Alþjóða hamingjudagurinn

Í dag, 20. mars, fögnum við alþjóða hamingjudeginum. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert síðan 2013 til að minni á mikilvægi hamingjunnar í lífi hvers einasta einstaklings um heiminn allan. 

Það var Bútan sem bar fram ályktunina um að Sameinuðu þjóðirnar skyldu halda alþjóðlegan hamingjudag. Þetta smáríki í Himalajafjöllunum hefur barist fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann hefur verið mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir.

Hamingjan er nátengd heimsmarkmiðunum, sem leitast við að binda enda á fátækt, draga úr ójöfnuði og vernda plánetuna okkar – þrír lykilþættir vellíðunar og hamingju. Í ár setjum við hamingjuna í samhengi við heimsmarkmið 3 – Heilsa og vellíðan, og heimsmarkmið 5 – Jafnrétti kynjanna.

Málþing um hamingju, svefn og velsæld

Félag Sameinuðu þjóðanna, ásamt Embættis landlæknis, Forsætisráðuneytinu og Endurmenntun Háskóla Íslands stóðu að rafrænu málþingi í tilefni af alþjóðadögum um svefn (19. mars) og hamingju (20. mars). Málþingið var haldið þann 19. mars undir yfirskriftinni Hamingja, svefn og velsæld og var það tekið upp. Hægt er að horfa á málþingið hér.

Á málþinginu var hamingjan sett í samhengi við heimsmarkmið 3 – Heilsa og vellíðan, sem og fjallað var um mikilvægi svefns til að stuðla að heilsu, hamingju og vellíðan. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnaði málþingið þar sem hún ræddi mikilvægi þess að hugað sé að því hvernig hægt sé að auka lífsgæði og hamingju fólks. Ekki sé hægt að fylgjast aðeins með efnahagsvísum, það sé alveg jafn mikilvægt að passa upp á velsældarvísana.

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, lagði áherslu á að velsæld væri gerð að markmiði í stefnumótun og lagt væri upp með vellíðan fyrir alla, ekki aðeins suma. Jafnframt ítrekaði hún tengsl svefns við hamingju og velsæld, sem aukast með auknum svefni þar til ráðlögðum svefni væri náð.

Hamingjan í heimi án jafnréttis

Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, var með erindi á málþinginu og lagði áherslu á tengsl hamingjunnar við heimsmarkmið 5 – Jafnrétti kynjanna. Hér má lesa útdrátt úr erindi hennar í tilefni dagsins.

Ég er þeirrar skoðunar að sjálfbær þróun sé leiðin að hamingjunni. Farsæl samfélög þar sem að íbúar búa við velsæld og öryggi, mannréttindi eru virt og dregið hefur úr mengun geta bara orðið til með sjálfbærri þróun. En hvað er sjálfbær þróun? Sjálfbær þróun er þróun sem mætir nútíma þörfum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á því að mæta þörfum sínum. Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld til langs tíma fyrir alla jarðarbúa

Já hamingjan er ekki mæld með hagvísum. Verg þjóðarframleiðsla segir ekkert um hamingju þjóðar. Það er ekki hægt að kaupa hamingjuna – eða jú, ríki geta fjárfest í hamingju íbúa sinna með því að fjármagna verkefni sem ýta undir og stuðla að sjálfbærri þróun.

Grunn þörfum okkar þarf að vera mætt og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru einmitt til þess fallin að mæta grunnþörfum allra jarðarbúa, auka jöfnuð, útrýma fátækt og hungri, efla mannréttindi, tryggja aðgengi að góðri menntun og atvinnutækifærum, efla heilsu fólks – bæði líkamlega og andlega – og vernda náttúruna, draga úr sóun og losun koldíoxíðs.

Mig langar að taka heimsmarkmið 5 fyrir sérstaklega og tengja það við hamingju, svefn og vellíðan. Nú stendur yfir 65. Fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem staða kvenna er rædd. Mikil áhersla er á versnandi stöðu kvenna í heiminum í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19 og er það áhyggjuefni að staða kvenna fer versnandi en ekki batnandi. Það er nefnilega ekki hægt að ná heimsmarkmiðunum nema með því að uppfylla heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna.

COVID-19 er að steypa æ fleirum í sárafátækt og eru áhrifin einna mest á konur. Það er áætlað að á þessu ári búi um 435 milljón kvenna og stúlkna við sárafátækt og 47 milljónir af þeim séu í þeirri aðstöðu vegna COVID-19.  

Konur eru 27% líklegri en karlmenn til þess að búa við alvarlegt mataróöryggi. Það er áætlað að þetta bil breikki vegna COVID-19.

Konur í heilbrigðisþjónustu eru í framlínunni í baráttunni við COVID-19 og eru því í aukinni hættu á að smitast. Í þeim ríkjum þar sem gögn eru aðgengileg um COVID-19 smit á meðal heilbrigðisstarfsfólks eru 72% smitaðra konur.

Skólalokanir eru líklegar til þess að auka kynjabilið þegar kemur að menntun. 11 milljónir stúlkna á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi eiga á hættu að snúa ekki aftur til náms.

Það er áætlað að 243 milljónir kvenna og stúlkna hafi orðið fyrir kynferðislegu og/eða líkamlegu ofbeldi að hálfu maka á síðasta ári.

Að minnsta kosti 200 milljónir kvenna hafa orðið fyrir limlestingu kynfæra samkvæmt gögnum frá 31 ríki þar sem að þessi hefð viðgengst.

1 af hverjum 5  konum á aldrinum 20-24 ára voru giftar í barnæsku. Tíðni Barnahjónabanda og limlesting kynfæra kvenna var á niðurleið fyrir heimsfaraldurinn en efnahagslegar afleiðingar og truflanir á skólastarfi geta snúið þeirri þróun við.

Konur eyða 3x fleiri klukkustundum en karlmenn á dag við ólaunuð störf og heimilisstörf. COVID-19 eykur álagið á konur enn frekar.

1 af hverjum 4 þingsætum í heiminum eru í höndum kvenna.

Samkvæmt gögnum frá 57 ríkjum þá segja 3 af hverjum 4 konum þær taka ákvarðanir um eigin heilsu og hvort þær stundi kynlíf eða ekki.

72% fólks sem gegnir heimilisstörfum / heimilishjálp, meiri hluti þeirra konur, hafa misst vinnuna eða vinnustundum þeirra hefur fækkað vegna COVID-19.

