tækifæri til að eiga samskipti við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, fulltrúa ungmenna, stefnumótandi aðila og aðra viðeigandi hagsmunaaðila í borgaralegu samfélagi og einkageiranum. Opið er fyrir spurningar og geta allir tekið þátt.

Ráðstefnan er opin öllum og er hægt að finna dagskrá og taka þátt hér.

Áratugur hafrannsókna

Höfin og lífið í sjónum eiga sífellt meir undir högg að sækja vegna ágengni mannsins. Rannsóknir á hafinu skipta sköpum um skilning okkar á hafinu og liggja til grundvallar viðnámi gegn loftslagsbreytingum og Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað áratuginn 2021-2030 hafrannsóknum í þágu sjálfbærrar þróunar. Markmiðið er að vekja til vitundar, efla rannsóknir og vernd hafsins.

Áratugur hafsins er einstakt tækifæri fyrir þjóðir heims til að vinna saman að því að styðja alþjóðlegar hafrannsóknir í þágu sjálfbærrar þróunar úthafanna sem allt mannkyn deilir.

Heilbrigði hafanna 

Í Heimsmarkmiði 14 – Líf í vatni – er mörkuð sú stefna að  vernda beri og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Það tengist sjálfbærum hagvexti, upprætingu fátæktar, fæðuöryggi og sjálfbæru lífsviðurværi.

Sjónum stafar meðal annars ógn af loftslagsbreytingum, mengun sjávar, ósjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar og breytingum og eyðileggingu landslags og umhverfis stranda og sjávar. Rýrnun og eyðilegging vistkerfa stranda og sjávar hafa skaðað lífsgæði fólks um víða veröld.

Höfin okkar hafa margvísleg áhrif á líf okkar. Sjórinn drekkur í sig 90% af hita sem lokast inni vegna áhrifa losunar gróðurhúsalofttegunda. Hann verður fyrir barðinu á loftslagsbreytingum af miklum þunga. Hafið virkar líka sem flutningskerfi og hitastillir jarðar og er hreyfiafl veðurfars og loftslags.

Að efla hafrannsóknir 

Allir jarðarbúar deila hafinu enda styður það líf á jörðinni. Engu að síður er það að miklu leyti ókannað. Hafið liggur til grundvallar nær allra Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og því skiptir þekking á því sköpum um framgang þeirra.Heilbrigði og fjölbreytni lífríkis sjávar er þýðingarmikð því mannkynið reiðir sig á margan hátt á hafið og þær vörur og þjónustu sem þangað má sækja.

Þrátt fyrir mikilvægi hafsins eru hafrannsóknir vanfjármagnaðar. Þá er kunnátta, fjármagn og hæfni misskipt á milli heimshluta að því er fram kemur í Alþjóðlegri hafrannsóknaskýrslu UNESCO. 82% allrar útgáfu um vísindi hafsins mátti rekja til aðeins 45 ríkja á árabilinu 2010-2018. Norðurlöndin státa af einhverju hæsta hlutfalli vísindamanna á þessu sviði miðað við höfðatölu. Þar að auki liggja upplýsingar um hafið ekki alltaf á lausu. Gegnsæi er mikilvægt í vísindum til þess að hægt sé að bregðast við vanda.

Ekki er síður mikilvægt að efla alþjóðlega samvinnu enda er það eitt helsta markmið áratugar hafsins. Markmiðið er að greiða fyrir tengslum á milli vísindarannsókna og nýsköpunar í vísindum hafsins annars vegar og þarfa samfélagsins hins vegar. Þannig getur áratugur hafsins virkað sem sameiginlegur rammi til að tryggja að haffræði styðji ríki við að framfylgja Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Áratugurinn framundan

Áratug sjávar ber að vera aflvaki breytinga og efla og greiða fyrir vísindum hafsins. Það ber að gera á djarfan og framsýnan hátt með samstarfi fræðigreina og nýtingu staðbundinnar þekkingar, sérstaklega frumbyggja. Þá ber að hafa kynslóða-, kynbundna-, og landfræðilega þætti í huga í öllum aðgerðum. Mikilvægt er að áratugur hafsins, hvort heldur sem er aðgerðir eða niðurstöður hans, feli í sér annað og meira en kyrrstöðu. Brýn þörf er á byltingu í vísindum sjávar.

