Er friðurinn úti?
4. þáttur: Rödd Íslands á alþjóðavettvangi
Þessi 4. þáttur friðarhlaðsins snýst um rödd, rödd Íslands á alþjóðavetvangi.
Spurt er: Hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi? Getur Ísland haft áhrif í alþjóðakerfinu þegar kemur að því að sporna gegn ofbeldi og stuðla að friði á heimsvísu?
Hlaðvarpið er hluti af „Friðardögum í Reykjarvík 2020“ og er þessi þáttur í samstarfi við Utanríkisráðnuneytið og félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Umsjónarmaður þáttana er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona. Í þáttunum er m.a. rætt við Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur, formann hjá „Kynslóð jafnréttis“ um þátttöku Íslands í átaki UN Women.
Píu Hansson – Forstöðumann Höfða friðarseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, um stærstu áskoranirnar sem framundan eru í friðarmálum og möguleika smáríkja til áhrifa á alþjóðavettvangi.
Birnu Þórarinsdóttur – Framkvæmdastýru UNICEF á Íslandi og Stellu Samúelsdóttur – framkvæmdastýru UN Women á Íslandi um möguleika Íslands til að setja mál á dagskrá á alþjóðavísu þegar kemur að því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum.
Þá kemur Davíð Logi Sigurðsson frá Alþjóða- og Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og fjallar um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna,
Baldri Þórhallssyni – Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands fjallar um það hvort lítil ríki eins og Ísland geti orðið leiðandi í mannréttindamálum.
Björn Bjarnason um mikilvægi norræns samstarf þegar kemur að friði.
Davíð svarar meðal annars þeirri spurningu: Hvað náðum við að gera á þessu eina og hálfa ári þar sem Ísland var með setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna?
,,Við lögðum upp með það þegar við vorum kjörin í mannréttindaráðið, við vissum að við yrðum stuttum tíma í ráðinu. Ríki sitja venjulega 3 ár en kjör okkar í ráðið kom þannig til að við förum inn á miðju kjörtímabili við vissum að þetta yrði stuttur tími”
Við vildum fara inn í ráðið og gera eitthvað ekki bara fara og sitja þar og taka þátt í atkvæðargreiðslum og flytja ræður og svo framvegis, heldur setja ákveðin mál á oddinn. Það eru nokkrir hlutir sem ég myndi vilja nefna í þeim efnum –
Í fyrsta lagi hverjir sitja i ráðinu? Utanríkisráðherra hefur talað nokkrum sinnum um það og gerði það áður en við vorum kosin inn í ráðið að það skipti máli hvaða ríki sem eiga sæti í mannréttindarráðinu séu að reyna að uppfylla kröfur um það að vera leiðandi i mannréttindarmálum. Að þau ríki sem sitja í mannréttindarráðinu séu allavega að reyna stuðla að bættum mannréttindum “
Hlaðvarpið er mjög áhugavert. Fyrir þá sem hafa áhuga á að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni er hægt að nálgast þáttinn hér: https://ams.hi.is/is/publication/43/