Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP)

Valdeflandi líf, viðnámsþróttur þjóða!

Uppbygging og stjórnsýsla UNDP

Nemendur fá hádegisverð í Bwerangula grunnskólanum í Kitchanga, Norður Kivu, í austurhluta Kongó, við það tilefni að aðalframkvæmdastjóri SÞ er í heimsókn þar.

Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) spannar hnattrænt net þeirra ótalmörgu þróunaráætlana sem unnið er að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Fyrir ekki margt löngu kom út myndskreyttur bæklingur þýddur úr sænsku á íslensku um UNDP (United Nations Development Programme). Bæklingurinn ber heitið Verður heimurinn betri? Fróðleikur um þróunina í heiminum og hann er núna í sjöundu útgáfu á íslensku. Þróunaráætlun SÞ er íslenska heiti  stofnunarinnar UNDP (hér verður notast við þessa ensku skammstöfun UNDP). Starfsemi UNDP beinist að því að þróa og umbreyta samfélögum um allan heim. Það er meðal annars gert með því að tengja lönd við þekkingu og úrræðme sem lúta að því að skapa fólki betra líf. Stofnunin teygir anga sína til 170 ríkja og svæða. Hún styður eigin úrlausnir ríkja í áskorunum tengdum þróunarmálum. Einnig styður hún þjóðir og svæðme í að finna skilvirk og nauðsynleg úrræðme sem geta eflt samfélagsþróun til aukinnar farsældar þeirra. Eins aðstoðar hún við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun. Aðaláhersla stofnunarinnar er á þrjú málefnasvið: – sjálfbæra þróun; – lýðræðme og frið; – loftslags- og neyðarviðbrögð. Eitt af mikilsverðum verkefnum UNDP er að vinna að umbótum á lögum um útilokun. Jöfnum höndum vinnur stofnunin líka að því að móta og hrinda í framkvæmd opinberri stefnumótun á sviðme kynjajafnréttis og valdeflingar kvenna. Það hefur þann augljósa tilgang að uppfylla heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun eins og raunar önnur vinna stofnunarinnar. Hún liðsinnir ríkisstjórnum við að greina og takast á við kynjasjónarhorn þróunarmála. Slíkt er unnið með aðstoð sérfræðinga í kynjajafnrétti og það á eftirfarandi málefnasviðum:

 • baráttu gegn fátækt;
 • baráttu fyrir auknum mannréttindum;
 • almennri stefnumótun;
 • loftslagsmálum; og
 • kreppum af hvað toga sem er.

Áskoranir og úrlausnir þróunarmála

Barn fullnemur og lærir að  skrifa, Karachi.

