Þann 25. Nóvember var Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sá dagur markar einnig upphaf 16 daga átaks sem ætlað er að vekja athygli á því kynbundna ofbeldi sem konur og stúlkur um allan heim verða fyrir daglega. Hið alþjóðlega átak er drifið áfram af Women’s Global Leadership Institute og fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna og stúlkna en yfirskrift átaksins er “Orange the world: End violence against women now!”.
Heimsfaraldur ofbeldis og COVID-19
Öðruvísi heimsfaraldur geisaði fyrir COVID-19: ofbeldi gegn konum, sem hafði áhrif á að minnsta kosti 1 af 3 kvenna og stúlkna. En frá fyrstu mánuðum COVID-lokana, sáu kvennasamtök gífurlega aukningu í fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn konum.
Nú, í nýrri skýrslu UN Women þar sem gögnum var safnað frá 13 löndum hefur alvarleiki vandans verið staðfestur. Helstu niðurstöður sýna að:
- Tölur eru mismunandi milli landa og svæða en í heildina hefur heimsfaraldurinn aukið reynslu kvenna á ofbeldi og minnkað öryggis tilfinningu þeirra.
- Ofbeldi gagnvart konur hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu þeirra.
- Félagslegir þættir gegna stóru hlutverki í reynslu kvenna af ofbeldi.
- Aldur er engin hindrun þegar kemur að ofbeldi gegn konum.
- Sérstaklega í aðstæðum heimilisofbeldis, leita konur síður utanaðkomandi aðstoðar.
Handbók fyrir fjölmiðlafólk
Í tilefni alþjóðadagsins árið 2019 gaf fastanefnd Kanada í UNESCO ásamt stuðningi frá kanadísku framkvæmdastjórninni fyrir UNESCO út útgáfu handbókarinnar “Reporting on Violence against Women and Girls: a Handbook for Journalists”.
Handbókin er hugsuð út frá ramma UNESCO sem meðal annars hefur það hlutverk að efla fjölmiðlaþróun, fjölmiðlakennslu og jafnrétti í fjölmiðlum. Handbókin er úrræði fyrir fjölmiðlafólk um allan heim sem ætluð er til þess að örva hugleiðingar um núverandi skýrslugerðir, veita upplýsingar og efla og bæta siðferðislega umfjöllun um kynbundið ofbeldi.
Blaðamennska sem þjónar almannahagsmunum er nauðsynleg í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. Þó svo að umfjöllun hafi batnað undanfarin ár sýnir þó núverandi fréttaflutningur um kynbundið ofbeldi að enn sé langt í að hann nái að vera lýsandi í umfangi og dýpt á því sem má lýsa sem alþjóðlegum en þöglum faraldri. Of oft er ofbeldi gegn konum og stúlkum, ef yfirhöfuð er greint frá því, sett til hliðar eða talað um sem fjölskyldumál eða persónuleg mál sem ekki eigi heima í fjölmiðlum, sem grefur þá um leið undan alvarleika þess og sýnir ekki ástandið eins og það er, sem er svo sannarlega áhættumál fyrir almannahagsmuni og þarf að tala um opinberlega.
Handbókin gefur fjölmiðlafólki bæði tillögur og dæmi um góða starfshætti þegar kemur að því að fjalla um þetta mikilvæga málefni en einnig er henni ætlað að hjálpa og takast betur á við þann vanda sem blaðamenn og fjölmiðlafólk stendur frammi fyrir þegar þau greina frá kynbundnum málum.
Nú sem fyrr er málefnið enn brýnna og mikilvægi þess að fjalla um kynbundið ofbeldi gríðarlegt.
Fjölbreyttar raddir – sögur kvenna í blaðamennsku
Þetta árið, styður UNESCO útgáfu ritgerðarsafns eftir Irene Khan sem fjallar um sögur ellefu kvenblaðamanna frá tíu löndum. Sögurnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því kynbundna ofbeldi sem kvenblaðamenn verða fyrir og varpa ljósi á nauðsyn þess að blaðamennska endurspegli fjölbreyttar raddir og hversu miklu meira milliverk þurfi að vinna til þess að takast að fullu á við áframhaldandi mismunun kvenkyns blaðamanna, sérstaklega þeirra sem eru í jaðarsettum hópum.
16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi á samfélagsmiðlum
Hægt er að fylgjast með átakinu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #16days, twittersíðu átaksins og á heimasíðu CWGL.