Konur og stúlkur bera megin þungan af auknum hamförum af völdum loftslagsbreytinga en eru sjaldnast í aðstöðu til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – COP 25 – aðeins 21% sendinefnda voru leiddar af konum.

Í þeim ríkjum þar sem konur leiða ríkisstjórn eru staðfest dauðsföll af völdum COVID-19 allt að 6 sinnum færri. Sömuleiðis þá hefur aðkoma kvenna í friðarviðræðum verið grundvöllur langvarandi samninga. Þrátt fyrir það, á árunum 1992-2009 voru konur aðeins 6% sáttasemjara og undirskriftaraðila og 13% samningarmanna í friðarferlum.

Ég spyr: hvernig eiga konur og stúlkur að sofa vært á nóttunni?

Hvernig geta konur og stúlkur fundið hamingjuna þegar að þær búa í stöðugum ótta um líkamlegt öryggi sitt?

Hvernig geta konur sofið rótt vitandi það að karlmaður í sama starfi fær hærri laun en hún?

Hvernig geta konur og stúlkur sofið rótt vitandi það að ef þeim er nauðgað er líklegt að gerandinn fái væga refsingu ef einhverja? Já eða refsing felld niður á æðra dómsstigi!

Hvernig geta konur og stúlkur sofið rótt vitandi það að þær þurfa að leggja harðar að sér en karlmaður til þess að þær séu teknar alvarlega? Hvers vegna skiptir útlit kvensérfræðinga svona miklu máli?

Hvernig geta konur fundið hamingjuna þegar að karlmenn taka credit fyrir hugmyndir þeirra og skoðanir?

Ég veit að við viljum öll búa í samfélagi og heimi þar sem að öllum líður vel, allir hafa jöfn tækifæri og búa við öryggi og velsæld. Til þess að við náum því þá verðum við að gera enn betur í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

65. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65)

65. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65) hófst 15 mars síðastliðinn. Fundur Kvennanefndar SÞ er fjölmennasti fundur baráttunnar fyrir auknu jafnrétti og bættri stöðu kvenna og sem haldinn er árlega í New York. Vegna COVID-19 fer fundurinn aðallega fram á fjarfundaform

Mynd frá skipulagsfundi Íslands í tilefni CSW65

Fólk hvaðan er úr heiminum sækir fundinn, þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar, aðilar frjálsra félagasamtaka, starfsfólk fastanefnda ríkja og aktívístar grasrótarhreyfinga.

 

Þema fundarins í ár er:

 

Árangursrík og full þátttaka kvenna við ákvarðanatökur í opinberu lífi og útrýming ofbeldis, til að ná jafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna.

 

Nýútkomin gögn sýna að framfarir í jafnréttismálum eru alltof of hægar:

 

  • Konur fylla aðeins 25% þingsæti á heimsvísu
  • Aðeins þrjú lönd hafa 50% eða fleiri konur á þingi, innan við eitt prósent eru konur yngri en 30 ára
  • Konur eru aðeins 13 prósent samningsaðila, 6% sáttasemjara og aðeins 6% undirritaðra í formlegum friðarferlum
  • Árið 2020 voru aðeins 7,4% af Fortune 500 fyrirtækjum rekin af konum
  • Aðeins 22 lönd í heiminum eru leidd af konum
  • Í úttekt UN Women sem gerð var í 87 löndum varðandi forystu og þátttöku kvenna við ákvarðanatökur í viðbrögðum við COVID-19 kom í ljós að í aðeins 3,5% þeirra ríkja mældist kynjajöfnuður við ákvarðanatökur.

 

Aukin tíðni heimilisofbeldis vegna útgöngubanna, konur minna lífsviðurværi sín frekar og hraðar þar sem þær eru berskjaldaðri fyrir efnahagshöggum, aukin byrði á herðum kvenna í heimilis- og umönnunarstörfum sýna allt fram á ólík áhrif faraldursins á líf kvenna og stúlkna.

Samkvæmt UN Women mun faraldurinn þrýsta 47 milljónum kvenna og stúlkna til viðbótar í sárafátækt svo í heildina munu 435 milljónir kvenna og stúlkna lifa í sárafátækt 2021, þ.e. 13% kvenþjóðar heimsins.

 

Við hjá SÞ á Íslandi búumst við kraftmiklum fundi í ár þar sem hann er sérstaklega mikilvægur í ljósi COVID-19 og þess bakslags sem á sér stað í jafnréttismálum á heimsvísu.

 

Aukin réttindi og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilþáttur í uppbygginga ríkja í kjölfar heimsfaraldursins. Við væntum þess að að sjá skýrar kröfur kvennahreyfingarinnar og jafnréttissamtaka lagðar fram sem munu þrýsta sem aldrei fyrr á ríki heims að kynjamiða aðgerðir og skilja engan eftir í aðgerðaráætlunum við uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins.

 

Við trúum því að nú sé tækifæri ríkja heims til að gera jafnrétti, fimmta heimsmarkmiðið,  þverlægt í öllum aðgerðum og opna augun fyrir því að konur og stúlkur er rúmur helmingur mannkyns, sem nýtur ekki grundvallarmannréttinda.

Sjá Dagskrá

Hugvekja Ölmu Möller um heimsmarkmið SÞ

„Ég hvet alla til að kynna sér og vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en með þeim er stuðlað að verndun og sjálfbærni jarðar, að því að útrýma fátækt og misrétti, og að því að bæta heilsu og vellíðan jarðarbúa. Við verðum öll að leggja okkar að mörkum, byrja á að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að hlúa að umhverfinu og eigin heilsu. Hugsum líka hvert um annað og skiljum engan eftir. Þannig stuðlum við að betri framtíð og verðum samfélaginu öllu til gagns.”

Sagði Alma Möller, landlæknir, í hugvekju sinni í tilefni Kvennadagsins þann 21. febrúar. Þar fjallaði hún m.a. um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Hægt er að hlusta á hugvekjuna í heild sinni hér. Kafli um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefst á mínútu 41:40.

Heimsmarkmiðin – 3. Heilsa og vellíðan

Að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar

Nú þegar marsmánuður er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 3 – heilsa og vellíðan.

Út árið munum við kynnast heimsmarkmiðunum betur í gegnum þema hvers mánaðar. Birt verður grein um eitt af heimsmarkmiðunum, ítarefni, upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðunum og lagt sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar. Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig er hægt að innleiða þau í framtíðarstefnu og starfsemi.

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á árar getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags-umhverfisbreytingar, efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.

Óhætt er að að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu yfir öll mörk og mæri svo að það verðme mögulegt.