Vinna UNDP miðast við þarfir aðildarríkjanna eins og við á í hverju tilviki fyrir sig. Haldin eru í heiðri þríþætt ferli á vettvangi þróunarmála. Reynslan er sú að þessi þrjú ferli á sviðme þróunarmála er oft að finna innan eins sama og landsins eða ríkisins. En vinna á sviðme þróunarmála krefst þess að klæðskerasniðinna lausna sé leitað. Þær úrlausnir geta unnið á sértækum vandamálum og hindrunum innan viðkomandi ríkja. Til grundvallar hinna þriggja áskorana í þróunarmálum liggja ýmis kjarnaatriðme sem lúta að enn frekari þróun innan aðildarríkja. Á meðal þessara atriða er annars vegar nauðsyn þess að auka kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna og hins vegar mannréttindi og verndun þeirra sem er tengt hinu fyrra atriðme. Undir þessar áskoranir í þróunarmálum falla þrjú markmið sem stofnunin vinnur staðfastlega að: Markmið 1: Útrýming fátæktar af hvaða toga sem hún fyrirfinnst. Bæðme umfang breytinga og hinar bráðu breytingar gera nauðsynlegar ákveðnar og samhæfðar aðgerðir margra aðila og það á ólíkum sviðum. Allt er það starf unnið til að útrýma fátækt af öllu því tagi hún finnst. Markmið 2: Auknar kerfisbreytingar í átt til sjálfbærar þróunar. Stofnunin styður ríki í því að hraða kerfisbreytingum. Þannig er reynt að takast á við ójöfnuð og útilokun innan aðildarríkjanna. Einnig eiga sér stað umskipti á sviðme þróunar í átt til kolefnishlutleysis. Jafnframt á sér stað uppbygging á sjálfvirkara stjórnvaldi innan ríkjanna. Þannig má bregðast við risavöxnum breytingum. Hinar síðastnefndu eru til að mynda hnattvæðing, borgarmyndun og tæknilegar og lýðfræðilegar breytingar í samfélögum. Markmið 3: Byggja upp viðnámsþrótt til að spyrna við kreppum og ýmis konar erfiðleikum í samfélögum. Stofnunin stuðlar að sjálfbærri þróun með því að styrkja viðnámsþrótt ríkisstjórna. Þannig geta ríkisstjórnir aðildarlandanna gripið til aðgerða til að stjórna áhættum, hindra áföll og ýmsar aðsteðjandi kreppur. Ríkisstjórnir geta líka með aðstoð stofnunarinnar brugðist við kreppum og áföllum. Í kjölfarið er hægt að endurheimta stöðugleika innan ríkja og samfélaga. Einnig er unnið með samhæfðum aðgerðum gegn þeim orsökum sem búa að baki kreppa og áfalla sem raungerast. Sú samhæfingarvinna er unnin á milli annars vegar stofnunarinnar og hins vegar ríkisvalds einstakra aðildarlanda sem líka njóta trausts hennar. Einnig felur vinna stofnunarinnar með aðildarríkjunum í sér ríka áherslu á kynjajafnrétti, valdeflingu kvenna og stúlkna, auk þess að koma til móts við þarfir viðkvæmra hópa. Þannig er tryggt að engin er skilin útundan (e. ,,No One is Left Behind”). Til að uppfylla heimsmarkmiðin og til enn frekari velgengni í þróunarmálum beitir UNDP sex þverfaglegum aðferðum sem ganga undir heitinu ,,Signature Solutions”. Þær þverfaglegu aðferðir kenndar við ,,Signature Solutions” eru eftirfarandi: – að koma í veg fyrir að fólk steypist niður í fátækt. – stýring og stjórnun fyrir friðsamleg, réttlát og samhæfð samfélög. – hindrun á kreppum og aukinn viðnámsþróttur samfélaga. – umhverfismál: úrlausnir í þróun sem byggjast á aðlögun að náttúrunni. – hrein, ódýr orka. – valdefling kvenna og kynjajafnrétti. Varðveisluaðili heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

,,Ég er ein/einn af sjö milljörðum”. Nemendur bíða eftir þáverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á SÞ-deginum.

