Alþjóðadagur SÞ gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. Nóvember var Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sá dagur markar einnig upphaf 16 daga átaks sem ætlað er að vekja athygli á því kynbundna ofbeldi sem konur og stúlkur um allan heim verða fyrir daglega. Hið alþjóðlega átak er drifið áfram af Women’s Global Leadership Institute og fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna og stúlkna en yfirskrift átaksins er “Orange the world: End violence against women now!”.

Heimsfaraldur ofbeldis og COVID-19

Öðruvísi heimsfaraldur geisaði fyrir COVID-19: ofbeldi gegn konum, sem hafði áhrif á að minnsta kosti 1 af 3 kvenna og stúlkna. En frá fyrstu mánuðum COVID-lokana, sáu kvennasamtök gífurlega aukningu í fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn konum.

Nú, í nýrri skýrslu UN Women þar sem gögnum var safnað frá 13 löndum hefur alvarleiki vandans verið staðfestur. Helstu niðurstöður sýna að:

 1. Tölur eru mismunandi milli landa og svæða en í heildina hefur heimsfaraldurinn aukið reynslu kvenna á ofbeldi og minnkað öryggis tilfinningu þeirra.
 2. Ofbeldi gagnvart konur hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu þeirra.
 3. Félagslegir þættir gegna stóru hlutverki í reynslu kvenna af ofbeldi.
 4. Aldur er engin hindrun þegar kemur að ofbeldi gegn konum.
 5. Sérstaklega í aðstæðum heimilisofbeldis, leita konur síður utanaðkomandi aðstoðar.

 

Handbók fyrir fjölmiðlafólk

Í tilefni alþjóðadagsins árið 2019 gaf fastanefnd Kanada í UNESCO ásamt stuðningi frá kanadísku framkvæmdastjórninni fyrir UNESCO út útgáfu handbókarinnar “Reporting on Violence against Women and Girls: a Handbook for Journalists”.

Handbókin er hugsuð út frá ramma UNESCO sem meðal annars hefur það hlutverk að efla fjölmiðlaþróun, fjölmiðlakennslu og jafnrétti í fjölmiðlum. Handbókin er úrræði fyrir fjölmiðlafólk um allan heim sem ætluð er til þess að örva hugleiðingar um núverandi skýrslugerðir, veita upplýsingar og efla og bæta siðferðislega umfjöllun um kynbundið ofbeldi.

Blaðamennska sem þjónar almannahagsmunum er nauðsynleg í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. Þó svo að umfjöllun hafi batnað undanfarin ár sýnir þó núverandi fréttaflutningur um kynbundið ofbeldi að enn sé langt í að hann nái að vera lýsandi í umfangi og dýpt á því sem má lýsa sem alþjóðlegum en þöglum faraldri. Of oft er ofbeldi gegn konum og stúlkum, ef yfirhöfuð er greint frá því, sett til hliðar eða talað um sem fjölskyldumál eða persónuleg mál sem ekki eigi heima í fjölmiðlum, sem grefur þá um leið undan alvarleika þess og sýnir ekki ástandið eins og það er, sem er svo sannarlega áhættumál fyrir almannahagsmuni og þarf að tala um opinberlega.

Handbókin gefur fjölmiðlafólki bæði tillögur og dæmi um góða starfshætti þegar kemur að því að fjalla um þetta mikilvæga málefni en einnig er henni ætlað að hjálpa og takast betur á við þann vanda sem blaðamenn og fjölmiðlafólk stendur frammi fyrir þegar þau greina frá kynbundnum málum.

Nú sem fyrr er málefnið enn brýnna og mikilvægi þess að fjalla um kynbundið ofbeldi gríðarlegt.

Fjölbreyttar raddir – sögur kvenna í blaðamennsku

Þetta árið, styður UNESCO útgáfu ritgerðarsafns eftir Irene Khan sem fjallar um sögur ellefu kvenblaðamanna frá tíu löndum. Sögurnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því kynbundna ofbeldi sem kvenblaðamenn verða fyrir og varpa ljósi á nauðsyn þess að blaðamennska endurspegli fjölbreyttar raddir og hversu miklu meira milliverk þurfi að vinna til þess að takast að fullu á við áframhaldandi mismunun kvenkyns blaðamanna, sérstaklega þeirra sem eru í jaðarsettum hópum.

 

16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi á samfélagsmiðlum

Hægt er að fylgjast með átakinu  á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #16days, twittersíðu átaksins og á heimasíðu CWGL. 

Alþjóða móðurmálsdagurinn

21.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll alþjóða móðurmálsdeginum. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2000 til að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. 

Aukin vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi tungumála þegar kemur að þróun sjálfbærra samfélaga. Mikilvægt að tryggja menningarlegan fjölbreytileika sem og að efla samstarf til að tryggja að allir hafi aðgang að góðri menntun.

Þema alþjóða móðurmálsdagsins 2021 er „að hlúa að fjöltyngi til að stuðla að auknum þátttökumöguleikum allra einstaklinga í bæði námi og samfélagi.” Áhersla á tungumál og fjöltyngi getur ýtt undir nám án aðgreiningar og stuðlað að framþróun í áherslu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, að skilja engan eftir. UNESCO telur að menntun, sem byggð er á móðurmáli, verði að hefjast strax í bernsku þar sem fyrstu námsárin byggja upp grunn fyrir áframhaldandi námi.

