Alþjóðadagur SÞ gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. Nóvember var Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sá dagur markar einnig upphaf 16 daga átaks sem ætlað er að vekja athygli á því kynbundna ofbeldi sem konur og stúlkur um allan heim verða fyrir daglega. Hið alþjóðlega átak er drifið áfram af Women’s Global Leadership Institute og fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna og stúlkna en yfirskrift átaksins er “Orange the world: End violence against women now!”.

Heimsfaraldur ofbeldis og COVID-19

Öðruvísi heimsfaraldur geisaði fyrir COVID-19: ofbeldi gegn konum, sem hafði áhrif á að minnsta kosti 1 af 3 kvenna og stúlkna. En frá fyrstu mánuðum COVID-lokana, sáu kvennasamtök gífurlega aukningu í fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn konum.

Nú, í nýrri skýrslu UN Women þar sem gögnum var safnað frá 13 löndum hefur alvarleiki vandans verið staðfestur. Helstu niðurstöður sýna að:

  1. Tölur eru mismunandi milli landa og svæða en í heildina hefur heimsfaraldurinn aukið reynslu kvenna á ofbeldi og minnkað öryggis tilfinningu þeirra.
  2. Ofbeldi gagnvart konur hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu þeirra.
  3. Félagslegir þættir gegna stóru hlutverki í reynslu kvenna af ofbeldi.
  4. Aldur er engin hindrun þegar kemur að ofbeldi gegn konum.
  5. Sérstaklega í aðstæðum heimilisofbeldis, leita konur síður utanaðkomandi aðstoðar.

 

Handbók fyrir fjölmiðlafólk

Í tilefni alþjóðadagsins árið 2019 gaf fastanefnd Kanada í UNESCO ásamt stuðningi frá kanadísku framkvæmdastjórninni fyrir UNESCO út útgáfu handbókarinnar “Reporting on Violence against Women and Girls: a Handbook for Journalists”.

Handbókin er hugsuð út frá ramma UNESCO sem meðal annars hefur það hlutverk að efla fjölmiðlaþróun, fjölmiðlakennslu og jafnrétti í fjölmiðlum. Handbókin er úrræði fyrir fjölmiðlafólk um allan heim sem ætluð er til þess að örva hugleiðingar um núverandi skýrslugerðir, veita upplýsingar og efla og bæta siðferðislega umfjöllun um kynbundið ofbeldi.

Blaðamennska sem þjónar almannahagsmunum er nauðsynleg í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. Þó svo að umfjöllun hafi batnað undanfarin ár sýnir þó núverandi fréttaflutningur um kynbundið ofbeldi að enn sé langt í að hann nái að vera lýsandi í umfangi og dýpt á því sem má lýsa sem alþjóðlegum en þöglum faraldri. Of oft er ofbeldi gegn konum og stúlkum, ef yfirhöfuð er greint frá því, sett til hliðar eða talað um sem fjölskyldumál eða persónuleg mál sem ekki eigi heima í fjölmiðlum, sem grefur þá um leið undan alvarleika þess og sýnir ekki ástandið eins og það er, sem er svo sannarlega áhættumál fyrir almannahagsmuni og þarf að tala um opinberlega.

Handbókin gefur fjölmiðlafólki bæði tillögur og dæmi um góða starfshætti þegar kemur að því að fjalla um þetta mikilvæga málefni en einnig er henni ætlað að hjálpa og takast betur á við þann vanda sem blaðamenn og fjölmiðlafólk stendur frammi fyrir þegar þau greina frá kynbundnum málum.

Nú sem fyrr er málefnið enn brýnna og mikilvægi þess að fjalla um kynbundið ofbeldi gríðarlegt.

Fjölbreyttar raddir – sögur kvenna í blaðamennsku

Þetta árið, styður UNESCO útgáfu ritgerðarsafns eftir Irene Khan sem fjallar um sögur ellefu kvenblaðamanna frá tíu löndum. Sögurnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því kynbundna ofbeldi sem kvenblaðamenn verða fyrir og varpa ljósi á nauðsyn þess að blaðamennska endurspegli fjölbreyttar raddir og hversu miklu meira milliverk þurfi að vinna til þess að takast að fullu á við áframhaldandi mismunun kvenkyns blaðamanna, sérstaklega þeirra sem eru í jaðarsettum hópum.

 

16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi á samfélagsmiðlum

Hægt er að fylgjast með átakinu  á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #16days, twittersíðu átaksins og á heimasíðu CWGL. 