UNDP hjálpar ríkjum að fá og nýta þróunaraðstoð með árangursríkum hætti. Þannig leikur stofnunin lykilhlutverk í framfylgd á heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Stofnunin ræður yfir neti sérfræðinga sem spannar um 165 ríki og 40 sjóðme SÞ. Auk þess nær þetta net til sérstakra stofnana og annarra úrræða sem vinna að heimsmarkmiðunum. Heimsmarkmiðin og eftirlit með framfylgd þeirra er unnin í því skyni að auka skilvirkni og árangur sjálfbærrar þróunar fyrir öll ríki heims. UNDP gegnir mikilvægu hlutverki í almennri og sértækri ráðgjöf til aðildarríkjanna. Sú ráðgjöf heldur mjög á lofti heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Stofnunin leitast við að gera ríkjum kleift að forgangsraða heimsmarkmiðunum í allri stefnumótun sinni. Hún gegnir veigamiklu hlutverki í samhæfingu innan SÞ og á meðal aðildarríkja samtakanna. Hún sinnir þátttöku í 66 ,,allir fyrir einn”-verkefnum. Þau ,,allir fyrir einn”-verkefni gera ríkjum kleift að vinna starf sitt með samhæfðum hætti og á skilvirkan og árangursríkan hátt. Starfið er unnið með því að minnka umsýslukostnað, takmarka tvíverknað og efla sameiginlegt átak og samtengd verkefni. Vinna UNDP snýr líka að sameiginlegum verkefnum í þróunarmálum á vettvangi ECOSOC (Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ) og á vegum sjálfs allsherjarþings SÞ. Hin árvissa Þróunarskýrsla SÞ (Human Development Report) er sjálfstæð greinagerð af hálfu stofnunarinnar um stöðu einstakra aðildarlanda á sviðme þróunar. Umrædd skýrsla skoðar þau hnattrænu sjónarmið sem lúta beinlínis að ýmsum lykilatriðum í þróun aðildarríkjanna. Jafnframt leggur þróunarskýrslan grundvöll að mælikvörðum, nýstárlegri greiningu og oft á tíðum umdeildum ráðleggingum um stefnumótun ríkjanna. Þær ráðleggingar byggjast á greinagóðri sérþekkingu sem stofnunin lætur aðildarríkjunum í té. Þannig vinnur hún í takti við það leiðarstef að um verðme að ræða ferli þróunar í átt til aukinnar farsældar hjá viðkomandi ríkjum. Það þróunarferli ríkjanna stefnir að því marki að fjölga valkostum þegna aðildarríkjanna og athafnafrelsi til orðs, æðis og verka. Ráðgjöf stofnunarinnar beinist því ekki einungis að því að auka þjóðartekjur hinna sömu aðildarríkja. En höfundar þróunarskýrslunnar eru sjálfstætt teymi sérfræðinga. Á meðal þeirra er að finna hnattrætt net leiðtoga í háskólasamfélaginu, sérfræðinga úr stjórnsýslu aðildarríkjanna og úr frjálsum félagasamtökum. Þessir sérfræðingar og leiðtogar koma að borðinu með upplýsingar, hugmyndir og bestu starfsaðaferðir. UNDP vinnur að því að útrýma fátækt af öllu tagi og jafnframt útrýma hungursneyð. Stefnt er að því að tryggja að allt fólk á jörðinni geti náð markmiðum sínum með fullnægjandi hætti. Þannig geti fólk um allan heim notið sjálfsvirðingar sinnar. Manneskjur um allan heim fáme að búa við jafnrétti. Slíkt muni raungerast í heilbrigðu og heilsueflandi umhverfi. Leitast er við á vettvangi UNDP að vernda jörðina með sjálfbærri þróun og gegn niðurbroti náttúrunnar. Þannig er hægt á sjálfbæran hátt að stýra og stjórna auðlindum jarðar. Í þessu efni er reynt að grípa til brýnna aðgerða í loftslagsmálum. Það er í samræmi við heimsmarkmið 13 sem nefnist réttilega aðgerðir í loftslagsmálum. Starfið að framfylgd 13. heimsmarkmiðsins eins og allra heimsmarkmiðanna 17 talsins er unnið í því skyni að styðja þarfir núverandi og framtíðarkynslóða mannkyns. Stefnt er að því að allar manneskjur geti notið velsældar og hafi möguleika á góðu lífshlaupi. Það er lykilatriðme í þessu samhengi að efnahagslegar, félagslegar og tæknilegar framfarir eigi sér stað í sátt við náttúruna. Efla ber frið og réttlæti sem stuðlar meðal annars að því að losa ríki og samfélög við ótta og ofbeldi. Engin sjálfbær þróun getur átt sér stað án friðar og engin friður verður án sjálfbærrar þróunar. Hið síðastnefnda stuðlar líka að aukinni hnattrænni samstöðu. Sérstakleg er reynt að bregðast við vanda hinna fátækustu jarðarbúa. Einblínt er á þarfir og hlutskipti þeirra sem allra verst eru settir. Það er gert með þátttöku allra ríkja, allra hluthafa og alls mannkyns.   Áhrif UNDP á síðustu árum eru til dæmis eftirfarandi:

 • 31 milljón manna höfðu betri aðgang að þjónustu til að vinna gegn fátækt.
 • 20 milljónir manna fengu aðgang að fjármálaþjónustu.
 • Dregið var úr 256 milljón tonn af gróðurhúsalofttegundum.
 • 1 milljarður bandaríkjadala fjárfestur í að styrkja viðbrögð við erfiðleikum og kreppum.