3. Heilsa og vellíðan


Almenn góð heilsa og vellíðan eru mikilvægir þættir í vegferðinni að markmiðum sjálfbærrar þróunar. Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í því að bæta lífslíkur fólks, til dæmis með því að draga úr mæðra- og ungbarnadauða og koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Dauðsföllum af völdum malaríu hafa helmingast og straumhvörf hafa átt sér stað í baráttunni gegn HIV. 

Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu heilbrigðismála segir að heilbrigðari lífshættir, hærri tekjur og betri menntun, ásamt betri heilbrigðisþjónustu hafi stuðlað að aukinni meðalævilengd á síðustu áratugum. Enn er þó verk að vinna til að tryggja heilsu og vellíðan stærri hóps mannkyns en nú nýtur þeirra gæða þar sem árangur hefur verið ójafn, bæðme innan sem og á milli landa.

Lífslíkur Íslendinga eru með því hæsta sem gerist í heiminum. Meðalævilengd karla árið 2019 var 81,0 ár og meðalævilengd kvenna 84,2 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að 31 ára bil er á lífslíkum á milli þeirra landa sem eru með stystu og lengstu lífslíkurnar. Á meðan sum lönd hafa náð gríðarlegum árangri, geta landsmeðaltöl falið það að oft eru margir sem sitja eftir.

Góð heilsa og vellíðan samtvinnast nefnilega öðrum heimsmarkmiðum, m.a. að enda fátækt, minnka ójöfnuð og vinna gegn loftslagsbreytingum. Staðreyndin er sú að a.m.k. 400 milljónir manna hafa engan aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu, um 7 milljónir dauðsfalla má rekja til mengunar ár hvert, sem og yfir 1 af hverjum 3 konum hafa upplifað kynbundið ofbeldi sem getur haft langvarandi áhrif á líkamlega- og andlega heilsu þeirra, sem og á kynheilbrigðme. Nauðsynlegt er að beita margskiptum, réttindamiðuðum og kynjuðum aðferðum til að takast á við ójöfnuð og stuðla að góðri heilsu og vellíðan fyrir alla.

Áhrif Covid-19

Heilsufarslegt neyðarástand líkt og Covid-19 heimsfaraldurinn skapar alvarlegt hættuástand á alþjóðavísu og sýnir fram á nauðsyn viðbúnaðar. Faraldurinn hefur haft í för með sér stórfellt manntjón um alla heim, rúmlega 115 milljón einstaklingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og dauðsföll eru orðin fleiri en 2,5 milljón. Fjölmargir þjást jafnframt af langvarandi einkennum Covid-19.

Afleiðingar faraldursins eru þó ekki einungis líkamlegar. Félagsleg einangrun, ótti við smit og alvarleg veikindi nákominna, atvinnuleysi og fátækt – allt eru þetta þættir sem ógna geðheilbrigðme fólks á tímum Covid-19. Áhrif faraldursins á andlega heilsu er mikið áhyggjuefni og hefur t.a.m. verið greint frá því að kvíðme og einmanaleiki hafi aukist til muna hjá börnum og ungmennum. 

Embætti Landlæknis hefur gefið út tíu heilræðme til að hlúa að heilsu og vellíðan á tímum Covid-19:

  1. Hlúum vel að okkur sjálfum og okkar nánustu
  2. Verum þakklát fyrir það sem við höfum
  3. Borðum hollan og góðan mat daglega
  4. Hreyfum okkur rösklega á hverjum degi
  5. Stuðlum að betri svefni með góðum svefnvenjum
  6. Forðumst að nota áfengi eða tóbak sem bjargráð
  7. Sýnum samfélagslega ábyrgð og fylgjum fyrirmælum
  8. Höldum áfram að læra og komum hlutum í verk
  9. Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd
  10. Njótum augnabliksins – hér og nú

Heimsfaraldurinn hefur jafnframt varpað ljósi á gífurlegt misræmi í getu landa til að takast á við og jafna sig eftir faraldurinn. Almennri starfsemi heilbrigðisstofnana hefur verið raskað um alla heim, jafnvel þar sem innviðir voru sem sterkastir. Lífsnauðsynlegum aðgerðum hefur verið frestað, bólusetningar barna hafa verið lagðar af og skimanir fyrir krabbameini hafa verið stöðvaðar. Sjúkrahús hafa á mörgum stöðum þurft að vísa alvarlega veiku fólki frá þar sem þau eru yfirfull. Skýrsla um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun árið 2020 varar við því að þessar truflanir á heilbrigðisþjónustu geti snúmeð við áratuga framförum og haft áhrif á heilsufar fólks um ókomin ár.

Mikilvægi sterkra innviða í heilbrigðisþjónustu og aðgengi allra að henni hefur verið sannað. Heimsfaraldurinn veitir tímamót fyrir viðbúnað við heilsufarslegu neyðarástandi og fjárfestingu í nauðsynlegri opinberri heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt er að bregðast við.

Staðan á Íslandi

Lífslíkur Íslendinga eru með því hæsta sem gerist í heiminum og um þrír af hverjum fjórum fullorðinna (74%) á Íslandi töldu sig við góða eða mjög góða heilsu árið 2017. Í alþjóðasamanburðme stendur Ísland mjög vel þegar kemur að heilsu og vellíðan. 

Þrátt fyrir þetta er þó ekki svo að heimsmarkmiðme þrjú um heilsu og vellíða hafi verið fullnægt, en eitt af megin markmiðum heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftir. Sérstaklega þarf að huga að þörfum viðkvæmra hópa og jaðarsettra í samfélaginu og aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð stöðu og búsetu. 

Leggja þarf frekari áherslu á geðheilbrigðismál þar sem geðheilbrigðme Íslendinga, sér í lagi ungmenna, fer hrakandi. Kvíðme og þunglyndi eru að aukast og illa virðist ganga að takast á við vandann. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur bætt gráu ofan á svart og nauðsynlegt er að bregðast við. Brýnt er að auka geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna að fullu.

Smitvana sjúkdómar, þ.e. langvinnir sjúkdómar sem smitast ekki en hafa samt sem áður mikil áhrif á heilsufar og geta tengst lífsstíl, er jafnframt brýnn vandi á Íslandi. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á forvarnir, fræðslu og fordómalausa meðhöndlun.

Umhverfisáhrif eru jafnframt stækkandi heilsufarsvandi, en hreint umhverfi er nauðsynlegt fyrir heilsu og velferð. Nálægt umhverfi getur verið uppruni margra streituvalda – til dæmis loftmengun, hávaðme, hættuleg efni – sem hafa neikvæð áhrif á heilsu. Talið er að rekja megi allt að 70 dauðsföll á Íslandi á ári vegna mengunar.

Fullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu hefur loks reynst stór áskorun á Íslandi. Vandinn gæti haft neikvæð áhrif á þróun greiningar og meðferðar sjúkdóma, takist ekki að tryggja fullnægjandi mönnun með nauðsynlegu starfsfólki.

Helstu áskoranir á Íslandi eru:

  • Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar 
  • Framboð og aðgengi að  úrræðum og þjónustu eftir landsvæðum 
  • Langvinnir sjúkdómar sem tengja má við lífsstíl
  • Framboð á nýjum lyfjum og ofnotkun sýklalyfja 
  • Útgjöld til heilbrigðismála 
  • Mönnun heilbrigðisþjónustu

Á alþjóðlegum vettvangi

Í þróunarsamvinnu Íslands er lögð áhersla á að bæta lífsskilyrðme og auka tækifæri fólks með sterkari félagslegum innviðum, þar á meðal með bættu aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. 

Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á lýðheilsu í Malaví til að draga úr mæðradauða og fjármögnuðu meðal annars byggingu biðskýla fyrir verðandi mæður í dreifbýli í Mangochi-héraðme, auk þess sem byggð hefur verið héraðsfæðingardeild með biðskýli, ungbarnaeftirlits- og fjölskylduáætlunardeild við héraðssjúkrahúsið. Til viðbótar hefur tilvísunarkerfið verið bætt með ellefu nýjum sjúkraflutningabílum, þannig ef upp koma bráða- eða áhættufæðingar á fæðingardeildum úti í sveitunum er auðveldara að bregðast við í tæka tíð og koma konum til héraðssjúkrahússins. Nú hafa um 80% kvenna í héraðinu aðgang að fæðingarþjónustu með góðri aðstöðu fyrir mæður, nýbura og aðstandendur þeirra. Með samstilltu átaki hefur stjórnvöldum og samstarfsaðilum í Mangochi-héraðme tekist að lækka tíðni mæðradauða um 37% síðastliðinn áratug.   

Í Malaví hefur stjórnvöldum og samstarfsaðilum jafnframt tekist að lækka tíðni barnadauða um 49% frá 2010 til 2015.  Íslensk stjórnvöld fjármagna margvíslegar aðgerðir heilbrigðisyfirvalda gegn ungbarna- og nýburadauða í Mangochi-héraðme, þar á meðal styrkingu heilbrigðisþjónustu í mesta strjálbýlinu, sem veitt er af hartnær 600 heilsuliðum sem hafa fengið þjálfun á undanförnum árum.

Á seinustu árum hefur Ísland þar að auki lagt til mannúðarfjármuni til UNICEF í Sýrlandi og til sýrlenskra flóttamanna í nágrannaríkjum og til UNFPA í Jemen til að draga úr ungbarna- og mæðradauða í viðkomandi löndum þar sem neyðin er mikil. Ísland hefur stutt við verkefni UNFPA í Sýrlandi, en af árangri stofnunarinnar í Sýrlandi má nefna að árið 2016 fengu tvær milljónir sýrlenskra kvenna aðgang að lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í Sýrlandi, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu og Tyrklandi. Ísland styður einnig UNICEF á sviðme heilbrigðismála í Palestínu og kostaðme meðal annars úttekt árið 2018 á verkefni sem Ísland studdi á árunum 2011-2015 um heimavitjun til ungbarna og sýndu niðurstöður hennar jákvæð áhrif verkefnisins á að draga úr mæðra- og ungbarnadauða. 

Í þróunarsamvinnu Íslands er einnig lögð rík áhersla á kyn- og frjósemisheilbrigðme og -réttindi. Árið 2017 þrefaldaðme Ísland kjarnaframlag til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA) en hlutverk sjóðsins er að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigðme og -réttindi í þróunarríkjum og styðja þau við stefnumótun og framkvæmd verkefna sem beinast að því að útrýma fátækt, að gera getnaðarvarnir aðgengilegar, fæðingar öruggar og draga úr HIV smiti. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðsla. 

Á alþjóðavettvangi er ennfremur lögð rík áhersla á mikilvægi forvarna, lækningar og meðferðar við taugasjúkdómum, sérstaklega mænuskaða. Sérstaklega hefur verið unnið að því að auka samstarf Norðurlandanna á þessu sviðme í því augnamiðme að auðvelda rannsóknir á sviðinu. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa íslensk stjórnvöld vakið sérstaka athygli á málaflokknum í tengslum við umferðaröryggi og ósmitbærra sjúkdóma. 

 

Heilsa og vellíðan

3.1 Eigi síðar en árið 2030 verðme dauðsföll af völdum barnsburðar í heiminum komin niður fyrir 70 af hverjum 100.000 börnum sem fæðast á lífi.

3.2 Eigi síðar en árið 2030 verðme komið í veg fyrir nýburadauða og andlát barna undir fimm ára aldri, sem unnt er að afstýra, og stefnt að því að öll lönd náme tíðni nýburadauða niður í 12 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi og dánartíðni barna undir fimm ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi. 

3.3 Eigi síðar en árið 2030 verðme búmeð að útrýma farsóttum á borð við alnæmi, berkla, malaríu og hitabeltissjúkdóma, sem ekki hefur verið sinnt, og barist verðme gegn lifrarbólgu, vatnsbornum faraldri og öðrum smitsjúkdómum. 

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigðme og vellíðan. 

3.5 Efldar verðme forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis. 

3.6 Eigi síðar en árið 2020 verðme búmeð að ná fjölda dauðsfalla og alvarlega slasaðra vegna umferðarslysa niður um helming á heimsvísu. 

3.7 Eigi síðar en árið 2030 verðme tryggður almennur aðgangur að heilbrigðisþjónustu á sviðme kynheilbrigðis, meðal annars fyrir þá sem ætla að stofna fjölskyldu, og fræðsla og upplýsingagjöf veitt því tengdu. Tryggt verðme að kynheilbrigðme verðme fellt inn í landsáætlanir. 

3.8 Komið verðme á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verðme fyrir alla

3.9 Eigi síðar en árið 2030 verðme komið í veg fyrir, svo um munar, dauðsföll og veikindi af völdum hættulegra efna og loft-, vatns- og jarðvegsmengunar. 

3.a Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir verðme hvarvetna hrundið í framkvæmd, eftir því sem við á.  

