Alþjóðlegt samstarf

Norrænt samstarf

Systursamtökin á Norðurlöndunum eru mjög öflug og Félag Sameinuðu þjóðanna hefur gott samstarf við þau. Samráðsfundir eru haldnir meðal félaganna árlega þar sem skipst er á hugmyndum, enda fer mikið starf fram hjá félögunum sem hafa samtals um sextíu starfsmenn í fullu starfi.

Hafa systurfélögin boðið Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi endurgjaldslaust allt það kynningar- og upplýsingaefni sem þau hafa hannað og framleitt.

Í samræmi við almenn markmið félagsins, er verkefnið því að velja úr öllu því góða efni sem til er á Norðurlöndum, þýða það og staðfæra. Öll félögin halda úti heimasíðu og eru þær eftirfarandi:

Evrópusamstarf

Evrópusamstarfið er einnig gott, en á þeim vettvangi höfðu félög Sameinuðu þjóðanna í Evrópu lengi starfað undir merkjum UNA-EU Liaison Group.

Í ársbyrjun 2007 var svo samþykkt að efla og skýra formið á samstarfinu frekar og var þá tekið upp nýtt nafn á samstarfshópnum: UNA Europe Network.

Haldnir er fundir árlega, ýmist í Genf eða Brussel. Félag SÞ á Íslandi sótti síðast Evrópufund samtakanna sumarið 2014 í Genf. 

IceMUN

Undirfélag Félags Sameinuðu þjóðanna, Icelandic Model United Nation (IceMUN), hefur á undanförnum árum unnið mikilvægt hlutverk í því að mennta háskólanema um starfsemi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna.

Model United Nations (MUN) er vettvangur þar sem nemendur koma saman og setja á svið starfsemi helstu stofnanna Sameinuðu þjóðanna á sem raunverulegastan hátt og takast á við aðkallandi vandamál í alþjóðasamfélaginu.

Þátttakendum er deilt niður á ákveðin lönd og eru því sendifulltrúar þeirra landa. Oftar en ekki hefur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verið sett á svið og allar formreglur ráðsins virtar.

Þess má geta að MUN ráðstefnur hafa nú einnig verið haldar tvö ár í röð á Bifröst, en þátttökuskylda hefur verið fyrir alla nýnema skólans og þingið gengið framar vonum.