UNDP er ábyrg fyrir því að aðildarríki SÞ uppfylli heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Í sameiningu er þar um að ræða UNDS (kerfi SÞ um þróunaraðstoð), eða almenna þróunaraðstoð á vegum SÞ. Stjórnandi UNDP er líka varaframkvæmdastjóri SÞ. Sem slíkur hýsir stjórnandi UNDP kjarnahóp heimsmarkmiða SÞ (UNSDG) með þátttöku framkvæmdastjóra DESA (Deild efnahags- og félagsmála), FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunin), ILO (Alþjóðavinnumálastofnunin), UNDP, UNFPA (Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna), UNHCR (Flóttamannastofnun SÞ), UNICEF (Barnahjálp SÞ), UN Women, WFP (Matvælaáætlun SÞ), WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) og formann svæðisbundinna efnahagsnefnda sem breytist og hrókerast þeirra á milli. UNDP vinnur að heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun með alþjóðlegum fjármálastofnunum, einkageiranum, frjálsum félagasamtökum, velgjörðarsendiherrum og öðrum stuðningsmönnum. Almennt vinnur stofnunin líka með ríkisstjórnum, öðrum stofnunum SÞ, íslamskri fjármögnun og rannsóknastofnunum. Dæmi um starfsemi UNDP að málefnum friðar

Friðargæsluliðar SÞ í Malí (MINUSMA) í Afríku framkvæma borgara- og hernaðarlega samvinnu (CIMIC) með heimamönnum í Gao.

Það að endir verðme bundin á kynferðisofbeldi er grundvallaratriðme í vinnu UNDP. Sú barátta er líka hluti af heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Það gildir við öll tækifæri og tilefni þar með talið þegar neyð ríkir einhvers staðar í heiminum. Stofnunin vinnur með aðildarríkjum við það að takast á við og hindra kynbundið ofbeldi (e. ,,Gender-based violence”=GBV) þar með talið aukningu á tíðni kynbundins ofbeldis í heimsfaraldri COVID-19. Árið 2020 veitti hún ráðgjöf um stefnumótun og stuðning við verkefni í fleira en 80 ríkjum. Sú stefnumótun fólst í því að lögfesta og þróa áfram þjóðaráætlanir til að koma í veg fyrir, bregðast við og veita sérsniðna aðhlynningu til handa fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Undir þetta fellur líka það að landsskrifstofur UNDP framfylgja Spotlight Initiative sem er margra ára samstarf á milli Evrópusambandins og SÞ til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og sem notar meðal annars myllumerkið #WithHer. Ljósmynd af vefnum https://dam.media.un.org/ UNDP vinnur að því að umbreyta hagkerfum og þjóðfélögum í því skyni að skapa langtíma efnahagslega valdeflingu kvenna. Stofnunin starfar með ríkisstjórnum við að þróa fjárhagslega og félagslega stefnu sem eflir efnahagslegt öryggi kvenna, gerir umönnun að lykilþætti í efnahagslegri þróun og umbreytir félagsnormum í átt til kynjajafnréttis. Stofnunin starfar með ríkisstjórnum og héraðsstjórnum, einkageiranum og frjálsum félagasamtökum við að sinna umbótum á aðgreindum vinnumarkaðme. Jafnframt er unnið að því að bæta aðgengi kvenna að og stjórnun á grænum störfum, stafrænni miðlun og fjárhagslegum og ekki-fjárhagslegum verðmætum.

Í tilefni af 20 ára afmæli Barnasáttmála SÞ var árið 1979 alþjóðlegt ár barnsins (IYC). Indversk móðir gefur barni brjóst. [ódagsett]

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun leggja áherslu á tengsl heilsu og þróunar. Heilsa knýr fram og er mælistika og afleiðing sjálfbærrar þróunar. UNDP vinnur að heilsuþáttum fátæktar, stjórnunar, loftslagsmála, kreppa, kyns, og margra annarra málefnasviða til að hjálpa ríkjum í því að ná framförum á sviðme sjálfbærrar þróunar.

Kona og barn fá neyðarskammt sem dreift er af Alþjóða matvælaáætluninni (WFP) við vöruhús mannúðarasamtakanna CARE, sem var vegna fellibylsins “”Ike””.