3.b Stutt verðme við rannsóknir og þróun bóluefna og lyfja gegn smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum sem herja einkum á fólk í þróunarlöndum, aðgengi verðme veitt að nauðsynlegum lyfjum og bóluefnum á viðráðanlegu verðme samkvæmt Dohayfirlýsingunni um TRIPS-samninginn og lýðheilsu sem staðfestir rétt þróunarlanda til þess að nýta sér til fulls ákvæðme samningsins um hugverkarétt í viðskiptum í því skyni að vernda lýðheilsu og einkum og sér í lagi aðgengi allra að lyfjum. 

3.c Talsvert verðme aukið við fjármagn til heilbrigðismála sem og til nýliðunar, þróunar og þjálfunar og til að halda í heilbrigðisstarfsfólk í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin og þeim sem eru smáeyríki.  

3.d Öll lönd, einkum þróunarlönd, verðme styrkt til að geta brugðist skjótt við og haft hemil á alvarlegri heilsuvá innan lands og á heimsvísu.

Heimsmarkmiðin – 2. Ekkert hungur

Að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

Nú þegar febrúar er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 2 – ekkert hungur. Á árinu 2021

Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á árinu 2021. Jafnframt stendur til að það fylgi með tilheyrandi ítarefni og greinagóðar upplýsingar, kynningar og fræðsla um það hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðum SÞ. Þannig geti allir þessir ólíku aðilar lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.  

Ein af þeim spurningum sem vert er að velta upp og leita svara við er  þessi: Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum SÞ 

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á eitt getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags- og umhverfisbreytingar, slæmt efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.  

Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, mun líf allra og umhverfi batna til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu þvert á landamæri svo að það verði mögulegt. 

2. Ekkert hungur

Töluverðum árangri hafði verið náð á heimsvísu í baráttunni gegn hungri á árunum 2010-2015, en síðan þá hefur staðan farið hratt versnandi og fjöldi vannærðra einstaklinga á heimsvísu aukist hratt. Ljóst er að loftslagsbreytingar og vaxandi átök á ýmsum svæðum hafa sett svip sinn á stöðuna, en síðastliðið ár hafa áhrif Covid-19 jafnframt sett strik í reikninginn.

Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í maí 2020, ganga ríflega 820 milljónir manna hungraðar til hvílu á hverju kvöldi og 135 milljónir í 55 löndum eru beinlínis við hungurmörk. Tölurnar eiga þó við árið 2019 og eru frá því áður en heimsfaraldur Covid-19 braust út. Talið er að vegna hans verði 265 milljónir manna í heiminum við hungurmörk á næstu misserum. Hungur í heiminum virðist aukast hratt því fyrir fjórum árum voru 80 milljónir við hungurmörk. 

Vandamálið er þó ekki að ekki sé til nægur matur til að fæða alla jarðarbúa, þar sem að á ári hverju er framleiddur nægur matur í heiminum til að næra alla íbúa heims og helmingi fleiri. Vandamálið liggur heldur í misskiptingu, þar sem stór hluti jarðarbúa hefur ekki nægilegt aðgengi að mat á meðan matur fer til spillis annarsstaðar. Stuðla þarf að sjálfbærri framleiðslu fæðu til frambúðar og aðgengi allra jarðarbúa að næringarríkri fæðu.

Áhrif Covid-19

Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur haft í för með sér stórfellt manntjón um allan heim. Faraldurinn hefur stöðvast nánast alla matvælaframleiðslu og komið í veg fyrir flutning matvæla. Hungur í heiminum er komið á mjög hættulegt stig og er talið líklegt að fjöldi þeirra sem deyi úr hungri vegna áhrifa Covid-19 verði fleiri en þeir sem látast af völdum sjúkdómsins. Ljóst er að ástandið er brýnt og grípa þarf til aðgerða.

Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út spálíkön um þróun hungurs í heiminum og sýna verstu spár að um 10% jarðarbúa muni ekki fá nægan mat á árinu. Auk þessa eru enn fleiri sem upplifa annarskonar fæðuóöryggi, t.a.m. að hafa ekki efni á næringarríkri fæðu, sem getur leitt til vannæringar og offitu. Áhrif vannæringar eru langvarandi, ónæmiskerfi veikist, hreyfigeta takmarkast og heilastarfsemi getur jafnvel verið skert. Jafnvel í bestu spám Sameinuðu þjóðanna sýna spálíkön að hungur verði meira næsta áratuginn, en spáð var fyrir heimsfaraldurinn. Gera þarf allt sem hægt er til að verja þá sem minnst mega sín og koma í veg fyrir að faraldurinn eyðileggi líf fólks í löndum þar sem ástandið er viðkvæmt.

David Beasley, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), hefur biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að grípa í taumana, að án aukinna framlaga sé rík ástæða til að óttast hungursneyð meðal fjölda þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman. Heimurinn sé á barmi hungurfaralds. Öll ríki heims verða að setja fæðuöryggi og mannúðaraðstoð í forgang í viðbrögðum sínum við Covid-19 faraldrinum.

Staðan á Íslandi

Þrátt fyrir að Ísland sé velferðarríki og lífskjör almennt talin góð í samanburði við aðrar þjóðir heims, þá er það þó ekki svo að á Íslandi búi ekki einstaklingar og fjölskyldur sem þurfa að líða hungur. Eitt af megin markmiðum heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftir og er því brýnt að hafa það að leiðarljósi við innleiðingu annars markmiðsins um að útrýma hungri á Íslandi.

Áhrif Covid-19 leyndu sér heldur ekki á Íslandi og hafa aldrei fleiri þurft að sækja sér mataraðstoð og nú í vetur. Hjálpræðisherinn í Reykjavík greindi frá því að umsóknum um mataraðstoð fyrir jólin hafi aukist um 200% og komust færri að hjá Fjölskylduhjálp Íslands en þurftu. Vandamálið er fjölþætt og er það samtvinnað heimsmarkmiði 1, að útrýma þurfi fátækt. Brýnt er að bregðast við þessu vaxandi vandamáli með útvíkkun og betrumbætingu þeirra úrræða sem þessi viðkvæmi hópur þarf að sækja.

