Að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld
Nú þegar maímánuður er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 5 – Jafnrétti kynjanna.
Við höldum áfram að kynnast heimsmarkmiðunum betur í gegnum þema hvers mánaðar. Í hverjum mánuðme út árið verður birt grein um eitt af heimsmarkmiðunum, ítarefni, upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðunum og lagt sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar.
Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Hvernig er hægt að innleiða þau í framtíðarstefnu og starfsemi?
Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á árar getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags-umhverfisbreytingar, efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.
Óhætt er að að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu yfir öll mörk og mæri svo að það verði mögulegt.
5. Jafnrétti kynjanna
Jafnrétti kynjanna og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilatriði í vegferðinni að markmiðum sjálfbærrar þróunar. Konur eru helmingur heimsbyggðar nauðsynlegt er að raddir þeirra fái hljómgrunn, það er grunnforsenda fyrir því hinum 16 heimsmarkmiðunum verðme náð. Því er mikilvægt að tryggja aukna þátttöku og tækifæri kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Kynjaójöfnuður heldur ekki einungis aftur af konum, heldur mannkyninu í heild.
Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum.
Í skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem gefin var út í seinasta mánuðme kemur t.a.m. fram að því sem næst helmingur kvenna, í 57 ríkjum heims, hefur ekki vald til þess að taka ákvarðanir um eigin heilsu, getnaðarvarnir eða kynlíf. Staða kvenna hefur versnað á tímum kórónuveirufaraldursins og aldrei hafa jafn margar konur staðið frammi fyrir ógn af kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum eins og snemmbúnu hjónabandi.
Nauðsynlegt er að breyta þessu. Við þurfum að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæðme og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Áhrif Covid-19
„Segja má að Covid-19 kreppa hafi konuandlit” sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8. mars s.l.
Nú þegar er ljóst að Covid-19 heimsfaraldurinn hefur hægt enn frekar á vinnu aðildarríkja að því að ná fimmta heimsmarkmiðinu því merkja má töluvert bakslag í jafnréttismálum. Faraldurinn hefur verið olía á eld samhliða faraldurs kynbundins ofbeldis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í heimilisofbeldi, mansal, kynferðislega misnotkun, barnahjónabönd og ótímabærar þunganir ungra stúlkna.
Tilkynningum um kynbundið ofbeldi gegn konum hefur fjölgað gríðarlega síða heimsfaraldurinn braust út og ljóst er að faraldurinn hefur aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glíma við. Hann hefur þurrkað út árangur sem náðst hefur á mörgum árum í átt til jafnréttis kynjanna.
Konur eru 24% líklegri en karlar til að missa vinnuna og verða fyrir tekjuhruni. Kynbundinn launamunur sem var verulegur fyrir, hefur enn aukist. Jafnframt hefur ógreidd umönnun aukist verulega í ljósi fyrirskipana um að halda sig heima og skólalokanna, og leggst þessi vinna í miklum mæli á konur. Greining félagsins Femínísk fjármál á efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda í Covid-19 gefur til kynna að konur, þar af mikill fjöldi erlendra kvenna, sem störfuðu í ferðaþjónustu og tengdum þjónustugreinum séu meðal þeirra sem hafa orðmeð fyrir hvað verst úti fjárhagslega og að úrræði stjórnvalda hafi ekki náð til þessara hópa til jafns við aðra.
Rannsóknir sýna einnig að faraldurinn muni á heimsvísu þrýsta 47 milljónum kvenna og stúlkna til viðbótar í sárafátækt svo í heildina munu 435 milljónir kvenna og stúlkna lifa í sárafátækt 2021, þ.e. 13% kvenþjóðar heimsins.
Fjarnám og lokun skóla vegna Covid-19 kann jafnframt að grafa undan áratuga framþróun að auknu jafnrétti kynjanna þegar kemur að menntun, en óttast er að milljónir stúlkna fáme ekki tækifæri til að snúa aftur til skóla eftir heimsfaraldurinn. Fyrir margar stúlkur er skólinn ekki aðeins lykill að betri framtíð heldur líflína. Um alla heim eykst hætta á barneignum á unglingsaldri, þvinguðum hjónaböndum auk ofbeldis, og allt er þetta samtengt skólalokunum og dvínandi tækifærum stúlkna til menntunar.
Nauðsynlegt er að takast á við þetta stóra vandamál og bæta framtíðina. Endurreisnin að loknum faraldrinum gefur okkur tækifæri til að marka nýja og jafnari braut. Stuðnings- og hvata-áætlunum stjórnvalda ber að beinast sérstaklega að konum og stúlkum, þar á meðal með því að auka fjárfestingu í innviðum umönnunar. Formlega hagkerfið virkar eingöngu vegna þess að það er niðurgreitt í krafti ógreiddrar vinnu kvenna við umönnun.
Staðan á Íslandi
Vægi jafnréttismála hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi undanfarin ár og er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf og þróun málaflokksins á heimsvísu. Í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem birt var í mars 2021, kemur fram að jafnrétti kynja er hvergi meira en á Íslandi miðað við aðferðafræðme ráðsins. Ísland vermir fyrsta sæti listans, sem telur 156 lönd, tólfta árið í röð. Þrátt fyrir að Ísland sé langt komið í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna eigum við þó enn langt í land með að útrýma kynjaójafnvægi hér á landi.