Jafnréttisráðstefnan: Kynslóð Jafnréttis 29.-31. mars

Alþjóðlega jafnréttisráðstefnan Kynslóð jafnréttis stendur dagana 29. – 31. mars. Ráðstefnan er haldin á Zoom – Ókeypis og öllum opin. Opið er fyrir skráningu hér.

Ráðstefnan er fyrri hluti átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis sem ýtt var úr vör af UN Women í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking og samþykktar framkvæmdaáætlunar um jafnréttismál (Pekingáætlunin). UN Women efnir til átaksins í samstarfi við ríkisstjórnir Mexíkó og Frakklands.

Markmið ráðstefnunnar er að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur, nú fimm árum eftir að ríki heims komu sér saman um Heimsmarkmiðin. Í ljós hefur komið að Heimsmarkmið 5 – Jafnrétti Kynjanna, er það markmið sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eiga lengst í land með. Nú þegar er ljóst að heimsfaraldurinn COVID-19 hefur hægt enn frekar á vinnu aðildarríkjanna að því að ná fimmta markmiðinu því merkja má bakslag í jafnréttismálum. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi gegn konum hefur fjölgað gríðarlega síðan heimsfaraldurinn braust út, aukning hefur orðið í barnabrúðkaupum og ótímabærum þungunum ungra stúlkna, auk þess sem óttast er að milljónir stúlkna fái ekki tækifæri til að snúa aftur til skóla eftir heimsfaraldurinn.

Hvað er Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality)?

Generation Equality eða Kynslóð jafnréttis er átak UN Women sem Mexíkó og Frakkland leiða. Markmiðið er að láta raunveruleg réttindi kvenna verða að veruleika og tryggja kynjajafnrétti.

Átakinu Kynslóð jafnréttis verður hleypt af stokkunum í Mexíkó og er markmið fundarins að:

  • Kynna afurðir sex aðgerðabandalaga Kynslóðar jafnréttis og kalla eftir bráðum aðgerðum til framkvæmdar og fjármagns.
  • Þróa marghliða femíníska dagskrá til að skerpa á framtíðarsýn Generation Equality Forum sem haldið verður í París.
  • Samþætta fjölþjóðlegt bandalag ríkja til að stuðla að jafnréttisáætlun í öllum ríkjum.
  • Á ráðstefnunni fara fram umræður sem fjalla um skipulegar og kerfislegar hindranir sem koma í veg fyrir raunverulegt jafnrétti kynja og mannréttindi kvenna og stúlkna.
  • Ráðstefnan felur í sér raunverulegt tækifæri til að stuðla að fullri framkvæmd Peking áætlanarinnar.

Markmið ráðstefnunnar er að styrkja rödd feminískra ungmenna- og kvennasamtaka og hreyfinga um allan heim og eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum.

Á fundinum kynna sex aðgerðabandalög Kynslóðar jafnréttis (e. Action Coalitions of Generation Equality) markmið sín til næstu fimm ára:

  1. Aðgerðabandalag gegn kynbundnu ofbeldi (e. Gender-based Violence)
  2. Aðgerðabandalag um efnahagsleg réttindi og réttlæti (e. Economic justice and rights)
  3. Aðgerðabandalag um líkamlegt sjálfræði og kyn- og frjósemisréttindi (SRHR) (e. Bodily autonomy and sexual and reproductive health and rights)
  4. Aðgerðabandalag um feminískar aðgerðir í þágu loftslagsréttlætis (e. Feminist action for climate justice)
  5. Aðgerðabandalag um tækni og nýsköpun í þágu kynjajafnréttis (e. Technology and innovation for Gender Equality)
  6. Aðgerðabandalag um feminískar hreyfingar og forystu (e. Feminist movements and leadership)

Ísland er meðal forysturíkja átaksins og leiðir aðgerðabandalagið um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ.

Fjögur markmið aðgerðabandalags gegn Kynbundnu ofbeldi verður kynnt á fundinum. Fyrir málflutningi íslenskra stjórnvalda fara tvær starfskonur UN Women á Íslandi, en þær eru áheyrnarfulltrúar Stýrihóps íslenskra stjórnvalda sem vinnur að samþættingu aðgerða.

Ég vil skrá mig á fundinn

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Í dag, 8. mars, höldum við upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna. Dagurinn er tækifæri til að líta í bakspegilinn og fagna þeim framförum sem hafa orðið, til að kalla eftir breytingum og fagna hugrekki og festu kvenna, sem gengt hafa ómetanlegu hlutverki í sögu landa sinna og samfélaga.