Audrey Azoulay, framkvæmdastjóri UNESCO, í tilefni alþjóða móðurmálsdagsins:

„Þema dagsins í ár „að hlúa að fjöltyngi til að stuðla að auknum þátttökumöguleikum allra einstaklinga í bæði námi og samfélagi”, hvetur okkur til að styðja við fjöltyngi og notkun móðurmáls, bæði í skóla og í daglegu lífi. Þetta er grundvallaratriði, því þegar 40% íbúa heims hafa ekki aðgang að menntun á því tungumáli sem þeir tala eða skilja best, þá hindrar það nám þeirra sem og aðgang að menningarlegri arfleið sinni og tjáningu. Í ár hugum við sérstaklega að fjöltyngdri menntun frá bernsku, svo öll börn geti notið góðs af móðurmáli sínu.”

Hægt er að fræðast meira um alþjóða móðurmálsdaginn á vef UNESCO.

Alþjóða útvarpsdagurinn

13.febrúar 2021. Útvarpið er enn þann dag í dag einn þeirra fjömiðla sem hefur hvað mesta útbreiðslu.

13.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll Alþjóða útvarpsdeginum. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2011 og við fögnum deginum því í 10. skipti nú í ár. Dagurinn var valinn í ljósi þess að þann 13. febrúar 1946 hófu Sameinuðu þjóðirnar starfrækslu útvarps. Fyrsta útvarpsútsending Sameinuðu þjóðanna um heimsbyggðina hófst með þessum orðum:  “Þetta eru hinar Sameinuðu þjóðir sem kalla til íbúa heimsins”. Enn er sent út en starfsemin hefur breyst og er UN Radio nú fyrst og fremst efnisveita fyrir starfandi útvarpsstöðvar og dreifir efni sínu meðal annars um netið.

Útvarpið er öflugur miðill til að fagna mannkyninu í allri sinni fjölbreytni og er mikilvægur vettvangur lýðræðislegrar umræðu. Enginn annar miðill nær jafn vel til fólks, hvar sem það er statt. Útvarpið gefur öllum tækifæri til að taka þátt í opinberri umræðu óháð lestrarkunnáttu, kyni, aldri eða félagslegri stöðu. Það kostar lítið að eiga útvarp og það gegnir mikilvægu hlutverki í boðmiðlun þegar neyðarástand ríkir. Sá einstaki kostur útvarpsins að ná til þessa víðtæka áhorfendahóps þýðir að sama skapi að útvarpið hefur tækifæri til að móta upplifun samfélagsins af fjölbreytileika, verið vettvangur fyrir raddir ólíkra hópa, til að á þá sé hlustað. Útvarpsstöðvar ættu að þjóna fjölbreyttum samfélögum og bjóða upp á fjölbreytt úrval dagskrár, sjónarmiða og efnis. Þær ættu að endurspegla fjölbreytni hlustenda í öllum sínum rekstri.

Í tilefni Alþjóða útvarpsdagsins 2021 hvetur UNESCO útvarpsstöðvar til að fagna 10 ára afmæli hans og yfir 110 árum af útvarpi.

Á alþjóðlega útvarpsdeginum er sjónum að þessu sinni beint að þremur meginþemum:

 • ÞRÓUN. Heimurinn breytist, útvarpið þróast.
  Þetta þema vísar til seiglu útvarpsins og sjálfbærni þess;
 • NÝSKÖPUN. Heimurinn breytist, útvarpið aðlagast.
  Útvarpið hefur þurft að laga sig að nýrri tækni til að halda sér í sessi sem helsti miðill upplýsinga, aðgengilegur öllum alls staðar;
 • TENGSL. Heimurinn breytist, útvarpið tengir.
  Þetta þema varpar ljósi á mikilvægi þjónustu útvarpsins fyrir samfélag okkar allra – t.d. þegar kemur að náttúruhamförum, félags-efnahagslegum kreppum, farsóttum o.s.frv.

Ísland hefur undirritað samning við UNESCO um stuðnig við menningarlíf í Beirút eftir þær miklar eyðileggingar og spreningar sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í fyrra.

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO og Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO

 

Undirritaður hefur samningur á milli Íslands og UNESCO um stuðning við menningarlíf í Beirút. Samkvæmt samningnum veitir Ísland um fimmtán milljónum króna til þessa málefnis. Gríðarlega eyðilegging varð í Beirút, höfuðborg Líbanons, á síðasta ári vegna mikillar sprengingar í vörugeymslu í höfninni.

„Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir þvi markmiði,“ segir Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO.

 

UNESCO hleypti af stokkunum svokölluðu LiBeirut initiative frumkvæði sem miðar að því að styðja endurreisn borgarinnar í formi mennta og menningar.

Framlag Íslands verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum með stofnun þjálfunaráætlunar í leiklist, sviðslistum, tónlist og kvikmyndum. Þar að auki kemur það að gagni við endurreisn skemmdra listaverka eftir líbanska listamann.

 

„Sköpun, menning og listir skipta hvert samfélag miklu máli,“ sagði Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO. „Við erum sannfærð um að þetta framlag muni hjálpa Beirútbúum við að endurlífga menningarlífið með þjálfun og endurbótum.“