Hlutverk stjórnar

Meginhlutverk stjórnar er að sjá til þess að félagið vinni að þeim markmiðum sem greint er frá í lögum þess. Endanleg ábyrgð á starfsemi félagsins og ákvörðunarvald liggur hjá stjórn félagsins. Helstu hlutverkaþættir stjórnar eru eftirfarandi:

1. Stefnuhlutverk stjórnar

Stjórn tekur allar meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd félagsins, markar stefnu og framtíðarsýn og fylgir eftir ákvörðunum aðalfundar.

Mótar hugmyndir og kemur með tillögur um ný viðfangsefni.

2. Eftirlitshlutverk

Stjórn hefur fjárhagslegt eftirlit með starfsemi félags, samþykkir fjárhagsáætlanir og fylgist með að farið sé að settum reglum um fjárreiður. Þá sinnir hún eftirliti með árangri félagsins í heild, vinnubrögðum almennt og því að þau séu í samræmi við lög og siðareglur félagsins.

3. Fjármögnunar– og mannauðshlutverk

Stjórn tryggir að tekjur félags og mannauður, sem felst í sjálfboðaliðum og starfsmönnum þess, sé nægjanlegur svo félaginu sé kleift að vinna að þeim markmiðum sem stjórnin hefur sett því.

4. Málsvarshlutverk

Stjórn sé í forsvari fyrir félagið, vinni að frekari stuðningi við það í samfélaginu, meðal annars með samskiptum við lykilaðila, og sinni verkefnum sem hafa að markmiði að styrkja ímynd félagsins.

5. Ráðningarhlutverk

Stjórn ráði framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn ef þurfa þykir og metur frammistöðu framkvæmdastjóra og styður hann í starfi.

Formaður

Formaður félagsins er forseti stjórnar og fer með leiðtogahlutverk félagins, kemur fram fyrir hönd þess gagnvart stjórnvöldum, öðrum félagasamtökum og fjölmiðlum. Hann vinnur náið með framkvæmdastjóra að málum sem ekki geta beðið ákvörðunar stjórnar. Í samvinnu við framkvæmdastjóra sér hann um að koma nýjum stjórnarmönnum inn í störf stjórnar og verkefni félagsins.

Varaformaður

Í forföllum formanns tekur varaformaður við störfum hans. Hann þarf því að vera vel að sér í málefnum félagsins og að geta tekið við forystuhlutverki með stuttum fyrirvara. Nauðsynlegt er að varaformaður sé virkur tengiliður milli stjórnar, formanns og framkvæmdastjóra.

Meðstjórnendur

Hlutverk meðstjórnenda er að vinna að ýmsum störfum innan stjórnar og fyrir félagið samkvæmt ákvörðunum stjórnar.

Framkvæmdastjóri

Hlutverk hans er að:

 • stýra starfi stjórnar, kalla til stjórnarfunda, undirbúa þá og stýra þeim í samstarfi við formann
 • gæta þess að allir stjórnarmenn ræki skyldur sínar
 • sjá til þess að öllum erindum sem félaginu berast séu afgreidd svo fljótt sem auðið er
 • tryggja að starfsemi félagsins sé vel skipulögð og fari vel fram á öllum sviðum
 • gefa stjórn og félagsmönnum kost á því að meta reglulega hvernig starfsemi félagsins gengur og hvort breyta þurfi um leiðir til að ná settum markmiðum
 • hafa umsjón með samningum sem félagið gerir
 • hafa umsjón með sjálfboðaliðum og starfsnemum hjá félaginu
 • hafa umsjón með fundargerðum, lagabreytingum og öðrum viðburðum félagsins. Fundargerðir stjórnar skulu bornar undir alla stjórnarmeðlimi til samþykktar í gegnum tölvupóst eru þær geymdar á ritvörðu rafrænu formi.
 • halda utan um félagaskrá og birta félagsmönnum fréttabréf, tilkynningar o.s.frv.
  undirbúa ársskýrslu og e.t.v. fleiri skýrslur um starfsemina í samvinnu við formann og stjórn
  halda utan um fjármál félagsins, þ.m.t. að innheimta félagsgjöld, greiða reikninga og vinna ársreikninga
 • bera ársreikninga undir skoðunarmenn reikninga til samþykktar fyrir hvern aðalfund.
Síðast uppfært í október 2011