Helstu áskoranir á Íslandi eru:

  • Að tryggja framfærslu allra landsmanna
  • Að stuðla að sjálfbærri þróun í fiskveiðum og landbúnaði
  • Að beita sér fyrir lífrænni og heilnæmri framleiðslu

Á alþjóðlegum vettvangi

Meginmarkmið Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli kynjajafnréttis, mannréttinda og sjálfbærrar þróunar. Sérstaklega er hugað að réttindum barna og að þau fái tækifæri til að dafna og þroska hæfileika sína. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Aðgangur að næringarríkri fæðu er lykilatriði en aðrir þættir eins og aðgengi að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu, bólusetningar og aðgangur að grunnheilbrigðisþjónustu hafa einnig mikil áhrif. Ísland styður meðal annars Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Báðar stofnanir sinna mikilvægum næringarverkefnum í þróunarlöndum og á mannúðarsvæðum. Stuðningur Íslands er í formi rammasamninga og samninga um útsenda íslenska sérfræðinga auk þess sem Ísland svarar neyðarköllum eftir bestu getu með neyðarframlögum. Ísland hefur m.a. lagt mikla áherslu á stuðning við WFP og UNICEF í Sýrlandi og Jemen sem og beinan stuðning við samstarfsland Íslands, Malaví.

Hvað getum við gert?

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök geta lagt sitt að liði til að stuðla að því að útrýma hungri í heiminum á ýmsa máta. 

  • Með “appinu” Share the Meal, á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, getur þú greitt fyrir máltíð barns. Allaf þegar þú færð þér að borða, getur þú styrkt vannært barn um máltíð í gegnum appið. Þið getið notið máltíðarinnar saman í sitthvoru heimshorninu. Þú gefur einu barni mat í heilan dag á 105 kr ($0.80).
  • Hægt er að styrkja Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í gegnum heimasíðu þeirra, þau berjast gegn hungri um allan heim. 
  • Hægt er að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem berjast fyrir réttindum og velferð barna um allan heim.  
  • Hægt er að styrkja og/eða bjóða fram aðstoð sína til hjálpar þeirra sem veita mataraðstoð á Íslandi. Þar má t.a.m. geta Samhjálpar, Mæðrastyrksnefnda um land allt og Hjálpræðishersins.
  • Aukin vitundarvakning er mikilvæg til að stuðla að því markmiði að enginn þurfi að líða hungur í heiminum. Með því að fræðast og fræða aðra um vandamálið og leiðir til að sporna gegn því getur þú lagt þitt á vogarskálarnar.

Ekkert hungur

2.1     Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.

2.2     Eigi síðar en árið 2030 heyri vannæring í hvaða mynd sem er sögunni til, þar að auki verði árið 2025 búið að ná alþjóðlegum markmiðum um að stemma stigu við kyrkingi í vexti og tæringu barna undir fimm ára aldri, og hugað að næringarþörfum unglingsstúlkna, þungaðra kvenna, kvenna með börn á brjósti og aldraðra.

2.3     Eigi síðar en árið 2030 verði framleiðni og tekjur þeirra sem framleiða í litlu magni tvöfölduð, einkum kvenna, frumbyggja, bændafjölskyldna, hirðingja og sjómanna, til að mynda með öruggu og jöfnu aðgengi að landi, öðrum frjósömum auðlindum og aðföngum, þekkingu, fjármálaþjónustu, mörkuðum og tækifærum til virðisauka og starfa utan býla.

2.4     Eigi síðar en árið 2030 verði sjálfbærni í matvælaframleiðslu tryggð og teknir upp starfshættir sem auka framleiðni og framleiðslu í landbúnaði, sem viðheldur vistkerfunum, dregur úr hættu af völdum loftslagsbreytinga, veðurofsa, þurrka, flóða og annarra hamfara og bætir land og jarðveg til lengri tíma litið.

2.5     Eigi síðar en árið 2020 verði staðinn vörður um erfðafræðilega fjölbreytni fræja, ræktaðra plantna, húsdýra og skyldra villtra tegunda, meðal annars með vel reknum fræ- og plöntustöðvum á alþjóðlegum vettvangi, á landsvísu eða svæðisbundið, auk þess sem tryggt verði aðgengi að jafnri og sanngjarnri skiptingu á þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu erfðafræðilegra auðlinda og þekkingu sem hefur hlotist þar af, í samræmi við alþjóðlegar samþykktir.

2.A     Fjárfestingar verði auknar, meðal annars með aukinni alþjóðlegri samvinnu, í innviðum á svæðum utan þéttbýlis, landbúnaðarrannsóknum, tækniþróun og erfðagreiningu plantna og búpenings í því skyni að bæta landbúnaðarframleiðslu í þróunarlöndum, einkum þeim sem skemmst eru á veg komin.

2.B     Komið verði í veg fyrir hindranir á heimsmörkuðum með landbúnaðarafurðir, meðal annars með samhliða afnámi allra útflutningsstyrkja í landbúnaði og allra annarra ráðstafana tengdra útflutningi sem hafa sömu áhrif, að teknu tilliti til Doha-samningalotunnar.

2.C    Samþykktar verði ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega starfsemi matvörumarkaða og afleiddra viðskipta og séð verði til þess að markaðsupplýsingar verði aðgengilegar og berist í tæka tíð, meðal annars um matvælabirgðir, í því skyni að sporna við miklum verðsveiflum.

Heimsmarkmiðin – 1. Engin fátækt

Að útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar

Nú þegar komið fram í janúarbermánuð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 1 – engin fátækt. Á árinu 2021 munum við kynnast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 betur í gegnum þema hvers mánaðar. 

Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á árinu 2021. Jafnframt stendur til að það fylgi með tilheyrandi ítarefni og greinagóðar upplýsingar, kynningar og fræðsla um það hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðum SÞ. Þannig geti allir þessir ólíku aðilar lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.  

Ein af þeim spurningum sem vert er að velta upp og leita svara við er  þessi: Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum SÞ 

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á eitt getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags- og umhverfisbreytingar, slæmt efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.  

Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, mun líf allra og umhverfi batna til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu þvert á landamæri svo að það verði mögulegt. 

1.Engin fátækt

Staðan á Íslandi

Helstu áskorarnirnar á Íslandi eru:

  • Styrkja stöðu fólks sem stendur höllum fæti, með sérstakri áherslu á börn
  • Útrýma launamun, meðal annars á grundvelli þjóðernisuppruna

Mikill árangur hefur náðst á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt síðustu ár en kórónuveirunnar hefur sett svip sinn á stöðu fátækra um heim allan. Fátækt er ekki aðeins efnahagslegt fyrirbæri heldur margþætt vandamál. Hvort tveggja felur það í sér lágar tekjur og skort á grundvallarforsendum til að lifa í sæmd.

Kórónuveiran hefur þrýst fólki niður í örbirgð sérstaklega í þróunarríkjum – hungur, húsnæðisleysi, skort á tryggri lífsafkomu, lélegt eða ekkert aðgengi að menntun, skort á heilbrigðisþjónustu og annarri grunnþjónustu auk félagslegrar útskúfunar.