Rétt er að nota niðurstöður síðustu skýrslu um stöðu vísinda hafsins til grundvallar til að meta árangur. Enn á síðan eftir að meta áhrif COVID-19 faraldursins á hafið.

Jafnréttisráðstefnan: Kynslóð Jafnréttis 29.-31. mars

Alþjóðlega jafnréttisráðstefnan Kynslóð jafnréttis stendur dagana 29. – 31. mars. Ráðstefnan er haldin á Zoom – Ókeypis og öllum opin. Opið er fyrir skráningu hér.

Ráðstefnan er fyrri hluti átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis sem ýtt var úr vör af UN Women í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking og samþykktar framkvæmdaáætlunar um jafnréttismál (Pekingáætlunin). UN Women efnir til átaksins í samstarfi við ríkisstjórnir Mexíkó og Frakklands.

Markmið ráðstefnunnar er að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur, nú fimm árum eftir að ríki heims komu sér saman um Heimsmarkmiðin. Í ljós hefur komið að Heimsmarkmið 5 – Jafnrétti Kynjanna, er það markmið sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eiga lengst í land með. Nú þegar er ljóst að heimsfaraldurinn COVID-19 hefur hægt enn frekar á vinnu aðildarríkjanna að því að ná fimmta markmiðinu því merkja má bakslag í jafnréttismálum. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi gegn konum hefur fjölgað gríðarlega síðan heimsfaraldurinn braust út, aukning hefur orðið í barnabrúðkaupum og ótímabærum þungunum ungra stúlkna, auk þess sem óttast er að milljónir stúlkna fái ekki tækifæri til að snúa aftur til skóla eftir heimsfaraldurinn.

Hvað er Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality)?

Generation Equality eða Kynslóð jafnréttis er átak UN Women sem Mexíkó og Frakkland leiða. Markmiðið er að láta raunveruleg réttindi kvenna verða að veruleika og tryggja kynjajafnrétti.

Átakinu Kynslóð jafnréttis verður hleypt af stokkunum í Mexíkó og er markmið fundarins að:

 • Kynna afurðir sex aðgerðabandalaga Kynslóðar jafnréttis og kalla eftir bráðum aðgerðum til framkvæmdar og fjármagns.
 • Þróa marghliða femíníska dagskrá til að skerpa á framtíðarsýn Generation Equality Forum sem haldið verður í París.
 • Samþætta fjölþjóðlegt bandalag ríkja til að stuðla að jafnréttisáætlun í öllum ríkjum.
 • Á ráðstefnunni fara fram umræður sem fjalla um skipulegar og kerfislegar hindranir sem koma í veg fyrir raunverulegt jafnrétti kynja og mannréttindi kvenna og stúlkna.
 • Ráðstefnan felur í sér raunverulegt tækifæri til að stuðla að fullri framkvæmd Peking áætlanarinnar.

Markmið ráðstefnunnar er að styrkja rödd feminískra ungmenna- og kvennasamtaka og hreyfinga um allan heim og eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum.

Á fundinum kynna sex aðgerðabandalög Kynslóðar jafnréttis (e. Action Coalitions of Generation Equality) markmið sín til næstu fimm ára:

 1. Aðgerðabandalag gegn kynbundnu ofbeldi (e. Gender-based Violence)
 2. Aðgerðabandalag um efnahagsleg réttindi og réttlæti (e. Economic justice and rights)
 3. Aðgerðabandalag um líkamlegt sjálfræði og kyn- og frjósemisréttindi (SRHR) (e. Bodily autonomy and sexual and reproductive health and rights)
 4. Aðgerðabandalag um feminískar aðgerðir í þágu loftslagsréttlætis (e. Feminist action for climate justice)
 5. Aðgerðabandalag um tækni og nýsköpun í þágu kynjajafnréttis (e. Technology and innovation for Gender Equality)
 6. Aðgerðabandalag um feminískar hreyfingar og forystu (e. Feminist movements and leadership)

Ísland er meðal forysturíkja átaksins og leiðir aðgerðabandalagið um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ.