Jafnrétti kynjanna er mikilvægt mannréttindamál og jafnframt forsenda friðar, framfara og þróunar. Lagalegt jafnrétti íslenskra kvenna er meira en víða annars staðar í heiminum, bæðme þegar litið er til sögulegra áfanga í jafnréttisbaráttunni og með hliðsjón af mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins. Fyrstu íslensku heildarlögin um jafnan rétt og stöðu kynjanna voru sett árið 1976. Var þá mótuð opinber stefna í jafnréttismálum og Jafnréttisráð sett á stofn til að framfylgja lögunum. Nú að 45 árum liðnum er ljóst að kynferðme virðist enn hefta frelsi einstaklinga og að gera þurfi betur á mörgum sviðum.
Kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál og nauðsynlegt er að leggja áherslu á verkefni sem hafa að markmiðme að uppræta það. Kynbundið ofbeldi er eitt stærsta lýðheilsuvandamál íslensks samfélags en afleiðingar þess fyrir hvert samfélag eru í senn efnahagslegar, pólitískar, félags- og heilsufarslegar.
Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld hafi aukið kynjajafnrétti að leiðarljósi í allri sinni stefnumótun og löggjöf. Með því stuðli stjórnvöld að því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum allra kynja og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Nauðsynlegt er að efla forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum.
Efla verður réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, sinna forvörnum gegn ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum úrræðme og meðferð. Hér þarf sérstaklega að líta til aðstæðna og þarfa hópa kvenna sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi af öllu tagi, s.s. fatlaðra kvenna og kvenna af erlendum uppruna.
Stuðla þarf að sameiginlegri ábyrgð kynjanna á heimili og fjölskyldu til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðme og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Jafnframt er brýnt að leggjast í enn frekari aðgerðir til að tryggja fulla þátttöku kvenna á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála og á öðrum opinberum vettvangi, enda er það samfélaginu öllu til bóta.
Helstu áskoranir á Íslandi eru:
- Kynjaskipting starfa á vinnumarkaðme og kynbundið námsval
- Misvægi kynja í efstu lögum atvinnulífsins
- Draga markvisst úr kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi
- Hækka hlutfall feðra sem tekur fæðingarorlof
Ísland á alþjóðlegum vettvangi
Í íslenskri utanríkisstefnu er lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem endurspeglast bæði í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og í málsvarastarfi á alþjóðavettvangi. Kynjajafnrétti er jafnan forgangsmál þegar Ísland gegnir formennsku í svæðisbundnu samstarfi og voru jafnréttismál t.a.m. helsta áhersla Íslands í Mannréttindaráðme Sameinuðu þjóðanna.
Virðing fyrir mannréttindum kvenna og bann við mismunun á grundvelli kynferðis er grunnstefið í málflutningi stjórnvalda, meðal annars hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi, rétt kvenna til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í friðar- og öryggismálum, og mikilvægi þess að karlar beiti sér fyrir jafnrétti kynjanna, enda sé það lykillinn að sjálfbærri þróun og velsæld allra.
Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæðme í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 og er sett fram sem sérstakt markmið auk þess sem lögð er frekari áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í verkefni og framlög til þróunarsamvinnu.
Í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, og í áherslulöndunum, Mósambík, Palestínu og Afganistan, hafa kynjasjónarmið verið samþætt í verkefni á sviðme mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Auk þess styðja íslensk stjórnvöld við bakið á UN Women, einni af áherslustofnunum Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, sem sinnir samræmingarhlutverki jafnréttismála meðal stofnana Sameinuðu þjóðanna og vinnur að aukinni þátttöku kvenna á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála.
Stuðningur Íslands við Mannfjöldasjóð SÞ (UNFPA) styður jafnframt við valdeflingu kvenna og stúlkna en sjóðurinn vinnur út frá mannréttindamiðaðri þróunarsamvinnu með áherslu á kynjajafnrétti til að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi. Íslensk stjórnvöld styðja jafnframt við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem með þverfaglegum rannsóknum, kennslu og miðlun skal stuðla að kynjajafnrétti og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum.
Frá árinu 2011 hefur Ísland notað aðferðafræði þróunarsamvinnunefndar OECD (OECD-DAC), svokallaða kynjajafnréttisstiku (e. Gender Equality Policy Marker), sem greinir framlög og verkefni með tilliti til þess hversu mikið þau stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Ísland er þriðja efsta ríki á lista DAC yfir hlutfall þróunarfjármagns sem rennur til jafnréttismála. Tölur frá árunum 2016 til 2018 sýna að 80% íslenskra framlaga fór til verkefna sem stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna.
Jafnrétti kynjanna
5.1 Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar.
5.2 Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.
5.3 Allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.
5.4 Ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviðme og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan fjölskyldunnar, þ.m.t. á heimilinu, eins og við á í hverju landi.
5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.
5.6 Tryggð verðme jöfn tækifæri og réttur allra til kynheilbrigðis, eins og samþykkt var með framkvæmdaáætlunum alþjóðaráðstefnunnar um mannfjölda og þróun og kvennaráðstefnunnar í Beijing sem og niðurstöðum skýrslna sem unnar voru í kjölfar ráðstefna þar sem staðan var endurskoðuð.
5.a Gerðar verði umbætur til að tryggja konum jafnan rétt á sviðme efnahagsmála, eignarhalds á og yfirráða yfir landi og öðrum eignum, jafnan rétt á arfi og jafnt aðgengi að fjármálaþjónustu og náttúruauðlindum í samræmi við landslög.
5.b Notast verði við tækniaðferðir, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni, í því skyni að styrkja stöðu kvenna.
5.c Sett verði öflug stefna og raunhæf lög sem stuðla að kynjajafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna á öllum sviðum.