Ísland er velferðarríki á vestrænan mælikvarða og lífskjör íslenskra ríkisborgara því almennt talin góð samanborið við aðrar þjóðir heimsins. Nýjustu mælingar sýna að á Íslandi ríkir mestur tekjujöfnuður og minnst fátækt meðal Evrópuþjóða  en þrátt fyrir þær jákvæðu niðurstöður býr ákveðinn hópur fólks enn við efnislegan skort og fátækt.

Eitt af megin markmiðum heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftir og því er mikilvægt að hafa það að leiðarljósi við innleiðingu fyrsta markmiðsins um að útrýma fátækt á Íslandi. Það getur verið vandkvæðum bundið að skilgreina fátækt, sér í lagi er kemur að alþjóðasamanburði.

Það er stefna íslenskra stjórnvalda að styrkja sérstaklega stöðu fólks sem stendur höllum fæti og gera tillögur til úrbóta á kjörum tekjulægstu hópanna í samfélaginu og útrýma fátækt í öllum myndum.

Hér má finna fjöllun á fundi í Háskóla Íslands frá 19. nóvember 2019 um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun númer eitt: Engin fátækt

Fátækt sýnileg, áþreifanleg og fer vaxandi

Stærsti hópurinn sem leitar aðstoðar hjálparsamtaka á Íslandi er fólk sem framfleytir sér með fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fólk á atvinnuleysis- eða örorkubótum. Æ fleira fólk af erlendum uppruna hefur ekki aðrar bjargir en að framfleyta sér og sínum með fjárhagsaðstoð félagsþjónustunnar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina. Þar kemur einnig fram að ellilífeyrisþegnar og láglaunafólk leiti einnig til hjálparsamtaka en þó í minna mæli. Þó hefði komið fram í samtölum að fátækt væri sýnileg og áþreifanleg staðreynd sem færi vaxandi.

Í skýrslunni segir að almennt þurfi að útvíkka og bæta þau úrræði sem nýtast fátæku fólki, einkum með sérstökum úrræðum á tímum heimsfaraldursins. Þar segir einnig að endurmeta þurfi og útfæra úrræði fyrir fólk sem bíður örorkumats og styðja betur við fólk af erlendum uppruna. Loks var bent á mikilvægi þess að bjóða upp á varanleg úrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda, á borð við geðröskun og fíkniefnavanda.

Höfundar skýrslunnar eru þær: Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Guðný Gústafsdóttir og Steinunn Hrafnsdóttir

Ísland á alþjóðlegum vettvangi

Meginmarkmið alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands eru að styðja viðleitni alþjóðasamfélagsins til að útrýma fátækt og hungri og stuðla að sjálfbærri þróun. Unnið er að þeim markmiðum meðal annars með fjárframlögum til tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu, með sérstakri áherslu á samvinnu við fátæk og óstöðug ríki og að bæta stöðu þeirra sem búa við lökust lífskjör.

Tvíhliða samstarfslönd Íslands eru Malaví og Úganda og njóta þau mests stuðnings frá Íslandi auk Mósambík, Palestínu og Afganistan, sem einnig fá umtalsverðan íslenskan stuðning í gegnum fjölþjóðastofnanir og borgarasamtök. Í öllum þeim ríkjum beinist þungi stuðningsins frá Íslandi að þeim hópum sem búa við sárafátækt og kerfisbundinn ójöfnuð, einkum í dreifbýli.

Hætta á mikilli fjölgun fátækra 2020-2021

Milljónir manna í heiminum búa við sárustu fátækt. Árið 2018 þurftu 8% jarðarbúa að gera sér að góðu að lifa á andvirði 1.90 Bandaríkjadals á dag. Fátækt er ekki aðeins efnahagslegt fyrirbæri heldur margþætt vandamál. Hvort tveggja felur það í sér lágar tekjur og skort á grundvallarforsendum til að lifa í sæmd.

Sameinuðu þjóðirnar telja að líta bera á fátækt sem marghliða vanda. Félagslegu réttlæti verði ekki fullnægt án þess að ráðast gegn umhverfislegu óréttlæti svo sem loftslagsbreytingar.

Fólk sem býr við fátækt upplifir margs konar innbyrðis tengdan skort sem hindrar það í því að njóta réttinda sinna og festir það í fátækragildrunni. Nefna má skort á næringarríkri fæðu, takmarkaðan aðgang að heilsugæslu, hættulegar vinnuaðstæður, ójafnan aðgang að réttarkerfi, póiltískt valdaleysi og menntunarskort.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar  þrýstir fólki niður í örbirgð

COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér stórfellt manntjón um allan heim. Hann hefur haft í för með sér fordæmislausa áskorun á lýðheilsu, fæðukerfi og atvinnulíf. Efnahagslegur og félagslegur skaði er óheyrilegur: tugir milljona eiga á hættu að verða örbirgð að bráð. Talið er að flokkur fátækra í heiminum muni gildna um 115 milljónir á þessu ári. Þetta er fyrsta fjölgun fátækra í áratugi. Einnig er búist við að fjöldi vannærðra aukist en nú er talið að 690 milljónir líði hungur. Sú tala gæti hækkað um 132 milljónir fyrir í byrjun ár 2021.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á þörfina á öflugum aðgerðum til að berjast gegn fátækt á þessum tímum. Faraldurinn krefst öflugra sameiginlegra aðgerða og aðal framkvæmdastjórinn hvetur ríkisstjórnir heims til að hraða efnahagslegri umbreytingu með fjárfestingum í sjálfbærri endurreisn.

Ríki þurfa á nýrri kynslóð áætlana um félagslega vernd, sem nær til fólks í óformlega hagkerfinu. Eina örugga leið okkar út  úr faraldrinum er að taka höndum saman um sameiginlegan málstað.

Engin fátækt: Undirmarkmið

1.1       Eigi síðar en árið 2030 hafi sárri fátækt verið útrýmt alls staðar. Miðað verði við að enginn hafi minna á milli handanna en sem nemur 1,25 bandaríkjadölum á dag til að framfleyta sér.

1.2       Eigi síðar en árið 2030 búi a.m.k. helmingi færri karlar, konur og börn, óháð aldri, við fátækt eins og hún er skilgreind í hverju landi.