Heimurinn hefur náð fordæmalausum framförum en þó hefur ekkert land náð jafnrétti kynjanna. Fyrir 50 árum lentum við á tunglinu; á seinustu 10 árum höfum við uppgötvað nýja forfeður manna og myndað svarthol í fyrsta skipti. Í millitíðinni hafa lagalegar takmarkanir komið í veg fyrir að 2,7 milljarðar kvenna hafi aðgang að sama starfsvali og karlar. Innan við 25 prósent þingmanna voru konur, frá og með 2019. Enn verður þriðja hver kona fyrir kynbundnu ofbeldi. Þessu þarf að breyta. Tryggja verður jafnrétti kynjanna og efla þarf völd allra kvenna og stúlkna fyrir 2030, líkt og heimsmarkmið 5 segir til um.

illustration of women and a man making their voices heard

Í ár beinist þema alþjóðlegs baráttudags kvenna sjónum sínum að konum í forystu í heimi COVID-19. Faraldurinn hefur valdið djúpri efnahagskreppu og miklum félagslegum áhrifum. Undanfarið ár hefur sýnt okkur og sannað mikilvægi þess að veita konum vald til jafns við karlmenn og umboð til fullrar þátttöku í stjórnmálum og við ákvarðanatökur. Það hefur sýnt sig að þar sem konur eru æðstu valdhafar eru öflugar viðbragðsáætlanir við heimsfaraldrinum.

Í úttekt UN Women sem gerð var í 87 löndum varðandi forystu og þátttöku kvenna við ákvarðanatökur í viðbrögðum við COVID-19 kom í ljós að í aðeins 3,5% ríkjanna mældist kynjajöfnuður við ákvarðanatökur. Skýtur það skökku við þar sem faraldurinn hefur haft gríðarlega ólíkar afleiðingar eftir kyni. Ný greining félagsins Femínísk fjármál á efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda í COVID-19 gefur til kynna að konur, þar af mikill fjöldi erlendra kvenna, sem störfuðu í ferðaþjónustu og tengdum þjónustugreinum séu meðal þeirra sem hafa orðið fyrir hvað verst úti fjárhagslega og að úrræði stórnvalda hafi ekki náð til þessara hópa til jafns við aðra. Rannsóknir sýna einnig að faraldurinn muni þrýsta 47 milljónum kvenna og stúlkna til viðbótar í sárafátækt svo í heildina munu 435 milljónir kvenna og stúlkna lifa í sárafátækt 2021, þ.e. 13% kvenþjóðar heimsins.

Er 13% réttlæti nóg?

Í aðdraganda alþjóðlegs baráttudags kvenna myndar kvennahreyfingin á Íslandi breiða samstöðu og hafnar meðferð réttarkerfisins á konum sem eru beittar ofbeldi og krefst úrbóta. UN Women á Íslandi er hluti af kvennahreyfingunni og sýnir Stígamót samstöðu sem hefur sent níu tilkynnt kynferðisbrotamál til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ekki hlutu hljómgrunn hér á landi til að undirstrika þann kerfisbundna vanda sem blasir við innan réttarkerfisins. Kröfur kvennahreyfingarnar verða settar fram á blaðamannafundi sem hefst kl. 10.15 8.mars. Þetta myndband sýnir á myndrænan hátt að sakfelling næst aðeins í 13% kynferðisbrotamála sem tilkynnt er um hér á landi.

Opnunarbjöllu Kauphallar hringt fyrir jafnrétti

Dagskrá hefst kl.9.15 mánudaginn 8. mars í Hörpu. Kauphöllin í samstarfi við UN Women á Íslandi, Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) og Samtök atvinnulífsins (tengiliður UN Global Compact), tekur nú í fjórða sinn þátt í sameiginlegum viðburði UN Women um að hringja bjöllu fyrir jafnrétti í yfir 90 löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er heiðursgestur og hringir bjöllunni í árSjá streymi hér

Krafist er að konum sé trúað og tekið sé mið af röddum kvenna á öllum sviðum samfélagsins.

United Nations Observance of International Women’s Day 2021

Alþjóðastofnun UN Women fagnar deginum m.a. með athöfn sem streymt verður á netinu. Meðal gesta eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og António Guterrers aðalritari Sameinuðu þjóðanna sem verða bæði með erindi. Áhersla er lögð á þema alþjóðlegs baráttudags kvenna í ár, konum í forystu og jafnrétti í heimi COVID-19.

Hægt er að fylgjast með viðburðinum hér frá kl. 15:00-17:30 mánudaginn 8. mars.