UNDP vinnur að samverkandi og árangursdrifinni stjórnun gegn HIV-faraldrinum og á sviðme almennrar lýðheilsu. Lagalegar hindranir, stefnumótun og regluverk verða enn þann dag í dag þess valdandi að minnka getu aðildarríkja til að bregðast við útbreiðslu alnæmis og öðrum heilsutengdum áskorunum í hinum ýmsu ríkjum heims. Stofnunin styður aðildarþjóðir í því að auka aðgang að réttargæslu vegna alnæmisfaraldursins og vegna heilsu og heilbrigðis þjóða. Hún styrkir með ráðgjöf marghliða stjórnun á smitlausum sjúkdómum (NCD) og fyrir tóbaksvörnum. Einnig sinnir hún sams konar ráðgjöf við að efla nýstárlega fjármögnun í baráttunni gegn alnæmi (HIV) og við heilsueflingu þjóða heims. Stofnunin vinnur að því að draga úr allsherjarójöfnuðme. Stofnunin vinnur að því að útrýma félagslegri einangrun sem talin er hafa neikvæð áhrif á heilsu og kynda undir faraldur. Heilbrigðiskerfi í mörgum ríkjum eru veikburða og stórgölluð. Stofnunin reynir eftir mætti að bæta úr þessum agnúum. Í ofanálag eru loftslagsbreytingar ógn við heilbrigðiskerfið. Loftslagsbreytingar munu geta eyðilagt innviðme ríkja. En líka geta þær einangrað samfélög frá heilbrigðisþjónustu og valdið útbreiðslu sjúkdóma. Stofnunin styður uppbyggingu ríkja á viðnámsþrótti bæðme til að hindra og draga úr hættu á heilsukreppum og átökum. En líka við að þróa samhæfðari aðferð vegna heilsu fólks, dýra og umhverfis.

Upplýsingaþjónusta (Public Information Office) friðargæsluliðs SÞ í Khartoum, í Súdan.

Verkefni UNDP á sviðme náttúru, loftslags og orku nær til 137 ríkja. Þau innihalda viðfangsefni sem með beinum hætti koma um það bil 86 milljónum manna til góða. Stuðningur stofnunarinnar við ríkisstjórnir beinist að því að koma á samhæfðu og grænni viðspyrnu og uppbyggingarstarfi með eftirfarandi hætti:

 • byggja upp færni til að efla aðgang að sjálfbærri orku og lofslagi og stefnumótun og fjármögnun sem er jákvæð fyrir náttúruna;
 • auka hæfni til að tryggja ,,No One is Left Behind” það að engin verðme skilin útundan;
 • efla fjárfestingu sem ýtir undir heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun (SDG) og Parísar-sáttmálann, hvort sem það lýtur að opinberri eða einkafjárfestingu;
 • koma á framfæri þjónustumiðuðum úrlausnum til ábyrgðaraðila og sem stuðla að bráðaviðbrögðum, og viðbrögðum til miðlungs langs tíma og langtíma enduruppbyggingu og félagsefnahagslegri forgangsröðun á verkefnum þróunar; og,
 • nýta staðarkunnáttu og viðveru stofnunarinnar og tengslanet til að koma á fót úrlausnum sem koma neðan frá og þaðan upp á svið (e. ,,bottom-up”) og hafa varanleg áhrif á einstök ríki.

  Eyðing lands, eyðimerkurmyndun og þurrkar eru mikilsverðir og sístækkandi hindranir á vegi sjálfbærrar þróunar og niðurbrots umhverfis sem aftur hefur áhrif á heilsu fólks, framleiðslu og viðnámsþrótt fyrir milljarðme manna. Til stuðnings UNCCD (Samningur SÞ um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun), vinnur UNDP Global Policy Centre on Resilient Ecosystems and Desertification (GC-RED) í Naíróbí að því að koma á framfæri tæknilegri sérþekkingu og uppbyggingu á þjónustufærni til ríkja til að samhæfa stefnu og fjárfestingar þeirra í málefnum tengdum líffræðilegum fjölbreytileika og í loftslagsmálum. UNDP vinnur að því að framfylgja Montreal Samþykkt um stjórnun á spilli- og úrgangsefnum. Vegna hnattrænna áhrifa þeirra á heilsu fólks og umhverfis er mjög hættulegum spilliefnum stýrt með alþjóðalögum. Árangursrík framkvæmd þessara sáttmála krefst kerfisbundinna inngripa og alþjóðlegrar samvinnu. Starfsemi stofnunarinnar á sviðme spilli- og úrgangsefna styður stefnu ríkja og áætlanir ýmissa geira samfélagsins, skilvirkni stofnana, og ýmis reynsluverkefni til að festa í sessi  fjölbreytta tækni, stjórnun og útrýmingu á spilliefnum, tækni til að bæta loftgæðme og fleira. #NextGenUNDP #heimsmarkmidin #SDG #WithHer