1.3       Innleidd verði viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu.

1.4       Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir, karlar sem konur, og þá einkum fátækt fólk og fólk í viðkvæmri stöðu, eigi jafnan rétt til efnahagslegra bjargráða og hafi sama aðgengi að grunnþjónustu, eignarhaldi á og yfirráðum yfir landi og öðrum eignum, erfðum, náttúruauðlindum, viðeigandi tækninýjungum og fjármálaþjónustu, þ.m.t. fjármögnun smærri fjárfestinga.

1.5       Eigi síðar en árið 2030 verði staða fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu styrkt með fyrirbyggjandi aðgerðum til að bregðast við alvarlegum atburðum af völdum loftslagsbreytinga, efnahagslegum eða félagslegum áföllum, umhverfisskaða eða hamförum.

1.A      Tryggð verði margvísleg úrræði fyrir þróunarlönd, einkum þau verst settu, þar á meðal með aukinni þróunarsamvinnu, til að þeim standi til boða fullnægjandi og áreiðanleg aðstoð og hrint verði í framkvæmd áætlunum sem miða að því að útrýma fátækt í allri sinni mynd.

1.B       Mótuð verði traust umgjörð um stefnumál, alþjóðleg, svæðisbundin og á landsvísu, sem byggist á þróunaráætlunum sem taka einkum mið af stöðu fátækra og kynjamismunun, í því skyni að tryggja að aukið fjármagn fari í aðgerðir sem miða að því að útrýma fátækt.

WFP hlaut friðarverðlaun Nóbels

Félag Sameinuðu þjóðanna óskar Matvælaáætun Sameinuðu þjóðanna (WFP) innilega til hamingju með friðarverðlaun Nóbles fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri. WFP hefur um margra ára skeið barist fyrir friði á átakasvæðum með aðgerðum sem afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum.

Árlega veita íslensk stjórnvöld kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem eru ein stærstu mannúðarsamtök heims í baráttunni gegn hungri og bregðast jafnframt við neyðarköllum frá stofnunni. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. Framlag Íslands á þessu ári er 137 milljónir króna.

„Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í formlegu heillaskeyti sem hann sendi WFP þann 9.okt sl.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft veruleg áhrif um heim allan og hefur víða borið á matvælaskorti. WFP hefur aldrei veitt jafn mörgum matvælaaðstoð en á þessu ári. Markmið WFP er að aðstoða 138 milljóna einstaklinga en nú þegar hafa 85 milljónir manna á þessu ári notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasly framkvæmdarstjóri WFP sagði á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungursneyðar.

 

Fyrir áhugasama var Vera Knútsdóttir framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna í útvarpsviðtali hjá Morgunvaktini um WFP hlekkur: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgcp

Við viljum einnig benda á https://sharethemeal.org/en/ þetta app gerir fólki kleift að gefa barni skólamáltíð

Heimildir:

12 staðreyndir um WFP: https://insight.wfp.org/12-things-you-didnt-know-about-the-world-food-programme-4f8ee1914334

Heimsmarkmið 2: Ekkert hungur, nánar um störf WFP í þágu sjálfbærrar þróunnar:  https://www.wfp.org/zero-hunger

 

 

 

Stöðuskýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Skýrsluna ná nálgasta hérna og afmarkaðan lista yfir forgangsmarkmið ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna starfar undir forystu forsætisráðuneytis en að henni koma öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Þá eiga í henni sæti Hagstofa Íslands og Samband Íslenskra stjórnvalda. Félag Sameinuðu þjóðanna ásamt ungmennráði Sameinuðu þjóðanna eiga áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórninni. Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, stýrir vinnu verkefnastjórnarinnar.

Opnuð hefur verið sérstök kynningarsíða fyrir Heimsmarkmiðin, www.heimsmarkmidin.is ásamt því að að stofnuð hefur verið síða á facebook í sama tilgangi.

Við hvetjum alla til að fylgjast með framgangi Heimsmarkmiðana hér á landi og taka þátt í að vinna að þeim og efla vitund almennings. Félag Sameinuðu þjóðanna er ávallt reiðubúið til að svara fyrirspurnum um Heimsmarkmiðin.

Betri heimur fyrir alla: viðburður á Lýsu 2018 um Heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra á Íslandi

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Allir þurfa að taka þátt og stjórnvöld og sveitarfélög skipta þar gríðarlega miklu máli. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Á málstofunni Betri heimur fyrir alla, sem haldin verður sem hluti af  Lýsu 2018, gefst tækifæri til þess að kynnast áætlunum ríkisstjórnarinnar við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem og hvernig markviss innleiðing þeirra á vettvangi ríkis og sveitarfélaga getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan íbúa á öllum æviskeiðum.

Fanney Karlsdóttir, forsætisráðuneyti mun kynna áætlun ríkisstjórnarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðana kynnir verkefni og aðgerðir utanríkisráðuneytisins, Páll Magnússon mun kynna hugmyndir Kópavogs og Gígja Gunnarsdóttir hjá Embætti landlæknis mun fjalla um Heilsueflandi samfélag og tengingu nálgunarinnar við Heimsmarkmiðin.

Fundarstjóri verður Harpa Júlíusdóttir frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.

Málstofan fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardaginn 8.september 2018 frá kl: 15:00-16:15 (vekjum athygli á breyttum tíma, áður auglýst kl: 13:15). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við vonum að sem flestir hafi kynnt sér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þekki til þeirra. Flestir ættu að hafa heyrt á þau minnst eftir að auglýsingaherferð stjórnarráðsins fór í loftið fyrir ekki svo löngu. Hægt er að lesa sér til um Heimsmarkmiðin 17 og undirmarkmið þeirra hér á síðunni okkar.

Það eru margir aðilar sem vinna að Heimsmarkmiðunum og við fáum gjarnan fyrirspurnir um táknin og hvort að við eigum þau til. Við höfum nýlega látið uppfæra táknin í samræmi við nýjar þýðingar og breytingar frá Sameinuðu þjóðunum og allir geta nálgast þau hér. Í möppunni er að finna táknin á íslensku í prent og vef upplausn, táknin á ensku og yfirlitsmynd á íslensku. Við hvetjum þá sem ætla að nota táknin á opinberum miðlum að kynna sér reglur Sameinuðu þjóðanna um notkun þeirra en leiðbeiningarnar má finna hér.

Við erum ávallt reiðubúin til þess að svara fyrirspurnum um Heimsmarkmiðin og bjóðum einnig uppá fræðslu um Heimsmarkmiðin fyrir alla aldurshópa. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á fræðslu um Heimsmarkmiðin.

HeimsmarkmiðinMenntun fyrir alla