Fjögur markmið aðgerðabandalags gegn Kynbundnu ofbeldi verður kynnt á fundinum. Fyrir málflutningi íslenskra stjórnvalda fara tvær starfskonur UN Women á Íslandi, en þær eru áheyrnarfulltrúar Stýrihóps íslenskra stjórnvalda sem vinnur að samþættingu aðgerða.

Ég vil skrá mig á fundinn

Alþjóða ferskvatnsdagurinn

Ferskvatn er lífsnauðsynlegt fyrir líf okkar, heilsu og velferð. Það er nauðsynlegt vegna hreinlætis, til matargerðar- og framleiðslu. Engu að síður hafa 2.2 milljarðar manna ekki aðgang að öruggu ferskvatni. Í dag, 22. mars, fögnum við alþjóða ferskvatnsdeginum, en megináhersla hans er að stuðla að heimsmarkmiði 6: hreint vatn og hreinlætisaðstaða fyrir alla fyrir árið 2030.

Brýnt er að almenningur og stjórnendur vinni saman að því að vernda það ferskvatn sem til er í heiminum, nýti það á ábyrgan hátt og endurvinni með skilvirkum hætti. Aðgangur allra að ferskvatni er frumskilyrði þess að hægt sé að stöðva útbreiðslu heimsfaraldra, líkt og COVID-19. Jafnframt hefur aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu verið viðurkenndur sem mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Alþjóða ferskvatnsdagurinn

Þá er kastljósinu beint að vatni sem grundvelli góðs lífs og velmegunar. Ferskvatns er þörf hvarvetna, þar á meðal í landbúnaði, umhverfi, heilbrigði og viðskiptum. Ferskvatnsdagurinn á rætur að rekja til Leiðtogafundar Jarðar í Rio de Janeiro og er markmið hans að efla ábyrga nýtingu vatns.

Vernda ber vatnsból til að tryggja framgang heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og tryggja öllum jarðarbúum aðgang að hreinu og öruggu vatni. Ósjálfbær vatnsnotkun og loftslagsbreytingar eru skyld fyrirbæri og takast verður á við þau samtímis.

Nýta ber tæknilegar nýjungar og aðferðir til þess að nýta vatnsbirgðir á ábyrgan hátt, bæði með því að auka skilvirkni og endurnýta. Heimsmarkmið númer 6 leggur áherslu á vandamál við núverandi vatnsnotkun, sem og að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að ferskvatni sem skiptir sköpum í okkar daglega lífi.

Vatnsskortur

Skortur á aðgangi að vatni skapar hættu, ekki síst í þróunarríkjum. Dag hvern deyja um það bil eitt þúsund börn vegna þess að þau fengu ekki nægt öruggt drykkjarvatn. Heilbrigði og velferð samfélaga er stefnt í hættu vegna skorts á ferskvatni. Milljónir verða að gera sér að góðu að ganga örna sinna á víðavangi.

Vatn er þýðingarmikið í því að uppræta heimsfaraldurinn sem kenndur er við COVID-19. Handþvottur er eitt þeirra ráða sem til eru, til að forðast smit. Torvelt er að uppræta faraldurinn fyrr en allir jarðarbúar hafa aðgang að hreinu vatni.

Í tilefni alþjóða ferskvatnsdagsins verður ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt þar sem tekin eru saman helstu ráð handa almenningi og þeim sem taka stefnumarkandi ákvarðanir um hverju þarf að breyta um notkun og stýringu vatnsnotkunar.

Alþjóða ferskvatnsdagurinn á samfélagsmiðlum

Hægt er að fylgjast með því hvernig haldið er upp á alþjóða ferskvatnsdaginn á twittersíðu UN Water.

Hvatt er til þess að helstu skilaboðum sé komið á framfæri undir myllumerkjunum #SafeHands og #WORLDWATERDAY.

Alþjóða ferskvatnsdagurinn tengist öðrum alþjóðlegum dögum, þar á meðal alþjóðlega klósettdeginum  en þá er beint sjónum að sómasamlegri hreinlætisaðstöðu fyrir fólk um allan heim. Þá er ástæða til að nefna alþjóðlegan baráttudag gegn eyðimerkurmyndun.